Morgunblaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 9. júlí 1966
OBSERVER:
HVERS VEGNfl?
Eftir
Gavin Voung
Reyksúlan eftir árásina á oliubirgðastöðvarnar við Hanoi steig
35000 fet til himins.
HINAR HÖRBU sprengjuárásir
Bandaríkjamanna á N-Vietnam
í síðustu viku hafa óhjákvæmi-
lega vakið spurningar meðal
manna, beggja vegna Atlants-
hafsins, varðandi hernaðaráætl-
un þeirra og stjórnmálaleg
markmið.
Gavin Young, sem verið hefur
fréttaritari Observer í Vietnam
sl. ár, en e^nú nýkominn aftur
til Bretlanus, svarar nokkrum
þessara spurninga í viðtaii sem
hér fer á eftir.
— Hvers vegna hafa Banda-
ríkjamenn skyndilega gert
sprengjuárásir á Hanoi og
Haiphong núna? Við höfðum
verið vanir að heyra að sprengju
árásir á N-Vietnam hefðu enga
þýðingu.
— Bandaríkjamenn hafa í raun
og veru aldrei viðurkennt þá
staðhæfingu. Þegar þeir hófu
sprengjuárásirnar réttlættu þeir
þá ákvörðun með því að það
væri eina leiðin til að stöðva
liðs- og hergagnaflutninga frá
N-Vetnam til S-Vietnam, og
einnig vonuðu þeir að tiltölu-
lega litlar árásir gætu skert efna
hag Iandsins nægilega mikið til
að landslýður snerist gegn stjórn
Ho Chi Minhs, en sem kunnugt
er stendur fjárhagur N-Viet-
nam miklu hallari fæti en fjár-
hagur S-Vietnam. í hvorugu
tilfelli hefur sú raun reynst rétt.
Þrátt fyrir það neitar mikill
fjöldi Bandaríkjamanna að yið-
urkenna mistökin með þessum
sprengjuárásum, þeir segja að-
eins að þetta sanni að árásirnnr
hafi ekki verið nógu harðar.
— Eru Bandarikjamenn í
Saigon ekkert hræddir um að
aðgerðir sem þessar kunni að
neyða Kínverja og Rússa til
meiri íhlutunar?
— Raunverulega ekki, og þar
held éig að þeir hafi rétt f.yrir
sér. Þeir hafa ekki varpað
sprengjum á miðbik Hanoi og
Haiphong. Þessar olfubirgða-
stöðvar eru í tveggja til þriggja
mílna fjarlægð frá miðbiki
borganna, og maður hlýtur að
álykta að Rússar og Kínverjar
geri sér greip fyrir því. Hvað
sem því liður þá sé ég ekki hvað
þeir gætu gert nema senda her-
sveitir til hjálpar, og hersveitir
geta varla hjálpað N-Vietnam,
því að þeim er ekki ógnað með
innrás á landi, heldur úr lofti.
— Hvað veldur þá öllu þessu
umtali og látum?
— Að mínu áliti er það aðal-
lega hin magnaða setning: „Ger-
um sprengjuárásir á Hanoi og
Haiphong". Slíkum áráum er al-
mennt líkt við loftárásirnar
á London og Dresden í seinni
heimsstyrjöldinni. En þegar tal-
að er um árásir á Hanoi er í raun
og veru alls ekki átt við borgina
sjálfa.
— Heldur þú, að að því geti
komið?
— Nei, ég held ekki. Burtséð
frá því, að slíkar árásir væru
hroðalegt siðleysi, þá myndu
þær ekki þjóna neinum hernað-
arlegum tilgangi. Það sem
Bandaríkjamenn eru að gera, er
eins og Johnson forseti sagði í
ræðu fyrir skömmu „að hækka
hernaðarútgjöld kommúnista"
þar til efnahagur þeirra stendur
ekki lengur undir þeim. í stuttu
máli, þeir stefna að því að eyði-
leggja efnahag N-Vietnam.
Eyðilegging olíubirgða N-Viet-
nam mun vissulega hafa alvar-
leg áhrif á framleiðslu landsins
og allar samgöngur. Á hinn bóg-
inn dreg ég mjög í efa að árás-
irnar muni draga úr liðsflutn-
ingum kommúnista til S-Viet-
nam. Hingað til hafa sprengju-
árásirnar ekki náð tilgangi
hvað það snertir, heldur öfugt,
að því er Westmoreland hers-
höfðingi alls herafla Banda-
ríkjamanna í Vietnam segir.
,,Nú koma helmingi fleiri her-
menn frá N-Vietnam yfir landa-
mærin í hverjum mánuði, en
þegar sprengjuárásirnar hófust.
— Ef það er svo mikilvægt
fyrir Bandaríkjamenn að stöðva
liðsflutningar, munu þeir þá
ekki grípa til annarra ráða?
— Það er ekki auðvelt að gera
sér grein fyrir til hvaða ráða
þeir geta gripið. Það er hugsan-
legt að þeir gætu fært stríðið út
til Kína, eins og hörðustu æsinga
mennirnir í Saigon vilja að þeir
geri, þó að æðstu mönnunurn
undanteknum. Burtséð frá því,
þá er fyrir hendi fjöldi augljósra
skotmarka í N-Vietnam, sem
árásir hafa enn ekki verið gerð-
ar á. T. d. höfnin í Haiphong og
flugvellir. Og eitt mikilvægt
skotmark er ótalið, þar sem eru
stíflurnar í Rauðárdalnum. Ef
þæir yrðu sprengdar í loft upp,
mundi það valda gífurlegri eyði-
leggingu. En í slíkri árás myndi
mikill fjöldi n-vietnamískra
smábænda týna lífinu og flóð
myndu gereyða þúsundum jarða.
Innrás í N-Vietnam er útilokuð,
því að ráðamenn í Saigon álíta
að það myndi neyða Kínverja til
þátttöku og þar með væri skoil-
in á III. heimsstyrjöldin.
— Maður hefur það á tiifinn-
ingunni, að hinir miklu liðs- og
hergagnaflutningar Bandaríkja-
manna á síðustu mánuðum hafi
á engan hátt aukið sigurmögu-
leika þeirra í styrjöldinni. Þeir
virðast aðeins hafa hleypt endur
nýjuðum styrk í óvininn.
— Rétt er það, en Bandaríkja-
menn, bæði í Washington og
Saigom virðast álíta að nú sé
raunverulega grundvöllur fyrir
,,Kóreulausn“ á Vietnamstríð-
inu. Það er að segja hernaðar-
legur sigur og friður á þeim
grundvelli að stofnað verði tvö
ríki og landamæra þeirra gætt af
henrjum beggja aðila. Hængur-
inn á þessari tillögu er sá. að
Vietnam er ekki Kórea. í fyrsta
lagi þurfa skæruliðar Vietcong
ekki að treysta á stórhernað til
þess að vinna S-Vietnam. Þeir
geta treyst á, í orðsins fyllstu
merkingu, vandlega skipulagða
hermdar- og hryðjuverkastarf-
semi, sem næði um allt landið,
og sem gæti hafið aðgerðir á
verstu tímum, en þetta gátu
n-Kóreúbúar aldrei. Vietnam-
stríðið er miklu líkara Búastríð-
inu en Kóreustyrjöldinni. Þ.e.a.s.
stórt og svifaseint herlið, sem
snarpir og hreyfanlegir herflokk
ar hrekja fram og tilbaka.
— Ef við nú gerum ráð fyrir
að Bandaríkjamenn aðhyllist
„Kóreulausn", hvernig vinna
þeir að henrii?
— Hernaðarlega séð virðist
stefna þeirra vera að koma sér
upp 500 þús. manna herliði fyr-
ir haustið og síðan hefja stór-
sókn með fjölmennum hersveit-
um á héndur stærri hersveitum
Vietcong, reyna að finna frum-
skógarstöðvar þeirra og ef til
vill reyna að loka Ho Chi Minh-
leiðinni frá Laos til S-Vietnam.
Á þessum aðgerðum og auknum
sprengjuárásum byggja Banda-
ríkjamenn vonir og trúa á að
þeir geti þvingað Vietcong að
samningaborðinu.
— Hverju halda þeir að þeir
fái atorkað þar?
— Það virðist vera almennt
álit manna, að Vietcong muni
vinna sigur í hvaða samninga-
viðræðum sem er. Það er ólík-
legt að Vietcong viðurkenni
samkomulag, sem ekki veitir
þeim sanngjarnt stjórnmála-
frelsi að vissu marki í S-Viet-
nam, og slíkt samkomulag
myndi verða þeim geysimikill
ávinningur, ef tekð er tillit til
að þeir ráða yfir skipulögðustu
stjórnmálahreyfingu landsins,
auk þess, sem þeir íhafa bylting-
arstefnu á stefnuskrá sinni. Það
eina sem Bandaríkjamenn hafa
umfram skæruliða á sviði stjórn
mála í S-Vietnam, sem þeir þó
ekki geta raunvorulega haft
áhrif á, er gildi bandarískra
vopna, og það gildi er ekki raun-
hæft.
— En geta Bandaríkjamenn
ekki byggt upp trausta and-
kommúnistíska stjórn í Saigon,
sem sjálf væri fær um að halda
kommúnistískum byltingarmönn
um í skefjum? Hvað sem öllu
öðru líður, þá ræður S-Vietnam
nú yfir 300 þús. manna her.
— Jú, þetta er möguleiki, ef
öllum andkommúnistískum
—■ U Thant
Framhald af bls. 8.
stjórinn, hversu langur flug-
tíminn væri frá Reykjavík til
New York. Hannes Kjartans-
son, sendiherra, tjáði honum,
að hann væri aðeins um 6%
tími og flygju Rolls Royce 400
vélar Loftleiðar þangað dag-
lega og stundum tvisvar á
dag.
U Thant virtist alveg for-
viða og sagði að það væri fár-
ánlegt að fara fyrst til
Glasgow í Skotlandi og bíða
þar í 5 klukkustundir eftir
því að fara með þotu til New
York.
Var honum gefin sú skýr-
ing af aðstoðarmönnuriV sín-
um, að þetta væru mistök hjá
skrifstofu SÞ í New York. Því
samkvæmt upplýsingum henn
ar tæki 14 klst. að fljúga
milli Reykjavíkur og New
York.
U Thant spurði þá, hvort
ekki yæri unnt að breyta
áætluninni, en var sagt að það
væri ekki unnt, því brezku
ríkisstjórninni hefði verið til-
kynnt um komu hans til
Glasgow og þar yrði hann
gestur hennar.
Framkvæmdastjórinn virtist
eiga erfitt með að átta sig á
þessum mistökum, en sagði
loks að þetta myndi ekki
koma fyrir næst er hann
kæmi til íslands.
Ekið yfir Varmá
Frá gróðurhúsinu var hald-
ið upp í Reykjadal við Hvera-
gerði til að skoða þar gufugos.
Brúin yfir Varmá var brotin
og þurfti því að aka yfir ána.
í fyrstu var óttast að ekki
yrði unnt að aka yfir hana
vegna vatnavaxta í rigning-
unni, en það tókst samt, þótt
litlu munaði að vatnið flæddi
inn í bifreiðarnar.
Sk.vfall og Grýtugos
Á meðan U Thant virti gufu-
gosið fyrir sér gerði skýfall
og urðu menn að hlaupa inn
í bifreiðarnar, en flestir renn-
blotnuðu samt.
Á bakaleiðinni var stanzað
stutta stund við Grýtu, sem
sápa hafði verið sett í. Úr
henni kom aðeins lítið gos,
enda hafði Grýta gosið hressi-
lega um hálfri klukkustund
áður en gestinn bar að. Loks
var ekið til Reykjavíkur og
var komið þangað um kl. 4
síðdegis.
Ánægður meí ferðina
ívar Guðmuindsson sagði
Morgunblaðinu, að U Thant
væri mjög ánægður með ferð-
ina. Bjart hefði verið er hann
fór á fætur um morguninn og
þá hefði hann haft gott útsýni
frá Hótel Sögu.
En ívar kvað því ekki að
leyna, að veðrið hefði sett
svip sinn á heimsóknina.
Úrslit úr Breiðo-
víkurhreppi
Hellnum, 4. júlí.
VIÐ sveitarstjórnarkosningarnar
mönnnum í S-Vietnam yrði gert
kleift að taka þátt í kosningum,
mynda þjóðþing og ríkisstjórn,
sem nyti stuðnings meiri hluta
þjóðarinnar, og sem að lokum
gæti komið fram með eigin
stjórnmálalega „byltingarstefnu
skrá“.
— Vinna Bandaríkjamenn að
þessu?
— Þeir segjast gpra það. En
aðal hneykslunarefnið er staða
Kys, sem forsætisráðherra, en
en hann er í raun og veru full-
trúi mjög fárra manna. Ky
krefst þess að fá að hafa yfir-
umsjón með kosningunum I
september. Eigi kosningarnar að
hafa gildi í augum S-Vietnam-
búa verða þær að ná til allra,
að Vietcong undanskildum. Hin-
ir stríðandi Búddamunkar, hafa
hótað að hafa kosningamar að
engu, verði Ky ennþá við völd.
Þeir treysta honum ekki, og án
þessarra Búddamunka er ekki
hægt að mynda trausta, löglega
og gilda stjórn, sem gæti sett
fram þá stefnu, er við áður höf-
um nefnt.
— Bandaríkjamenn virðast
því álíta að auknar sprengju-
árásir auki friðarlíkurnar.
— Já, en hætta sú, sem fylgir
þessum aðgerðum er möguleik-
inn á því að þær nái ekki til-
gangi sínum. Sérhverju sinni. er
ekki tekst með áhrifamiklum
sprengjuárásum að breyta gangi
styrjaldarinnar Bandaríkjamönn
um í hag, verða raddir stríðs-
æsingamannanna æ háværari.
Westemoreland hershöfðingi
hefur oftar en einu sinni sagt, að
ekki sé hægt að búast við skjót-
um sigri í Vietnam.
Bandarískir ráðgjafar í Viet-
nam leggja áherzlu á að allt
þurfi sinn tíma og segja að „bar-
áttan um hjörtu manna og hugi“
mjakist hægt og sígandi. Þeir
tala um að 5-10 ár þurfi til að
„ná sambandi“ við smábænd-
uma. Það er aftur á móti álita-
mál, hvort íbúar Vietnam eru
undir það búnir að halda bar-
áttunni áfram svo lengi.
Hættan er því sú, að aðþrengd-
ur Bandaríkjaforseti, óviss um
valdastyrk stjórnarinnar í S-
Vietnam og umsetinn óþolin-
móðum stjórnmálamönnum
heima fyrir, sjái sér ekki aðra
leið færa en að herða sprengju-
árásirnar æ ofan í æ — jafnvel
að gera loftárásir á Kína, sem
er hálfu uggvænlegra en allt
sem skeð hefur til þessa — i
þeim tilgangi að styttg sér leið-
ina til friðar.
En staðreyndin er sú, að
sprengjur geta ekki barið niður
hugsjónalega sannfæringu manna
né baráttuvilja. Þessi mál verð-
ur að fjalla um á sviði stjórn-
mála, og það er vandamálið sem
Bandaríkjamenn hafa mestar
áhyggjur af í Vietnam.
(Observer — öll réttindi
áskilin.) '
26. júní 8.1., voru óhlutbundnar
kosningar í Breiðavíkurhreppi.
Á kjörskrá voru 80. Kosningu
hlutu: Kristinn Kristjánsson
Bárðarbúð 36 atkv., Haraldur
Jónsson Gröf 35 atkv., Karl
Magnússon Knerri 35 atkv., Ing-
ólfur Guðmundsson Litla Kambi
33 aktv. og Finnbogi Lárusson
.Laugarbrekku 24 atkv. Vara-
menn: Bjarni Kristinsson Ytri
Tungu, Guðbjartur Karlsson
Eyri, Örn Hjörleifsson Brekku-
bæ, Ingjaldur Indriðason Stóra
Kambi og Kristgeir Kristinsson
Felli.
Sýslunefndarmaður var kos-
inn Karl Magnússon Knerri.
— K. K. ,