Morgunblaðið - 24.12.1965, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.12.1965, Qupperneq 2
2 M0RGUNBIAD3& Fostudagur 24. 4es. 1965 30 stunda vopnahlé , verftur í Vietnam — báðir aðiiar bafa heitið að hafast ekki að9 Yfirmaður bandaríska hersins í S-Vietnam, William Westmore- land, sagði í dag, að vopnahléð væri í anda fæðingarhátíðar frelsarans. Skipun ráðamanna Vietcong var send frá útvarpsstöð. Saigon, 23. des. — (NTB) — í D A G var því heitið, af hálfu beggja styrjaldaraðila í Vietnam, að gert yrði 30 stunda hlé á vopnaviðskipt- um, í tilefni jólahátíðarinnar. Her S-Vietnam og banda- ríski herinn þar í landi munu hætta bardögum kl. 18.00 ann að kyöld, ,að staðartíma, en her Vietcong stundu síðar. Báðir hernaðaraðilar gáfu í dag út tilkynningu, þar sem frá vopnahlénu er skýrt. — Hvorugur aðili nefnir þó framkomin tilmæli hins um vopnahlé, er komið höfðu fram áður. Enn halda þó bardagar áfram, án afláts, bæði á landi og í lofti. í dag varð að senda varalið til útvarðarstöðvar hers S-Vietnam, nærri landamærum Laos, en þeir, sem þar voru fyrir til vamar, 200 manns grófust undir skriðu í Perú ÓTTAZT er að a.m.k. tvö hundr- uð manns hafi grafizt undir skriðu er féll á þorpið Orayan í Andesfjöllum í gær. í>orpið grófst gersamlega undir skrið- unni og var ekki annað fyrir björgunarmenn að gera, er þeir komu á vettvang, en reisa tré- kross yfir hina látnu, sem þarna höfðu hlotið sameiginlega gröf. Svo mikill gnýr fylgdi skriðu- fallinu, að hann heyrðist um 100 km. veg. voru komnir að uppgjöf. Talsmaður bandaríska hersins skýrði þá svo frá í dag, að flug- vélar hefðu í gær gert loftárás á raforkuverið við Haiphong í N-Vietnam. Hefði árásin verið sú þriðja á skömmum tíma, og mætti nú heita, að verið væri ónýtt. Her S-Vietnam og Bandaríkja- manan hefur fengið skipun um að svara árásum, verði einhverj- ar gerðar, meðan vopnahléð stendur, en láta þar við sitja. Síðar í dag bárust fréttir um, að 94 hermenn úr her S-Viet- nam og bandaríska hernum hefðu nýlega beðið bana, í tveim ur flugslysum. Féllu flugvélarn- ar, sem fluttu fallhlífarhermenn, til jarðar nærri sjó, á svæði, sem er í höndum skæruliða. Ekki er ljóst, hvað slysunum hefur vald- ið, en talið er, að a.m.k. önnur flugvélin hafi rekizt á fjall. í henni voru 81 hermaður. Ekki hefur áður verið skýrt frá slys- unum, þar eð rannsókn hefur staðið yfir. Stykkishólmur í hátíðarskrúða Stykkishólmi, 23. des. STYKKISHÓLMUR er nú kom- inn í hátíðarskrúða. Mörg jóla- tré með litljósum prýða bæinn. Þeim er dreift víða. Hreppurinn hefur stórt og fallegt jólatré á túninu við hreppsskrifstofurnar og annað tré, þar sem krossgöt- ur mætast við innkeyrslu í bæ- in. Nokkrir bæjarbúar hafa tekið höndum saman og sett upp jólatré, hver í sínu hverfi. Fallegt jólatré prýðir Bókhlöðu- höfðann, setur svip á umhverf- ið og sést víða að. Fyrirtækin hafa skreytt hús sín og einnig bæjarbúar, margir, og er allt til að setja jólasvip á. Á aðfangadagskvöld messar hinn nýkjörni prestur, séra Hjalti Guðmundsson, en á mið- nætti messar séra Habets í kap- ellu spítalans. Þar er jafnan fjöl- menni við miðnæturmessu ka- þólskra. Systurnar í sjúkrahús- inu æfa af kappi undir hátíða- skemmtun barnanna. Þar köma fram nemendur en kaþólskir hafa föndurskóla fyrir ungu börnln, sem ekki eru enn komin á skóla- aldur. Sáu þau um þennan þátt hátíðahaldanna og þótti mikill fengur. Ef útlitið breytist ekki, búast Breiðfirðingar við hvítum jólum. Föl er á jörðu og jörðin því hvít í dag. Allir vegir á Snæfellsnesi eru greiðfærir, eins og á sumar- degi. Verzlun hefur að venju verið mikil. Ekkj verður annað séð en allir hafi það gott, og sjúkleikar eru ekki teljandi. Fréttaritari. Sjálfvirk sím- stöð I Hornaf. Þriðjudaginn 21. desember var opnuð ný sjálfvirk símstöð í Höfn í Hornafirði með 20 núm- erum. Númer stöðvarinnar eru 6900 til 6919 og svæðisnúmerið er 92. ÞESSI skemmtilega vetrar- mynd er frá Tungnaá og tók Sigurjón Rist vatnamælinga- maður hana nú fyrir nokkru, er hann var á ferð upp á hálendinu. Er Mbl. ” falaði þessa mynd af Sigurjóni var hann nýkominn ofan af há- lendinu ásamt Halldóri Eyj- ólfssyni frá Rauðalæk, en þar höfðu þeir dvalizt frá 14 22. desember. Vatnamælinga menn fara venjulega mánað- arlega upp á hálendið til rannsókna á vötnunum þar, en nú í síðustu ferð var er- indið einnig að trekkja upp klukkur í sjálfritandi mælum við Þórisvatn og að Svartá við Sóleyjarhöfða, sem mæla þar vatnshæðina. Bæn við Elliheimilið N Ú fyrir jólin var sett upp jólin og í framtíðinni, en þar höggmynd Einars Jónsson- eru um 360 afar og ömmur, ar: Bæn. EUiheimiiið hefur sem sjálfsagt hugsa til smá- látið gera afsteypu af henni. fólksins og bæna þess. Á myndin áreiðanlega eftir að Ljósm. Ól. K. M.) gleðja íbúa heimilisins um Rússar senda gömul og úrelt vopn til IM-Vietnann seg/o Kínverjar Hong Kong, 23. des. NTB. MÁLGAGN kínverska komm- únistaflokksins, „Dagblað Al- þýðunnar“ sakar í dag Sovét- stjórnina um að hafa sent til Norður-Vietnam gamlan og úr- eltan vopnabúnað, sem rúss- neski herinn hafi sjálfur verið hættur að nota. Segir blaðið, að sú aðstoð, sem Rússar hafi veitt N-Viet- nam í baráttunni við heimsvalda sinna sé hvergi sambærileg, hvorki að magni né gæðum, við þá aðstoð, sem þeir hiafi látið hinum afturhaldssömu Indverj- um í té, í átökum þeirra við Pakistan. Jafnframt vísar blað- ið á bug staðhæfingum, sem fram hafa komið á Vesturlönd- um, um að Kínverjar hafi hindr að vopna og hergagnaflutninga þeirra til N-Vietnam um kín- verskt land. Standi Rússar sjálf- ir að baki þessum staðhæfing- um til þess að breiða yfir dug- leysi sitt. Loks gerir blaðið harða hríð að Sovétstjórninni fyrir undirlægjuhátt við banda- ríska heimsvalda sinna. 1 Á FORSÍÐUNNI i dag er birtur fornkirkjulegur lofsöngur (T« Deum laudamús) í þýðingu Sig- urbjörns Einarssonar biskups. Verður hann fluttur við biskups- messuna í Dómkirkjunni á jóla- nótt. Róbert A. Ottósson hljórn- setti og bjó til flutnings. — Ljósmyndin, sem Sv. Þ. tók, er úr helgileik í Vogaskóla. LÆGÐIN suð-suðvestur í því, sem var í gær, él austan- hafi fer austur, án þess að lands og fyrir norðan, en hafa áhrif að gagni hér á þurrt vestanlands. Hiti í kring landi. Sennilegast verður um frostmark á suðurströnd- t jólaveðrið eitthvað áþekkt inni, en annars staðar frost.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.