Morgunblaðið - 21.04.1966, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. aprxl 1966.
FRÁ ALÞINGI
Aiþjóðabankinn beitir sér
fyrir samningagerðinni
— RæBa Ólafs Björnssonar á Alþingi
Sli. mánudag var tekið fyrir til
2. umræðu á fund i efri deild
Alþingis stjórnarfrumvarp um
staðfestingu á alþjóðasamningi
um lausn fjárfestingardeilna. Var
um málið skilað þremur nefndar-
álitum og lagði minni hluti alls-
herjarnefndar til að málið yrði
fellt.
Ólafur Björnsson mælti fyrir
áliti meiri hluta allsherjarnefnd-
ar. Gerði framsögumaður m.a. í
ræðu sinni gerðardómsákvæðin
að umtalsefni og
gat um það að á
sínum tíma
hefði Haagdóm-
stóllinn verið
stofnaður til
þess að skera úr
ágreiningsmál-
um milli ríkja
og fyrir fáum
árum hefði einn
ig verið heimilað að skjóta til
hans ágreiningsmálum milli að-
ila í mismunandi ríkjum, þótt
einkaaðilar ættu hlut að máli.
Kringum 1950 hefði svo fyrir
atbeina alþjóðlega verzlunarráðs
ins verið komið á fót alþjóðleg-
um verzlunardómstól, sem einka-
aðilar hefðu getað skotið ágrein-
ingu út af viðskiptum vegna ann
arra ríkja til. Hins vegar hefði
verið vöntun á þvi, að hægt væri
að skjóta ágreiningsmálum til
ríkja og þegna annarra ríkja til
alþjóðlegs dómstóls. Hefði sú
vöntun einkum bitnað á einka-
fjárfestingu erlendis, og væri
það því engin tilviljun, að Al-
þjóðabankinn, sem hefði það
hlutverk að efla alþjóðlega sam-
vinnu á sviði fjárfestingarmála,
hefði beitt sér fyrir því meðal
aðildarríkja sinna, að gerður
yrði sá samningur sem nú lægi
fyrir Alþingi til staðfestingar
með þessu frumvarpL
Framsögumaður kvaðst vilja
mótmæla því er fram hefði kom-
ið hjá stjórnarandstæðingum að
það væri um einsdæmi að ræða,
ef ríki sætti sig við það að skjóta
ágreiningi við erlendan einkaað-
ila til úrskurðar alþjóðlegs dóm-
stóls, og að sú skoðun væri al-
menn meðal þjóða, sem svipuð
menningarviðhorf hefðu og við,
að það væri skerðing á sjálf-
stæði og móðgun við innlenda
dómstóla að ljá máls á slíku. í
fyrsta lagi mætti benda á, að is-
lenzk stjórnarvöld hefðu ekki
verið þessarar skoðunar, og væri
þar nærtækt að vitna í olíusamn-
ing þann, er viðskiptamálaráð-
herra hefði gert að umtalsefni, er
frumvarp þetta kom til fyrstu
umræðu. Sá samningur hefði
verið þannig, að hinn sovézki
dómstóll, sem þar hefði verið
samið xxm að láta úrskurða um
ágreining, skæri ekki einvörð-
ungu úr um ágreining um van-
efndir Rússa, sem íslendingar
kynnu að ásaka þá um, heldur
líka ef Rússar kærðu íslendinga
fyrir vanefnd samningsins. Hér
virtust því um tvímælalaust for-
dæmi að ræða fyrir því, að ís-
lenzka ríkið hefði fallizt á það,
að öll deilumál út af samningi
sem það hefði gert við erlenda
aðila, sem ekki starfaði þar
a.m.k. lagalega séð í umboði rík-
isins, skyldi útkljáð af erlendum
dómstóli.
Ef litið væri á hinn innlenda
vettvang, væri það skoðun sín að
það væri hin mesta firra að
halda því fram, að það væri al-
mennt viðurkennd regla, að ekk-
ert ríki geti af tilliti til sjálf-
stæðis síns og þeirrar virðingar,
sem sýna bæri dómstólum lands-
ins, fallizt á alþjóðlegan gerðar-
dóm í ágreiningsmálum við
einkaaðila. Spyrja mætti hvað
menn segðu t.d. um kola- og
stálsamninginn, sem gerður hefði
verið árið 1952 af þremur ríkj-
um, er síðan stofnuðu Efnahags-
bandalag Evrópu, og svo sjálft
Efnahagsbandalagið þegar það
var stofnað. í báðum þessum til-
vikum hefðu aðildarríkin samið
um það að afsala sér beinlínis
löggjafarvaldinu í þeim efnum,
sem um var samið, fyrst með
kola- og stálsamningnum og síð-
ar Rómarsáttmálanum og fela
það í hendur stofnunar, sem að-
ildarríkin komu 6ameiginlega á
fót. Öll ágreiningsmál í sam-
bandi við samninga þessa skyldi
úrskurða af sameiginlegum yfir-
dómstóli, þannig að dómstólar
hinna einstöku ríkja fengu það
hlutverk eitt að veita atbeina
sinn til þess, að úrskurðum yfir-
dómstólsins yrði framfylgt í hin-
um einstöku ríkjum. Það hefði
staðið til um skeið að Noregur og
Danmörk yrðu aðilar Efnahags-
bandalagsins. Og þó að ekki yrði
af því hefði það ekki verið
vegna þess, að stjórnmálamenn
og lögvitringar í þessum löndum
hefðu talið það almennt ekki
samrýmast stjórnar- og réttar-
farslegu sjálfstæði þessara landa
að gerast aðilar að þessu sam-
komulagi.
Framsögumaður kvaðst t.d.
hafa kynnt sér álit prófessors
Frederiks Kastbergs, kunns
norsks lögfræðins, sem hann
hefði látið norsku ríkisstjórninni
í té, þegar aðild Noregs að efna-
hagsbandalaginu var til um-
ræðu, en niðurstaða hans hefði
verið sú, að slík aðild mundi á
engan hátt skerða sjálfstæði Nor-
egs. Efnahagsbandalagið og
skuldbindingar aðildarríkjanna
gagnvart því skyldu þó vera ó-
uppsegjanlegar. Það væri því
þess vert að bera saman afstöðu
þá sem fram hefði komið í þess-
um ríkjum í sambandi við aðild
að efnahagsbandalaginu við hin-
ar fáránlegu fullyrðingar stjórn-
arandstæðinga nú um þá skerð-
ingu á sjálfstæði fslands, sem
hin tímabundnu gerðardóms-
ákvæði álsamningsins ættu að
þeirra dómi að hafa í för með
sér. —
• •• r
Onnur þingmál
í gær kom til umræðu fyrir-
spurn frá Matthíasi Bjarnasyni
og Gísla Guðmundssyni um
hlustunarskilyrði útvarps. Mælti
Matthías fyrir tillögunni, sem er
á þessa leið: 1. Hefur endanleg
ákvörðun verið tekin um, með
hvaða hætti ríkisútvarpið ætlar
að bæta hlustunarskilyrði á
þeim stöðum á landinu, sem búa
við sífelldar útvarpstruflanir? 2.
Eif svo er, hvenær hefjast fram-
kvæmdir og hvenær er áætlað
að þeim verði lokið?
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra, svaraði fyrirspurninni
og sagði að láta mundi nærri að
91% þjóðarinnar hefði góð út-
varpshlustunarskilyrði, 5% hefðu
nokkuð breytileg skilyrði og um
4% yfirleitt slæm. Hlustendur
sættu sig misjafnlega við slæm
hlustunarskilyrði og hefði mest
verið kvartað í Skagafirði, en
þar hefði skilyrði versnað til
muna með tilkomu Eiðastöðvar-
iimar. Næsta sumar yrði unnið
að því að gera bráðabirgðaráð-
stafanir sem að gætu orðið til
bóta.
SigTirður Ingimundarsson (A)
mælti fyrir nefndaráliti um þings
ályktunartillöguna um 18 ára
kosningaaldur, en nefndin mælir
með samþykkt frumvarpsins
með nokkrum breytingum. At-
kvæðagreiðslu um málið var
frestað.
1 fyrradag mælti Jóhann Haf-
stein dómsmálaráðh. fyrir frum-
varpinu um hægri handar um-
ferð í efri-deild, en það mál hef-
ur hlotið afgreiðslu neðri deild-
ar. Auk ráðherra tóku til máls
þeir Alfreð Gíslason (K) og
Ólafur Jóhannesson (F), en að
þvi búnu var málinu vísað til
3. umræðu.
Gylfi Þ. Gíslason mælti fyrir
tveimur stjómarfrumvörpum í
efri-deild. Voru þau um stofn-
lánadeild verzlunarfyrirtækja og
Verðtryggingu fjórskuldibind-
inga, Um síðarnefnda málið tók
einnig til máls Alfreð Gíslason
(K), Var báðum málunum vís-
að til 2. umræðu-
í neðri-deild var greitt, at-
kvæði um frumvarpið um al-
mennan frídag 1. maí og var því
vísað til 2. umræðu og heil-
brigðis- og félagsmálanefndar.
Greitt var einnig atkvæði um
frumvörpin um meðferð opin-
berra mála og eignamám lands
í Flatey. Var þessum málum
vísað til 3. umræðu.
í neðri-deild mælti Matthías
Bjarnason fyrir nefndaráliti alls
herjarnefndar um frumvarp um
breytingu á lögum um lögheim-
ili. Var frumvarpinu síðan vísað
til 3. umræðu.
Þá var einnig afgreitt til 3.
umræðu frumvarpinu um fólks-
flutninga með bifreiðum. Ragn-
ar Arnalds (K) mælti fyrir áliti
minni hluta áliti nefndarinnar og
einnig fyrir breytingartillögum
er hann flutti. Sigurður Bjama-
son framsögumaður meiri hluta
hafði áður flutt ræðu sína. Við
atkvæðagreiðslu voru tillögur
Ragnars felldar.
Atvinnujöfnunarsjóður
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
mælti fyrir nefndaráliti meiri
hluta fjárhagsnefndar. Gerði
Þorvaldur einnig grein fyrir
breytingartillögum er nefndin
flytur. Miðar fyrri breytingax-
Framhald á bls. 25
Kosið í Hus-
næðismálastjórn
Á fundi í Sameinuðu-Alþingi
í gær fór fram kosning fimm
manna og jafnmargra varamanna
í hiúsnæðismálastjórn, allra til
fjögurra ára, frá 4. apríl 1966 að
telja til jafnlengdar árið 1970.
í aðalstjórn vom kosnir þeir
Ragnar Lárusson forstjóri, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson,
Óskar Hallgrímsson, Hannes
Pálsson og Guðmundur Vigfús-
son. í varastjóm voru kosnir
Árni Grétar Finnsson, Gunnar
Helgason, Sigurður Guðmunds-
son, Þráinn Valdimarsson og Sig
urður Sigmundsson.
Gluggaþjónustan Hátúni 11
SÍMI 12880.
Hamraða glerið er komið.
Höfum allar þykktir af ruðuglerL
Pantið tvöfalda glerið tímanlega.
Sendum hvert á land sem er.
GLUGGAÞJÓNUSTAN
Hátúni 27 — Sími 12880.
Lax og silungsveiði í Ölfusá
fyrir landi Sandvíkurtorfunnar er til leigu næstu
veiðitímabil. Tilboðum sé skilað fyrir 20. maí n.k.
til Lýðs Guðmundssonar Litlu-Sandvík sem veitir
allar nánari upplýsingar.
Skrifstofustúlka oskast
Hátt kaup. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun,
heimilisföng og símanúmer sendist afgr. Mbl.
merktar: „Skrifstofustúlka — 9132“.
Leigjendur matjurtagarða
í Reykjavík eru minntir á að greiða leigugjaldið
fyrir 1. maí n.k.
GARÐYRKJUSTJÓRI.
HÖSEIGENDUR!
Átta erlenda stúdenta
sem koma hingað til lands í sumar á vegum Félags
viðskiptafræðinema við Háskóla íslands vantar her-
bergi eða íbúð, búin húsgögnum í Reykjavík á tíma-
bilinu júlí — ágúst.
Tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa laus herbergi
yfir sumarmánuðina, sökum brottfarar skólafólks úr
bænum.
Upplýsingar í síma 1-87-92 á föstudagskvöld eftir
kl. 8 og 2-18-62 á laugardag milli kl. 13 og 16.
Félag viðskiptafræðinema.
STARFSFOLK OSKAST
Garnastöð Sf.Sl.
Duglegur maður eða piltur óskast til starfa við vél-
hreinsun á görnum. Starfið felur í sér góða framtíð
armöguleika fyrir áhugasaman og ábyggilegan
mann.
Viljum ráða nokkrar stúlkur til starfa á sama stað.
Karlmaður
óskast til ýmissa starfa í húsakynnum okkar að
Skúlagötu 20. Til greina kæmi áreiðanlegur og
reglusamur, ungur maður eða piltur, sem vildi
tryggja sér framtíðaratvinnu.
Reykhús og salthús
Viljum ráða mann til ýmissa starfa í salt- og reyk-
hús okkar að Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suðurlands
Skúlagötu 20.