Morgunblaðið - 26.01.1966, Síða 27

Morgunblaðið - 26.01.1966, Síða 27
Miðvikudagur 26. janGar 1968 MORGU NBLAÐIÐ 27 „Hjá mér komast menn ekki upp með neinn moðreyk" Segir Ironsi hershöfðingi, fyrrum yfir- maður friðargæzlusveita S.þ. í Kongó JOHN Aguiyi Ironsi hers- höfðingi, maðurinn sem feng- ið hefur verið >að erfiða verk að stilla til friðar í Níg- eríu og koma þar á aftur lög- um og reglu er gamalreynd- ur hermaður og hefur ýmsu kynnzt um dagana. Hann hóf feril sinn sem óbreyttur her- maður og barðist í Vestur- Afríkuher Breta í heimsstyrj- öldinni síðari. Nú er hann yf- irmaður alls herafla Nígeríu, átta þúsund manna liðs, og — um stundarsakir — æðst- ráðandi í landinu. Viðurnefni hefur Ironsi fengið af mönn- um sínum þó ekki flíki þeir því þegar hann er nærri og er kallaður „Big Johnny Ir- onsides“. Ironsi er hermenntaður á brezka vísu og fylgir þeirri hefð lærifeðra sinna að her- mönnum sé hollast að hafa sem minnst afskipti af stjórn málum. Enginn efast um að hann dragi sig í hlé þegar er hann hefur sett svo nið- ur deilur með þeim 55 millj- ónum manna sem Nígeríu úyggja að viðhlitandi sé og láti stjórnmálamönnum eftir allt þjark og þref um stjórn- mál. Ironsi er borinn og barn- fæddur í frumskógum Aust- ur-Nigeríu og gekk í skóla hjá kaþólskum trúboðum á heimaslóðum. Hann gekk snemma í herinn eins og áð- ur sagði og er farið var að undirbúa sjálfstæði Nígeríu var hann í hópi þeirra sem valdir voru til þess að fara á herskóla í Bretlandi. Meðan hann dvaldist í Bretlandi var — Ferbamenn Framhald af bls. 28 kvæmd reglnanna geti orðið vi'ð- Unanleg. Um reglurnar í heild má segja að þær séu í megindráttum sniðn ar eftir áralangri framkvæmda- venju. Það hefur til dæmis tíðk- azt í meir en tvo áratugi að heim ila skipverjum á íslenzkum skip- um, sem eru í millilandasigling- um að hafa ákveðið magn af sterku öli, sem vistabirgðir í skip unum, án þess að til þess hafi verið sérstök lagaheimild, en eins og kunnugt er, er innflutningur á sterku öli almennt bannaður til landsins. Þótti ekki rétt að skerða þessi áunnu réttindi skip- verja að neinu ráði. Á Alþingi því, sem nú situr var tollskrár- lögunum breytt þannig, að upp var tekin almenn heimild til und anþágu frá tollgjöldum af varn- ingi farmanna og ferðamanna við komu til landsins og segir svo í heimildinni, að að öðru leyti gildi ekki innflutningshömlur um slikan varning áðrar en þær, sem settar eru vegna sóttvarna eða annarra öryggisráðstafanna. Al- menn heimild i þessa átt hefur ekki verið í lögum fyrr. Það er grundvallarskilyrði fyr ir öllum tollundanþágum sam- kvæmt reglugerðinni, að hinn inn flutti varningur sé ekki ætlaður til sölu. Reglugerðin tekur gildi 1. marz næstkomandi. Afsalar sér lista- mannalaunum ALFREÐ FLÓKI hefur heðið Morgunblaðið að geta þess, að hann taki ckki á móti lista- manualaunum. hann um tíma hermálaráðu- nautur sendifulltrúaskxif- stofu lands síns í London. I því starfi hafði hann tölu- verð kynni af Elísabetu drottningu og var kjörinn || henni til fylgdar er hún hélt • suður til heimalands hans í opinbera heimsókn 1956. Hann fór til Kongó sem of- ursti í friðargæzlusveitum 1 S.Þ. og komst þar til þess ‘ vegs að verða yfirmaður alls herliðs samtakanna þar. Er hann sneri aftur heim til Nígeríu fyrir ári var honum fagnað þar sem hetju og var skipaður yfirmaður Nígeríu- hers fyrstur landa sinna. Áð- ur höfðu brezkir herforingj- ar, sem fengnir voru „að láni“ um stundarsakir, jafn- an haft forræði hans á hönd- um. Ironsi er maður hár vexti og mikill og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. I Leopoldville í Kongó kom hann einhverju sinrii þar að sem uppþot var í aðsigi og menn farnir að kljást. Ir- onsi greip þá til stuttkylfu sinnar þó veigalítil væri, barði á þeim sem vigalegast létu og öskraði svo undir tók: „Hafið ykkur á brott og það á stundinni.“ Fyrirskipunin var að vísu gefin á ensku — en engum þótti ráðlegt að bera við slæmum skilningi á svo framandlegri tungu held- ur lyppaðist skarinn niður og var á brottu eftir örskamma stund. Ironsi þótti standa vel í stöðu sinni í Kongó og fékk fljótlega á sig það orð að John Aguiyi Ironsi hann væri ekki einasta her- maður ágætur og hugdjarfur heldur einnig góður stjórn- andi og hefði gott lag á mönnum. Um hermennsku fórust honum einhverju sinni orð eitthvað á þessa leið: „Sértu góður hermaður læt- urðu engan komast upp með neinfl moðreyk, hvorki hvít- an mann né blakkan. Taktu mið að eigin viti, vertu á- kveðinn og gakktu hreint og hiklaust að hverju verki“. Reglugerð um tollfrjálsan farahg ur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum. 1. gr. Af vörum, sem eru undanþegn ar tollum samkvæmt reglugerð þessari falla einnig niður önn- ur aðflutningsgjöld, söluskattur vi'ð innflutning og einkasölu- gjöld. 2. gr. Áfengi og tóbaksvörur Við komu til landsins er ferða mönnum og áhöfnum heimilt að hafa meðferðis án greiðslu að- flutningsgjalda eftirtali’ð magn af áfengi og tóbaksvörum: r * I þessu sambandi reiknast hver vindill vega 5 gr., hver smávind- ill 2,5 gr. og hver vindlingur 1,25 gr. Ef skip, sem eru í utanlands- siglingum, dvelur hér við land lengur en 7 daga samfleytt má gefa skipverjum undan innsigli 200 stk. af vindlingum eða til- svarandi magn af öðru tóbaki til hverra 7 daga. Skipstjóri, yfir- vélstjóri og bryti skulu, vegna risnu, fá tvöfaldan tóbaksskammt þann, sem að framan greinir. Frekari ívilnanir varðandi áfengi og tóbak fá skipverjar ekki. Skipverjum og flugliðum er- lendra farartækja er óheimilt að hafa méð sér í land úr farartæki sínu annað eða meira af hinum töllfrjálsa varningi, en hæfileg- an dagskammt af tóbaksvörum við hverja landgöngu. Ákvæði þessi gilda, að því er áfengi varðar, ekki fyrir menn, sem eru undir 21 árs aldri og að því er tóbak varðar ekki fyrir þá, sem eru undir 16 ára aldri. Menn njóta eigi undanþágu, nema þeir sanni aldur sinn með framvísun nafnskírteinis eða á annan hátt, ef tollgæzlumaður krefst þess. 3. gr. Ferðabúnaður og annar •farangur Ferðamönnum búsettum erlend is er heimilt að hafa með sér til landsins án greiðslu aðflutnings- gjalda, til eigin nota á ferðalag- inu, íverufatnað, sængurföt, við- leguútbúnáð og annan ferðabún- að, að því tilskyldu, að varningur þessi geti talizt hæfilegur og eðli- legur miðað við tilgang ferða- lagsins, dvalartíma vikomandi hérlendis og hagi hans að öðru leyti, og ennfremur að varningur inn verði fluttur úr landi við brottför eigandans að svo miklu leyti, sem hann eyðist ekki hér- lendis. Ferðamönnum búsettum hér á landi er heimilt að hafa með sér, án greiðslu aðflutnings- gjalda, fatnað og ferðabúnað, sem þeir hafa haft með sér héðan til útlandi og auk þess varning feng inn erlendis í ferðinni, eða um borð í skipi eða flugvél — annan en þann, sem talinn er undir 2. gr. — fyrir allt að 5.000 krónur að smásöluverði. Andvirði annarra vara en fatnaðar má þó ekki vera meira en helmingur þessarar upp hæðar og andvirði matvæla (þar rneð talið sælgæti) ekki nema tíundi hluti hennar. Börn yngri en 12 ára njóta ekki réttinda til innflutnings gjaldskyldra vara án grei’ðslu aðflutningsgjalda. Skipverjar og flugliðar inn- lendra farartækja mega hafa með sér, án greiðslu aðflutningsgjalda varning slíkan, sem greinir í næstu málsgrein hér á undan, fyr ir allt að kr. 2,500,00 við hverja komu til landsins enda hafi þeir verið lengur í ferð en 20 daga. Tilsvarandi undanþága fyrir þá, sem skemur hafa verið í burtu er kr. 1,000,00 við hverja komu. 4. gr. Innflutningsbann og takmarkanir Ákvæði þessi veita ekki undan þágu frá innflutningsbanni eða innflutningshömlum, sem kunna að vera á ýmsum vörutegundum af varúðarráðstöfunum. Innflutningur. samkv. þessari reglugerð, er því m.a. bannaður á: 1. Ósoðnum kjötvörum og öðr- um sláturafurðum. 2. Eggjum og hvers konar afurð um alifugla. 3. Smjöri. 4. Lyfjum umfram þau, sem eru til persónulegra nota viðkom- andi ferðamanns. 1. Fcr'Öamenn 2. Skipve rjáð á fslenzkum skipum, sem eru lengur f ferÖ én 20 daga •...... (Skipstjorá, I, vélstjora og bryta ei- heimilí jafn« stor aukaskámmtu.r til risnu um borö), 3. Skipverjar á erlendum skipum. og þeim fslenzku skipum, .‘sem éru 20.daga' eÖa- skemur í ferð..... (Skipstjora, X vélstjora- og br'yta cr heimill jafn- stor aukaskammtur til risnú um borð). h lujgáhafni r . A f en g i þ6 ckki yJEir 47% styrkleika. 3/4 litra. Aúlc þess i lfter af vfni undir 21% styrkleika. 2x3/4 lftra* Tóbak. öl'; 2Ó0 stk. vindl-* ingar. eða250 gr, annað tóbak' .400 'stk. vindl- ingar éða tilsýar* andi iriagn anna'ð tóbak. ekkert. 48 fl'. 3/4 lftra. 3/8 Iftra 200 stk. vindl- ingar eða.tilsvar* ancti magn annað tóbák. 60 stk. vindling.ar eðá tilsvarandl naagn anna.ð tóbak. 24fl, ekkert 5. Útvarps- og sjónvarpstækjum. 6. Skotvopnum. 5. gr. Ýmis ákvæði Tollundanþága samkvæmt á- kvæðum þessum gildir einungis um varning, sem er fluttur inn til persónulegra nota viðkomandi eða fjölskyldu hans eða til smá- gjafa. Séu vörur, sem tollafgreiddar hafa verið með undanþágu sam- kvæmt reglugerð þessari seldar eða boðnar til sölu án þess að að- flutningsgjöld hafi áður verið greidd varðar það refsingu sam- kvæmt 38. gr. laga nr. 68 frá 1956. Undanþága samkvæmt reglu- gerð þessari nær ekki til hluta af verði munar, sem er í heild dýrari en nemur hámarki heim- illar undanþágu hvers ferða- manns samkvæmt 2. og 3. máls- grein, 3. gr. Undanþága samkvæmt 2. og 3. gr. tekur einungis til varnings sem viðkomandi ferðamenn hafa í eigin vörzlum við komu frá út- löndum og framvísa við toll- gæzlumenn þegar við komu af skipsfjöl eða úr flugvél, sem flytur þá til landsins. 6. gr. Framvísunarskylda o. fl. Allar tollundanþágur sam- kvæmt reglugerð þessari eru bundnar því skilyrði, a'ð viðkom andi ferðamaður eða farmaður framvísi vörum sínum skilvís- lega fyrir tollgæzlumönnum á þann hátt, sem reglur tollgæzl- unnar mæla fyrir um. Vilji far- maður flytja vörurnar í land úr farartæki sínu, skal það gert á þeim tíma, sem tollgæzlan ákve'ð ur og undir eftirliti. Fari varn- ingur fram úr hámarki því, sem leyfilegt er samkvæmt reglugerð þessari, og honum er ekki fram vísað til tollgreiðslu verður litið á þann innflutning sem óleyfi- legan og hann upptækur ger til ríkissjóðs. Heimilt er tollgæzlunni að setja ákvéðið hámark fyrir leyfð an tollfrjálsan innflutnmg tiltek inna vörutegunda í háum toll- flokkum innan þeirra marka, sem að öðru leyti eru sett í regl um þessum. 7. gr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. og 5. tölu lið 2. gr. tollskrárlaga nr. 7 29. apríl 1963 og 1. gr. laga nr. 102/ 1965, um breyting á þeim lögum, tekur gildi 1. marz 1966 og er þá jafnframt úr gildi numin 59. gr. reglugerðar nr. 41 13. marz 1957, um tollheimtu og tolleftirlit. Fjármálaráðuneytið, 25. janúar 1966. Leitað í gær að braki úr flug- vélinni Neskaupstað, 25. janúar. f MORGUN fóru héðan á tveim bátum 21 maður úr björgunar- sveit Slysavarnafélagsins til að kanna, hvort nokkuð fyndist úr Flugsýnarvélinni, sem hvarf sl. þriðjudagskvöld. Fóru leitarmenn í Hellisfjörð og Miðfjörð og þræddu þar ströndina og þá fóru þeir út með Suðurbæjum svonefndum og út að Horni. Annar báturinn fór einnig til Sandvíkur og var leitað þar o.g norður eftir fjallinu. Leitarstjórinn, Reynir Zoega, sagði fréttamanni Mbi., að þeir hafi ekki getað komið því við að fara alveg niður í fjörur frá Sand vík og norður að Horni. Hefðu leitað þetta svæði skipverjar af varðskipinu Ægi í dag og hefðu þeir farið á gúmbát meðfram fjörunni. Ekki urðu leitarmenn neins varir í ferðum sínurn. Veður er nú farið að versna hér og tekið að snjóa. — Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.