Morgunblaðið - 21.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.1966, Blaðsíða 10
MORC U NB LAÐIÖ 10 JON ORMAR ORMSSON SKRIFAR UM TOM JONES, brezk frá 1963. — Leikstjóri: Tony Richardson, handrit John Orborne, kvik- myndun Walter Lassally, tón- list John Addison. — Tónabíó. Skáldsaga Henry Fielding um Tom Jones kom fyrst út árið 1749. Áður hafði hann m.a. skrif- að sögur sínar Jcseph Andrews og A jorney from this World to the Next. Eftir að hann lauk við Tom Jones skrifaði hann Amelia. Tom Jones mun af flestum vera talin hans bezta verk. Skáldsagan Tom Jones hefur alla tíð verið nokkuð umdeild bók. llöfundurinn ntar sögu sín» hispursiaust og hefur að vnargra dómi, einkum samtíðarmanna þótt vera bersögull. Hann vegur að hræsni tíðarandans og gagn- rýnir þjóðfélagið óspart, en bezt er eru þó persónulýsingar hans. Hann segir sögu sína í gaman- sömum tón; ritar oft beint til les- andans að hætti átjándu aldar rithöfunda. Sagan segir frá munaðarlaus- um manni, Tom Jones, sem alinn er upp af efnuðum óðalseiganda (sem raunar er móðurbróðir hans). Þetta er heilbrigður, ung ur maður, haldinn ýmsum mann legum breyzkleikum og nýtur mjög hylli kvenna. Hann á vin- gott við dóttur skógarvarðar en verður svo ástfanginn af heima- sætu á næsta bæ. Fyrir tilstilli kennara sinna og fósturbróður ,(sem raunar er hálfbróðir hans, sem eru hræsni og undirferli holdi klædd, er hann rekinn að heiman. Hann leggur þá leið sína til Lundúna og á leiðinni þangað og þar í borg lendir hann í margvíslegum ævintýrum og mannraunum en að lokum nær hann þó sinni heitt elskuðu. Það er af miklu efni að taka þegar gerð er kvikmynd eftir þessari sögu. Leikstjóranum Sjötugur VALDIMAR Sveinbjörnsson leik fimikennari, er sjötugur í dag, sumardaginn fyrsta. Hann fædd • ist á Hámundarstöðum í Vopna- firði 21. apríl 1896, þriðji elzti af 18 systkinujm. Þótt efnin væru því lítil braust hann áfram til náms í Kennaraskólanum og síðar Samvinnuskólanum, var um stund við verzlun, en haustið 1919 hóf hann leikfimikennslu í Miðbæjarskólanum, enda var hann þá þegar mikill íþrótta- maður. Árið 1920—1921 stundaði hann J fþróttakennaranám í Kaupmanna höfn við Statens Gymnastik- institut og lauk þaðan prófi. — Haustið 1921 hóf Valdimar svo aftur leikfimikennslu við Mið- bæjarskólann og var þar til 1935. Og 1928 hóf hann jafnframt leik- fimikennslu við Menntaskólann og hefur stundað Það starf allt til þessa dags. í 47 ár, svo til samfleytt, hefur Valdimar kennt leikfimi og aðrar iþróttir og ætla ég, að enginn annar hafi slegið það met. Nemendur hans skipta áreiðanlega mjög mörgum þús- undum. Eg kann lítið um leik- fimikennslu að dæma, en hitt veit ég, að Valdimar hefur litið svo á, að skólaleikfimi ætti að - vera til þess að liðka og þjálfa allan líkamann hjá öllum nem- endunum, en ekki að vera til ‘þess að þjálfa og æfa einhverja fámenna skrautsýningarflokka. En valdimar hefur fengist við fleiri íþróttir en leikfimi. Um nokkur ár fyrir 1930 kenndi hann á sumrum sund við sundskálann í Örfirisey, og átti mestan þátt í að hann var byggður. Þar hóf hann að þjálfa menn í stakka- sundi og hélt þar sundmót sem Jón Ormar Ormsson er nýr kvik myndagagnrýnandi Morgunblaðs ins. Hann tekur við af Pétri heitnum Ólafssyni, en þeir störf- uðu mikið saman. Jón Ormar fékk fyrst áhuga á kvikmynda- gerð í Filmíu, en síðar af nán- um kynnum við Pétur Ólafsson. Auk Jóns Ormars skrifar Sveinn Kristinsson áfram um kvikmynd ir í blaðið, eins og hingað tiL Tony Richardson og handrita- höfundinum John Osborne tekst vel til. Þeir víkja við einstaka atriði og auka lítilsháttar við. — Seinni hluti myndarinnar er að sumu leyti ekki eins skemmti- legur og sá fyrri enda meira efni, sem þarf að koma fyrir í samanþjöppuðu formi. Að hætti Fieldings ganga þeir hispurs- laust að verki. Brugðið er upp skemmtilegum myndum af ald- aranda og persónum eru gerð góð skil. Mörgum mun ef til vill finnast fulllangt gengið á kostn- að velsæmisins í sumum atrið- um en það er aldrei of langt far- ið. Borðhald Tom Jones og frú Waters í Upton er með „djarf- þá þótti góð skemimtun. Sjálfur var Valdimar mikill sundmað- ur og tók þátt í nýárssundinu 1916. Ekkí ætla ég að Valdimar hafi fengið nein laun fyrir þetta starf, en í þá daga þótti það engin tíðindi þótt menn ynnu kauplaust að áhugamálum sín- um. Og þá má geta þess að Valdimar varð fyrstur til að kenna handknattleik hér á landi og eftir að hann tók að kenna í Menntaskólanum, kom hann þar á bekkjakeppni innan skól- ans. En ekki mun Valdimar hafa grunað það þá, að þessi annars ágæti leikur ætti eftir að verða jafn fyrirferðarmikill í þjóðlíf- inu og raun er á, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Um 1930 hafði hann forgöngu um róðraríþrótt i Menntaskólan- um. Þá eignaðist skólinn tvo báta og voru róðrar stundaðir af kappi haust og vor meðan bát arnir entust. Og um sama leyti eða 1930 eignaðist skólinn „Gamla grána“, gamlan kassabil, ari“ atriðum sem sést hafa en það er vel gert. Annað eins hef ur orðið fyrir skærum kvik- myndaeftirlitsmanna (hér er ekki átt við innlent eftirlit sem í rauninni hefur það eitt verksvið að ákveða aldurslógmark sýning argesta þótt aðrir hafi orðið til að klippa). Albert Finney fer með hlut- verk Tom Jones og leikur vel þennan lífsglaða, tápmikla mann. Hann hefur hlotið mjög góða dóma og aukið verulega við hróð ur sinn frá því hann lék í Laug- ardagskvöld—sunnudagsmorgun. En það má raunar segja um leik endur þessarar myndar, að þeir geri allir vel. Hugh Griffith skil ar vel hlutverki hins grófa bónda Western og sama er að segja um Dame Edith Evans 1 hlutverki hinnar siðavöndu syst ur hans. Eftirminninlegir eru og Peter Bull og John Maffat í hlut verkum hræsnaranna, kennarar Tom Jones og David Warren. sem Blifil. Og enn mætti halda áfram upptalningu. Sviðsetning myndarinnar er mjög góð og enn einu sinni sýn- ir Richardson hversu góður leik stjóri hann er. Til dæmis í upp- hafs atriðum þar sem hann með skemmtilegum vinnubrögðum ger ir langa sögu stutta. Notkun hraðaskiptingar er skemmtileg. Þá er atriði eins og veiðiferðin þar sem fer saman góð leikstjórn og myndataka. Það er vel farið með liti t.d. í sumum nætursen- um. Tom Jones er fimmta kvik- mynd Riehardsons. Þær fjórar, sem áður voru komnar hafa all- ar verið sýndar hér og væri ekki úr vegi að eitthvað af þeim væru endursýndar. Er mér þá sérlega hugleikin Einmana sig- ur (The Loneliness og the Long Distance Runner), sem Háskóla- bíó sýndi í þrjá eða fjóra daga fyrir tveimur árum og innan við þúsund manns gerðu sér erindi að sjá. Og vonandi líður ekki á löngu þar til við fáum að sjá sjöttu mynd Richardson The Loved One. Jón Ormar Ormsson. og var þá Valdimar sjálfkjörinn aðaibílstjóri á honum. Þá hófust mikil ferðalög, skíðaferðir og gönguferðir, og væri það löng saga, ef skráð yrði. Ætla ég að margur miðaldra menntamaður eigi um það góðar endurminn- ingar. Valdimar sá um alla skipu- lagningu á skrúðgöngunum miklu á 100 ára afmæli skólans 1946. Var það mikið verk og tókst með ágætum, enda er Valdimari einkar sýnt um alla skipu- lagningu. Og víðar hefur Valdi- mar komið við í þeim efnum. Á fyrstu hátíðahöldum „Sumar- gjafar" á sumardaginn fyrsta sá Valdimar um skrúðgöngur, íþróttasýningar og margvíslegar skemmtanir í fjáröflunarskyni fyrir „Sumargjöf", og mætti vel minnast þess á þessum degi. Og þannig mætti margt og margt telja, þar sem Valdimar hefur látið til sín taka. En ekki er þess kostur í stuttri blaðagrein. Eins og margir aðrir af hug- sjónamönnum aldamótakynslóð- arinnar er Valdimar mikill bók- menntamaður og ljóðelskur og sjálfur ágæta vel hagmæltur. Prúður er hann og stilltur í dag- fari og hvers manns hugljúfi, enda hefur hann notið mikilla vinsælda hjá nemendum sínum og samstarfsmönnum. Menntaskólinn á Valdimari ákaflega mikið að þakka fyrir hinn mikla þátt hans í því að skapa þann anda velvildar og hófsamlegrar gleði, sem þar er ríkjandi hjá nemendunum. — Fyrir allt þetta vil ég þakka hon- um og fyrir hans langa og giftu- drjúga starf í þágu skólans. Með þessum línum vil ég senda hon- um yfir hafið mínar innilegustu hamingjuóskir og árna honum hamingjurikrar framtíðar. Einar Magnússon. Hafnarbíó: MARNIE. Amerísk kvikmynd gerð af Alfred Hitchcock. Byggð á skáld- sögu eftir Winston Graham. — Höfuðleikendur: „Tippi“ Hedren Sean Connery EKKI er víst ýkjalangt síðan farið var að kafa niður í sálarlíf fólks í leit að dýpri orsökum af- brigðilegrar breytni en beinast sýnist að leita til á yfirborðinu. Á seinni áratugum hafa þó sál- kannanir ýmis konar komizt mjög í tízku, og við þær kann- anir þykjast menn hafa komið niður á ýmsar duldir í mannleg- um hugsanaferli, sem séu ærið áhrifamiklar um hina ytri breytni þeirra. í dag er hin svo- nefnda „psycho-analýsa" mjög mikið stunduð bæði af læknum og sálfræðingum. Er þá oftast verið að leita að „sálfræðilegum“ orsökum einhvers konar iákam- legrar vanlíðunar. Hér á landi eru slíkar aðgerðir komnar allmjög í móð. Hinu höf- um við víst minni æfingu og reynslu í, að kanna hinar dýpri, duldari orsakir ýmiskonar af- brota. Um þær hafa hinar fjöl- mennari þjóðir fremur fjallað, þar sem afbrot eru tíðari og fjöl- breytilegri en í okkar fámenna þjóðfélagi. Mynd þessi fjallar um stúlku, sem haldin er ýmsum „kompleks- um“. Þrír þeirra skera sig þó mest úr: Hún er haldin sterkri hneigð til að taka fjármuni ófrjálsri hendi, hún þolir varla að sjá rautt ljós, og síð-«^ en ekki sízt, hún hefur sterka óbeit á að notfæra sér af blíðu karl- manna. 1 sameiningu er þetta óeðli næsta erfitt með að burð- ast. en hins vegar einkar vel fallið til að skapa dramatískan söguþráð. enda tekst höfundi það mætavel. Marnie („Tippi“ Hedren") er, þrátt fyrir andúð sína á kyn- ferðilegum athöfnum, hin feg- ursta stúlka og skynsöm vel, eins og sjá má af klókindum hennar við að komast yfir fjármuni annarra. En dag nokkurn blasir þó við henni erfið völ: fangelsi eða hjónaband. Hún velur hjóna- bandið hálfnauðug, enda virðist manni sem fyrri úrkosturinn hefði á margan hátt samrýmzt betur óeðli hennar. Nú, hjónabandið var svo auð- vitað hrein hörmung fyrst í stað. GRENSÁSPRESTAKALL Fermin í Háteigskirkju á sum- ardaginn fyrsta, 21. apríl, kl. 2. Prestur: Sr. Felix Ólafsson. STÚLKUR: Borghildur Jósúadóttir, Stóragerði 16. Jóhanna Linnet, Hvassaleiti 135. Rósa Einarsdóttir, Hvassaleiti 119. Sigríður Hanna Kristinsdóttir, Hvassaleiti 129. Sigríður Siemsen, Hvassaleiti 53. Unnur Valgerður Ingólfsdóttir, Grensásvegi 58. Timíntudagur 21. apríl 196ð Þau fara að vísu i langa og íburöarmikla brúðkaupsreisu. En ástaratlot þeirra i millum eru vægast sagt heldur abstrakt og lítt tii þess fallin að bera mikinn ávöxt til mannfjölgunar a.m.k. Hefðu þó börn þeirra haft allar ytri aðstæður til að verða „óskabörn" þjóðfélagsins og falla innan ramma fjölskylduáætlanna foreldra sinna, því að þau voru efnuð vel. En unga konan vill „ekkert svínarí", ekki einu sinni eftir giftinguna. Síðari hluti myndarinnar fjall- ar svo um viðleitni eiginmanns- ins til að grafast fyrir rætur óeðlis konu sinnar. Verður sú baráttusaga ekki rakin hér. Af ofansögðu má ráða, að hér er fjallað um fremur óvenjulegt efni í kvikmynd. En eins og áð- ur greinir, er það mjög vel til þess fallið að skapa dramatíska efnisframvindu og spennu, enda vekur hið óvenjulega okkur tíð- um mestan áhuga og forvitni. Þegar ég rissa þessar línur niður, berst mér að eyrum kliður úr næsta herbergi. Hann berst frá transistorviðtækinu mínu, og þar keppast læknir og félags- fræðingur við að útmála fyrir mönnum þær ógnir, sem steðji að mannkyninu innan fárra áratuga, ef því haldi áfram að fjölga með sama hraða og hingað til, eða öllu heldur með sívaxandi hraða, eins og það hefur gert undan- farið. Jörðin er sem sagt að verða of lítil fyrir ábúendur sína, þótt gildvaxin sé. í því sambandi dettur mér í hug, hvort ekki væri vegur fyrir vísinda- menn að taka duldir manna í þjónustu sína með einhverju móti eða jafnvel búa mönnum til duldir, sem andæfðu að vissu marki hinum ofboðslegu afköst- um margra við að fjölga mann- kyninu, án tillits til allra ytri aðstæðna. — Getur ekki verið, að Marnie sé einmitt að gefa okkur þarna línuna? Þeir sem hefðu áhuga á að kynna sér það mál frekar ættu fýrst að sjá þessa mynd. Ég er ekki að segja, að þetta sé leiðin. En hvað skal gera? Hér ku vera um líf eða dauða mannkyns að tefla. Og flestir eigum við það sameiginlegt, hvar í flokki sem við stöndum, að vera frekir til fjörsins. Islenzkur texti er með mynd þessari. Unnur Ólafsdóttir, Brekkugerði 4. Þóra Helgadóttir, Hvammsgerði 3. Þórdís Bára Hannesdóttir, Fossvogsbletti 51. DRENGIR: Eiríkur Jónsson, Hvassaleiti 73. Finnur Torfi Magnússon, Hvassaleiti 22. ívar Guðmundsson, Hvassaleiti 46. Jakob Fenger, Hvassaleiti 67. Framhald á bls. 23. Þvottahúsvaskar Þvottahúsvaskarnir vinsælu komnir aftur. Eigum einnig til úrval af öðrum stálvöskum. Pantanir óskast sóttar strax. BURSTAFELL, byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3 — Sími 38840. Valdimar Sveinbjörnsson FERMINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.