Morgunblaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 2
I 2 MOKGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. júlí 1966 Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um blððstreymisfræði haídin hér tlm 100 erlendir visinda- og fræbimenn munu sækja hana viðs vegar að úr heiminum FYRSTA alþjóðlega ráðstefan varðandi blóðstreymisfræði (Hemorh'eology) hefst hér í Rvík í hátíðarsal Háskóla íslands nk. sunnudag kl. 3. Hana munu sitja um 100 sérfræðingar á einhverju sviði blóðstreymisfræðinnar, og eru þeir frá um 12 löndum, svo sem Japan, Ástralíu, fsrael, Frakklandi, Þýzkalandi, ítalíu, Svíþjóð, Bandaríkjum og Kan- ada en öll þessi lönd eiga fræði- menn, sem standa mjög framar- lega á þessu sviði. Eins og áður segir verður ráð- stefnan sett á sunnudag kl. 3 stefnan sett á sunnudag kl. þrjú með því að Ólafur Bjarnason prófessor, formaður ráðstefnunn- ar fyrir hönd íslands, flytur setn- ingarávarp. Þá munu Ármann Snævar rektor, og Gylfi Þ. Gísla- son bjóða hina erlendu gesti vel- komna, og dr. Ásmundur Brekk- an flytur ávarp. Þá flytur pró- fessor A. L. Copley frá Banda- ríkjunum, formaður ráðstefnunn- ar, ræðu, en síðan munu tveir erlendir sérfræðingar flytja fyr- irlestur. ísfirzkar slysa- vornokonur ó ferðalagi ÍSAFIRÐI, 8. júlí. — Kvenna- deild Slysavarnafélagsins á ísafirði fór í 8 daga skemmti- og kynnisferð um Norðurland dagana 21.—28. júní. Tóku 46 konur þátt í ferðinni Fararstjóri var formaður deiidarinnar, Sig- ríður Jónsdóttir Farið var með Djúpbátnum á Melgraseyri og nutu konurnar góðrar fyrirgreiðslu Djúpbátsins h.f. Var síðan ekið norður í land, farið víða um Norðurland, höfð nokkur viðstaða á Akureyri og heimsótt þar Kvennadeild Slysa- varnafélagsins. Síðar var farið að Mývatni, Dettifossi og Ás- byrgi og heimsótt kvennadeild- in á Húsavík. Konurnar fengu hið fegursta ferðaveður og róma þær mjög móttökur allar og gestrisni, sem þær nutu í ferðinni, ekki sízt hjá systradeildunum og í Hús- mæðraskólanum á Akureyri. — HT. Ráðstefnan mun standa dag hvern fram á laugardag frá kl. 9 árdegis til 4.15, og munu þar fjölmargir erlendir sérfræðingar flytja erindi um ýmsa þætti blóðstreymisfræðinnar. V e r ð a fyrirlestrarnir og fyrirlesararnir samtals um 65 að tölu, og eru þeir fluttir á ensku, frönsku og þýzku. Ráðstefnunni verður slit- ið á laugardagsmorgun hinn 19. júlí, en þá munu um 10 sérfræð- ingar, er ráðstefnuna sóttu, segja álit sitt á árangri hennar. í tilefni ráðstefnunnar hefur verið skipuð sérstök fram- kvæmdastjórn, og eiga í henni sæti 11 þekktir erlendir sérfræð- ingar á þessu sviði. Einnig hefur verið skipuð eins konar staðar- framkvæmdastjórn, sem í eiga sæti fimm íslenzkir læknar, þeir prófessor ólafur Bjarnason, Ás- mundur Brekkan, Tómas Jóns- son, Sigmundur Magnússon, pró- fessor, og prófessor Sigurður Samúelsson. Á hinn bóginn eiga engir íslendingar sæti á þessari ráðstefnu, nema sem áheyrnar- fulltrúar, þar sem þessi fræði- grein er ekki Stunduð hér, svo heitið geti. Fréttamönnum gafst í gær kostur á að ræða stuttlega við tvo af helztu frumkvöðlum þess- arar ráðstefnu, bandarísku pró- fessorana Copley, sem fyrr er getið, og G. Bugliarello. Þeir sögðu að á þessari fyrstu alþjóð- legu ráðstefnu varðandi blóð- streymisfræði myndu mætast fremstu visindamenn á þessu sviði alls staðar að úr heiminum. Viðfangsefni þeirra væru rann- sóknir á aflögun og skemmdum í blóði og æðum, streymiseigin- leikum blóðsins og á æðaveggj- um. Þetta svið, sem væri kallað blóðstreymisfræði, væri hluti af lífeðlisfræði, og aðgreint í ýmsa þætti. Hin mikla fjölgun þeirra, sem fengjust við rannsóknir á sviði blóðstreymisfræðinnar f y r i r þessa aðila til þess að skiptast á skoðunum og hugmyndum. Ástæðan fyrir því að ísland hetfði orðið fyrir valinu, sem vettvangur fyrstu alþjóðlegu ráð- stefnunnar á þessu sviði, sögðu þeir vera þá, að fsland lægi landfræðilega mjög vel við — mitt á milli Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu, en þar mætti segja að væru aðalstöðvar þess- ara rannsókna. Áður en ráðstefnan hefst munu verða haldnir tveir fundir með hinum aliþjóðlegu sérfræðingum, þar sem alþjóðasamband í blóð- streymisfræði verður skipulagt. UM hádegi í gær voru frem- ur grunnar Iregðir við landið, önnur fyrir vestan það og olli suðlægri átt og skúra- veðri suðvestan lands, eins fyrir norðan og réði fyrir vestanátt á Noiðurlandi með bjartviðri víðast hvar. Síðdegis var 18 stiga hiti á Akureyri, en víðast á land- inu 10—14 stig. í dag mun verða vestlæg átt um suunanvert landið, bjart með köflum, en sums staðar smáskúrir. Tilgangur sambandsins verður sé að gangast fyrir víðtækri þekk- ingu á blóðstreymisfræði. Mark- miði þessu á að ná með aliþjóð- legum ráðstefnum, sem þessari er hér fer nú 4ram, þar sem sér- fræðingarnir geta skipzt á hug- myndum og skoðunum, og þar sem verðlaunaðar verða með svo- kallaðri Poiseuille-orðu (Poiseu- ille var franskur visindamaður á 19. Öld, sem gerðist einn af frumkvöðlum rannsókna á sviði blóðstreymisfræði), þeir sem gert hafa merkar rannsóknir. Verður hún veitt í fyrsta sinn á ráð- stefnunni hér. Hann mun hljóta Robin FáhraeuS prótfessor við Uppsalaháskólann, en orðan er úr 18 carada gulli, eftir teikningu Nínu Tryggvadóttur (Hún er gift prófessor Copley). Þeir Copley og Bifgiarello skýrðu að lokum írá því, að slík- ar alþjóðlegar ráðstefnur yrðu eftirleiðis haldnar þriðja hvert ár, og verður hún næst haldin í Frakklandi 1969, en þá eru ein- mitt liðin 100 ár frá láti Poiseu- ille. Thant flytur ræðu sína í hátíðasal Háskólans. „Taka þarf upp ný viðhorf jafnvel nýja heimspeki, eigi að bjarga heiminum44, sagði I) Thant, framkvæmdastjóri S.þ., í fyrirlestri sínum í gær U THANT, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti síðdegis í gær fyrirlest- ur í Hátíðasal Háskólans, á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna. Fundarsalurinn var þéttset inn, og komust færri að en vildu. Meðal gesta voru for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, utanrík- isráðherra, Emil Jónsson, og menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, auk ýmissa sendi manna erlendra ríkja. í upphafi bauð Ármann Snævarr, háskólarektor, U Thant velkominn, og kynnti hann fyrir gestum, en eins og kunnugt er, tók U Thant við istarfi framkvæmdastjóra samtakanna 1961. í kynningu sinni beindi há- skólarektor m.a. þessum orðum að fyrirlesaranum: „Heimur okkar þarfnast í dag, á tímum ófriðar og sundurlyndis, yðar — manns, sem hefur djúpan skiln- ing til að bera“. 1 upphafi fyrirlesturs síns sagði U Thant: „Það er mér mikil ánægja að heimsækja ísland í boði ísl. ríkisstjórnarinnar, og fá tækifæri til að ræða nokkuð skoðanir mínar á starfi Samein- uðu þjóðanna og félags samtak- anna hér. Ef við lítum á sáttmála sam- takanna, þá kemur í ljós, að um eitt höfuðmarkmið er að ræða — frið. Þannig var því lýst á 1. siðu sáttmálans, er hann var gerður fyrir 21 ári“. Síðan vék U Thant að þvi, að heimurinn hefði á þessari öld orðið vitni að tveimur stórstyrj- öldum og takmark S.Þ. væri að koma í veg fyrir, að komandi kynslóðir þyrftu að upplifa ógn ir styrjaldartíma. S.Þ. hefðu að vísu ýmis önn- ur markmið: tryggingu mann- réttinda, efnahagsframfara, góða sambúð ríkja og önnur sk/id mál, en friður væri grundvöllur þess, að hægt væri að vinna að framgangi þessara stefnumála. Því dyldist engum, að S.Þ. yrðu að stefna að því að sam- ræma stefnumál og aðgerðir ein stakra meðlimaríkja, þannig að friður og framfarir fylgdu í kjöl farið. Hér væri þó um mikið starf að ræða, því að stjórnir 32 manna áætiunar híil til Djúp u víkur í GÆB kom í fyrsta skipti 32 manna áætlunarbíll til Djúpuvík ur í Árneshreppi í Strandasýslu. Voru með honum kvenfélagskon- ur úr kvenfélaginu „Gieym mér ei“ í Grundarfirði. Voru þær í skemmtiferð um Strendur. Er þetta í fyrsta skipti, sem svo stór bifreið kemur norður í Djúpuvík. Þegar blaðið átti í gær stutt sarntal við Ásgeir Krist mundsson, vegaverkstjóra í Strandavegi skýrði hann svo frá að vegurinn nor’ður í Djúpuvík væri nú orðinn vel fær. Hefur undanfarið verið unnið að því að brúa ár á veginum og bera ofan í hann. En eins og kunnugt er var vegurinn ruddur úr Veiði- leysu til Djúpuvíkur í fyrrasum- ar. Ríkir mikil ánægja nyrðra með þessar vegaframkvæmdir. þeirra 117 ríkja, sem nú eiga aðild að samtökunum, hefðu í mörgu óskyld sjónarmið. „Ef bjarga á heiminum“, sagði U Thant, „þá er því nauðsyn- legt að taka upp ný viðhorf — jafnvel nýja heimspeki. Mann- kynssagan er nú um einnar milljón ára gömul. Á þessu tíma bili hefur maðurinn unnið mörg afreksverk, á sviði trúmála, vís- inda og lista. Allt þetta starf er nú í hættu. Þetta er höfuð- vandamál heimsins í dag. Það ber þvi brýna nauðsyn til, að allir geri, sér grein fyrir því, að breyting verður að koma til. „Hvernig á þessi breyting að verða?“ spurði aðalritarinn síð- an. Um langt skeið var trúimála afstaða orsök deilna og baráttu. Hins vegar hefur komið í ljós, að þjóðir, sem aðhyllast mismun andi trúarbrögð geta lifað sam- an í bróðerni. í heiminum rík- ir nú stefna umburðarlyndis í trúmálum. Nú vantar hins vegar hlið- stæðan skilning á sviði stjórn- mála. Heiimurinn þarf að breyt- ast í eitt samfélag — og mörg merki þess, að þar stefnir í rétta átt, má þegar merkja. Sjálfur er ég lýðræðissinni, og mótfallinn einræðisöflum. Ég tel lýðræðið eina rétta þjóð félagskerfið." Síðan vék ræðumaður að þeim sífelldu breytingum, sem eiga sér stað í heiminum, og sagði m.a.: „Öll þjóðfélagskerfi eru breytingum undirorpin, þau breytast frá degi til dags. Komm únismi og kapítalismi, eða hverj um nöfnum menn vilja r.efna mismunandi skipulagskerfi, eru önnur í dag enn í gær. Hins vegar vildi ég, þar eð ég er sjálfur gamall skólamaður, riefna, að á Vesturlöndum, eða í tækniþjóðfélögum, er öll áherzla lögð á tæknirnenntun, Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.