Morgunblaðið - 03.07.1966, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID
Sunnudagur 3. júlí 1966
í
Ungur Akureyringur
kristniboði í Afríku
EINN hinna fegurstu sam-
komu- og sumardvalarstaða
sunnan Skarðheiðar leynist
bak við hálsinn, uppfrá Saur
bæ á Hvalfjarðarströnd, á
bökkunum milli Eyrarvatns
og Vatnaskógar.
Þar hafa lengi verið haldin
kristileg landsmót ár hvert,
í sumarbúðum K.F.U.M. og í
sambandi við þau landsfund-
ur Sambands íslenzkra
kristniboðsfélaga, annað
hvert ár. í>á hafa verið tek-
in til fyrirbæna, rædd og ráð
in til lykta mikilsvarðandi
málefni kristniboðsstöðvar
okkar íslendinga, í Konsó-
fylki í Eþíópíu.
Vatnaskógsmótið var hald-
ið að þessu sinni dagana 25.
til 27. júní, og var fjölsótt
að vanda. Höfuðviðburður
mótsins var vígsla þriggja
kristniboðskandidata: Skúla
Svavarssonar frá Akureyri,
konu háhs Kjellrúnar F. Lang
dal frá Örsta í Noregi, og
Simonettu Bruvik, hjúkrunar
konu frá Reykjavík. Þau fara
eftir nokkra daga á tungu-
málanámskeið í Englandi og
þaðan undir árslokin áfram
til Eþíópíu.
Þetta skeði í Vatnaskógi
nálega samtímis og Gísli Arn
kelsson og fjölskylda hans
lögðu af stað frá Addis
Abeba til Reykjavíkur í verð
skuldað orlof eftir fimm ára
erfitt starf í Konsó.
Ingunn Gísladóttir hjúkr-
unarkona kemur heim að á-
liðnu sumri, og hefur þá lok-
ið tíu ára starfsferli í Konsó.
Færeyska hjúkrunarkonan,
Else Jacobsen, er leysti Ing-
unni af í Konsó, þegar hún
kom heim í orlof hið fyrra
skiptið, var gestur mótsins,
þar sem hún og færeyskir
kristniboðsvinir hafa fallizt á
að hún taki aftur við hjúkr-
unarstörfum í Konsó. Hún
var síðan kvödd á samkomu
í kristniboðshúsinu Betanía í
Reykjavík. - ,
Um 40 ára skeið hefur
frekar fámennur en trúfastur
og fórnfús hópur trúaðs
fólks á Akureyri haldið uppi
kristilegu sjálfboðastarfi í
bænuni jafnframt því að
vinna bæði leynt og ljóst fyr
ir kristniboðsmálið. Skömmu
eftir að félagið var stofnað
gerðist það aðili Sambands
íslenzkra kristniboðsfélaga,
er studdi í mörg ár kristni-
boð i Kína og stofnaði síðar
íslenzka kristniboðsstöð i
Skúli Svavarsson
kristniboði.
Eþíópíu.
Skúli kristniboði er sonur
Svavars Björnssonar verk-
stjóra á Akureyri og konu
hans, Emilíu Kristjánsdóttur.
Ungur sótti hann sunnudaga-
skóla í kristniboðshúsinu
Zíon — jafn reglulega og
sjálfan barnaskólann —
ásamt tryggðarvini sínum
Ingólfi Georgssyni. Hann var
einn af stofnendum K.F.U.M.
og ötull stuðningsmaður
Björgvins kennara Jörgens-
sonar þegar hafizt var handa
um byggingu sumarbúða við
Hólavatn
Ég hugsa með fögnuði til
kristniboðsvina nyrðra, sem
nú fá að lifa það að úr þeirra
hóp fer ungur maður — til
þess staðar í heiðnu landi,
sem okkur hefur verið gefinn
Kjellrún Svavarsson
til yrkingar fyrir Guðs ríki.
Aðkoma í Konsó er nú ger-
ólík því sem hún var, þegar
fyrstu kristniboðar okkar
komu þangað fyrir réttum 12
árum.
Þar hafa risið af grunni
tólf eða fjórtán hús — allt
með talið sum allstór, eins
og t.d. sjúkraskýlið nýja með
tveim álmum annarri 30 m.
og hinni 20 m. langri, Skóla-
hús eru tvö er rúma 300 nem-
endur samkomuhús, ibúðar-
hús o.s.frv. í söfnuðinum eru
á þriðja hundrað manns. Trú
nemar eru miklu fleiri. Að
mögulegt hefur verið að anna
því mikla starfi sem síaukin
aðsókn á samkomur, námskeið
skóla og sjúkrahús hefur í
för með sér, er fyrst og
fremst því að þakka, að
kristniboðarnir hafa nú sér
við hlið álitlegan hóp inn-
lendra samverkamanna.
Kristniboðið á orðið marga
vini og velunnara þó að ekki
séu þeir félagsbundnir. Marg
ir á Akureyri munu leggja
leið sína í Zíon þegar þar
verða kvödd ungu kristniboð-
amir, Skúli og Kjellrún. Nú
er beðið eftir þeim í Konso.
Þau koma þar að opnum dyr-
um og vaxandi verkefnum.
sem kalla á síaukna starfs-
krafta. Þeim munu fylgja
blessunaróskir margra og fyr
irheit um að hvorki skuli
'skorta fyrirbæn né heldur fé
gjafir til stuðnings sjálfun
þeim og hinu góða verki.
Ólafur Ólafsson.
Engir samningar um
löndun erlendra síldveiði-
skipa á Siglufirði
Siglufirði, 2. júlí.
UNDANFARNAR vikur hafa
forráðamenn síldarsaltenda hér
og síldarverksmiðjunnar Rauðku
staðið í sambandi við færeyska
og norska útgerðarmenn í sam-
bandi vfð löndun afla úr erlend-
um síldveiðiskipum.
Engar endanlegar niðurstöður
eða samningar hafa verið gerðir,
enda ættu erlend skip að geta
lagt upp hér afla, án þess að á-
kveðnir samningar séu gerðir.
Vitað er um 5—6 færeysk síld-
veiðiskip á miðunum, og munu
þau hafa komið með 2—3 farma
til Eyjafjarðarhafna. Á hinn
bóginn hefur enginn afli úr er-
lendum skipum borizt til Siglu-
fjarðar ennþá. Örfá norsk síld-
veiðiskip munu hafa komið á mið
in en munu nú horfin heim aftur
enda síldveiðin sögð góð við
Noreg núna. — Stefán.
Tekst að Ijúka Stráka
vegi fyrir haustið?
Rúmir 100 m eftir af göngunum
Siglufirði, 2. júlí.
STÖÐUGT er unnið að gerð
Strákaganga hér, og hafa nú
verið boraðir milli 630—40
metrar, en alls verða göngin um
750 metrar. Verkið hefur gengið
mjög sæmilega þó hefur verið
misjáfnt, og sums staðar slæmt.
Það var áætlað að bessi Stráka
vegur yrði fær til umferðar
haustið 1966, og ætti sú áætlun
að geta staðizt, ef fullt kapp
verður lagt á verkið og ekkert
sérstakt tefur.
Það er verið að vinna að
Strákavegi vestanverðum, og er
þar smáspölur eftir að fyrirhug-
uðum munna vestan megin, en sá
kafli er seinunninn. Ennfremur
er eftir að leggja nokkur hundr-
uð metra veg út Hvanneyrar-
strönd að göngunum Siglufjarð-
ar megin, og er gert ráð fyrir að
það verk hefjist í þessum mán-
uði.
Með tilkomu þessa vegar
kemst Siglufjörður í næsta ör-
uggt vegasamband við þjóðvega-
kerfi landsins, sem mun gera
hvort tveggja: að stórbæta sam-
göngur við bæinn og efla at-
vinnulífið á Siglufirði þó sér-
staklega iðnað, sem hefir átt hér
erfitt uppdráttar vegna sam-
gönguerfiðleika við markaðs-
svæði innanlands. Ennfremur má
gera ráð fyrir að vegurinn um
Siglufjarðarskarð muni leggjast
niður með tilkomu nýja Stráka-
vegsins.
. — Stef'
Biskup vísiterar Vestfirði
föstudaginn 15. m.a. á Hrafns-
eyri. Á laugardag 16. júlí tekur
biskup þátt í hátíðahöldunum
á ísafirði í tilefni 100 ára af-
mælis bæjarins, sunnudag verð-
ur hann á Þingeyri og á Hrauni
í Keldudal.
Guðsþjónusta verður í hverri
kirkju þar sem biskup prédikar.
Auk þess fara fram viðræður við
sóknarnefnd og söfnuð og skoð-
un á kirkjunni. Sérstaklega er
óskað eftir því að börn, einkum
fermingarbörn ársins, komi til
viðtals við biskup.
BISKUPINN, herra Sigurbjörn
Einarsson vísiterar Norður-ísa-
fjarðarprófastsdæmi og Vestur-
Isafjarðarprófastsdæmi dagana 5.
— 17. júlí n.k.
Verður biskup á ísafirði 5. júlí
á þriðjudag visiterar hann Hnifs-
dal og Bolungarvík næstu. fimm
daga vísiterar hann ýmsa staði
í Strandasýslu og víð Djúp,
mánudaginn 11. júlí verður hann
að Stað í Súgandafirði og á Suð-
ureyri, þri'ðjudag á Holti í Ön-
undarfirði og á Flateyri, miðviku
dag m.a. á Mýrum í Dýrafirði,
Feit og góð síld við IMoreg
— en fer öll í bræðslu; Devold segir hana
sambærilega við íslenzku sumarsíldina
Harstad, 2. júlí — NTB
FINN Devold, fiskifræðingur,
hefur lýst því yfir í norska blað-
inu „Harstad Tidende“, að hörmu
legt sé til þess að vita, hve illa
sé nýtt sú síld, sem nú er á mið-
unum við N-Tromsö, en hún fer
öll í bræsðlu.
Segir Devold síldina sérstaka
að gæðum, og ekki lakari en ís-
landssíld >á, sem íslendingar
selja Svíum saltaða fyrir gott
verð. Fitumagn síldarinnar sé
mikið, 23,5%. Segir Devold, að
hann hafði ekki áður vitað um
svo feita síld á þessum slóðum
Bifreið stolið
í FYRRINÓTT var stolið
grænni Chevrolet-fólksbifreið,
árgerð 1964, R 3792, frá húsi við
Grenimel.
í gær fannst svo bifreiðin í
Langagerði, en ekki var rann-
sóknarlögreglunni kunnugt um
skemmdir á henni. Biður rann-
sóknarlögregln alla þá, er kynnu
að hafa orðið bifreiðarinnar var-
ir á umrædum tima að láta hana
vita.
á þessum tíma árs.
Sé hér um mikinn mun að
ræða, ef borið sé saman við
vetrarsíldina við Noreg, sem
venjulega sé með um 13% fitu-
magn.
Síldarrannsóknarskipið „Koh-
an Hjort" kom til Harstad í gær-
kvöldi, eftir 14 daga leiðangur,
en erfitt mun að draga í fljótu
bragði upp heildarmynd af nið-
urstöðum athugananna.
— Rábstefna ATA
Framh. af bls. 1
í hátíðasal Háskóla íslands með
því að Knútur Hallsson, formað-
ur Samtaka um vestræna sam-
vinnu flutti ávarp, en síðan
fluttu ræður þeir dr. Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra,
Sir Geoffrey de Freitas, forséti
Ráðgjafaþings Evrópu, prófessor
Maurice Faure, forseti Evrópu-
hreyfingarinnar og Edmund N.
Poland, yfirmaður við flota-
stjórnina á austanverðu Atlants-
hafi, en að lokum talaði Glad-
wyn lávarður, formaður ATA.
Á VESTFJÖRÐUM var logn
í gærmorgun, því að þar var
þá lítils háttar háþrýstisvæði.
Það var á hreyfingu austur
á bóginn, svo að í dag má bú-
ast við ágætu veðri á Norð-
ur- og Austurlandi. Hinsveg-
ar mun lægðin á Grænlands-
hafinu verða nálægt vestur-
ströndinni í dag, og má því
ætla að þar verði skýjað og
ef til vill lítils háttar rigning.
Séð yfir fundarsalinn á fundi ATA í Há&kóla íslands í gær. (Sjá frétt á forsiðu