Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 5

Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 5
Miðvikudagur 29 des. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 5 Munkar — en ekki postular Sá leiði misskilningur varð hér í blaðinu sunnudaginn 19. des. s.I., að rangt var farið með texta undir mynd af jólaskreytingu í Menntaskólanum í Reykjavík. Misskilningurinn á rætur sínar að rekja til rangra upplýsinga sem fréttamaður blaðsins fékk í skólanum. Á myndinni var átta kennur- um skólans og henni líkt við heilaga kvöldmáltíð. Þetta var alrangt. Myndin átti að sýna kennarana sem munka að öldrykkju og átii myndin því að sjálfsögðu ekkert skylt við heilaga kvöldniáltíð. Forsendan fyrir þeim blaðaskrifum, sem orðið hafa vegna þessarar myndar, hefur því aldrei verið fyrir hendi. Þykir blaðinu að sjálfsögðu leitt, að þessi mistök hafa gerzt. Birtum við myndina hér að nýju til þess að leiðrétta mistökin. Stork- urinn sagði að hann hefði komið snemma út í gær, litiS til suðausturs svona rétt til að vita, hvort ekkert sæist til hinnar nýju Vest ureyjar, sem byrjuð er að skjóta upp kollinum hjá Surtsey. Og einhvern veginn finnst mér, sagði storkurinn að í þetta sinn megi örnefnanefnd ekki taka fram fyrir hendurnar á eyja- skeggjum með nafngiftina, þeir hafa svo sannarlega til matar- ins unnið, sérstaklega eftir að Syrtlingur sökk, með fána þeirra Vestureyinga innanborðs. En ég sá ekkert til gossins, sem víst varla var nema von, en aftur á móti hitti ég mann með fullt fangið af mjólkurhyrnum og hafði að auki allt á hornum sér. Storkurinn: Ertu ekki glaður yfir nýju jólahyrnunum? Maðurinn með hyrnurnar: Þær eru svo sem skárri en hinar, meira nýjabragð að þeim, og til þess var víst leikurinn gerður, að blíðka skap hyrnuóvina um jólin. Annars er ég svo sem ekk- ert sérstaklega á móti hyrnun- um, nema þegar hellist í allar áttir nema í könnuna, þegar af þeim er tekið. En ég lúri á einni tillögu, sem var að böggl- ast fyrir brjósti mínu, þegar ég var að drekka jólaölið mitt, og hún er sú, að Samsalan taki sig saman í andlitinu, og láti prenta nokkra góða brandara á hyrn- urnar, nokkurskonar Mjólkur- blað með morgunkaffinu, og skipti um vikulega. Vafalaust yrði þetta mjög vinsælt og eng- inn vildi missa hyrnurnar upp frá því, og léti sig ferhyrnda kassa engu framar skipta, jafn- vel þótt þeim fylgdi krani úr plasti. Ja, mér þykir þú segja nokk- uð, maður minn, sagði storkur- inn, mætti segja mér að fólk byrjaði að safna hyrnunum, og og ef þetta væri númerað, yrði þetta með timanum vinsælt söfn unarefni fyrir bókasafnara, sem myndu binda þetta snyrtilega inn í skinn, og með það flaug hann upp á Mjólkursamsöluna og söng við raust: „Eg er lítið jólatré, ég er í hreppsnefndinni!" FKETTIK Kristniboðshúsið Betania. Eng- in opinber samkoma í kvöld. Kristileg samkoma verður haldin í samkomusalnum Mjóu- hlíð 16 í kvöld kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. Frá Skarphéðingafélaginu. Út- breiðslunefnd bindindisstarfsem- innar héldur bazar til eflingar félagsstarfinu á Blönduósi í kvöld, miðvikudag 29. des. kl. 20. Skarphéðingar eru hvattir til að fjölmenna í Glaðheimum og fylkja sér einhuga um málefni félagsins. — Stjórnin. Kvenfélag Laugarnessóknar. Munið fundinn mánudagskvöld 3. janúar kl. 8:30. Spilað verður Bingó. Stjórnin. Frá Kvenfélagasambandi fs- lands. Leiðbeiningarstöð hús- mæðra og skrifstofa Kvenfélaga- sambands er lokuð milli jóla og nýárs. Hjúkrunarfélag íslands. Jóla- trésfagnaður verður haldinn fyrir börn félagsmanna í Lidó fimmtudaginn 30. des. kl. 2. Upp lýsingar í símum 10877, 37112, 30795. Jólatrésskemmtun á vegum barnaskólanna í Reykjavík verð- ur haldin í Góðtemplarahúsinu fimmtudaginn 30. des. kl. hálf þrjú. Miðar eru seldir þar í hús- inu kl. 4—6 á miðvikudag og við innganginn frá kl. hálf-tvö. Öll börn eru velkomin. Fuglagetraun Getraunaseðill Jólagetraun barna. Fuglinn heitir: 1................... 2................... 3 .................. 4 .................. 5 .................. 6 .................. 7 ................. 8 .................. 9.................. 10................... Nafn ........... aldur og heimili >f Gengið >f Reykjavík 13. desember 1965. 1 Sterlingspund .... 1 Banaar dollar .... 1 Kanadadollar 1(X Danskar krónur 100 Norskar krónur 100 Sænskar krónux 100 Finnsk mörk ...... 100 Fr. frankar ... 100 Belji. frankar .... 100 Svissn. frankar 100 Gyllini ....... 100 Tékkn krónur .... 100 V-þýzk mörk .... 100 Dirur .......... 100 Austurr. sch.... ... 120,58 120,68 ____ 42,95 43.0« 39,92 40,03 623,70 625,30 .... 601,18 602,72 .... 830.40 832,55 » 1.335.20 1.338.72 ____ 876,18 878,42 ______ 86.47 86,69 994.88 997.40 1.191,00 1.194,06 ... 596.40 598.00 .. 1.073,20 1.075.96 ........ 6.88 6.90 166.46 166.88 Jólasamkeppnin Ennþá berast myndir óðfluga, og sömuleiðis svör við fuglaget- rauninni, enda fer nú hver að verða siðastur, því að skilafrestur fyrir hvorutveggja er um áramótin. í dag birtum við mynd eftir Ingu Jónsdóttur, 11 ára, Breiðumörk 10 í Hveragerði. Þetta er vatns litamynd, en sjálf segir hún neðanmáls aftan á myndinni: „Morgunblaðið fyrirgefur vonandi, hve þetta er illa málað. Pensillinn var svo vondur.“ Það er ekkert að fyrirgefa, fáðu þér bara nýjan pensil og haltu áfram að mála, Inga litla. Og haldið svo áfram að senda inn myndir, börnin góð. ATHUGIO að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að augtýsa I MorgunbLaðinu en öðrum blöðum. „Fyldningar“-hurðir frá ca. 1920—’25. Gömul ljósakróna o.fl. „antikt" óskast keypt. Upplýsingar í síma 140’98. Við Stóragerði Til sölu er nýleg 4ra herbergja íbúð við Stóragerði. íbúðin er í góðu standi. Stutt í verzlanir og fleiri þægindi. Laus eftir samkomulagi. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314. Bútasala Mikið hefur safnast saman af efnisafgöng um í bútum og á rúllum og verður það selt með miklum afslætti. M. A. Dökk kjólaefni úr prjónaspunrayon. Sloppasatin, Prjónanælonefni. einlit og munstruð Poplinstretchkjólaefni. Tortrel gallabuxur, Nankin gallabuxnaefni. Léreft, Damask lakaléreft. Einnig sumarkjólaefni, aðeins 25 kr. Mikið úrval, margir fallegir litir. Mjög falleg munstur. .nHiimMtidiai.tDtiiudiiiMLUtúihiMiimNtuodiiM;. iiumHiMf. IIHIIIIIHMW IIIIHIIIItHIM* Miklatorgi. Vélstjóri Reyndur vélstjóri óskast í frystihús við Faxaflóa. Tilboð merkt: „Vélstjóri — 8133“ sendist afgr- Mbl. Atvinna VILJUM RÁÐA DUGLEGAN MANN TIL STARFA NÚ ÞEGAR. Reykhús S.Í.8. Stúlka óskast Óskum eftir að ráða stúlku til afgreiðslu- starfa, vaktaskipti- Upplýsingar veittar milli kl. 4 og 6 í dag. Bifreiðastöð Steindórs Sími 11588. í ^ Aramófa-fluaeldar SKIPARAKETTUR FALLHLÍFARRAKETTUR SKRAUTRAKETTUR SÓLIR SNÁKAR ELDGOS BLYS STORMELDSPÝTUR STJÖRNULJÓS O FL. Laugaveg 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.