Morgunblaðið - 03.07.1966, Page 12
12
MORGU NBLAÐIÐ
Sunnudagur 3. júlí 1966
Vigri GK 41 ketnur að landi með 150 tonn. Reykurinn á myndinni er frá bræðslunum binum
megin fjarðarins. (Ljósm. Mbl.: mf.)
ÞAÐ var fagurt og bjart
veður, þegar við lögðum af
stað frá Egilsstöðum áleiðis
til Seyðisfjarðar á laugar-
daginn í fyrri viku. Af
Fjarðarheiði var fagurt um
að litast yfir Héraðið. Lag-
arfljót hlykkjaðist grálitað
eftir Fljótsdalshéraði og
lengst til vinstri trónaði
Snæfellið eins og drottn-
ing, fagurt og tignarlegt.
Ofarlega Héraðsmegin stóð
gamall snjóbíll, sem augsýni-
lega var kominn mjög til ára
sinna. Hann mun hafa verið,
er hann var í broddi lífsins
notaður til að flytja fólk til
og frá Fornahvammi, yfir
Holtavörðuheiði, en síðar til
þess að flytja fólk yfir Fjarð-
arheiði eða þar til honum var
lagt þarna fyrir um það bil
tveimur árum. Við skoðuðum
þennan forngrip og leituðum
að merki hans, en okkur tókst
ekki að finna það, en fróðir
menn sögðu okltur að þetta
væri Citroen. í stað aftur-
hjóla voru á honum belti, en
framhjól hafði hann og skíði
undir þeim. Öllu lauslegu
hafði verið stolið úr honum og
við sannfærðumst um að hann
myndi fífil sinn fegri.
Vegurinn yfir Fjarðarheiði
var allsæmilegur. Á stöku
stað voru skaflarnir meðfram
veginum þó tvöföld hæð bif-
reiðarinnar, sem við vorum í
og flest öll aðvörunarskilti
meðfram veginum voru brot-
in eða brömlu'ð eftir ýturnar,
Sigurður Guðmundsson,
1. stýrimaður á Jörundi III.
sem rutt höfðu veginn. Ó-
skemmd skilti voru varla
fleiri en telja mætti á fingrum
sér, svo að végagerðin . á
þarna mikið verk fyrir hönd-
um að endurnýja skiltin, því
að vegurinn er á köflum
hættulegur og óforsvaranlegt
er að hafa hann ómerktan.
Seyðisfjörður er eins og
kunnugt er ákaflega mjór
fjörður og undravert er,
hversu flugmenn gátu lent þar
á dögum Katalínuflugbátanna,
a.m.k. finnst manni það ærið
bíræfið, þegar maður horfir
niður á fjörðinn ofan af heið-
inni.
Þegar í miðjum hlíðutn heið
arinnar fór hin kunna síldar-
lykt að gera vart við sig og
jókst hún við hvern metra,
sem neðar dró. Yfir kaupstaðn
um lá mistur úr bræðslunum,
svo að sums staðar í þorpinu
naut ekki sólar þótt skafheið-
ríkt væri. Sjórinn var spegil-
sléttur og reykurinn úr bræðsl
unum speglaðist í haffletinum.
Söltun var ekki hafin, svo að
friðsælt var á staðnum, sölt-
unarfólkið vart komið, og hið
eina sem minnti á síld voru
bræðslurnar, lyktin, au'ð sölt-
unarplönin og nokkrir síldar-
bátar, sem voru að landa.
Við Síldarverksmiðju ríkis-
ins lá Jörundur III RE 300, og
var verið að landa úr honum.
Þegar við komum þar að
stendur 1. stýrimaður, Sigurð-
ur Guðmundsson, í sjógalla og
er að moka úr lestinni. Við
köllum á hann og hann kemur
og rabbar við okkur, fer úr
sjóstakknum og segir um leið:
— Það er nú meiri bölvaður
hitinn! Og hann hlær.
— Hvað eruð þið með mikið
af síld?
— Þetta eru um 320 tonn,
sem við fengum SAaA.
— Og í hve mörgum köst-
um fenguð þið þetta?
— í seinasta kastinu fengum
við 240 tonn, sem telja má
með beztu köstum. Afganginn
fengum við í þremur köstum.
Annars hefur verið mun betra
að eiga við síldina nú en oft
áður.
— Hvað eruð þið búnir að
veiða mikið alls til þessa?
— Með þessu mun þáð vera
um 1700 tonn, og erum við
búnir að vera á veiðum í rúm-
an mánuð.
— Er skipshöfnin öll reyk-
vísk? _
— Ég er úr Reykjavík, en
helmingur áhafnarinnar eru
Vestfirðingar. Skipstjórinn er
t.d. Vestfirðingur, Magnús
Guðmundsson, segir hann um
leið og hann bregður sér upp
í brú.
Við síldarverksmiðjuna liggja
þrír bátar og einn er að koma
hlaðinn að landi, Vigri GK 41.
Snaggaralegur maður á blárri
skyrtu, þunnhærður og með
sólgleraugu kemur frá borði.
Þetta er skipstjórinn, Gísli Jón
Hermannsson, og vi'ð spyrjum
hann, hvar hann hafi fengið
þessa síld, og hann svarar:
— 120 mílur í austur og
þetta eru um 150 tonn.
— Hafið þið veitt vel, það
sem af er?
— Já, blessaður, þetta er
svona sæmilegt.
— Svo að þú e*t ánæg'ður
með lífið?
— Ja, þú getur sagt þeim
það fyrir sunnan, að síldar-
verðið sé til háborinnar
skammar, það sé allt of lágt
og saltsíldarverðið líka, segir
hann um leið og hann stekkur
um borð aftur til þess að færa
skipi'ð að öðrum löndunartækj
um, þar eð komið hafði í ljós.
að þau er hann var lagstur við
voru ekki í lagi.
Okkur er nú litið út á fjörð-
inn og sjáum við þá, hvar bát-
ur kemur siglandi inn. Hann
virtist vera með mikla síld
því að hann er æði djúp-
skreiður. Við bíðum átekta,
en þegar hann gerir sig lík-
legan til þess að landa hinum
megin við fjörðinn, er ekki
um annað að ræ'ða, en að
flýta sér yfir að Síldarverk-
smiðjunni Hafsíld hf. Þegar
þangað kemur, kemur í ljós
að báturinn er Ásbjörn RE
400.
Það stirnir á síldina í bátn-
um og forvitnir áhorfendur
safnast saman til þess að dást
að þessum fagurgljáandi fisk,
sem nú á að fara að landa.
Löndunartækin eru sett í
gang og skipverjar standa í
síld upp að mitti og moka
henni að löndunartækjunum,
og nú bregður fyrir roða á
hvítgljáandi kösinni. Okkur
er tjáð að skipstjórinn hafi
brugðið sér í land til þess að
síma suður, svo að við höldum
í humátt að næstu byggingum,
þar sem við hittum samanrek-
inn, snaggaralegan mann í blá
köflóttri skyrtu. Hann segist
heita Halldór Benediktsson og
vera skipstjóri á Ásbirni.
— Okkur er tjáð að þið haf-
ið verið í vaðandi síld?
— Já, í fyrsta sinn í tvö-ár
hef ég séð' síld vaða. Það hef
ég ekki orðið var við sfðap í
hitteðfyrra, þá bar það við
einn dag.
— Og var mikið af síld
þarna?
— Já, það var mikið af síld,
en hún var dálítið smá og þar
af leiðandi ekki söltunarhæf,
en fitumagnið er alltaf að auk
ast að því er ég held.
— Er ekki spennandi að
vera á sildveiðum, þegar síld-
in veður?
— Það er ef til vill ekki
mikið. meiri spenningur fyrir
okkur skipstjórnarmennina,
sem sjáum þetta alltaf á tækj-
unum, en fyrir allan mann-
skapinn er þetta a'ð sjálfsögðu
miklu skemmtilegra.
— Eruð þið ekki með afla-
hæstu bátum?
— Á síðustu skýrslu vorum
við í áttunda sæti, en nú er-
um við með tæp 2100 tonn, þ.
e. a. s. um 21.000 tunnur.
— Kanntu betur við að
telja aflann í tonnum, eins og
nú er gert?
Framhald á bls. 21
Gísli Jón Hermannsson,
skipstjóri á Vigra.