Morgunblaðið - 06.05.1966, Qupperneq 11
Föstudagur 6. maí 1966
MORGU N BLAÐiÐ
11
Friðun æðarfugls
NOKKUR orð langar mig að
segja einu sinni enn viðvíkjandi
eyðingu vargs og friðun æðar-
fugls. Mér er óhætt að segja að
okkur Breiðfirðingum finnst
seinagangur á því að nokkuð sé
gert til að jafn mikill nytja-
fugl og æðarfuglinn er, eyðist
ekki með öllu innan fárra ára.
Manni finnst líklegra að þing-
ið styddi að ræktun æðarfugls
en hið gagntæða, eins og t.d. að
Ibanna eitrun í fleiri ár, sem er
það eina, sem að gagni kemur
við fækkun svartbaks og hrafns,
en fuglafræðingarnir sjá um örn
inn. Eitrið var það eina sem við
varpseigendur vorum að reyna
fil að bjarga æðarfuglinum með
frá allskyns vargi. Það er ekki
langt síðan að maður hefur séð
talda eftir í blaðagrein þessa
aura, sem að hið opinbera hefur
látið í von um góðan árangur
til friðunar æðarfuglsins. Ég
heid að hinir sömu, sem ofbýður
fjáraustur í þessu skyni, ættu
heldur að telja saman á fingrum
sínum, hvað minkainnflutning-
urinn er búinn að kosta þjóðina
foeint og óbeint. Og ekki er séð
fyrir endann á því enn, þó ekki
ekki lánaðist að bæta við af svo
góðu. Það er merkilegt að full-
trúar á þingi þjóðarinnar skuli
aldrei sjá sóma sinn í því að
læra af reynslunni, sem talin er
einhver haldbezti skóli, sem
ekki þarf að kosta til milljónum
að byggja yfir. Það er óhætt að
minnast á það, að allir þing-
menn hljóta að vita, hvernig
fór með innflutning af fjárkláða
að ógleymdri mæðiveiki, og
óþarfi er að muna ekki eftir
minknum. Það væri gaman að
hafa við hendina þær tölur sem
þjóðartekjurnar hafa rýrnað
vegna þessarar þrenningar, en
því verr hef ég þær ekki.
Kannski að einhver annar hafi
þær? Mér dettur ekki í hug að
neinum af okkar útvöldu þing-
mönnum komi til hugar að það
sé tryggari gjaldeyrir af alls-
kyns vargi en æðarfugli, hafi
maður frið með hann, og eitt-
hvað væri gert til þess að rækta
hann af því opinfoera og þeim,
sem þar eiga hlut að máli. Ég er
efinn í að sé arðvænni fyrir
þjóðarheildina ýmsar tilraunir
með hitt og annað hvar sem að
velgja næst úr iðrum jarðar, en
ef lögð yrði rækt við aukningu
æðarvarps í landinu. Ég er orð-
inn þræl-fullorðinn og hef al-
izt upp við að hlynna að æðar-
fugli frá því ég var fjögurra ára
gamall, svo að mér er annara
um þennan fugl en svartfoak,
hrafn eða örn. Svipað er ég viss
um að sé ástatt með marga af
þingmönnunum. Vitanlega þekki
ég ekki helftina af þeim, en ég
skal aðeins drepa á tvo þeirra,
og vill svo til að þeir eru nafn-
ar. Sá fyrri er Sigurður Ágústs-
son í Stykkishólmi, sem að
aldrei kom út þegar voraði til
að signa sig á morgnana, svo að
hann ræki ekki augun á undan
éða eftir í æðarfugl syndandi um
höfnina þar. Þá er hinn Sigurð-
ur Bjarnason frá Vigur, sem að
ég veit að hefur verið svipað
ástatt um og nafna hans, og
ekki er ég í vafa um að hann
hefur orðið var við þegar faðir
hans var að reyna að verja gós-
enland sitt með eitri fyrir áður-
nefndum vargi á meðan ekki var
tukthússök að nota það.
Ég þarf ekki að fjölyrða um
óþrifnað af þessum nýja mink,
ef að sú ógæfa tekst, að inn verði
fluttur ofan á þann sem fyrir er,
sem útlit er fyrir að fari fremur
minnkandi en aukist. Það eru
undrafáir, sem nokkuð láta til sín
heyra af bændum, sem stunda
æðarvarp. Einn er þar þó sem
hefur komið við sögu, og á
þakkir skilið fyrir það, en það
er Jón Þorbergsson á Laxamýri,
sem er flestum landsmönnum að
góðu kunnur. Ástandið hjá hon-
um hvað æðarfugl og lax
snertir er lítið betra en hér við
Breiðgfjörð. Hann segir að þar
komizt ekki upp meira en einn
tíundi af æðarkolluungunum, og
sízt betri útkoma á laxinum.
Þetta þættu slæm lambahöld að
vorlagi. Hér við Breiðafjörð er
sízt betri sögu að segja en Jón
um getur, en má bæta því við,
að vargurinn leggst á fullorðna
æðarfuglinn, þegar ungarnir
eru uppætnir.
Geti einhver komið með bjart-
ari lýsingu af umgetnu ástandi,
þá er það þakksamlega með-
tekið.
Skarði, 11./4. — 1966
Kristinn Indriðason.
Hinn nýi Zephýr bíll brezku Fordverksmiðjanna.
Nýr Zephyr kominn
hér á markaðinn
FYRIR viku barst hingað til
landsins nýr bíli frá Fordverk-
smiðjunum brezku, Zephyr 1966,
hann var fyrst sýndur opinber-
lega í Bretlandi þann 20. apríl
sl. ísland er fyrsta landið utan
Bretlands, þar sem sala er haf-
inn á bílnum.
Morgunblaðinu hefur gefizt
kostur á því að sjá nýja Zephyr
inn hjá Fordumfooði Sveins Eg-
ilssonar og getur því borið um,
að þetta er hinn glæsilegasti
bíll.
Þótt hin nýja bílategund beri
nöfnin Zephyr og Zodiac er hér
í rauninni um algjörlega nýjan
bíl að ræða. Meðal breytinga frá
fyrirrennurum sínum hefur
hann sjálfstæða fjöðrun á öllum
hjólum, gormar og höggdeyfar
eru fyrir hvert hjól, og sjálf-
stilltir diskhemlar eru á öllum
hjólum.
Unnt er að fá bílinn annað-
hvort með 4 eða 6 strokka véi,
sem er V-byggð.
í brezka blaðinu „The Guard-
ian“ var nýlega skýrt frá þvi,
að brezku Fordverksmiðjurnar
hefðu varið 28 milljónum sterl-
ingspunda á sl. þremur árum til
endurnýjunar vélakosts og rarin
sóknarstarfsemi.
Sefeir blaðið, að þetta séu
kraftmiklir og þægilegir bílar
og þeir muni vafalaust seljast
hundruðum þúsunda saman í
Bretlandi en að likindum enn
betur á erlendum mörkuðum.
Umboð fyrir Ford á íslandi
hafa Sveinn Egilsson og Kr.
Kristjánsson.
¥axondi skilningur á nauð-
syn barnaverndar
1 SKÝRSLU Barnaverndarnefnd-
ar Reykjavíkur segir svo m. a.
„Barnaverndarmál voru all-
mjög á döfinni á árinu. Virðist
nú, bæði hjá ráðamönnum og al-
menningi, gæta vaxandi skilnings
á nauðsyn þess að efla barna-
verndarstarf.
Frumvarp það að nýjum barna
verndarlögum, sem getið var í
síðustu ársskýrslu var til um-
ræðu á Aliþingi á árinu og var
vísað til nefndar.
Á vegum Reykjavíkurborgar
starfaði nefnd til að vinna að
eflingu og endurskipulagningu
barnaverndarstarfsemi borgar-
innar. Nefndin hafði ekki lokið
störfum í árslok.
1 barnaheimilamálum gerðist
þetta á árinu: Til starfa tók, á
vegum borgarinnar, fjölskyldu-
heimili að Skála /ið Kaplaskjóls-
veg. Fjölskylduheimili eru ný-
lunda hér. Þau eru minni en
venjuleg barnaheimili og er
þess vænst að þau geti verið
Bifreiðaeigendur
athugið
Höfum fengið fullkomna *f-
felgunarvél fyrir hjólbarða.
Höfum ávallt fyrirliggjandi
dekk í flestum stærðum. —
Opið alla daga frá 8—22 nema
laugardaga og sunnudaga frá
8—18.
Komið, reynið viðskiptin.
H jól barðaverk-
stœðið MÖRK
Garðahreppi.
J i horidl \nlnni..
a« auglýsing
i utbreiddasta blaðlnu
borgar sig bezt.
með heimilislegri blæ og að-
stæður allar líkari því, sem ger-
ist á venjulegum heimilum. Fjöl-
skylduheimilið er ætlað þeim
börnum, sem ráðstafa þarf til
lengri tíma. Það rúmar 8 börn.
Byggingu upptökuheimilis borg
arinnar við Dalforaut, sem getið
var í síðustu ársskýrslu, var hald
ið áfram af fullum krafti á árinu.
Mun heimilið væntanlega taka
til starfa snemma á árinu 1966.
Upptökuheimilið verður notað
sem athugunarstöð fyrir börn og
unglinga áður en þeim er ráð-
stafað annað. Þar verða og vistuð
þau börn, sem koma þarf fyrir
um stundarsakir. Fullbúið mun
upptökuheimilið rúma 4ð börn.
Til starfa tók á vegum Hjálp-
ræðishersins skólaheimili fyrir
unglingsstúlkur að Bjargi á Sel-
tjarnarnesi. Heimilið er ætlað
stúlkum hvaðanæva af landinu.
Vistunarmöguleikar fyrir stúlkur
hafa til þessa verið litlir sem
engir og bætir því heimilið mjög
brýnni þörf. Heimilið rúmar 11
stúlkur.
Kristján Friðbergsson kennari
og kona hans, Hanna Halldórs-
dóttir hófu á árinu rekstur
barnaheimilis að Kumbaravogi
við Stokkseyri. Er það ætlun
þeirra að taka til uppeldis allt
að 15 börn á ýmsum aldri. Flest
þeirra barna, sem komin eru að
Kumbaravogi el-u úr Reykjavík
og nágrenni.
Þótt möguleikar nefndarinnar
til að vista börn og unglinga séu
nú orðnir lítið eitt meiri og fjöl-
breyttari en áður skortir enn
mikið á, að mögulegt sé að vista
öll þau börn, sem nefndin þarf
að ráðstafa. Reynt hefur verið
að bæta nokkuð úr þessum skorti
með því að koma börnum og
unglingum til dvalar á einka-
heimilum, sem til hafa fengizt
og hæf hafa talizt. Á árinu voru
gerðar tilraunir til að auka slíkar
vistanir m. a. með því að auglýsa
eftir heimilum, sem fáanleg væru
tíl að taka börn um lengri eða
skemmri tíma gegn greiðslu.
Árangur af þessari viðleitni varð
þó minni en vonir stóðu til. Virð-
ist auðsætt, að það muni taka
langan tíma og kosta mikla
vinnu að efla þetta úrræði til
muna“.
Uppþvottavélin
er afkastamikil húshjálp sem sparar hús-
móðurinni margra klukkustunda vinnu
á ári hverju.
DANMAX uppþvottavélin er sjálfvirk og
tekur leir í uppþvott eftir sex manns
hverju sinni.
Sími 20 300
Simi20 301.