Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 2
2 MEÐ UNGU FÓLKI Fðstudagur 20. maí 1966 „Ég var hálfvatnshræddur til að byrja með" segrr Guðmundur Gíslason sundkappi NÚ UM árabil hefur Guðmund- ur Gíslason, ungur bankamaður i Útvegsbankanum, verið ó- "Ttrýndur konungur íslenzkra sundmanna og boriff höfuff og herðar yfir keppinauta sína hér ®g auk þess margsinnis borið sig- ur úr býtum á erlendum vett- vangi. Viff sátum fyrir Guffmundi, þegar hann ætlaffi aff skjótast í mat og spurðum hann, hvort hann hefði fæðst syndur. — Nei, það var nú öðru nær. Ég held ég hafi verið orðinn 8 eða 9 ára gamali, þegar ég lærði að synda. í>að var Ásdis Erlings- dóttir, sundeknnari, sem kenndi okkur skólasystkinunum sund- tökin, og það var siður en svo, að ég skaraði fram úr, enda var mér lítið um það gefi'ð að hafa ekki „fast land undir fótum“ og var hálfvatnshræddur til að byrja með, ef frómt skal frá sagt. Tólf ára gamall álpaðist ég fy rst inn á sundæfingu með skólabróður mínum. Þetta var hjá ÍR og var Jónas Halidórsson "þjálfari. Ég gutlaði svo við þetta, en fór ekki að leggja mig neitt fram fyrr en árið eftir. I>á tók ég þátt í minni fyrstu keppni. Það var á Sundmeistaramóti Keflavíkur. Ég synti í 50 m skrið sundi drengja og hafnaði í 8. og síðasta sæti. Á næstu mótum, sem ég tók þátt i, fór yfirleitt alit á sömu ieið. Ég komst aðeins í undanrásir og rak oítast lest- ina, svo að það er síður en svo, að ég hafi verið undrabarn! — ffver.ær fórstu að geta eitt- hvað fyrir alvöru? — Það varð nú bið á því. Ég var orðinn 16 ára, þegar ég fór að taka framförum svo um mun- aði. Þá kom þetta allt í einu, ég veit eiginlega ekki hvers vegna, og tímínn í 100 m skriðsundi bættist um 10 sek. á einni viku. Þá fyrst vaknaði eldheitur áhugi, og ég fór að eygja von um, að ef til vill gæti ég einhvern tíma eitthvað. Á þessum árum var ég líka að reyna við frjálsar íþróttir, og 16 úra gamall vann ég hástökk á Sveinameistaramóti íslands, sem ef til vill er ekki í frásögur fær- andi, en þá sigraði ég skólabróð- ur minn og jafnaldra, Jón Þ. Ólafsson, og hef ég oft minnt hann á það siðan! Við stukkum báðir sömu hæð, 1,60 m, eil ég átti færri tilraunir. Síðan hefur hann bætt árangur sinn um hálf- an metra og vist rúmlega það, en ég hef staðið í stað! Við höf- (im aldrei keppt saman í sundi, svo hann hefur ekki haft tök á a’ð hefna harma sinan! — Hvehær settirðu svo fyrsta íslandsmetið í sundi? .— Það var um haustið þetta sama ár, eða fyrir tæpum 10 árum síðan. Þá nældi ég í metið í 100 m baksundi. — Og hvað eru metin orðia imörg á þessum tíu árum? — Þau eru 73 að undanskildum boðsundunum. — Þú ert þá metakóngur? — Já, það er víst. Jónas Hall- dórsson átti metameti'ð áður. Hann setti 57 íslandsmet í sundi. — Hvenær var svo farið í fyrstu utanferðina? — Það var sumarið eftir eða árið 1957. Þá tók ég þátt í Norð- uriandamótinu, sem haldið var í Helsinki og varð 6. af átta. — Frammistaðan var sem sagt ekki til að státa af. — Hver heldur þú, að sé eftir- minnilegasti sigurinn? — Ég veit varla. Ef til vill hefur það verið í siðustu grein- inni í landskeppni við Dani 1964. Við töpuðum að vísu keppninni með einu stigi, en unnum síðustu greinina, 4x100 m boðsund-fjór- Guðmundur Gíslason: Ef maffur er síðastur, sér maður fótatökin! sund, glæsilega, vorum vel á und an og bættum íslandsmeti'ð um hvorki meira né minna en 20 sek. (Hinu hefur Guðmundur kannski gleymt, að í þessari sömu landskeppni vann hann sínar báðar karlagreinar!) * — Mér leið líka ljómandi vel eftir 100 m skriðsundið á Af- mælismóti norska sundsambands ins 1960. Þar voru keppendur frá öllum Norðurlöndum. Mótið stóð í tvo daga, og ég hafði tekið þátt í einpi grein fyrri daginn og gengi'ð hörmulega. Það var í 400 m skriðsundi og árangurinn var svo lélegur, að ég hálfpart- inn missti kjarkinn og sagði Jón- asi, sem þarna var með okkur sem fyrr, að ég væri hættur og ætlaði ekki að synda seinni dag- inn, hinir væru svo góðir, ég svo lélegur og þetta væri allt ómögu- legt. Ekki bætti úr skák, að sjón- varpa átti frá mótinu, svo jafn- vel þeir, sem heima sátu, gátu séð menn standa sig illa. En ég komst ekki upp með neinn móðreyk. Jónas gaf mér æriegt tiltal, stappaðl í mig stál- inu og bað mig blessaðan að láta sig aldrei heyra svoraa fjarstæðu og sjálfsmeðaumkun. Þetta dugði og ég stakk mér eins og hinir, þegar skotið reið af. Úrslitin komu okkur báðum jafnskemmti lega á óvart. Ég kom fyrstur í mark á nýju íslenzku meti og hafði synt vegalegndina í fyrsta sinn undir einni minútu og það í 50 m laug. — Er ekki erfitt að fylgjast me'ð hinum keppendunum meðan á sundinu stendur? — Jú, eiginlega þarf maður að hafa það meira á tilfinning- unni en að maður sjái til hinna. Þó finnst þetta dálítið á vatninu, ef maður er fyrstur, og í snún- ingunum grillir maður stundum í keppinautana — nú, og svo sér maður fótatökin hjá hinum, ef maður er langsíðastur! — Ertu kvæntur, Guðmund- ur? — Jú, konan mín heitir Erla Sigurjónsdóttir, og við eigum fjögra ára dóttur, ÞórunnL — Eru þær syndar? — Erla er synd, en syndir eins lítfð og hún mögulega getur. Ég kalla gott, ef ég fæ hana til að taka þátt í Norrænu keppninni í 200 metrunum. Þórunn hefur að- eins einu sinni komið í laug. Það tómlæti í mér er eiginlega til hálfgerðrar skammar. Við svo búið má ekki standa. — Eru þær mæðgur ef til vill ekkert sérlega hrifnar af sund- iðkunum þínum? -— Ég held, að Þórunni standi á sama ennþá, en Erlu finnst óneitanlega fara mikill tími í þetta og spyr einstaka sinnum, hvort ekki sé nóg að gert og tími til kominn að hætta, enda engin furða. Yfir svartasta skammdegi'ð er æft einu sinni á dag í tvo tíma, fimm kvöld í viku, og svo bætast morgunæf- ingar við frá hálfátta til hálf- níu hvern einasta morgun, þeg- ar daginn tekur að lengja. Það eru því áreiðanlega óvenju þol- inmóðir makar, sem eiga eigin- menn sína og eiginkonur á bóla- kafi í sundíþróttinni. Á sama hátt er varla hægt a'ð ætlast il þess, að þjálfararnir haldi þetta út. Þjálfarastarfið er að mestu áhugastarf, og það þarf meira en litla ósérhlífni til að eyða þessum tíma í að segja öðrum til fyrir ekki neitt eða þvi sem næst. — Að endingu, Guðmundur. Hlakkið þið sundfólkið til að fá nýju laugina í Laugardalnum til afnota? — Jú, og það ekki svo lítið. Ég hef fylgzt með byggingar- framkvæmdum við sundlaugina þar og hika ekki við að fullyrða, að aðbúnaður allur og aðstaða verður eins og bezt verður á kos- ið og jafnvel betri en ég hef nokkurs sta'ðar séð erlendis. Ég er handviss um, að íþróttamenn okkar allir eru á einu múli um það, að öll mannyirkjagerð á íþróttasvæðinu í Laugardal er höfuðborginni og þeim, sem henni stjórna til hins mesta sórna. Laugardalurinn á hiklaust eftir að verða lyftistöng íslenzkra íþrótta á flestum sviðum. Ragnheiöur: Úreltur hugsunarháttur, aff konur eigi ekki ai skipta sér af stjórnmúlum. Stjórnmál ekkert einkamál karla ÞEGAR viff báðum Ragnheiffi Heiðreksdóttur að spjalla við okkur, hélt hún því fram, aff blaðavifftöl við sér reyndari flugfreyjur og eldri í starfi væru orðin svo mörg og ýtarleg, að hún gæti áreiðanlega ekki þar um bætt, áliugamála- og tóm- stundaviðtöl eða „Hver — eru — helztu — áhugamálin? — Lestur — góðra — bóka — tón- list — og — ferðalög“ — viðtöl, væru sennilega þegar orðin of mörg og sér væri ekkert sérlega um það gefið að ræða um iwli- tik, svo að við liefðum líkléga ekkert umræffuefni! Yið gengum á lagið og spurð- um: — Eiga konur þá ekki að skipta sér af stjórnmálum? — Jú, að sjálfsögðu, ef þær á annað borð hafa áhuga á þeim, og það eyðileggur ekki heim- ilisfriðinn, bætir Ragnheiður við um hæl og lyftir íbyggin annarri augnabrúninnif — En hafa þær almennt áhuga á stjórnmálum? — Ætli það sé ekki upp og ofan. Við erum ekkert, frábrugn- ar sterkara kyninu hvað það snertir. Hinsvegar er aðeins rétt um það bil manrasaldur síðan við fengum kosningarétt hér, og enraþá örlar því miður á þeirri skoðun karlmarana, að landsmál komi kveniþjóðirani ekkert við, erada komi hún aldrei til með að „liafa vit á“ þess háfctar. Þetfca er vægasfc sagt úreltur hugsun- arháttur. Við höfum haft kosn- ingarétt og kjörgengi í liðlega hálfa öld, og ég fæ ekki séð, að við séum á nokkurn hátt ófœrari en karlmenn um að nota þann rétt, né verr að honum komnar, Hitfc er svo annað mál, að i hópi þeirra, sem fásfc við larads- mál og stjórnarstörf í eirahverri mynd, verða karlmenn alltaf 1 meiritluta vegna eðlilegrar verka skiptingar milli kynjanna. Þrátt fyrir þetta þarf engin kona að fara í launkofa með pölitíska skoðun sína. Hafi stjórnmál eira hvern tíma verið einkafyrirtæki karlmanna, þá eru þau það ekki lengur, og það er út í hötfc að stimpla eiginkonuna hugsunar- laust eftir pólitiskri skoðun eig- inmanrasiras eða dótturina eftir skoðun föðursins. Eiginlega ætti það að vera skylda hvers og eiras, sem kom- inn er til nokkurs þroska, að gera sér far um að mynda sér sjálfstæðar skoðanir, og það á líka við stjórnmálaskoðun. Þá er ekki nóg að lesa eitt blað og kynna sér málin frá einum sjón- arhóli eiras og stundum vill henda. — Firanst þér að lækka ætti kosningaaldurinn? — Nei, það held ég ekki. Unglingnum er raauðsynlegur sá . umlþóttunartími, sem hanra hefur fram að 21 árs aldri, til þess að geta á eigin spýtur tek-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.