Alþýðublaðið - 19.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Creíið út af AJþýðuflokknum. 1920 Mánudaginn 19 júlí 162. tölubl. Það tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að elskuieg móðir og tengdamóðir okkar, Aldýs Helgadóttir frá Litlalandi, and* aðist 14. þ. m. Jarðarförin er ákveðin 22. þ. m. og hefst með hús- kveðju kl. 1 Grettisgötu 33 b. Börn og tengdabörn. frakkar ágjarnir. Khöfn, 18. jú!í. Símað er frá London, að Frakk- 2and hafi sent emir Feycul (í Sýr- íandi) síðustu sáttaboð. Feycul hervæðist. 80 þúsund manna fransk- ttr h.er sækir fram til Damaskus og Libanon. lanðamesn einbeittir. Khöfn, 18. júlí. Símað frá London, að lýst hafi verið yfir þvt, að friðarsmningur- inn við Tyrki skuli undirskrifaðir fyrir 27. þ. m. Ef Tyrkir neita eða koma ekki reglu aftur á í Anatólíu verða þeir ef til vil rekn- ir burtu úr Evrópu. Spa-junðurinn. Khöfn, 18. júlí. Símað er frá Kovno að Spa- ifundurinn hafi viðurkent Litbá. Símað frá Berlín að Þjóðverjar hafi undirskrifað kolakröfur banda- manna. Spa-fundinum slitið. friður i nánð. Khöfn, 18. júlí. Símað frá Amsterdam, að til- Íaga Lloyd George gangi í þá átt að koma á allmennum friði við Rússland, og er mælt að bolsivík- ar gangi að kröfum hans. Vilja þeir sernja í Brest Litovsk en ekki í London. Pólverjar hafa gengið að vopna- hlésskylyrðum bandamanna, en möglandi þó. Blaðið „Excelsier* segir, að Frakkland sé fúsí til þess að taka upp aítur samband við Rússa. Friðarsamningurinn við Austur- ríki gekk í gildi 15. þ. m. Frá Noregi. (Fréttaritari vor skrifar oss 26. júní). Nyja stjórnin. Hægri menn hafa 'ná komist að f stjórnina, eins og kunnugt er. Vinstri menn urðu að vissu Ieyti í minni hluta, og Gunnar Knudsen forsætisráðherra varð að fara frá eftir 7 ára setu. Hann hefir verið manna bezt liðinn af alþýðunni í Noregi og spá menn því, að sfzt muni svo verða um hægri menn, þeir muni, eins og annarsstaðar stýðja sína menn, kaupmenn og auðvaldsmenn. — Þykir bændum nú skarð fyrir skildi, er Knudsen er kominn úr stjórninni. Otto B. Halvorsen, sá sem tók við af honum, er fædd- ur f Kristjaníu 1872. Hann er hæstaréttarmálafærslumaður og hefir verið dómsmálaráðherra, og þingmaður sfðan 1913. Þingfor- seti^ var hann frá því, að þing kom saman í ár. Við síðustu þingkosningar lofuðu hægrimenn að sjá um, að afnema vínbannið, en vinstrimenn, sem Goodtempl- arar og bindindismenn fylgja yfir- leitt, börðust á móti. Gunnar Knudsen sagði i fyrirlestri, sem hann hélt í Egersund 1918, að vínið væri versti fjandi þjóðar- innar, þess vegna ætti með lög- um að gera það landrækt, því fyr, því betra. Meðal annars, sem leiðir af ráðuneytisskiftunum er það, að 7 varamenn taka sæti í þinginu. Þar á meðeí er einn kvennmaður, ungfrú Karen Platon, sem var varaþingmaður fyrir Halvorseti. Einnig verður nýr þingforseti kosinn og er búist við að það verði Hroar Olsen fylkismaður £ Akerhus. Um hið nýja ráðuneyti má segja það, að það mun fremur valt £ sessi, ef það heldur sér ekki sem næst pólitík Gunnars Knudsen, þvf hann er i raun og veru for- maður beggja andstöðufiokkanna, sem hafa samanlagt meiri hluta í þinginu. Góðar uppskeruhorfur. Tíðin hefir vérið þurkasöm ú vor og hefir hitinn oft verið 30,6", en þó kalt um nætur, svo að frost voru fram í miðjan júní, og hefir það orðið töluverður hnekkir fýrir akra. 20. júní kom rigning, og rigndi þá samfleytt í tvö dægur, svo að alt fór á flot. Bætti regnið svo um, að nú er útlit fyrir mjög góða uppskeru í haust; enda veitir ekki af, því innfluttar matvörur eru afar-dýrar. Strausykur t. d. 2,04 kr. kg. [Hvað skyldu þá Is- lendingar mega segja um sykur- verðið, þegar */* kg. kostar 2 kr. og þar yfir, eftir því, hve kaup- mennirnir eru svívirðilegir okrararj. AtTÍnnuleysi og eldiviðar- skortur. Atvinnuleysi er nú vfða í Noregi-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.