Morgunblaðið - 21.04.1966, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.04.1966, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐÍÐ 23 ] Fimmíuctagur 21 apríl 1966 Fræðsluþáttur Garðyrkjufélags íslands: Matjurtafræ og sáning þess í HVERJU fullþroska fræi er vísir að nýrri jurt. Til þess að fræið spíri þarf nægilegt vatn, ákveðið hitastig og loft. Ekk- ert þessara skilyrða má vanta. Sé garðmoldin ekki nógu rök Igetur fræið ekki spírað. Þess végna er sáð þegar útlit er fyr- ir regn, eða vökvað á eftir sán- ingu. Vatnið mýkir fræskurnina, síast síðan inn í fræið, sem þá tekur að þrútna og spíra. Hver frætegund hefur sitt lágmarks- og hámarks hitastig til spírun- ar. Hæfilegur jarðvegshiti eyk- ur efnabreytingu í fræinu og flýtir fyrir spírun og vexti Ihinnar ungu jurtar. Fræið þarf súrefni til öndunar eins og all- ar lifandi verur. Öndun er mjög ör í spírandi fræi, því að allar frumur þess eru þá 'í örum vexti. Öll garðvinnsla verður að fara fram á réttum tíma. Vel unnin garðmold þarf að vera laus og fínmulin svo að sáning takist sem bezt. Margt hefur áhrif á sáðtímann á vorin, einkum veð- urfarið, sem er mjög breytilegt Ibæði eftir landshlutum og ár- ferði. Lega garðsins, hæð yfir sjó, jarðvegstegund o.fL kem- ur einnig til greina. Sandjörð er fyrr hæf til sáningar en leir- og moldjörð. Sáð skal að jafn- aði eins snemma og tíð leyfir. Klaki þarf að vera farinn að imestu úr garðinum og garðmold- in tekin að hlýna og þorna. (Gulrótum er þó oft sáð fyrr en — Alk>ingi Framhald af bls. 8 tillagan að því að stjórn atvinnu jöfnunarsjóð sé heimilt að láta á kostnað sjóðsins gera athug- anir á fjárhagslegum og tækni- legum rekstrargrundvelli atvinnu fyrirtækja, er sækja um lán eða styrki úr sjóðnum. Hin tillagan fjallar um að stjórn sjóðsins láti gera áætlanir og undinbúa lána- ákvaranir með aðstoð Efnahags- stofnunarinnar. Skuli láta fram fara skipulagðar rannsóknir á atvinnuástandi, samgöngum og menningarmálum einstakra byggðarlaga og landshluta. Á þessum rannsóknum skuli reisa áætlanir um framkvæmdir, er að dómi sjóðsstjórnar beri helzt að styrkja með lónveitingum eða Styrkjum. Áætlanir þessar skulu jafnan gerðar í samráði við hlut- aðeigandi sýslunefndir, bæjar- stjórnir og hreppsnefndir og aðra aðila, er sérstaka hagsmuna hafa að gæta í þessu efni. Framsögumaður sagði, að með frumvaipi þessu væri stigið stórt spor í baráttunni um að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Það sem staðið hefði fyrir þrifum í þessari baráttu hefði verið skort ur á samstilltu átaki, svo og skortur á fjármagni. Frumvarp þetta gerði ráð fyrir því að fjár veitingar til þessarra ' aðgerða yrðu nú margfaldar. Björn Jónsson (K) mælti fyrir éiliti 1. minni hluta fjárhagsnefnd ar svo og breytingum er hann flytur við frumvarpið. Einnig mælti Karl Kristjánsson (F) fyrir áliti Z. minni hluta fjár- hagsnefndar og þreytingartillög- um er framsóknarmenn flytja við frumvarpið. Einnig tók til xnáls Magnús Jónsson fjármála- xáðherra. Á síðdegisfundi í neðri-deild var frumvarpið um umferð opin berra mála afgreitt sem lög frá Aliþingi og frumvörpunum um eignarnám lands í Flatey og um lögheimili var viisað til efri- deildar. A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, er langtum ódýrara að augiýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. svo er orðið). Of þurr, eða of blaut og köld mold tefur spír- un fræsins. Hentugt er að sá fljótt eftir að garðvinnslu er lokið, áður en illgresi fer að spíra og vaxa. Nytjajurtirnar þurfa að verða á undan illgres- inu. Ætti að sá til fljótvöxnustu tegundanna með nokkurra daga millibili. Með því er hægt að sjá svo um að uppskerutíminn leng- ist og nýtt grænmeti lengur til en ella. Er það hentugt bæði fyr- ir heimaneyzlu og sölu. Þær matjurtir, sem þannig koma til greina eru: næpur ,hreðkur, blaðsalat, spínat, karsi og stein- selja. Eigi er hægt að gefa ákveðn- ar reglur um sáðdýpt fræja, en hafa má í huga að þrisvar sinn- um þykkt fræsins er hæfileg sáð- dýpt að jafnaði. Stórum fræj- um er sáð dýpra en smáum. — Karsafræjum og öðru mjög smáu fræi er aðeins þrýst niður í yfirborð moldarinnar. Dýpra er §áð í sandgarða heldur en í leir eða moldarjörð. Hægt er að flýta spírun fræja með því að leggja þau í bleyti á hlýjan stað. Ekki er vert að láta fræið liggja í vatni. Betra er að halda því röku t.d. í rökum klút eða filterpappír, þar til frærótin sést. Síðan er fræið látið þorna, en ekki um of, og því sáð. Sé sáð seint til gulróta er sjálfsagt að bleyta fræið. Matjurtafræi er annað hvort dreifsáð eða raðsáð. Dreifsáning er það kallað þegar fræinu er dreift jafnað yfir sáðbeðið og síðan rakað yfir og þjappað var- lega niður í moldinu með garð- hrífu. Þessi aðferð er aðeins not- uð við ræktun smávaxinna fljót- þroska matjurta, sem eiga að standa þétt. Dreifsáning er fljót- leg, en hefur þann ókost að eyð- ing illgresis verður að gerast með höndunum og hlýtur að verða seinleg og dýr. Raðsán- iing er það kallað þegar fræinu er sáð í beinar raðir með hönd- unum, sáðhjóli eða sáðvél. Fjar- lægð milli raða fer eftir tegund- um matjurtanna og getur verið 40 eða 50 eða 60 cm. Sá kostur fylgir raðsáningú, að hægt er að nota handverkfæri eða vélar við arfahreinsunina, en þá verð- ur hún miklu ódýrari og auðveld ari en ella. Markað er fyrir röð- unum í moldinni með snúru eða merkihrífu. Á handsáðvélum er sérstakur markari áfastur, sem strikar fyrir röðunum um leið og vélinni er ýtt áfram. Fræinu er síðan sáð með höndunum og þjappað vel yfir á eftir. Fræin eru tekin milli fingranna og sáð hæfilega þétt, einu og einu í röðina. Einnig má sá úr smádós, sem V-lagað skarð er skorið í. Nota má líka flösku, fræpoka eða öskju. Merkihrífan er þann- ig notuð, að hún er dregin eftir garðinum og markað þá fyrir röðunum. Fræinu er síðan sáð í raðirnar. Sáðhjólið er með holu skafti, sem er frægeymir. Þegar TRÚIN á möguleikana og mátt- inn, sem býr í íslenzkum stór- fljótum, er nú orðin meira en draumur einn. Framsýn og stórhuga ríkis- stjórn áformar nú tröllauknar framkvæmdir við Þjórsá, sem marka munu þ^ttaskil í atvinnu háttum og tryggja framtíðarhag þjóðarinnar. Stórhugurinn og trúin á land ið okkar, sem hér hefur fengið framrás og fundið sér verkefni, eru að nokkru arfur frá þeim, sem reynzt hefur mestur sjáandi af öllum sonum Islands fram á þennan dag, skáldið Einar Bene- diktsson. Og nú, þegar framunan er einn mesti yndisauki íslendinga, ilmandi vorþeyr um hlýja og bjarta sumardaga, leitar hugur margra efalaust á þær slóðir, sem þessi fyrirhuguðu mann- hjólinu er ýtt áfram fellur fræið úr skaftinu niður í smá rauf á því og síðan í moldina. Stilla verður raufina eftir stærð fræs- ins. Handsáðvélin markar fyrir röðinni, sáir og þjappar moldinni yfir fræin. Vélin er stillt þannig að fræið falli með ákveðnu milli- bili. Vaxtarrými matjurta verður að miðast við þau verkfæri sem notuð eru við eyðingu illgresis og aðra umhirðu garðsins. Minna bil má vera milli raða þegar handverkfæri eru notuð, heldur en þegar vélaverkfæri eru not- uð. Fjarlægð milli jurta í röðinni ákveðst af vaxtarrými hverrar tegundar. Flatarmál lítilla garða mótast bezt þegar sáð er af vaxt- arrými hverrar tegundar. Flatar- mál lítilla garða notast bezt þeg- ar sáð er til þeirra tegunda mat- jurta, sem þurfa líkt vaxtarrými í sömu röð eða í samliggjandi raðir. Beinar raðir með jöfnu millibili bera vott um vand- virkni. Það er fallegra og bætir aðstöðu garðyrkjumannsins við eyðingu illgresis og varnir gegn jurtasjúkdómum. Frá þeim tíma, er sáning fer fram og þar til jurtirnar koma upp líða nokkrir dagar. Stöku virki skulu reist. Því einn stór- brotnasti og fegprsti staður ís- lands er Þjórsárdalur, og óvíða er meira víðsýni eða meiri and- stæður gróðurs og auðnar, sem kalla á hugvit og styrka hönd að nota aflið í Þjórsá til að af- má stóru syndirnar hennar Heklu. Seimilega er engin sveit á fs- landi, sem vekur í huga ferða- mannsins jafn harmsáran trega og Þjórsárdalurinn, þessi fagra og kjarngróðursmesta sveit sögu aldarinnar, sem ól einn hraust- asta son íslands, er að mestu orðin ein vikurauðn 1341 af völd um Heklugosa. Tveir bæir eru þó enn fremst í dalnum, og gróskumikill gróður þar gerir auðnina innar í dalnum enn sár- arþ og fáir munu ósnortnir það- an aftur koma. Og þá ekki sázt þegar ekið er um vikursléttuna sinnum getur verið nauðsynlegt að losa varlega yfirborð mold- airnnar til að flýta fyrir upp- komu jurtanna, einkum ef rign- ingar hafa gengið og hörð skorpa myndast á yfirborði mold arinnar. Oftast standa nýupp- komnu jurtirnar þéttari en æski- legt er til frambúðar, Verður >á að nema sumar á brott, þ.e. grisja jurtirnar. Grisjun ætti að framkvæma tvisvar. Fyrst 7—10 dögum eftir að jurtirnar eru komnar upp, en í síðara sinni þegar 1—2 laufblöð hafa mynd- azt. Flugbeitt arfaskafa er notuð til að grisja með þar sem hægt er að koma henni við, ella hend- urnar. Grisjun er framkvæmd þannig að maður gengur í göt- unni með fram jurtaröðinni og heggur með arfasköfunni burt allar aukajurtir og þær, sem veiklulegar eru og vanþroska, en skilur eftir þær heilbrigð- ustu og þroskamestu með hæfi- legu millibili. Vaxtarrýmið fer eftir tegundum. Gæta skal þess að hreyfa sem minnst við þeim jurtum, sem eiga að standa eftir. Gott er að þjappa moldinni að rótum þeirra svo að þær þorni ekki né visni. Einar I. Siggeirsson. miklu milli Þjórsár og Búrfells niður að Tröllkonuhlaupi. Ann- arsvegar þessi algjöra auðn, en hinsvegar jötunafl árinnar með alla sina möguleika. Þá vakna margar hugsanir hjá íslendingi sem trúir á landið sitt og ann þjóð sinni og fósturjörð. Hvergi er afl Þjórsár jafn áhrifamikið og við Tröllkonu- hlaup: Þar sá ég straumiþungans ógnarafl, . brjótast og byltast í stórfljótsins beljandi röst. Ég lokaði augum og þá sá ég sýn: Fólkið í dalnum var komið til mín: „Lát gullið í Þjórsá græða á ný, þá verður vornóttin aft- ur björt og hlý.“ Bíllinn flautaði, ég gekk af stað, en gleymi aldrei hvers fólkið bað. Gleðilegt sumar! Friðfinnur V. Stefánsson. JAMES BOND ..þf. James Bond IY 1AH FIEMINS DRAWING BY JOHN McLUSKY |Aá Á CUESS PLA'ÆB.CCMUáOeV/QkM? MDU.COMPAPE KLONSTEEW.IOU WILL DCVISS A SUBTLS SCWEMS “ ÍIIL TWS MAM Eftir IAN FLEMING Sem skákmaður munuð þér félagi Kionsteen leggja fram fína áætlun um morð á manni þessum, Bond, þannig að orðstír hans deyi með honum ....„ Og þér, félagi Rósa, munuð sjá svo um, að morðinginn Grant fái fyllstu upplýs- ingar. Seinna. ... Félagi hershöfðingi. Ég hef J Ú M B Ö —* lagt fram áætlunina, sem þér báðuð un — til þess að hún heppnist þarfnast é) stúlku, sem verður að vera áreiðanleg <n einnig mjög fögur. Teiknarú J. M O R A Næsta morgun renndi skipið eftir renni- sléttum sjónum inn í höfnina í San Colon, sem var friðsæll bær með friðsæla íbúa. Skipstjórinn og Júmbó stóðu í brúnni, og þeir hugsuðu báðir með sér ,hvað það væri yndislegt að vera loksins kominn að landi aftur, og að geta losnað við glæpa- mennina. — Jæja, sagði skipstjórinn, minnugur þess að hann hafði skrökvað því að Júm- bó, að kolabirgðir skipsins væru á þrot- um, — nú getum við fyllt kolageymsluna aftur og haldið ferðinni áfram. — Já, svaraði Júmbó, mér finnst það stórkost- legt að vera loksins kominn til siðmenn- ingarinnar aftur. Og svo lika það að nú fara skipbrotsmenninrir hérna af, og valda okkur ekki meiri áhyggjum. Við Tröllkonuhlaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.