Morgunblaðið - 03.07.1966, Page 21
SunnuÆagur §. Jfftf 1§8®
MORGU NBLAÐIÐ
21
- Ölfusborgir
Framhald af bls. 23
þóknun sinni á verunni í-
Ölfusborgum.
! — Hér er yndislegt að vera.
Kyrrðin er einsfcök, þrátt
fyrir alla umferðina hér fyr-
ir neðan, og útsýnið dásam-
legt í góðu skyggni.
Húsin eru hifcuð upp með
Ihveravatni, sem leitt er frá
borholum í Hveragerði, og
íhúsveggirnir eru vel einangr-
aðir, enda hlýtt og notalegt
inni, þrátt fyrir dumbung og
kalsaveður úti. Erlendur um-
sjónarmaður kvað alla vera
sammála um það, að Sig-
valdi Thordarson arkitekt
Ihefði unnið afrek með teikn-
ingum að orlofsheimilum, sem
sameina snoturlegt útlit og
gjörnýtingu gólfflatarins að
innan.
Frú Þórdís Eggertsdóttir
kona Björgvins Jónssonar
vörubílstjóra býr í húsi nr.
y 21, ásamt þremur börnum
sínum.
UTI GRILL
Nú geta allir „GRILLAГ, úti á svölum,
úti í garði eða úti í sveit.
Við höfum fyrirliggjandi 2 gerðir af
18 tommur
23 tommur
BAR-B-Q BRIQUETS
(RRÚNKOL)
sem eru sérstaklega fyrir „ÚTI GRILL“.
„ÚTI GRILLUM“:
ö
Við höfum einnig
— Það er indaelt að vera
hér á Ölfusborgum, segir Þór
dís, — það er eýis að vera
heima hjá sér, nema ann-
irnar eru minni og hvíldin
meiri.
Erlendur vekur athygli okk
ar á því, að á Ölíusborgum
vaeri til öll nauðsynleg áhöld
fyrir heimilin, jafnvel borð-
búnaður og sængurföt, þann-
ig að dvalargestir þurfa ekk-
ert að færa með sér til heim-
ilanna.
Það er oft gestkvæmt hjá
dvalargestunum, sem sjá má
m.a. af því, að Björgvin vöru
bílstjóri hefur brugðið sér til
Reykjavíkur til að sækja
gesti. Auk þess koma þarna
oft í heimsókn vinir og skyld
menni dvalargesta, Þórdís
tjáir okkur að þau hjónin
hafi orðið að bíða tiltölu-
lega skamman tíma eftir
dvölinni á Ölfusborgum og
fengið húsið einmitt þá viku
sem þau helzt kusu.
— Ég er ekki viss um að
fólki sé nógu vel kunnugt
Nýkomið
Amerískir GREIÐSLU SLOPP AR
BLÚSSUR mikið úrval.
PEYSUR úr ull, ódelon og bómull.
Einnig ljós CRIMPLENE PILS.
Hatfabúð Reykjavíkiir
Laugavegi 10.
Landssamb. veiðifél.
gerir ýmsar ólyktonir
LANDSSAMBAND veiðifélaga
héit aðalfund' sinn í Borgarnesi
25. júní sl. Rædd voru ýms mál
varðandi lax- og silungsveiði, og
Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri,
flutti erindi um ástand og 'horf-
ur í fiskeldismálum. Fundurinn
gerði ályktanir um ákvæði í
frumvarpi um breytingar á lax-
veiðilögunum, sem lagt var fyrir
eíðasta Alþingi, varðandi hátt á
skaðabótagreiðslum og sam-
þykkti tillögu um að skora á Al-
þingi að taka upp ákvæði um
fiskræktarsjóð í frumvarpið. Þá
var samlþykkit að.beina tilmælum
til ríkisstjórnarinnar um að láta
endurskoða lagaákvæði um meng
wn á vatni og setja strangari og
ákveðnari reglur um meðferð úr-
gangsefna frá mannabústöðum
eg iðjuverum. Ennfremur var
•amiþykkt ályktun um fiskeldis-
nái og berkt á mikilvægi eldis
lax og silungs fyrir fiskrækt í
landinu. Þar er þess getið, að
laxfiskaeldi sé á bernskuskeiði
hér á landi og þurfi eðlilega
nokkurn tíma til að mótast. Fisk-
eldi sé margþætt og þurfi því
að vanda vel ti! við undirbúning
eldisstöðva. Nú þegar hafi komið
fram, að mikilsmegi vænta af
fiskeldinu. Lagði fundurinn á-
herzlu á nauðsyn þess, að hið
opinbera styðji og styrki upp-
byggingu lax- og silungseldis í
landinu með ráðum, sem að
mestu gagni komi fyrir fiskeldið,
m. a. með því að veita hagkvæm
lán til fiskeldisstöðva.
Stjórn Landssambands veiði-
félaga var endurkjörin, en í
henni eiga sæti þeir: Þórir Stein-
þórsson, fyrrv. skólastjóri, Reyk-
holti, formaður, Hinrik Þórðar-
son, Útverkum og Óskar Teits-
son, Víðidalstungu.
X
Það er mikið að gera um borð í Jörundi III, er löndun stendur
sem hæst.
um orlofsheimilin og þann
góða anda, sem hér ríkir
segir Guðmundur Þórðarson
bókbindari, er við hittum
hann og fjölskyldu hans í
húsi nr. 13.
Hann heldur áfram:
— Ég gæti nefnt dæmi til
stuðnings, en staðreyndin er
sú, að alltof fáum er kunn-
ugt um, að hér við Hvera-
gerði fyrirfinnist staður sem
þessi.
Erlendur Guðmundsson
tekur í sama streng. Hann
segir að fyrir hafi komið, að
menn hafi lagt leið sína upp
að Ölfusborgum til að for-
vitnast um „til hvers þessi
undarlegu hús væru eigin-
lega.“
— Finnst ykkur ekki
þröngt um ykkur, þegar
slíkur fjöldi gesta er hér sem
raun ber vitni nú?
— Nei, alls ekki. Þrátt við
nábýlið allan þennan hóp lif
um við hér eins og í einangr-
im. Það stafar af þeim góða
sambýlisanda, sem hér ríkir
og ef til vill einnig því, að
bifreiðum er ekki leyft að
aka um „þorpið“, sem er
nauðsynleg ráðstöfun vegna
allra þeirra barna, sem hér
dvelja að jafnaði.
— Hvað gerið þið ykkur
helzt til dundurs hér í Ölfus-
borgum, Guðmundur?
— Við liggjum í sólbaði
þegar yel viðrar, eða göng-
um á Reykjafell, en það er
hæfileg fjallganga fyrir menn,
sem hafa miklar innisetur.
Það kemur fram í rabbi
okkar, að Reykjafell er kennt
við Reyki í Ölfusi, sem varð
ríkisjörð á sínum tíma fyrir
tilstilli Jónasar Jónssonar á
Hriflu, en það auðveldaði all-
ar framkvæmdir, þegar or-
lofsheimilunum var valinn
staður að Ölfusborgum, að
því er Erlendur tjáði okkur.
Á leiðinni frá Ölfusborg-
um að 'Hveragerði skýrir Er-
lendur frá aðdraganda og
framkvæmdum við uppbygg-
ingu orlofsheimilanna og seg-
ir að lokum:
— Ég tel brýna nauðsyn
bera til að koma á fót fleiri
orlofsheimilum víðar lun
land. Þegar hefur verið stig-
ið spor í rétta átt, þar sem
aukning orlofsheimilasjóðs
við síðusfcu samninga atvinnu
rekenda og verkalýðsfélag-
anna. Valdahafarnir hafa
sýnt þessum málum skilning
og velvild, og vonandi rísa
staðir á borð við Ölfusborg-
ir um land allt á vegum allra
verkalýðsfélaga á komandi ár
um.
e.t. —
-------------------------,----
Sildin
Framhald af bls. 12
— Það var skrítið fyrst, en
þetta venst. Réttast er auðvit-
að að telja hann í tonnum, því
að þetta er vigtað hvort eð er.
Einnig hefur mönnum komið
saman um að hætta ví$ málin,
þar eð ekki var samkomulag
um, hve mikið ætti að vera í
hverju máli.
— Hvenær fóruð þið í þessa
veiðiferð?
— Við fórum aðfaranótt
mánudagsins. Við lönduðum
320 tonnum í Síldina, svo við
erum búnir að vera úti í tæpa
viku og höfum í þessari ferð
veitt um 500 tonn. Nú kom-
um við með að landi um 200
tonn.
— Er ekki mikill munur á
að geta losnáð við aflánn á
staðnum, þ. e. a. s. í skip?
— Það er gott að geta losn-
að við aflann, það sparar stím-
ið inn á hafnirnar, sérstaklega
þegar veiðisvæðin eru svo
langt í burtu sem nú.
— Hvar veidduð þið þetta?
— Það var 130 mílur AaS
frá Dalatanga.
— Og hvenær ætlið þið út
aftur?
— Skipið fer út aftur, þegar
búið er að landa. Ég fer hins
vegar ekki með skipið nú. Ég
ætla að taka mér örlítið frí,
maður verður líka að lifa,
sagði Halldór brosandi um
Halldór Benediktsson,
skipstjóri á Ásbirni.
leið og við kvöddum hann.
Og nú höldum við aftur af
stað yfir Fjarðarheiði. Það er
orðið nokkuð áliðið dags og
sólin er brátt áð hverfa af
kaupstaðnum. Það kvöldar
fljótt inni á þessum mjóu
fjörðum Austfijarða. Við höld-
um á brattann og við, sem
aldrei höfum dregið bein úr
sjó, svo að heitið geti, erum
fullir aðdáunar eftir að hafa
rætt við hina dugmiklu full-
trúa íslenzkrar sjómannastétt-
ar. —
— mf.
Peking — Kínastjórn hefur til-
kynnt að fjöldi skipa liggi nú við
festar í höfnum þar í landi þess
albúin að sækja suður til
Indónesíu tugþúsundix kín-
verskra borgara sem að sögn
fréttastofunnar „Nýja Kína“
búa þar við sult og seyru, hund-
eltir og ofsóttir. í mótmælaorð-
sendingu Kínastjórnar vegna
þessa segir að Kínverjar hafi
þegar beðið Indónesíustjórn að
senda heimleiðis alla Kínverja
sem í landinu séu ellegar heimila
kínverskum skipum að koma að
sækja þá og allar fullyrðingar
Indónésíustjórnar um að Kin-
verjar í Indónesíu óski engan
veginn að hverfa heim sagðar
'hreinn, uppspuni.