Morgunblaðið - 03.07.1966, Side 5

Morgunblaðið - 03.07.1966, Side 5
ilTiTfcYiTiTi«Tiir»Tni Miiiii*imWiTmrfiTMTriiiTiTiMUiiTiTMÍiTiTMiítiÍMTiiiiiiiiiiniíiiiiiiiiiiii*i>ll.MII<IIIIIMIIIII''lll'll*|i||i'l(|i*iiiiii*i"*ii*iiiiiiiiniiiiiiiiiiiil'Miiii#iiiiiiiii Sunnudagur 3 júlí lJW MORGUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM DR. Björn Sigurbjörnsson, erfðafræðingur, hefur undan- farnar 3 vikur verið heima í leyfi með fjölskyldu sinni. En hann starfar hjá sérstakri deild, sem vinnur að notkun kjarnorku við rannsóknir i landbúnaði á vegum Matvæla stofnunar Sameinuðu þjóð- anha tig Alþjóða kjarnorku- stofnunarinnar. Hefur þessi deild aðsetur í Vínarborg, eins og Kjarnorkustofnunin. Björn er deildarstjóri í jurta- kynbóta- og erfðafræðideild- inni, og starfar hann mikið við samhæfLigu á vinnu vís- indanna á þessu sviði. Starfið beinist mest að van- þróuðum þjóðum. Unnið er að jurtakynbótum til að auka Bæta með rannsóknum nytja- jurtir þjdðanna, sem svelta Björn Sigurbjörnsson með Helgu Pálsdóttur konu sinni og dótturinni, Uuni Steinu. Viðtal við dr. Björn Sigurbjörnsson, ræktunina í þeim löndum og matvælaframleiðsluna um leið. En atómgeislar eru notaðir til að framkalla stökk breytingar í nytjaplöntum. Björn sagðí okkur í samtali, sem við áttum við hann um þetta, að sett hefði verið upp samhæft rannsóknarverkefni í Asíulöndunum og kæmi í sinn hlut að skipuleggja sam hæfingu á vinnubrögðum vís- indamanna, velja menn i verkefnin, veita styrki o. s. frv. í Mið-Asíu er hveitirækt- unin aðalviðfangsefnið og i Suðaustur-Asíu eru það hrís- grjón, sem þarf að bæta rækt- un á. Útilokað að hafa við að framleiða — Hveiti og hrísgrjón eru tvær aðalfæðutegundirnar í heiminum, framieiðslan um 250 millj. tonn af hvoru á ári, sagði Björn. í Asíulöndunum er hrísgrjónaframleiðslan aðal vandamálið. Svo sem alkunn- ugt er, er þar allt að fara í svelti, einkum í Indlandi. Ástandið getur ekki annað en versnað, þvi fólksfjölgunin er svo mikil. Eiginlega er úti- lokað að hafa við, eins og er. Fólkinu fjölgar örar en hægt er að auka framleiðsluna. Það er því lífsspursmál að stöðva mannfjölgunina. — Verður maður var við að þessi eymd fari vaxandi, þegar komið er oft í þessi lönd, eins og þú gerir? — Ég sá nú ekki að ástand- ið væri verra í ár en í fyrra. En eymdin er áberandi. í borgum í Tndlandi er fólk grindhorað og fátæktin ógur- leg. Það er engin leið að gera samanburð á lífskjörum þar og .t d. hér. fbúð fólksins er kannski baia dagblað, sem það sefur á úti á götu. Hjá- trú, menntunarskortur og vöntun á atorku hrjáir líka fólkið. Engin mynd er á vinnubrögðum og enginn kann eða vill leggja neitt að sér. Á Ceylon vilja menn helzt rækta kókoshnetur, því þá er hægt að liggja unoir trjánum og bíða eftir að hnet urnar þroskisí og detti niður. Eitt mesta vandamálið er að koma endurbótum til bænd- anna, þegar búið er að fin.ia betri afbrigði af nytjajurtum þeirra. Þeir kunna ekki að lesa ekkert fjölmiðlunartælci nær til þeirra. Og fjöldinn er svo mikill, að ómögulegt er að ná eyrum hvers o geins. En það er verkefni matvæla- stofnunarinnar FAO að koma í not niðurstöðum, sem þró- aðar þjóðir hafa fundið og bætt með afkomu sína. Okk- ar starfsemi í Vínarborg er eingöngu rannsóknir, og FAO reynir svo að koma á fram- færi gagnlegum niðurstöðum. — Indira Gahndi lýsti því þó yfir fyrir skömmu, að svo væri Sameinuðu þjóðunum og hjálparstofnunum þeirra fyrir að þakka, að mörg hér- uð í Indlandi hefðu stórauk- ið framleiðsluna og það bjarg að frá hungurneyð. Þið eigið auðvitað hlut að máli. Geturðu sagt mér um einhvern árangur, sem þið hafið náð nýlega? — f vor var sett á markað- inn í Japan nýtt afbrigði af hrísgrjónum, sem framlem var með notkun gamma- geisla. Þetta afbrigði hefur styttri stör.gul og er þvi sterkara. Það gefur meira af sér og er ekki eins næmt fyr- ir áföllum sem fyrri plöntur. Annað afbrigði er á döfinni í Japan. Það þroskast erfðafræðing 40 dögum fyrr en móðuraf- brigðið, sem er mjög mikils- vert, þar sem hrísgrjónaupp- skeran fer þarna stundum undir snjó og eyðileggst. Eins munar það rfliklu á stöðum, þar sem hrísgrjón eru ræktuð þrisvar á ári á sama akrinum og kannski eitthvað annað á milli. Þessi tvö afbrigði eru unnin af vísindamönnum, sem starfa að okkar sam- hæfðu rannsóknum. í rann- sóknarstofunum 1 Vín gerum við undirstöðurannsóknir, og í mörgum Iöndum eru svo reknar stofnanir með vísinda- mönnum, sem hittast árlega og bera saman og samhæfa störf sín. Við höfum komið á samstarfi meðal vísinda- vísindamanna á þessu sviði í Ameríku, Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku og mynda þeir ráðgefandi nefnd fyrir alla starfsemina. Við höldum okkur engan veginn eingöngu við Asíulöndin. Við höfum t .d. afskipti af hveiti- og hrísgrjónarannsóknum í Suð- ur- og Mið-Ameríku og bygg- rannsóknum í Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. Samhæfing einstakra hópa er eins upp- byggð um öli verkefnin. Við veitum bara ekki styrki í Evrópu og Ameríku, aðeins samvinnu. Flogið yfir eldana í Viet Nam — Þú ferðast mikið í þínu starfi. Er ekki skemmtilegt að koma svn oft til Austur- landa? — Jú, ég ferðast mikið, eins og ég gerði reyndar hér heima. Þá fór ég þangað sem kornreitirnir okkar voru. Nú ferðast ég til tilraunastöðv- anna sem eru drefiðar á svæðum frá Indlandi til Túnis, 9 þeirra fást við hveiti rannsóknir og 7 við hrís- grjónarannsóknir. Þegar mað ur kemur í fyrsta skiptið í þessi lönd, vekur margt at- hygli manns. Svo fer þetta að verða eins og að skreppa austur að Gunnarsholti. Mað- ur fer með þotu að heiman einn daginn, er kominn næsta dag austur til Asíu og fer beint í störf þar. Þó kemur alltaf ýmislegt fyrir á ferða- lögum og margt að sjá. Ég fer stundum til Japan, Filipps eyja, Thailands og Formósu og svo til Indlands, Pakistan og Ceylon. Við erum að hugsa um að koma upp rann- sóknastarfsemi í Malasíu og einnig í Indónesíu, ef ástand- ið lagast eitthvað þar. Þar eru reyndar unnin á okkar vegum verkefni á sviði jarð- vegsfræði. Það var FAO, sem gert var útrækt úr landinu, ekki Kjarnorkustofnunin, svo það er ekkert því til fyrir- stöðu að við megum starfa í landinu. — Á sviði jarðvegsfræði höfum við líka starfsemi i Viet Nam. Það er bara ekki nokkur leið að fá sérfræðinga til að vinna þar sem er reynd- ar skiljanlegt meðan barizt er í landinu. Jafnvel er dá- lítið óhugnaniegt að fljúga yfir bardagasvæðin, eins og oft kemur fyrir, og horfa nið- ur á eldanna, sem sjást veL Aðalflugleiðin milli Bangkok og ManiJla fer yfir Pleiku og Quehnon og liggur yfir þjóð- veg 19, þar sem alltaf gengur eitthvað á. Og leiðin frá Hong Kong til Bangkok liggur yfir Danang. Ef flogið er í rökkri má sjá eldana og alltaf eru einhverjir reykjarmekkir á þessum slóðum, Friðrik og Guðrún frægust — Er nokkuð af íslending- um í þessum löndum? — Já, já, alls staðar eru íselndingar. Ég hitti t. d. tvær fjölskyldur á Filippseyj um. Þar vinna Einar Kvaran og Jakob Magnússon við fiski rannsóknir. í Bangkok eru 5 íslendingar, Ingvar Nielsson, verkfræðingur við frystivélar, og kona hans og svo 3 konur giftar útlendum mönnum. f Pakistan eru íslendingar og víðar. Ef ég veit af íslend- ingi, leita ég hann uppi. Og stundum rekst maður á landa óvænt. T. d. gekk ég einu sinni aftur í flugvél yfir Tyrklandi. Þar var farþegi að skrifa á póstkort og ljósið skein á ávarpsorðin: „Elsku mamma“. Þetta reyndist vera íslenzkur blaðamaður, Er- lendur að nafni, sem var á leið að hitta Kúrda. En stund um kemur lika fyrir að það fer framhjá manni, að ein- hver er landi. Fyrstu tvö ár- in sem ég var í Vín, sá ég um að setja upp rannsóknar- stofu í Júgóslavíu á vegum sérsjóðs Sameinuðu þjóð- anna. Seinna komst ég að því, að sá sem sá um þetta fyrir sérsjóðinn f New York var Björn Jóhannesson, en við höfðum unnið í mörg ár sam an í Búnaðardeild Atvinnu- deildarinnar hér. Á milli okk- ar fór ekki annað en nafn- lausar skýrslur, svo við viss- um ekki hvor um annan. — ísland kemur fyrir á ólíklegustu stöðum. Á Kýpur átti ég .d. einu sinni að kaupa leðurjakka fyrir konu mína. Ég var að leita að ein- um slíkum og fór að skoða úrvalið hjá kaupmanni. Þá sá ég að neðst á skinninu að inn an var mynd af hrútshaus og undir stóð „Iceland". Kvaðst kaupmaðurinn flytja skinn frá íslandi og búa til jakka úr þeim. Þau væru betri en skinnin af kindunum á Kýp- ur. Á Kýpur hitti ég íslenzka konsúlinn,* sem sagði að ég væri annar íslendingurinn, sem hann vissi um þar á ferð. — Þekkja menn í Austur- löndum nokkuð til íslend- inga? — Maður er oft spurður um herra ÓJafsson. Það er skákmaðurinn Friðrik Ólafs- son. Annar frægur íslending- ur er fegurðardrottningin frá Langasandi, hún Guðrún Bjarnadóttir, sem margir þekkja með nafnL Þetta virð- ist vera betur þekkt fólk en Snorri Sturluson eða Halldór Laxness. Og pá á ég við al- menning, fólk sem maður hittir á förnum vegi í þess- um löndum. Matvælasér- fræðingarnir þekkja þekkja allir Halldór Laxness, ekki síst fyrir það að hann var einn af þeim, sem skrifuðu undir skjalið varðandi her- ferðina gegn hungri. — Fjölskyldan getur bara ferðast með mér í Evrópu. Hitt væri of dýrt. Stofnunin kostar okkur heim í leyfi ann a ðhvert ár og svo komum við á eigin vegum á milli. Það er svo stutt að koma frá Vín. Þar þykir okkur gott að búa. Vínarborg er skemmtileg og maður hittir margt ágætt fólk. Við unum okkur vel þar. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.