Morgunblaðið - 21.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.1966, Blaðsíða 16
16 |||01Q0MMÍrlaMfr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið. SUMRI FAGNAD ITeturinn er liðinn. Hann * hefur verið snjóþungur í einstökum landshlutum og allkaldur. Afli hefur verið í rýrara lagi hér við Suðvest- urland þegar undan er skil- inn óvenjulega mikil loðnu- veiði. Þó verður ekki sagt að þessi vetur hafi verið íslenzku þjóðinni óhagstæður. Slys- farir hafa verið í minna lagi, atvinnulíf og framleiðsla hef- ur víðast hvar staðið með blóma og almenn velmegun og árgæzka ríkir í landinu. "ÍSnjóar hafa verið þyngstir á Norðausturlandi og Aust- fjörðum, en er nú verulega tekið að leysa. Enginn dagur er jafn bjart- ur og fagur í hugum íslend- inga og Sumardagurinn fyrsti. Hann er hinn mikli fagnaðar- dagur. Skáldin hafa ort um hann og þjóðin tekur honum jafnan opnum örmum. „Senn kemur sumarið, sólin blessuð skín, víst batnar veðrið, þá vetúrinn dvín.“ Þessar yfirlætislausu Ijóð- línur eru fullar af bjartsýni og trú á lífið, hækkandi sól og batnandi veður. Það er engin tilviljun að íslendingar halda einir þjóða upp á Sumardaginn fyrsta. Þessi norræna þjóð hefur um aldir búið við kulda og snjóa- lög langra vetra. Leysing og hækkandi sól er tákn lífs og gróanda í hugum hennar. Farfuglarnir, sem koma sunn an úr löndum og bæjarlæk- urinn, sem losnar úr klaka- böndum vetrarins, skapa yl í sálina og trú á framtíðina. Græn grös og laufguð tré, logn um víkur og firði eru drættir vorsins í ásjónu lands ins. Árið 1891 yrkir Matthías Jochumsson fagnaðarljóð til Sumardagsins fyrsta. Segir þar á þessa leið: „Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði! Kom blessaður í dásemd þinnar prýði! Kom lífsins engill, nýr og náðarfagur, í nafni Drottins, fyrsti sum- ardagur.“ — ★ — Þánnig hafa íslendingar fagnað Sumardeginum fyrsta og þannig fagna þeir honum ‘enn þann dag í dag. Ofurvaldi vetrarins hefur að vísu verið létt af fólkinu. En hinum fyrsta sumardegi er engu að síður fagnað jafn heitt og innilega og áður. Hann er blessaður dagur, af því hann kemur með fyrirheit um sum- ar og sól, um gróðurilm og fuglakvak í lofti Morgunblaðið óskar lesend- um sínum, allri hinni ís- lenzku þjóð, gleðilegs sum- ars. ÚRTÖLU- OG AFTURHALDS- MENN Á reiðanlega furðar megin- þorra landsmanna á mál- flutningi stjórnarandstæð- inga í álmálinu. Þar gætir svo furðulegs úrtölu- og aft- urhaldshugsunarháttar, að ekki verður jafnað við neitt annað í íslenzkri stjórnmála- sögu en baráttuna gegn sím- anum og Bændafundinn 1905. Fyrir utan hinn geysimikla beina hagnað sem landámenn hafa af byggingu álverk- smiðjunnar, bæði tekjurnar af • verksmiðjunni og ódýrt raforkuverð, er hinn óbeini hagnaður auðvitað geysimik- ill — og e.t.v. meiri en sá hagnaður, sem áður er nefnd- ur. Þannig fáum við inn í landið mikla tæknikunnáttu, og við fáum ál á heimsmark- aðsverði eða undir því verði sem nemur flutningskostnaði héðan til Evrópu. Svissneska fyrirtækið hefur tjáð sig reiðubúið til að aðstoða ís- lendinga við að setja upp verksmiðju, sem ynni úr áli, og er þegar tekið að athuga það mál, en hugmyndin er að þar yrði um að ræða opið hlutafélag, sem öllum lands- lýð yrði gefinn kostur á að- ild að. Framleiðsla þessa fyrirtæk is yrði svo aftur undirstaða margháttaðs minni iðnaðar úr þessum mjklvæga málmi, sem stöðugt ryður sér meir og meir til rúms um heim all- an. Þar með eru íslendingar orðin iðnaðarþjóð, og í kjöl- farið mun margt áreiðanlega fyigja- Ekki er ólíklegt að fljót- lega yrði hafinn undirbúning- ur að því að reisa aðra ál- verksmiðju norðanlands, enda verður Landsvirkjun fljótlega svo fjárhagslega öfl- ug, að hún getur af eigin fé lagt fram verulegar upphæð- ir til Dettifossvirkjunar, og stóriðjuframkvæmdir styrkja og efla lánstraust okkar, þannig að vafalaust gætum við fengið stórlán til að ráð- ast einir í nýja stóriðju, þeg- við höfum öðlazt nægiléga tækniþekkingu. Baráttan gegn þessu máli er því sannkallað afturhald. MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. aprfl 1966 Fimmtudagur 21. apríl 1966 MORGUNBLABBÐ 17 GEIR HALLGRÍMSSON BORGARSTJÓRI BOÐAR TIL SEX FUNDA MEÐ ÍBÚUM REYKJAVÍKUR I NÆSTU VIKU Borgarstjóri flytur ræðu á öflum fundunum og svarar fyrirspurnum fundargesta 1. FUMDUR í Smáíbúða-, Árbæjar- og Háaleitis- hverfi sunnudaginn 24. apríl kl. 3 í Lidó Ávarp: Frú Auður Auðuns Forseti borgarstjórnar. Fundarstjóri: Arin- björn Kolbeinsson læknir. Fundarritarar: Han nes Þ. Sigurðsson fulltrúi og Ragna Ragnars húsfrú. Auður Auðuns Kolbeinsson Kagna Ragnars Hannes Þ. Sigurðsson FUMDUR í IViela- og Vesturbæjarhverfi mánu- daginn 25. apríl kl. 8,30 á Hótel Sögu Ávarp: Úlfar Þórðarson læknir Fundarstjóri: Bald- ur Möller ráðuneyt isstjóri. Fundarritarar: Geir þrúður Bernhöft fulltrúi og Gísli Sigurðsson raf- virkjameistarL Úlfar Þórðarson Baldur Möller Geirþrúður Bernhöft Gísli Sigurðsson 3. FUMDUR i Miðbæjar- og Austurbæjarhverfi þriðjudaginn 26. apríl kl. 8,30 í Sigtúni Ávarp: Birgir fsl. Gunnarsson lög- fræðingur. Fundarstjóri: Krist ján Guðlaugsson hrl. Fundarritarar: Gerður Hjörleifs- dóttir kennari og Þorkell Þorkelsson bifreiðastjórL Birgir ísl. Gunnarsson Kristján Guðlaugsson Gerður Hjörleifsdóttir Þorkell Þorkelsson 4 . FUMDUR í Hlíða-, Holta- og Morðurmýrahverfi miðvikudaginn 27. apríl kl. 8,30 í Lídó Ávarp: Gísli Hall- dórsson arkitekt. Fundarstjóri: Guð- mundur H. Garðars son viðskiptafræð- ingur. Fundarritarar: Geir Þórðarson prent- myndasmiður og Sigþrúður Guðjóns dóttir hústfrú. Gísli Halldórsson Guðmund H. Garðarsson Sigþrúður Guðjónsdóttir Geir Þórðarson 5. FUMDUR í fimmtud. Laugarnes- og Laugaráshverfi 28. apríl kl. 8,30 I Laugarásbíó Ávarp: Styrmir Gunnarsson lög- fræðingur. Fundarstjóri: Sveinn Björnsson verkfræðingur. Fundarritarar: Har aldur Sumarliða- son trésmiður og Sigurlaug Bjarna- dóttir húsfrú. Styrmir Gunnarsson Sveinn Björnsson Sigurlaug Bjarnadóttir Haraldur Sumarliðason 6 . FUMDUR í Langholts-, Voga- og Heimahverfi föstudaginn 29. apríl kl. 8,30 í Laugarásbiö SwhH Ávarp: Þórir Kr. Þórðarson próf- essor. Fundarstjóri: Ágúst Geirsson símvirki. Fundarritafar: Hulda Valtýsaóttir húsfrú og Jón Árna son yfirkennafi. Þorir Kr. Þorðarson Agúst Geirsson Hulda Valtýsdóttir Jón Árnason I Reyk- I ■ ■ I vík- I ■ ■ ■ m ■ ■ ■ ■ I ingar | ; f jölmennið j ■ JJ á fundi ■ ■ ■ v " borgar- stjóra •s Wíí" 'M'/h Vi>i*t&fó >..r:Xv,r.Tv:; Lb-Luie' /KU^ÍVÍ Kú R Fimv0uiC * u h þ A '• 7/ v-v. ■ JP* <* í j>- n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.