Morgunblaðið - 03.07.1966, Side 28

Morgunblaðið - 03.07.1966, Side 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 3. júlí 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER arfullum töfrum, nálgaðist éf pallinn þar sem líkið lá. Mað- urinn fletti ábreiðunni frá, svo að andlitið kom í ljós. Það var bjart í dauðanum, og yngra en mér hafði sýnzt kvöldinu áður. Ég sneri mér frá. — Þakka yð ur fyrir, sagði ég við leiðsögu- manninn. Ég tilkynnti hinum, að kon- urnar hefðu kannazt við fötin. Hann þakkaði þeim enn einu sinni. ^ — Ég get búizt við, sagði ég, — að þessar dömur þurfi kannski að koma til frekari yf- irheyrslu. En við leggjum af stað ti’l Napólí sennipartinn á morg- un. Maðurinn skrifaði þetta hjá sér til minnis. — Ég býst ekki við, sagði hann, — að við þurf- um frekar á þeim að halda. Við höfum nöfn þeirra og heimilis- föng, ef I það fer og svo vil ég óska ykkur öllum góðrar og ánægjulegrar ferðar. Ég hefði getað svarið, að hann deplaði augunum glettnislega eftir þessi orð, en þó ekki ' til þeirra heldur til mín. " — Hefur nokkuð orðið víst um, hver sú myrta er? spurði ég. Hann yppti öxium. — Það eru mörg hundruð af þessu tagi, sem koma inn í borgina utan frá. Það er erfitt að hafa reiður á þeim. Hún var með engin verð- mæti á sér. Morðinginn getur hafa verið annar flækingur, sem hefði þurft að hefna sín, eða þá bara umrenningur, • sem hefur gert þetta að gamni sínu. Við náum í hann. Þá vorum við afgreidd. Við gengum út og yfir húsagarðinn, út í leigubílinn. Ég kom þeim fyrir í bílnum. — Til Enska Te- hússins, sagði ég við ekilinn. Ég leit á úxið mitt. Ég hafði reiknað okkur tímann rétt. Skjól stæðingar mínir gátu setzt fyrir og fengið sér tebolla, áður en hópurinn kæmi. Þegar við kom- . um, borgaði ég eklinum og fylgdi konunum in í Tehúsið. Ég kom þeim fyrir við borð úti í horni. — Jæja, mínar dömur, sagði ég. — Nú getið þið hvilt ykkur. Ég fékk ekkert svar uppá vin- gjarhlega brosið fnitt, nema of- urlitla höfuðhreyfingu, sem vart var sýnileg. Ég gekk út og inn á bar nokk- urn við Via Condotti. Ég varð að hugsa mig um. Ég sá enn fyrir mér arnarnefið, sem dauð- inn hafði gert enn hvassara, á myrtu konunni. Og myrt var hún vegna þess, að ég hafði stungið tíu þúsund lírum í hönd ina á henni. Nú var ég orðinn alveg viss um, að mér hefði ekki skjátlast. Það hafði verið einhver kunnug- leiki í augunum á henni, kvöld- inu áður, og hún hafði kallað Beo, þegar ég hljóp yfir götuna. Ég hafði ekki séð hana í meira en tuttugu ár, en þetta var áreið anlega Marta. 3. kafli. Þegar lögreglumennirnir voru að spyrja kennslukonurnar — þá'hefði ég átt að kveða upp úr. Ég hafði tækifærið. Þeir höfðu spurt, hvort við hefðum tekið eftir konunni, þegar við komum aftur úr ferðinni, hvort hún hefði enn verið á tröppunum. Þetta hafði verið stundin. „Já“, hefði ég átt að segja. „já, ég gekk þangað aftur og þá var hún þar enn og ég gekk til hennar og stakk tíu þúsund lírum í hönd- ina á henni.“ Ég gat rétt hugsað mér undr- unina í spurningu lögreglu- mannsins: — Tíu þúsund líra seðil? — Já. — Hvað var klukkan þá? — Rétt yfir miðnætti. — Sá nokkur af hópnum yð- ur? — Nei. — Voru þetta yðar eigin pen- ingar, eða voru þeir eign Sól- skinsferða? — Það var nýbúið að gefa mér þá. Fyrir væntanlega þjón- ustu. □---------------□ 6 □---------------D — Þér eigið við sem vikafé? — Já. — Var það frá einum af ferða mannahópnum? — Já. En ef þér spyrjið hann um það, þrætir hann fyrir það. Þá hefði lögreglumaðurinh beðið konurnar að víkja sér til hliðar. Og spurningunum hefði haldið áfram, með enn meiri ýtni. í fyrsta lagi hefði ég aldrei getað leitt vitni að því, að ein- mana trosverji hefði gefið mér þessa peninga og beðið mig að koma í herbergi sitt, heldur hefði ég orðið í vandræðum að sanna tilgang minn með því að gefa peningana aftur, þannig að lögreglumaður hefði fundið vit út úr því. Það var yfirleitt ekki vit að finna út úr neinu. — Þér sögðust hafa minnzt altarisbríkur, sem þér voruð hræddur við á barnsaldri? — Já. — Og þessvegna ákváðuð þér að stinga peningunum í hönd- ina á óþekktri konu? — Þetta gerðist svo fljótt, að ég hafði engan tíma til að hugsa mig um. — Ég vil meina, að þér hafið aldrei verið með tíu þúsund líra seðil í "higu yðar og séuð nú að koma með þessa sögu, af bví að þér haldið, að það gæti gefið yður einhverskonar fjarveru- sönnun. — Fjarverusönnun frá hverju? — Frá morðinu sjálfu. Ég borgaði drykkinn og gekk út á götuna. Það var farið að rigna. Regnhlífar þutu upp eins og gorkúlur, til hægri og vinstri. Stúlkur með slettótta fótleggi rákust á mig. Skemmtiferða- menn, sem rigningin hafði kom- ið að óvörum, hnipruðu sig ínn í húsadyr. Kerlingunum mínum var óhætt inni í tesalnum, og í svona veðri, sem hafði verið yf- irvofandi allan seinni partinn, mundi hr. Hiram Bloom hafa safnað saman hjörð sinni að bílnum hjá Beppo. Ég bretti upp kragann, dró hattinn niður í augu og smaug áleiðis til skrifstofu Sólskins- ferða. Klukkan var langt geng- in fjögur og ef heppnin væri með, mundi Giovanni, kunningi minn verða kominn að skrif- borðinu sínu, enda þótt honum hætti til að teygja úr eftirmið- dagshléinu. Heppnin var með mér. Hann var á sínum vana- stað í horninu lengst í burtu og að tala í hinn óumflýjanlega síma. Hann sá mig, lyfti hendi í kveðju skyni og benti mér á stól. Skrifstofan var tiltölulega manntóm — aðeins nokkrir ferða menn voru að víxla peningum og láta panta fyrir sig herbergL Það var þetta venjulega. Giovanni lagði frá sér símann,- heilsaði mér með handabandi og brosti. — Átt þú ekki að vera í Napólí? sagði hann. — Nei, hvernig læt ég.....það er ekki fyrr en á morgun.......þú ert heppinn og hópurinn þinn líka. Róm hríðversnar með hverjum deginum. Hafið þið haft góða ferð? — Svona nokkum veginn. Ég er ekki neitt að kvarta. ístrur og tros — ósköp viðkunnanlegt allt saman. — Fallegar stelpur? Orðsending til HUDSON viðskiptavina Fram til þessa hafa vegna leyfatakmarkana, aðeins verið seldar tvær tegundir perlonsokka, sem hafa líkað sérstaklega vel. Teg. 50/30 den. Teg. 53/60 den. Vegna síaukinnar eftirspurnar á HUDSON-sokkum og þar með auknum leyfum, getum við nú boðið neðangreindar nýjar gerðir: Teg. 31, Áferðarfallegir sokkar, með tvöföldum sóla. Sérstaklega ætlaðir fyrir ungu stúlkurnar. Teg. 35, STRETCH-sokkar í þrem stærðum, sem falla vel að fæti. Teg. 51/30 den. Sokkar með sléttri lykkju, sérstakri crepfit, og ótrúlega tey gjanlegir. Litir: sumartízkuliturinn Solera, Bronze og Antelope. HUDSON-sokkarnir eru nú framleiddir í 14 verksmiðjum, í Vestur-Þýzkalandi, Svíþjóð, U.S.A. og Japan. Þeirra gífurlega sokkaframleiðsla og sala, er vegna þess að ein- göngu er framleidd úrvalsvara, en verði stillt í hóf. ÁFERÐARFEGURÐ - MARGFÖLD ENDING Heildsölubir gðir: DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. HF. sími 24-333.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.