Alþýðublaðið - 28.02.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1930, Blaðsíða 2
1 AbÞVÐUÐLAÐIB AtSmgfaseiBiclir bankast|óraBana hraktas*. Ivað gerir Framsókn ? ---*— „Framsóknarmeunirnií“ Ásgeir Ásgeirsson, Lárus Helgason og Bjarni Asgeirsson bera fram frumvarp nm að ríkissjóður kaupi hiutabréf í íslandsbanka fyrir 3 miiljónir króna. Allir vita, að það hefir verið háttur Shaldsins á 2 síðustu þing- uin og reyndar lengur, þegar mik- ið hefir legið við að þess dómi, að fá menn að láni hjá „Fram- &ókn“. Hafa íhaldsmenn jafnan leitað helzt til Ásgeirs, Bjarna, Jörundar, Larusar og Benedikts þessara erinda. Hafa þessir menn þrásinnis brugðist flokki sínum í stórmálum, þegar íhaldið hefir beðið þá hjálpar. Hefir þá vénjan ■ verið ;sú, að þessir „Framsóknar“- menn hafa borið óskir og hug- myndir íhaldsins fram í frum- varps- eða tillögu-formi og í- haldið isíðan greitt atkvæði með þeim. Háfa þeir fyrir þetta hlotið frómt umtal og fulla blíðu íhalds- manna á þingi og utan. Umburð- arlyndi „Framsóknar" hefir verið einstakt og óendanlegt til þessa. Nú liggur mikið við, að dómi Islandsbankaliðsins, kjarna íhalds- fiokksins. Tilraunin til þess að demba skuldasúpu íslandsbanka fyrirvara- og athugunar-laust á ríkissjóðinn mistókst. * Bankinn hefir verið lokaður í mánuð án þess hrakspár íhalds- ins hafi ræzt. Hugir manna eru teknir að kyrrast. Nýtt mat hefir biriö fram á • bankanum. Það staðfesti það, sem ýmsir áður töldu líklegt: að hagur bankans er allur annar og verri en banka- stjórnin og eftirlitsmaðurinn reyndu að ginna þingmenn og landsfólkið yfirleitt til að trúa. Síðan frv. Ihaldsflokksins um, aö ríkissjóður legði Islandsbanka til hlutafé, var felt, hefir Ásgeir Ásgeirsson og nokkrir fleiri „Framsóknarmenn“ stöðu-gt haft í’ smíðum frumvarp um „björgun" fslandsbanka. Hefir orðfæri þess og umbúnaði verið * margbreytt, en aldrei haggaö við efninu, en þaó er í aðalatriðum hið sama og i frv. íhaldsins, sem Ásgeir sjálfur greiddi atkvæði gegn fyrir skömmu. Nú er loks þetta frv. komið í dagsljósið. Var því útbýtt i fundarlok í n. d. í gær. Fiutn- ingsmenn, auk Ásgeirs, eru þeir Bjarní Ásgeirsson og Lárus Helgason. Er þar !agt til, að ríkissjóður kaupi hluti í bankan- um fyrir 3 millj. króna og eignist þannig nieiri hluta hlutafjárins. Nokkur skilyrði eru sett fyrir framlagi ríkissjóðs, en flest virð- ast þau sett til málamynda og erfitt að meta hvort þau eru fyrir hendi. En aðalatriðið er það, að með því að gerast aðalhlut- hafi bankans tekur rikissjóður á- byrgð á skuldasúpu hans að fullu og öllu. Banka, sem ríkið á að hálfu eða meiru, getur það .eigi látið lenda í greiðsluþroti meðan ríkissjóðurinn 'er ekki gjaldþrota orðinn. Frv. verður nánar getið síðar. En þetta er aðalatriðið: að koma ábyrgðinni á bankanum á ríkissjóðinn. Þaö er þetta, sem í- haldið hefir barist fyrir, eftir að máttarstólpar þess höfðu sett bankann á höfuðið. Þess vegna þarf eigi að efa, að Jhaldsmenn tald þessu frv. Ásgeirs, Bjarna og Lárusar fegins hendi. Þá er spurningin: Hvað gerir „Framsókn"? Klofn- ar hún í þessu máli? Málinu, sém ráÖherrarnir hafa kallað stærsta mál þingsins? Eða lætur meiri hluti flokksins undan minni hlutanum? Og ef svo er ekki, hvað gera þá þessir „Framsókn- armenn"? Greiða þeir atkvæði með vantraustsyfirlýsingu á „Framsóknar“-stjórnina, ef íhalds- menn bera slika tillögu fram? Og hvað gera ráðherrarnir nú, þegar flokksmenn þeirra ganga í lið með íhaldinu, en gegn þeim í tslandsbankamálinu? Segja þeir af sér að fyrra bragði? Og hvað tekur þá við? Ganga þá fyr- greindir ■ „Framsóknarmenn" ti 1 stjörnarmyndunar með íhalds- flokknum? Eða verður þing rofið og efnt til nýrra kosninga? Og bjóða þá oftnefndir „Framsókn- ar“-menn sig enn fram sem „Framsóknar“-menn? Eða bjóða þeir sig þá hreinlega fram sem íhaldsmenn? Þessum spurningum öllum er ósvárað enn. Væntanlega kemur bráðlega svar við flestum þeirra. Hingað til hafa ráðherrar „Framsóknar“ og meirihluti flokks- ins staðið réttu megin í þessu máli. Vonandi verður svo enn. Að vísu færi, bezt á því, að ís- landsbankamálinu væri skotið undir dómstól þjöðarinnar og hún spurð, hvort hún vilji taka á sig ábyrgð á skuldasúpu hans. Hún á mest í hættunni. En litlar líkur eru til þess að unt sé að láta úrslit þessa máls bíða þar til kosningar eru um garð gengn- ar ög ný stjórn mynduð, svo mestar horf'ur eru á því, hð ein- hver endir, til ills eða góðs, verði bundinn á þetta mál á þessu þingi og innan skamms. En pjódin fellir sinii dóm, pótt sídar verdi. Lénharður fógeti verður leikinn á sunnudaginn. Fáum mun hafa komið það á ó- vart, að bankastjórar íslands- banka myndu hér eftir sem hing- að til reyna að krafsa J bakkann, er þeir voru að sökkva i skulda- foraði bankans. Hafa þeir að því leyti minna vit en. rotturnar, sem yfirgefa skipin. Athugasemdir sínar við mat á fjárhag bankans birta bankastjór- ^arnir í Mgbl. í gær. Byrja þeir á að mótmæla blákalt og rakalaust matinu um leið og þeir játa að þeir séu „útilokaðir frá því að gera athugasemdir við matið í einstökum atriðum". Er þetta ein hin versta tegund málaflutnings, sem þekkist, og bendir óhikað á rökþrot, en um leiö á íræga setn- ingu, sem mætti einkenna með þessar athugasemdir bankastjór- anna, en sú setning er: Vér neit- um stadreyndunum. Aðalathuga- sefndir bankastjóranna eru fólgn- ;ar í því ad neita stadreyndum. Þegar bankastjórarnir fara að tala um danska póstsjóðsíánið, byrja þeir á því að neita stað- reyndum. Um það verður ekki deilt, þrátt fyrir vífilengjur og vöflur bankastjóranna, a d hér er ad rœda um lán í d önskum króiiu m, s e m fœrt er á r eikningjum bankans í íslenzkum krónum. Vaxtakjör lánsins er atriði út af fyrir sig, sem í engu raskar þessari staðreynd, hvað sem Brynjólfur Stefánsson segir. Ef að meta á eitt lán bankans eft- ir vaxtakjörum þá verður að gera það við öll lánin. Þá verður einnig að meta brezka lánið og iöll önnur dýr og óhagstæð lán, sem bankinn hefir tekið, eftir sömu reglu, og þá mætti án efa hækka að miklum mun skuldir bankans. En það er ágætt dæmi um reikningsfærslu bankastjór- anna, að vilja breyta gengi á eina ódýra láninu, sem bankinn hefir, til þess að fegra efnahag bank- ans. Það þarf meira en litla ósvifni til að verja þessar gerðir banka- stjórnarinnar. En auðvitað mátti búast við að bankastjórarnir gerðu tilraun til þess. En vitan- lega verður það aldrei annað en kattarþvottur. Og óskemtilegt má það vera fyrir bankastjórana að standa nú afhjúpaða að hreinni og beinni reikningsfölsun, og væntanlega er ekki séð fyrir end- I ann á þeim afleiðingum, sem Slíkt hlýtur að hafa fyrir bankastjór- ana, ef að lögum' og rétti er framfylgt. En eitt kernur berlega fram i athugasemdunum um danska póstsjóðslánið. Bankastjórarnir viðurkenna að fé danska póst- sjóðsins hafi festst „hjá bankan- um í viðskiitum hans“, um leið og bánkastjórarnir skýra frá að bankinn hafi verið „skyldur til að greiða dönsku stjórninni féð hvenær sem hún krefðist þess“. Með öðrum orðum: Bankinn tók fé, sem honum var trúað fyrir, og vissi að hann myndi vera krafinn um fyrirvaralaust, og; festi það í viðskiftum sínum og gat ekki greitt það. Á lagamáli mim vera ákveðið heiti til 'á þesstt framferði, og þeir, sem í slíkw lenda, þurfa oft að svara til siaka. á óskemtilegan hátt. Þá tala bankastjórarnir um það, að matsnefndin hafi talið banka- bygginguna hér í bænum með bókfærðu verði bankans, sem sé kr. 126 000,00, en fasteignamat á eigninni sé 187 500 kr. og megi því meta þá eign 280 þús. kr. eða 50«/o hærra en fasteignamat. Eftir þeim upplýsingum, sem Alþbl. hefir fengið, er þetta rétt, svo langt sem það nær, en banka- stjórninni láist að geta þess, að á þeim eignalið bankans, þar sem húsbyggingin er talin, eru fleiri eignir taldar og bökfærðar langt- um hærra en sannvirði þeirra er. T. d. er húseign ein bókfærð iueð 105 þús. kr., en fasteignamat hennar er 39 þús. kr. og þannig er um fleiri eignir, svo að full- komlega mun jafnast á móti því„ sem bankahúsið kann að vera bókfært öf lágt. Hér er því um hreina og beina blekkingu að ræða hjá bankastjórninni, og get- ur því enginn frádráttur komið til greina út af þessu. Um hagnað bankans af glötuð- um seðlum er fátt að segja. Mats- nefndin mun hafa minst á þetta? atriði í skýringuxn sínum við skýrsluna, og eins og vænta mátti ekki treystst til að áætla neina- vissa upphæð; því ómögulegt er; að segja með vissu, hver sá gróðr bankans kynni að verða, þó hins vegar mæli allar líkur með því„ að upphæð sú, sem bankastjór- arnir nefna, sé alt of há og fjarrr ölium sanni. Er því gersamlega útilokað að hægt sé að draga nokkra vissa upphæð 'frá töpuirr bankans fyfir þessar sakir. Væntanlega koma síðar nánari skýringar um mötin á útibúun- um, og er það því með öllu á- stæðulaust, eins og nú standa sakir, að draga nokkuð frá þeim töpum. Bankastjórarnir munu réttilega skýra frá þvi, að matsnefndin I telji þriðjung tapsins á aðalbank- anum' vera á fyrirtækjum, sem. eru starfandi, og að töp þessi geti minkað ef vel árar. Hins vegar tekur matsnefndin það skýrt fram, að ef illa ári eða ó- höpp steðji að, geti pessi töp aukist ad miklum mun. Banka- stjórarnir gera sig því hér sem fyr seka í vísvitandi rang- færslum og blekkingum á mats- gerð nefndarinnar, því sannleik- urinn er sá, að nefndin sá sér

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.