Morgunblaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 8
8
MORGU NBLAÐIÐ
Beirut, 24. janúar: Ungrfrú Doris Lundi, flugrfreyja hjá „Air
India“, sem varð eftir, að skipan læknis, og fór því ekki með í
siðustu ferð þotunnar. Ungfrú Lundi er svissnesk. — AP.
— Björgunarmenn
Framh. af bls. 1
og fyrr greinir, hefur ekkert tek-
izt að upplýsa í því efnL
Takist björgunarsveitum ekki
að komast á slysstaðinn, fyrr en
með vori, eins og nú er talið, þá
getur langt um liðið, þar til tekst
að varpa nokkru ljósi á, hvað
valdið hefur þessu mikla flug-
slysi. Að vísu hafa nokkrir hlut-
ar úr braki þotunnar fokið niður
fjallshlíðar, m.a. taetlur úr pósti
vélarinnar, en ólíklegt er talið,
að af þeim verði nokkuð ráðið.
Þau tvö lík, sem náðust í gaer,
hefur ekki tekizt að þekkja. Á
öðru þeirra fannst gullhringur,
en ekki er vitað, hvort hann var
af manni eða konu. Enginn hefur
enn borið á hann kennsl.
Kvöldráðstefna
Heimdallar um
fisland og EFTA
HEIMDALLUR FUS efnir til
kvöldráðstefnu í Félagsheimili
Heimdallar annað kvöld, fimmtu
dagskvöld og hefst hún kl. 18.00.
Fjallað verður um ísland og
EFTA og verða frummælendur
Höskuldur Jónsson, viðskipta-
fræðingur, Guðmundur H. Garð-
arsson, viðskiptafræðingur og
Þorvaldur Alfonsson, framkvstj.
Félags ísl. iðnrekenda.
Kvöldráðstefna þessi verður
með því sniði, að þegar fyrsta
I erindið hefur verið flutt verður
gefið matarhlé og eiga fundar-
menn þá kost á að kaupa öl og
brauð í Félagsheimilinu. Síðari
tvö framsöguerindin verða flutt
að loknu matarhléi kl. 20.00 og
eftir það verða almennar umræð
ur. Félagsmenn í Heimdalli eru
eindregið hvattir til þess að
fjölmenna á kvöldráðstefnuna og
tilkynna þátttöku til skrifstofu
Heimdallar hið allra fyrsta,
sími 17100.
SAS keypti
af Douglas
Kaup fest á 10 þotum af gerðinni DC-9-40
Boeing varð að láta í minni pokann
Stokkhólmi, 25. jan.
— NTB —
TALSMENN norrænu flug
vélasamsteypunnar, SAS,
skýrðu frá því í Stokk-
hólmi í dag, að ákveðið
hefði verið að festa kaup á
farþegaþotum af gerðinni
DC-9-40, frá Douglas-verk-
smiðjunum bandarísku. —
Verða þoturnar notaðar á
skemmri flugleiðum SAS.
Mikil samkeppni hefur
undanfarið staðið milli
Douglas- og Boeing-verk
smiðjanna, vegna fyrirhug-
aðra kaupa SAS.
Að þessu sinni keypti SAS
10 þotur af umræddri gerð, og
verða þær afhentar 1968. —
Douglas-verksmiðjurnar gátu 1
til skamms tíma aðeins boðið
þotur af gerðinni DC-9-30,
sem ekki geta flutt fleiri far-
þega en 97. DC-9-40 getur hins
vegar flutt 107 farþega.
Frá því snemma árs 1967,
og þar til vélar þær, sem nú
hefur verið samið um kaup á,
verða afhentar, fær SAS að
láni þotur af gerðinni DC-9-
30. —
Kaupverð vélanna 10 er um
45 milljónir dala (tæpir 2
milljarðar ísl. kr.). Jafnframt
hefur SAS fengið forkaupsrétt
að 14 þotum til viðbótar, af
gerðinni DC-9-40.
SAS og svissneska flugfélag
ið „Swissair" hafa haft um
flugvélakaup þessi, og fá nýju
þoturnar til umráða á undan
öðrum flugfélögum.
Miðvikudagur 26. janúar 1966
___________________________i
Eldsneytisleiðslum
í Boeing 727 breytt
— Lokið rannsókn á slysi við Salt Lake
City, 11. nóvember sL
FLUGRÁÐ Bandaríkjanna,
CAB, hefur gefið út til-
kynningu, þar sem segir,
að farþegaþotan Boeing 727
sé „hugsanleg eldgildra“.
Þotan, sem hér um ræðir,
hefur notið mikilla vin-
sælda.
Sérfræðingar ráðsins um
öryggi í lofti segja, að elds-
neytisleiðslur þotunnar séu
þannig úr garði gerðar, að
þeim sé hætt við að rofna,
sé um harða lendingu að
ræða. Þá sé farþegaklefi
þotunnar klæddur efnum,
sem séu allt of eldfim.
Sú harða gagnrýni, sem
kemur fram í tilkynningu
ráðsins, er niðurstaða af rann-
sókn á slysi, sem varð 11. nóv-
ember sl., við Salt Lake City.
Þá skall þota af gerðinni Boe-
ing 727 á flugbraut, í lendingu,
með fjórum sinnum meiri
þunga, en eðlilegt er taltð í
leiðbeiningum framleiðenda.
Við höggið skall lendingarút-
búnaður á búki þotunnar, og
rauf eldsneytisleiðslur.
Eldur gaus þegar upp í búkn
um, og létust 43 af 91, sem í
þotunni voru. Þeir, sem lífi
týndu, brunnu inni í vélinni,
eða köfnuðu, en um lífshættu-
lega áverka var ekki að ræða,
skv. því, sem þeir, er að frum-
rannsókn unnu, segja.
Forstöðumaður flugráðsins,
B. R. Allen, hefur sent frá sér
greinargerð um Boeing 727
þoturnar, þar sem hann legg-
ur til að gerðar verði sérstak-
ar ráðstafanir til að tryggja
öryggi þeirra, sem ferðast með
þotum af þessari gerð. Tillög-
ur hans eru í stuttu máli á
þessa leið:
• Eldsneytisleiðslur, sem
liggja frá hólfum í vængjum
til hreyfla aftast á búk, verði
fluttar, og liggi framvegis
undir miðju farþegarýminu.
Telja sérfræðingar, að þannig
megi betur verja leiðslurnar
fyrir höggum, ef um óeðlilega
harkalegar lendingar er að
ræða.
• Klæðningum farþega-
rýmis verði breytt, og verði
framvegis notuð óeldfim efnL
að svo miklu leyti, sem kostur
er á.
í umræðum um slysið 11.
nóvember, sagði Allen: „Nið-
urstöður frumrannsóknar
hafa leitt í ljós, að klæðning
Boeing 727 þotunnar, sem
fórst við Salt Lake City, á mik
inn þátt í því, hve margir fór-
ust, vegna elds og reyks“.
Allen sagði enn fremur, að
óeldfimari efni væru fyrir
hendi, og ætti að krefjast þess,
að þau yrðu notuð framvegis
í nýjum gerðum flugvéla. Þá
þyrfti að „hvetja mjög“ flug-
félög til að skipta um klæðn-
ingu í þeim farþegaflugvélum,
sem nú eru í notkun.
Enn eitt flugslys
Friðrik og
Vasjúkov gerðu
Saigon, 25. janúar. AP, NTB
BANDARÍSK herflutningaflug-
vél hrapaði í morgun til jarðar
í S-Vietnam, skömmu eftir flug-
tak. Með flugvélinni voru 46 her-
menn, og biðu þeir allir bana.
Af þeim fregnum, sem borizt
hafa af slysinu, er vitað, að flug-
vélin hrapaði skammt frá flug-
velli, sem er um 350 km fyrir
norðaustan Saigon. Var hún það
lágt á lofti, er hún tók að hrapa,
að engurn, sem um borð var,
gafst tóm til að bjarga sér í fall-
hlif.
Nánari fregnir frá slysi þessu
hafa ekki borizt frá bandarísk-
um hernaðaryfirvöldum í S.-
Vietnam.
jafntefli
TtUNDA umferð Reykjavíkur
mótsins í skák var tefld í Lido
I í gærkvöldi. Friðrik Ólafsson og
Vasjukov gerðu jafntefli, Böök
vann Jón Hálfdánarson, Guð-
mundur Sigurjónsson og Wade
gerðu jafntefli, Jón Kristinsson
og Björn Þorsteinsson gerðu
jafntefli. Ilinar skákirnar fóru í
bið.
Biðskákir verða tefldar í Lido
í kvóld, en að þeim loknum held
ur finnski skákmeistarinn Böök
fyrirlestur um skák og er aðgang
ur ókeypis.
Morgunblaðið birtir hér á eft-
ir jafnteflisskák þeirra Friðriks
og Vasjukovs:
Holdanautin komin
til Bessastaðabúsins
HOLDANAUT frá Gunnarsholti
voru flutt að Bessastöðum sl.
sunnudag, en, þar á að taka upp
hold.anautarækt. Voru flutt til
búsins 20 kýr og kvigur á aldr-
inum frá veturgömlu til fjögurra
vetra, svo og eitt naut.
Er blaðið hafði í gær sam-
band við Ólaf Stefánsson, naut-
griparæktarráðunaut, sagði hann,
að mjólkurframleiðsla hafi verið
lögð niður á Bessastöðum sl.
sumar, en þá hafi jafnframt verið
ákveðið að koma þar upp holda-
nautabúi og fá nautin frá Gunn-
arsholti. Samkvæmt búfjárrækt-
arlögum frá sl. ári eigi landbún-
aðarráðuneytið að skapa aðstöðu
á ríkisbúi til að rækta holdanaut
af Galloway-blendingastofninum,
sem fyrir er í landinu.
Sagði Ólafur, að búið á Bessa-
stöðum heyri undir forsætisráðu-
neytið, en Gunnarsholt undir
Landgræðslu ríkisins, en þar
hafi verið ræktuð holdanaut sl.
20 ár og stofninn þar sé nú
um 330 gripir.
Ólafur sagði, að forsætisráðu- I
neytið og landbúnaðarráðuneytið I
hafi komið sér saman um að 1
holdanautaræktin yrði tekin upp
að Bessastöðum, en samkvæmt
búfjárræktarlögunum eigi rækt-
unin að vera undir forsjá Búnað-
arfélags íslands. Hafði stjórn
þess falið honum að hafa umsjón
með ræktuninni.
Að sögn Ólafs Stefánssonar
valdi hann og Hjalti Gestsson
gripina, sem fluttir hafa verið
að Bessastöðum, en holdanauta-
ræktina að Gunnarsholti hóf
Runólfur heitinn Sveinsson, en
síðari árin hefur annazt hana
Páíl Sveinsson, landgræðslustjóri.
Bústjóri að Bessastöðum er
Ingvi Antonsson.
Þá má geta þess, að þegar
mjólkurframleiðslan hætti að
Bessastöðum var hænsnabúið
stækkað úr 800 í allt að 2000
hænsni.
HVlTT: Friðrik Ólafsson.
SVART: Vasjukov.
12. a3, Rb6
1. d4, Rf6 13. Dd3, a5
2. c4, g6 14. b3, Bd7
3. g3, Bg7 15. Hbl, Hec8
4. Bg2, 0--0 16. Hel, Ha6
5. Rf3, d6 17. Bg5, h6
6. 0—0, Rbd7 18. Bd2, Re8
7. Dc2, e5 19. Rdl, Rf6
8. Hdl, He8 20. h3, Be8
9. e4, c6 21. Re3, Haa8
10. Rc3, De7 22. Rh4, Bd7
11. d5, c5 JAFNTEFLL
Vegir spillast vegna
hríðar og snjófoks
ALLGÓÐ færð var í gær um
Suðurlandsveg um Þrengsli, en
Hellisheiði var hins vegar ófær.
Þá var fært austur að Seljalandsá
en hún flæðir yfir veginn, svo
hann er ekki fær smábílum að
sinni.
Austur i Vík í Mýrdal var
blindbylur í gærmorgun og ekki
ferðaveður, en þegar á daginn
leið létti. Þá kom í ljós, að stór-
um bílum var fært til Víkur og
yfir Mýrdalssand.
Vesturlandsvegur var ágætur
upp í Borgarfjörð, en mikil hríð
var í gærmorgun á Snæfellsnesi
og í Dalasýslu. Þar hefur ekki
verið ferðaveður og búizt við að
vegurinn sé ófær öllum smærri
bílum.
Á Vestfjörðum er aðeins fært
innan sveita, en þar hefur færð
verið sæmileg að undanförnu.
Skafrenningshríð var á Holta-
vörðuheiði í gær, en Vegagerðin
hafði þar snjóbíl, sem hélt leið-
inni opinni fyrir stærri bíla. Því
var fært norður til Hólmavíkur
og Akureyrar og Húsavíkur. Á
norðausturlandi var ófært.
Á Austfjörðum hafa fjallvegir
lokazt. Fært var tun Fljótsdals-
hérað og um Fagradal til Reyðar
fjarðar og Eskifjarðar.