Morgunblaðið - 26.01.1966, Page 14
14
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. janúar 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstj órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 95.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
ISAFJARÐARKA UP-
STAÐUR 100 ÁRA
Tsafjarðarkaupstaður minnist
í dag 100 ára afmælis kaup
staðaréttinda sinna. Verzlun-
arréttindi til handa nokkrum
kaupstöðum voru á sínum
tíma merkur atburður í bar-
áttu þjóðarinnar fyrir stjórn-
arfarslegu og efnahagslegu
sjálfstæði. Verzlunarófrelsið
hafði um langt skeið þjarm-
að að þjóðinni. Hún fékk ör-
lágt verð fyrir afurðir sínar
og var skammtað hátt verð-
lag á nauðsynjum sínum. Öll
samkepppni var útilokuð.
Þegar verzlunin verður
frjáls og kemst síðan smám
saman í hendur innlendra að-
ila, tekur þjóðin að rétta úr
kútnum. Framleiðslan eykst,
fjármagn skapast í landinu,
bankar eru stofnaðir. Grund-
völlurinn er lagður að hinni
miklu efnahagslegu uppbygg
ingu.
ísafjörður var og er verzl-
unar- og viðskiptamiðstöð ná
grennis síns. Þar skapaðist
snemma þróttmikil útgerð og
allt frá því að sögur fara af,
hafa sjómenn þar vestra ver-
ið í hópi hinna dugmestu og
harðfengustu.
ísafjörður er í dag myndar-
legur athafnabær, þar sem
um langt skeið hefur verið
haldið uppi fjölþættri menn-
ingarstarfsemi. Er það áreið-
anlega ekki ofmælt, að ísa-
fjarðarkaupstaður eigi sér
mikla framtíð, ef rétt er á
málum haldið. Hin fagra og
sérkennilega höfn á ísafirði
olli því að sjálfsögðu fyrst og
fremst að þar reis upp höf-
uðstaður Vestfjarða, sem
jafnframt var mikill verzlun-
ar- og útgerðarstaður.
Það er áreiðanlega mjög
þýðingarmikið fyrir Vestfirði
alla að ísafjörður efljst og að
hið dugmikla fólk sem þar
býr njóti þar sem beztrar að-
stöðu í nútíma og framtíð.
Morgunblaðið óskar ísfirð-
ingum til hamingju með ald-
arafmæli kaupstaðar þeirra.
ÚTHLUTUN
LISTAMANNA-
LAUNA
¥ Tthlutun listamannalauna,
^ sem nýlega er lokið verð-
ur vafalaust umdeild nú, eins
og jafnan áður. Engin einstök
nefnd, hversu víðsýn og góð-
gjörn sem hún er, getur kveð-
ið upp Salómonsdóm, sem
falli öllum í geð, þegar um
siíkt álitamál er að ræða, sem
styrk eða viðurkenningu til
lendinga fæst nú við listsköp-
un eða liststörf. Er það
ánægjulegt og ber vott vax-
andi grósku í menningarlífi
þjóðarinnar.
Kjarni málsins er, að finna
þarf nýtt form fyrir úthlutun
listamannalauna. Nauðsyn-
legt er að setja löggjöf, sem
fái fastri stofnun, nokkurs
konar akademíu, það starf
sem' úthlutunarnefndin nú
annast. Ennfremur ber brýna
nauðsyn til þess að hækka
verulega framlögin í þessu
skyni, þannig að unnt sé að
styðja listamennina myndar-
legar en nú er gert. Þess ber
þó að geta að undanfarin ár
hafa listamannalaun verið
hækkuð mjög verulega.
AÐGERÐIR
í EFNAHAGS-
MÁLUM
að, hefur það hlutverk m.a.
að fylgjast með efnahagsþró-
un í aðildarríkjunum, benda
á hættur, sem að steðja og
úrræði, sem orðið gætu til úr-
bóta. Hefur stofnunin oft
varað jafnvel stærstu og vold
ugustu ríkin við óheppilegri
efnahagsþróun.
Nú hefir ársskýrslan um
efnahagsþróunina á íslandi
verið birt, og er þar mælt
með markvissum ráðstöfun-
um stjórnarinnar til að skapa
aukið jafnvægi. Bent er á
aukið aðhald við fjárlagaaf-
greiðslu og nauðsyn þess að
herða á útlánareglum bank-
anna, jafnframt því sem
mælt er með tollalækkunum
til að auka samkeppni.
Að undanförnu hafa íslenzk
stjórnarvöld mjög verið gagn
rýnd fyrir það að takmarka
útlán banka, afgreiða hófleg
fjárlög og fyrir að lækka
tolla og auka innflutning.
En þeir sérfræðingar al-
þjóðastofnunar, sem vinna
fyrir ísland eins og aðrar að-
ildarþjóðir, benda nú á, að
lengra þurfi að ganga á þess-
ari braut. Engu skal um það
spáð, hvort íslenzk stjórnar-
völd fara að ráðleggingum
þessara sérfræðinga, en yfir-
lýsingar þeirra sýna, svo ekki
verður um villzt, að ráðstaf-
anir þær, sem gerðar hafa
verið í þessu efni, eru réttar
að dómi hæfustu sérfræðinga,
og ekki hefur mátt skemmra
ganga, en raun hefur á orðið.
ÞEGAR Johnson Bandaríkja-
forseti var skorinn upp við
gallsteinum, fékk almenning-
ur að sjá örið eftir skurðinn.
Þegar Margrét Englandsprins
essa lét endurnýja húsakynn-
in í Kensingtonhöll, fékk al-
menningur að sjá reikning-
ana, en þegar valdamesti mað
ur Kína Mao Tse-Tung varð
72 ára í janúarbyrjun, forð-
uðust dagblöð í Kína að minn-
ast á það, og það án efa sam-
kvæmt skipunum frá yfirvöld
unum.
Það er ekki erfitt að geta
sér til um ástæðuna, því að
alveg síðan á skæruhernaðar-
tímunum hafa kom'múnistaleið
Mao og kona hans.
Þannig býr Mao Tse-Tung
togarnir forðazt að vekja á
sér athygli meðal almennings.
I dag er einkalífi Maos haldið
jafn leyndu og hinni ungu
kjarnorkuvopnaáætlun Kín-
verja.
En þrátt fyrir þetta hefur
tekizt að semja eftirfarandi
grein um daglegar venjur hins
kínverska þjóðarleiðtoga.
Mao og tíu aðrir framá-
menn í kínverskum stjórn-
málum búa í afgirtu hverfi
um 25 mílur frá Peking, sem
kallað „Nýja Peking“. Svo
mikil leynd hvílir yfir staðn-
um, að fæstir Kínverja hafa
nokkurn tíma heyrt um hann,
og það eru aðeins kínverskir
valdamenn og nokkur hundr-
uð útvaldir leyniþjónustu-
menn, sem vita hvar hann er.
Einn af fyrrverandi lífvörð-
um Maos, sem nýlega flúði til
Hong Kong, segir, að þessi
nýja borg sé en rammgirtari,
en kastalinn, sem keisararnir
af Ming ætinni létu reisa í
Peking fyrir fimm hundruð
árum. Svæðið, sem er um
átta og hálf fermíla er afgirt
með tuttugu metra þykku trjá
belti, tíl að hylja það sjónum
þeirra sem fara um Tehching
þjóðveginn, þetta trjábelti er
alsett gryfjum, fimm metra
djúpum síkjum og loftvarnar-
byssum. Varðflokkurinn, sem
gætir staðarins er eingöngu
skipaður mönnum sem hafa
verið foringjar í kínverska
hernum, og eru þeir fimm
hundruð talsins.
Varúðarráðstafanirnar inn-
an svæðisins eru ekki minni.
Verðir eru staðsettir með 100
metra millibili allan sólar-
hringinn. Margleitað er á gest
um, sem koma í gegnum hlið
ið, og ráðherrar Maos verða
jafnvel að sýna vegabréf til
að fá inngöngu.
Tveir leyniþjónustumenn
koma inn til Maos á hverri
klukkustund og til þess að
tryggja að enginn af vörð-
unum geti tekið upp á því,
að ógna hinum nýja mandarín
kínversku þjóðarinnar með
byssu, eru eingöngu gamlir
og grónir meðlimir kommún-
istaflokksins sem áður voru
smábændur og börðust í bylt-
ingunni, ráðnir sem lífverðir
Maos. Jafnvel einkaráðgjafi
hans er einn af þátttakend-
um í „Göngunni Miklu“ á ár-
unum 1935—26, er Mao
leiddi hersveitir sínar yfir
þvert Kínveldi, og sannaði
með því svo ekki varð um
villzt, hve snjall herstjóm-
armaður hann var. Mao sjálf-
ur starfar og býr í byggingu,
sem er eins og H í laginu, og
er hlaðin úr rauðum og grá-
um múrstein. fbúðin er í
vinstri álmu byggingarinnar
og er það ein borðstofa, stór
móttökusalur, einkaskrifstofa
og tvö svefnherbergi, annað
fyrir Mao en hitt fyrir konu
hans. Á skrifstofunum sem
eru í hinni álmunni starfa
fjórir einkaritarar. Þar er
einkaskrifstofa Maos, skjala-
geymsla og nokkrar stórar
biðstofur.
Uppáhaldsstaður Maos er
einkaskrifstofan, þar sem
hann geymir bókasafn sitt
uppá tíu þúsund bindi. Hér
situr hann oft tímunum
saman og les eða semur
kvæði, og oft kemur fyrir, að
verðirnir heyra hann lemja í
borðið í reiðikasti, þegar
hann getur ekki fundið það
orð eða þá hugsun sem hann
vantar.
Chiang Ching sem er fjórða
eiginkona Maos er fyrrver-
andi kvikmyndastjarna. Hún
er forstjóri í kvikmynda-
deild áróðursmálaráðuneytis-
ins, og býr með manni sínum
í Nýju Peking. Eldri dóttir
hans Li-na starfar að land-
búnaðarrannsóknum í Mans-
úríu, en sú yngri Mau-mau er
nemandi við háskólann í Pek-
ing, og heimsækir foreldra
sína aðeins um helgar. Eldri
sonur hans lét lífið í Kóreu-
styrjöldinni, en yngri sonur-
inn Yong-fu nam í Sovétríkj-
unum og kennir rússnesku í
Peking.
Siðan Mao varð fyrir hjarta
áfalli 1958 hefur hann lifað
fremur rólegu lífi. Hann fer
venjuleg á fætur um þrjú-
leytið eftir hádegi, og tekur
þá venjulega á móti ýmsum
gestum. En á kvöldin ráðgast
hann við æðstu menn sína, og
geta verðirnir yfirleitt séð á
fjölda gestanna, hvort stór-
viðburður er í vændum. Enn
fremur vita þeir, þegar hann
er reiður, því þá lokar hann
gluggunum, svo að ekki heyr-
ist þegar hann skammar þann
sem hefur verið svo óláns-
samur, að kalla reiði hans
yfir sig.
Mao borðar fimrn léttar
máltíðir á dag, drekkur stöð-
ugt te, og keðjureykir um
fimmtíu sígarettur (Rauða
stjarnan), þar til hann tekur
á sig náðir, venjulega um
eitt eftir miðnætti. Hann
snæðir yfirleitt einsamall, en
býður þó við og við ein-
hverju skáldi eða vini til
kvöldverðar. Á kvöldin teflir
hann stundum skák við ein-
hvern af félögunum innan
flokksins.
Aðal ástæðan fyrir einangr-
Framhald á bls. 16
\
DAGSBRÚNAR
AFMÆLI
í afmæli Dagsbrúnar, öflug-
■^1 asta verkamannafélags
landsins, er eðlilegt að menn
leiði hugann að hagsmunabar
áttu verkalýðsins, hörðum
átökum í upphafi, þegar skiln
ing skorti á nauðsyn samtaka
mátts verkafólks, sigrum og
mistökum verkalýðshreyfing-
arinnar.
Nú á dögum deila menn
ekki um nauðsyn launþega-
samtaka og þann mikla árang
um þeirra. En hinu er þá held
ur ekki að leyna, að stundum
hefur svo farið, að pólitískir
ævintýramenn hafa leitazt
við að hagnýta launþegasam-
tök í eiginhagsmunaskyni og
til framdráttar flokkum sín-
um, stundum gagnstætt hags-
munum verkalýðsins.
Nú á þessum tímamótum
er ánægjulegt að rifja það
upp, að skilningur á nauðsyn
heilbrigðrar verkalýðsbar-
áttu hefur farið vaxandi á síð-
ustu árum og menn gera sér
betur grein fyrir því en fyrr-
um, að hagsmunir stétta og
einstaklinga í þessu litla þjóð
félagi eru samtvinnaðri en
ar leiðir, án þess að áhrif hafi
á aðrar.
Oft hefur því miður svo
farið, að barátta verkamanna
fyrir bættum kjörum hefur
ekki borið tilætlaðan árang-
ur, því að aðrar stéttir hafa
knúið fram jafnvel hlutfa'lls-
lega hærri laun en þeir, sem
lægra voru launaðir. En
skynsamlegri vinnubrögð
ættu nú að geta tryggt verka-
mönnum raunhæfar kjara-
bætur.
í von um að svo fari, óskar
Morgunblaðið Dagsbrún og
Dagsbrúnarmönnum til ham-
ingju# með 60 ára afmæli fé-
listamanna. Mikill fjöldi ís-
ur, sem náðst hefur af störf-
svo, að ein stétt geti farið sín-
lagsins.