Morgunblaðið - 06.05.1966, Page 5
jrostuaagur 6. mai 1966
MORGUNBLADID
5
ukin vinnsla landbúnaðarvara marg-
faldar ú tf I u tn i ngsver ð mæti þeirra
•62 prs. údýriirl raforka fyrsf u árin vegna
BúrfeBlsvirkjunar og álbræðslu
Ræöa Ingólís Jónssonai, landbúnaðar-
róðherra
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR
hasa málstað sínum við þessar
eldhúsdagsumræður á sama hátt
og áður við svipuð tækiíæri.
Rcynt er að vilia um fyrir fólki
og telja því trú um að ríkisstjórn
in og sú stefna sem hún hefur
mótað leiði til vandræða, spilli
þjóðarhag og skapi almenningi lé
lcga lífsafkomu. Við þessar um-
ræður hafa sumir stjórnarand-
sfæðingar skotið svo langt frá
markinu með öfgafullum mál-
flutningi að flestir vita að þeir
fara með ósatt mál. Þannig verða
menn áhrifalausir á málþingum.
Umræður um stjórnmól eru
nauðsynlegar og sjálfsagðar í
lýðfrjálsu landi. Blöðin sem eru
útbreidd hérlendis hafa mikii-
vægu hlutverki að gegna sem
fréttablöð og vettvangur til upp
lýsinga um þjóðmálin. Þegar
rangt er farið með málefni og
staðreyndum snúið við eins og
oft vill verða, þegar mál eru sótt
og varin meira af kappi en for-
sjá, þá reynir á dómgreind al-
mennings, til þess að það rétta
fái að njóta sín.
Lifsbaráttan hefir verið hörð í
þessu landi, sérstaklega meðan
þjóðin hafði hvorki getu eða
þekkingu til þess að nýta gæði
landsins og fiskimiðin. Þetta hef
ir breytzt á síðari tímum. „Vís-
indin efla aila dáð“. Þekking er
það afl sem gerir þjóðunum
mögulegt að hagnýta þær auð-
lindir sem fyrir hendi eru. Við
íslendingar höfum á skömmum
tíma tileinkað okkur tæknifram-
farir, uppbyggingu og fram-
leiðslu sem byggð er á þekkingu
og reynslu. Eigi að síður á þjóð
ih eftir að læra margt á sviði
framfara, sem opnar ný svið,
nýja möguleika til þess að hag-
nýta þau verðmæti, sem þjóðin
hefir m.a. með því að fullvinna
hráefnin, nýta orkuna sem
geyrnd er í falivötnunum og jarð
gufunni. í krafti þekkingar og
reynslu mun jarðargróður stór-
aukast. Ár og stöðuvötn verða
fyiit með siiungi og laxi og verð
mæti sjávaraflans mun margfald
ast með því að hagnýta hann 6
fullkominn hátt. Við íslendingar
höfum margskonar möguleika til
aukinnar verðmætaöflunar.
Lög um verðlagningu búvöru
endurbætt
Vegna löggjafar sem við kem-
ur landbúnaðinum hefir tekizt að
auka ræktunina og tryggja þeim
sem landbúnað stunda lánsfé til
framkvæmda í sveitunum. Lög-
gjöfin gengur út frá að bændur
búi við ekki lakari kjör en aðrar
stéttir. Á því þingi sem nú er að
ijúka hafa lög um verðlagningu
buvöru verið endurbætt og þann
ig gehgið frá málum að einn aðili
getur ekki gert lögin óvirk eins
og átti sér stað síðastliðið haust.
Nú verður eðlileg vinna bónd-
ans, konu hans, skylduliðs og
hjúa viðurkennd við útreikning
verðlagsins. Er eðlilegra að bú-
vöruverðið miðist við aila fram-
lagða vinnu við búið og rekstrar
gjöld, heldur en miðað sé að
einhverju leyti við ákvæðisvinnu
og aflahlut sjómanna, sem er á-
vallt breytilegur.
í gróðurmoldinni er mikill fjár
sjóður. Landið er stórt. Um 4
milljónir ha. getur orðið gróið
iand á nokkrum áratugum.
Láta mun nærri að túnræktin
nemi 90 þús. hekturum. Er það
um 3% af því landi sem talist
getur gott til ræktunar en innan
við 2% þess landssvæðis sem
mætti græða upp með venjuieg-
um hætti. Með vísindblegri rækt-
un plantna, réttri meðferð jarð-
vegsins við ræktun má örugg-
lega auka mikið uppskeru og
jarðargróður. Með tilraunum á
þessu sviði hefir mikið áunnist.
En með áframhaldandi tilraun-
um mun þó vinnast miklu meira.
Þannig getur framleiðslukostn-
aður búvöru iækkað til muna
þegar tímar líða vegna ræktunar
og hagræðingar í búrekstri. Fram
leiðsla landbúnaðarins hefir mik
il vaxtarskilyrði. Er gott til þess
að vita þar sem fólkinu fjölgar
ört i landinu og matvælaskortur
er viða um heim.
1 því sambandi að fagna þeirri
yfirlýsingu hæstvirts sjávarút-
vegsmálaráðherra í síðustu viku
um að ríkisstjórnin muni leggja
ný og endurskoðúð hafnarlög fyr
ir næsta reglulegt Alþingi.
Framtíðin skiptir meginmáli
Við getum deilt um það, sem
gerzt befur á þessu þingi eins og
annað sem gerist í fortið og nú-
tíð. En framtíðin skiptir megin-
máli. Þeir sem nú eru miðaidra
eða eldri verða að gera sér Ijóst
að ný kynslóð er vaxin til mann-
dóms og þroska á íslandi, kyn-
slóð, sem er hraustari, mennt-
aðri og glæsilegri en nokkur önn
ur kynsióð sem þetta land hefur
byggt. Þessi kynslóð hefur tækn-
ina, vísindin og þekkinguna að
vopni. Með henni er hún reiðu-
'búin til þess að vinna mikil af-
rek í þágu íslands og ört vax-
andi þjóðar þess. Það er hlut-
verk þei.rra, sem þjóðin hefur
valið tii forustu á þessum miklu
umbrotatímum, að búa sem bezt
1 haginn fyrir æskuna, skapa
henni sem bezta aðstöðu til þess
»ð njóta þeirra hæfiieika, sem
búa i huga hennar og hendi.
Meiri vinnslu úr iandbúnaðar-
vörum
Landbúnaðurinn verður alltaf
einn aðaiatvinnuvegur þjóðar-
innar. Landbúnaðurinn mun gera
meira en að framieiða matvæli
fyrir íslenzka neytendur, þar sem
búvörurnar eru úrvals hráefni.
Með því að nýta framleiðsluna
getur þjóðin fengið miklar gjald
eyristekjur og veitt miklum
fjölda atvinnu við vinnslu vörunn
ar. í stað þess að flytja ullina
út óunna mætti margfalda út-
flutningsverðmætið með því að
vinna úr henni í landinu. Miklar
líkur eru til að tilraunir sem
unnið er að með hagnýtingu ull
arinnar geti aukið gæði hennar
þannig að vinna megi úr íslenzku
ullinni vörur sem hún var áður
talin ónothæf í. Gærurnar eru
fluttar úr landi að mestu óunn-
ar. Aðrar þjóðir vinna úr is-
lenzkum gærum dýrar tízkuvör-
ur svo sem pelsa o. fl. sem eru
eftirsóttar á heimsmarkaðinum.
Hingað til iands þarf að fá fær
ustu sérfræðinga til þess að vinna
úr íslenzkum hráefnum þar á
meðal gærum og öðrum skinn-
um, sem eru eftirsótt hráefni til
Ingólfur Jónsson.
iðnaðar.
Hér á landi ætti að sauma
pelsa og fleiri tízkuvörur úr
okkar ágætu gærum og skjólföt
úr öðrum skinnum, sem eru eftir
sótt í hinum kaldari löndum.
Með því að auka verðmæti
skinna og ullar og nýta allt sem
verðmæli getur orðið af slátur-
gripum, batnar aðstaðan til sölu
á kjöti íyrir erlendan markað.
Með ræktun og uppgræðslu má
margfalda sauðf járstofninn. —
Sauðfjárræktin verður arðsamleg
fyrir bændur og þjóðarbúið.
Bandaríkin eru sennilega
lengst komin í að hagnýta allt
sem að verðmæti má verða á
sláturgripum. Hér á landi er mikl
um verðmætum kastað árlega í
sláturhúsunum. Meðferð á kjöti
og sala á því úr landi á eftir að
breytast í samræmi við fyllstu
kröfur neytenda. Er vissulega
ástæða til bjartsýni í því efni.
Það er ekki rétt að gera mikið
úr offramleiðslu í iandbúnaði
þótt mjólkurframleiðslan hafi
um sinn orðið meiri en fyrir inn
lenda markaðinn, það þarf ekki
lengi að hafa áhyggjur af því.
Með fiskirækt í ám og stöðu-
vötnum kemur ný atvinnugrein
sem færir i þjóðarbúið miklar
tekjur. Það tekur nokkurn tíma
að vinna upp fiskiræktina en það
mun eigi að siður takast og er
nú að vakna almennur áhugi og
skilningur fyrir þessu þýðingar-
mikla máli.
Sjávaraflinn hefir gefið þjóð-
inni mestar gjaldeyristekjur.
Landgrunnið allt á að verða fyrir
íslendinga eina. Jafnvel þótt afla
magnið vaxi ekki á miðunum get
ur verðmæti aflans aukizt mjög
mikið. Það hefir margt verið gert
til þess að hagnýta aflann í sam-
ræmi við kröfur kaupendanna.
Því verður þó ekki neitað að mik
ið af aflanum er flutt úr landi,
sem hráefni til vinnslu. Hér á
landi er t.d. engin lýsisherzlu-
stöð. Hagnýting hráefnis í full-
unna vöru og sala vörunnar í iþví
formi krefst mikillar vinnu og
þekkingar. Það mun taka talsverð
an tíma að ná því marki sem
keppa verður að. Þótt iðnaðurinn
sé ungur að árum hér á landi má
segja að þjóðin eigi góðan vísi
að iðnaði, sem byggist á innflutt
um hráefnum.
Ódýr orka
Allur iðnaður þarf orku og
helzt þarf hún að vera ódýr. Svo
heppilega vill til að íslendingar
hafa dýrmætan aflgjafa sem eru
fossarnir og jarðgufan. í land-
inu hefur verið virkjað aðeins
2% af því vatnsafli, sem telja
má hagkvæmt til virkjunar. Þeg
ar virkjuð eru við Búrfell 210
þúsund kw. hefur 6% af þeirri
vatnsorku, sem hagkvæm er til
virkjunar verið beizlað. Auk þess
er jarðgufan geysimikill orku-
gjafi sem einnig er hagkvæmt að
virkja. Sú orka hefur ekki verið
mæld. Með því að virkja við Búr
fell á hagkvæmasta hátt verður
virkjunarkostnaður mjög ódýr.
Virkjunarkostnaður við Sog mið
að við nútíma verðlag næmi um
20 aurum á kw.st. en við Búrfell
tæplega 10 aurum. Með því að
virkja við Búrfell með þessum
hætti og selja til Álverksmiðj-
unnar raforku verður rafmagns-
verð fyrir almenna notkun 62%
ódýrara fyrstu árin heldur en
yrði ef virkjúnin væri minni. Það
verkur furðu manna að stjórnar
andstæðingar skuli vilja skatt-
leggja almenning í landinu með
því að leggjast gegn því að virkj
að verði á hagkvæman hátt. Á 25
árum fær þjóðin í hagnað við að
selja rafmagn til Álbræðslunnar
862 millj. króna, auk skatta og
annarra tekna sem af verksmiðj-
unni fæst. Stjórnarandstæðingar
hafa snúizt gegn stórvirkjun í
Þjórsá og álbræðslunni á tilbún-
um forsendum. Sumir vitna til
þjóðarmetnaðar og halda því jafn
vel fram, að samningar við sviss
neska félagið séu niðurlægjandi
fyrir þjóðiná og hættulegir sjálf-
stæði hennar. Til slíkra raka hef
ur áður verið gripið hér á landi
þegar nýjungar og stórfram-
kvæmdir hafa verið í undirbún-
ingi.
Við Mývatn verður byggð ktsil
gúrverksmiðja. Mun sú verk-
smiðja veita talsverða atvinnu
og færa þjóðinni nokkra mill-
jónatugi árlega í erlendum gjald
eyri. Á 20 árum mun verða notuð
um 4% af þeirri botnleðju sem er
í Mývatni. Ágreiningur hefir
einnig verið á Alþingi og utan
þings um þessar framkvæmdir.
Þegar Álverksmiðjan og Kísil
gúrverksmiðjan eru komnar í
rekstur 1969 má reikna með að
um 400 manns vinni í þessum
verksmiðjum.
Stóriðjan í þessu formi getur
því ekki talist stór atvinnugrein
hérlendis. Hún verður ekki
hættulegur keppinautur um
vinnuaflið nú eða í framtiðinni.
En þess konar stóriðja geri’
mikið gagn, þótt það verði enn
þýðingarmeira í framtíðinni að
efla margskonar smáiðnað. Sé
rétt á haldið getur slíkur iðnaður
aukið þjóðartekjurnar, sparað
gjaldeyrir og veitt mikla at-
vinnu í ört vaxandi þjóðfélagL
Ferðamannaland
Aðrar þjóðir hafa mikiar tekj-
ur af ferðamönnum. ísland mun
verða ferðamannaland. Erlendir
ferðamenn eyða gjaldeyri í land
inu.- Móttaka ferðamanna og fyr-
irgreiðsla við þá eykur þjóðar-
tekjurnar. 1955 komu 9.107 er-
lendir ferðamenn hingað til
lands. 1960 12.806 og 1965 28.879
ferðamenn. Það stefnir í rétta
átt í þessum málum.
Við Sjálfstæðismenn vinnum
að því að efla framkvæmdir. Við
gerum okkur grein fyrir því að
lifskjörin geta ekki verið góð til
lengdar nema atvinnuvegirnir
starfi og framleiðslan megi vaxa
að magni og verðmæti.
Ég hefi drepið á nokkur atriði
sem mikilvægt er að verði fram-
kvæmd. Ég hefi bent á hina
mörgu möguleika sem þjóðin hef
ir til þess að tryggja efnahaginn
og auka framleiðsluna.
Stjórnarandstæðingar segja að
flest fari illa úr hendi hjá núver
andi ríkisstjórn. Að sjálfsögðu ‘
mætti margt betur lara og stend
ur til bóta. Nauðsyn ber til að al-
menningur fari í eigin barm og
líti hlutlaust á málefni þau sem
um er rætt. Verður þá ljóst að
síðustu ár er mesti framfara og
uppbyggingartími þessarar þjóð-
ar undir forystu núverandi ríkis
stjórnar.'
Með tekjuhæstu
þjóðum Evrópu
Það er nauðsynlegt vegna fram
tíðar þjóðarinnar og velgengni,
að staðreyndirnar verði dregnar
fram og þjóðin dragi réttar álykt
anir. Gerir hún það ekki gæti svo
farið að hún fengi aftur úrræða-
lausa ríkisstjórn líka þeirri sem
var við völd árin 1956—1958 og
kölluð hefir verið vinstri stjórn-
in. Það var þá sem þjóðin var
að glata efnalegu sjálfstæði. —
Skuldirnar söfnuðust erlendis,
gjaldeyrisskortur og vöruleysi
skapaði áhyggjur og erfiðleika.
Atvinnuvegirnir voru að stöðv-
ast í árslok 1958. Dýrtíðaraidan
var skollin yfir eins og þáver-
andi forsætisráðherra sagði og
ríkisstjórnin hafði engin ráð við
vandanum. Vanda getur oft bor
ið að höndum og reynir þá á
hvernig við því er brugðist. Á
rúmlega 7 árum hefir mikil breyt
ing orðið á högum þjóðarinnar.
Út á við nýtur hún trausts. f stað
skulda hefur safnazt gjaldeyris-
varasjóður. Atvinnuvegirnir hafa
verið efidir og framleiðslan stór
aukizt. Atvinna hefir aldrei ver-
ið jafn mikil og tekjur manna
eru jafnari og meiri en nokliru
sinni fyrr.
íslendingar eru með tekju-
hæstu þjóðum Evrópu. Það hefði
þótt ótrúlegt fyrir fáum árum.
Þetta er árangur af uppbyggingu
atvinnuveganna undir forystu rik
isstjórnarinnar.
Við Sjálfstæðismenn munum
beita okkur fyrir því að upp-
bygging og framfarir haldi áfram
svo þjóðarhagur megi fara batn-
andi. Það er vissulega gott til
þess að vita að framundan eru
ótal viðfangsefni, sem vinna ber
að og til heilla hórfa.
Framfaramálin komast í fram-
kvæmd ef stefna okkar Sjálf-
stæðismanna verður ráðandi.
Kdpavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda
heidur basar sunnud. 8. maí n.
k., kl. 3 s.d. í Sjálfstæðishúsinu
Kópavogi. Þeir, sem vilja
styrkja basarinn, hafi samband
við Guðrúnu Gísiadóttur, Alf-
hólsv. 43. Kópav., sími: 40167 og
Sigríði Gísladóttur, KópavO'gs-
braut 45, Kópav., sími: 41286.
Sjálfboðaliðar
Sjálfstæðisflokkinn - vantar
fjölda sjálfboðaliða við skriftir í
dag o" næstu daga. Þeir sem
vilja leggja til Jiðs sitt hringi
í síma 22719 — 17100 eða komi
á kosningaskrifstofu Sjálfstæð-
isflokksins Hafnarstræti 19 3.
hæð. (Hús HEMCO).
ATHPGIB
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.