Morgunblaðið - 21.04.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLADID Fimmfudagur 21. aprfl 1966 BÍLALEICAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 IMAGIMÚSAR skipholti21 símar21190 eftir iokun simi 40381 Volkswagen 1965 og ’66. rm 4H RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BIFREIMLEIGAtt VECFERÐ Grettisgötu 10. Simi 14113. Þetta ei hórkiemið sem allii spuija um | 'TtfeMafrtHL i Halldór Júnssan hf. Hafníirstræti 18. Símar 12586, 23995. B O S C H ÞOKULUKTIE BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Sími 38820. Kerlingarpólitík Borgarbúi sendir Velvak- anda þeta bréf: „Kelling Fram- sókn er öll að hresast með vor- inu of vill iáta í það skína, að hún sé til í allt og hvorki betri né verri en hún var, þó að kyn- þokkanum sé eki lengur til að dreifa. Einhver afbrýðisemi er þó í gömlu konunni í garð unga fólksins, sem hún þykist vilja vel, — eða var unga fólkið að skopast að henni í „Tímanum“ í gær (miðvikudagsblaðinu), eins og hún var þó stinamjúk og gróu-áleitisleg í tilburðum sínum? Þar varð fyrst á vegi kerl- ingar 16 ára telpa í Verzlunar- skólanum, sem helzt hafði það til málanna að leggja, að ferða- lög á íslgndi væru ákaflega erfið, vegha þess hve þjóðveg- irnir væru slæmir (hún þekkti að vísu ekki aðra vegi). Svo vildi litla skinnið láta leggja niður kennslu í skólum og banna allan heimalestur, svona til að byrja með. Þetta hljóta alir að sjá og skilja sem mjög athyglisverða ábendingu til þeirra, sem drengilegast hafa barizt fyrir nýrri og betri fræðslulöggjöf! Þá er komið við hjá 18 ára klínikdömu, sem þykir gaman að vinna með (tann)lækninum. Ekki einsdæmi um þennan ald- ursflokk. „Aðspurð,, ætlar hún til Beirut í Líbanon með haust- inu, og mætti því kaupið vera ögn hærra. Þriðja í röðinni er þrýstin og gerðarleg húsmðóir í Skipasund inu. Hún á mann, strák og prjónavél og allt við beztu heilsu. Samt á hún sín „vanda- mál“, enda fræðir hún okkur á því, að íbúðir hafi hækkað mjög í verði hin síðustu og verstu ár, og þess vegna vill hún láta bæinn býggja mikið af leiguíbúðum, sem ekki séu leigðar út við kostnaðarverði — heldur mjög ódýrt — svo að allir geti búið við ódýra húsaleigu! Þetta er annars greindarleg asta kona — aldur ekki til- greindur. Síðastur á blaði í göngu kell- ingar er 18 ára piltur, sem lær- ir vélvirkjun í Héðni, Hann lætur vel af sér, segir starfið létt og blessunarríkt, en kaupið sé ekki nema 13 þúsund á mán- uði (hann er að læra) — þetta fari allt út í veður og vind hjá sér, vegna þess, hve strætis- vagnamiðar og aðrar nauðsynj ar séu dýrar. Þó getur hann með ráðdeildarsemi leyft sér að grípa í laxveiðar á sumrin, rjúpnadráp á haustin og komið við á skemmtistöðum endrum og eins. En það finnur hann skemmtanalífinu helzt til for- áttu, að hvergi sé háldið uppi kennslu í víndrykkju og kyn- ferðismálum! Að svo mæltu deplar Fram- sóknarkerlingin auga framán í piltinn, eins og hún vildi segja: — Ég er líka kona, góðurinn minn. • Enn um ölið Velvakanda eru enn að ber- ast bréf með eða móti venju- legu öli, sem Alþingi hefur nú tekið afstöðu til. Alþingi hefur fellt að leyfa okkur aðgang að öli, sem því nafni getur nefnzt, því að „prózessinn" í þeim legi, sem við köllum oftast öl, hefur verið stöðvaður, áðúr en hann verður sannkallað öl. í bili held ég, að tilgangslaust sé að birta fleiri bjórbréf í þessum dálkum. Undantekning verður þó gerð með tvö bréf, sem hér fara á eftir, enda hefur hið fyrra ver- ið lengi á leiðinni hingað, og bréfritari er að svara fyrir sig, en hið seinna er skrifað í til- efni af afgreiðslu Alþingis. Nokkur bréf um málið verða e.t.v. birt síðar. Fyrra bréfið er frá Viggó Oddssyni í Salisbury, sem fyrr hefur sent Velvakanda línu. —■ Birtist það hér í heilu lagi á- samt millifyrirsögnum bréfrit- ara: • Allt kallað ofstæki Er ég leit yfir blaðabunka síðan í febrúar sl., sem slapp framhjá ritskoðun Breta á pósti til Rihodesíu, kom ég auga á Velvakandaklausu, þar sem ein hver bindindismaður skrifar undir felunafninu „Ó. M.“, og telur hann það vera ofstæki að ég skuli gagnrýna hans samtök í Mbl. 2. febr. og skýra m.a. frá því, að ég hafi ekki séð drukkið fólk í „hvítu Afríku“ þau misseri, sem ég hefi dval- izt þar, þótt bjórdrykkja sé mjög útbreidd þar eins og víða annars staðar. Það er ekki nýtt fyrir mig að vera kallaður „of- stækismaður" fyrir að koma á framfæri héðan ólikum sjónar- miðum, svo heimamenn geti dregið sínar ályktanir á breið- ari grundvelli ef þeim líkar. Reyni ég þó að skýra aðeins satt og rétt frá. í mörgum öðr- um bindindisgreinum um bjór- inn, um þetta Íeyti, er m.a. vitnað í biblíuna, kvæði ort og „Siðvæðingar“-áróður veður uppi, með tilheyrandi fram- leiðslu á hentugum sannleika. • Ó.-sanninda- M.-maður Sígilt dæmi er hér um, hvernig bindindismenn fram- leiða „sannleika“ eftir þörfum, og fyrir allra augum, þegar ’ þeir verða rökþrota: Ó. M. seg- ir m.a. í skammagrein 11. 2. í Mbl. að hvítir íbúar Salisburys drekki að jafnaði um 5 bjóra á dag, og sé það slæmt fordæmi. Orðrétt sagði ég þó (2. febr.): „— — — bjór er mikilvægur þáttur í lífi fólks hér; í Salis- bury, sem ca 90 þús. hvítir menn byggja, er bruggaður 5% bjór, um 36 þús. tylftir á dag. Svertingjarnir drekka sumt, en þeir hafa sérstaka bjórverk- smiðju, sem framleiðir ódýrari bjór á hyrnum.“ (Sem gjarnan leka). • Skrökvað í tonnalali Nú er það ekkert leyndar- mál, að hvítir og svartir í Salis- bury eru rúm 300 þús., svo að útreikningar Ó. M. raskast úr 5 flöskum í ca. eina flösku á dag. Auk þess er ölgerðin að sjálfsögðu dreifistöð fyrir mik- inn hluta Rhodesíu, lækkar talan þá enn að mun. í stuttu bréfi til Velvakanda er ekki rúm fyrir augljósar og smá- smugulegar skýringar, hélt ég, því að ég freistast ætíð til að álíta bindindismen vera heið- arlega andstæðinga, þrátt fyr- ir langa og gagnstæða reynslu. Þetta er þó sígilt dæmi um, hvernig statistik bindindis- manna verður til. Ó. M. vitnar einnig í dönsk blöð, sem jafn- vel einhver „læknir" skrifar í um ölkæra konu, sem hann þekkir. Ég get einnig vitnað í dönsk blöð, þar sém kunnur dómari segist ekki hafa áhyggj- ur af dönskum drykkjusiðum og mælir með fræðslu fyrir unglinga í meðferð áfengis; hann taldi drykkju-einkasölu- afbrot Finna hlutfallslega 15 sinnum meiri en hjá Dönum, sem búa við mikið frjálsræði í áfengismálum eftir að hafa unnið sigur á hinum eitt sinn öflugu bindindissamtökum þar í landi. Ég veit ekki hvort Ó. M. er sjálfrátt, er hann fullyrðir, að áfengi sé selt í KJÖT-búð- um í Salisbury, þegar ég segi KJÖR-búðum; er mikill mun- ur á þessu, ef óvild ræður penna. • Ö1 fyrir 15 þús. kr. Einn „Siðvæðingarmaður“ fullyrðir, sem dæmi, að stór hópur manna í Danmörku drekki allt að 40 bjóra á dag. Reikningslega er þetta þvaður. Ef bjórflaskan kostar 12 kr., gerir það um 480 kr. á dag, eða um 14—15 þús. kr. á mán- uði. Maður sem eyðir fé þann- ig, verður þvi að hafa nálægt 30 þús. kr. á mánuði í tekjur; er ósennilegt að margir há- tekjumenn drekki þannig, ef þá nokkur. Sami maður reynir að þvo hendur bindindismanna af að bera ábyrgð á smygli á áfengi, leynivinsölu og senni- lega líka ölvun við akstur, sem oft er nátengd hópdrykkju í bíl- um, vegna skorts á stöðum, þar sem hægt er að neyta áfengis á ódrýan og hentugan hátt. Þetta allt eru því gagnráðstafanir al- mennings við misbresti í þjóð- félaginu. Misbresti, sem bind- indishreyfingin ber mikla á- byrgð á eftir áratuga afskipti. Róninn er sagður koma óorði á áfengið, en svona bindindis- menn koma óorði á bindindis- hreyfinguna. Það er leiðinlegt að hafa svo veikan málstað, a3 grípa verður til víðtækra ó- sanninda, þegar biblían hrekk- ur ekki lengur til, enda talin fremur „rök.“ Salisbury, 9.4. 1966 Viggó Oddsson. • Mesti gleðidagur ársins, hingað til! Höfundur siðara bjórbréfsins, Freymóður Jóhannsson, hefur sett ofanskráða fyrirsögn á bréf sitt, enda er hann mjög glaður. Ekki er víst, að allir séu. honum sammála, en svona hljóð ar bréfið: „Þau gleðitíðindi voru að gerast áðan í neðri deild Al- þingis, að frumvarpið um brugg un áfenga ölsins var fellt með 23 atkvæðum gegn 16. Ég get ekki stillt mig um, sem einstaklingur og íslending- ur, að færa þakkir þeim hyggnu mönnum, er greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, án þess að ég, er ég nú á stund- inni skrifa þessar línur, viti með vissu, hverjir það eru, sem forðuðu nú afkomendum okkar og allri þjóðinni frá þvi að bæta bjórböli við það áfeng- isböl, sem fyrir er. Hjartans þakkir til ykkar tuttugu og þriggja. Reykjavik, 18. april 1966. Freymóður Jóhannsson“. • Séra Vegna fyrirspurna frá S. B. í dálkum Velvakanda sl. sunnu- dag vill einn starfsmanna MbL taka fram, að mjög misjafnt sé, hvort prestar sendi blaðinu messutilkynningar o.s.frv. und- irritaðar nafni sínu einu sam- an, eða hvort þeir setji „séra“ fyrir framan. Til samræmingar sé titillinn oftast settur fram- an við nöfn þeirra allra. Hér sé um gamkm og góðan titil að ræða, sem engin ástæða sé til þess að leggja niður, og vitan- lega verði hann að vera for- skeyttur við nafnið. | ATVINNUREKENDUR - INNFLYTJENDUR Vanfar ykkur ungan vélstjóra meS rafmagnsdeildar- prófi fró Vélskólanum i Reykjavík, sem starfaS hefur við eftirfarandi, hér á landi og erlendis: ViSgerðir á dieselvélum og þungavinnuvélum, solu á dieselvélum, þungavinnuvélum, dieselrafstöSvum, bil- um, skipum og fœkjum í skip, er vel kunnugur vara- hlutaverzlun, falar og skrifar ensku og dönsku. Atvinnurekendur, sem vanfar slíkan starfsmann til á- byrgSarstarfa og geta boSiS góS starfsskilyrði og kjör, vinsamlégast sendiS tilboS meS greinargóSum upplýs- ingum um söluvörur og starfssvið, til MorgunblaSsins merkt „99S Ráðskonu vantar 100 km. frá Reykjavík. Má hafa með sér börn. Öll þægindi. — Upplýsingar í síma 23136 frá kl. 3—6 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.