Morgunblaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 15
Laugarðagur 9 Júlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 OLIUSTOOIN A SEYÐISFIROI „Hagræðingoi" fjóriestingar Oliuverzlunar íslunds h.f. VBG-NA blaðafregna um olíu- stöð Olíuverzlunar fslands h.f. og greinar Önundar Ásgeirsson ar í Morgunblaðinu 6. júlí sl. er óhjákvæ-milegt að gsra opin- berlega nánari grein fyrir máli þessu: Snemma í marzmánuði 1965 fréttum vér, að Olíuverzlun ís- lands hf. hefði boðið út siníði á 15.000 m* gasolíugeymi á Seyðisfirði og áttu bjóðendur að skila tilboðum 12. marz 1965. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós, að félagið hafði haf ið undirbúning að þessari fram kvæmd á árinu 1964 og m.a. falast eftir lóð undir geyminn hjá Sílarverksmiðjum ríkisins í des. 1964. Með 'því að geymir þessi átti að rúma hér um bil árs sölu Olíuverzlunar íslands h.f. á Austfjarðasvæðinu var þegar ljóst, að notkun hans sem innflutningsgeymis var miðuð við, að öll olíufélögin legðu upp olíu til dreifingar á Austfirði á þennan geymi. Þrátt fyrir þetta, og þó að olíu félögin öll hefðu allt frá því að olíukaup hófust frá Rúss- landi flutt inn saman olíu það- an, hafði mál þetta verið und- irbúið af Olíuverzlun íslands hf. án þess að hin félögin væru látin um það viia, fyrr en því varð ekki lengur leynt og ákveðin hafði verið staðsetning geymis, stærð hans og fyrir- komulag allt. Ljóst var að með þessari aðferð átti að ná tveim aðal markmiðum: 1. Aukinni sölu með því að átofna til framkvæmda, sem færðu tekjur af innflutningn- um frá Reykjavík til Aust- fjarða og væru líklegar til vin sælda á því svæði. 2. Fá stofnkostnað geymisins greiddan úr Verðjöfnunarsjóði með skatti á gasolíusölu allra félaganna. Eftir að nokkrir fundir höfðu verið haldnir milli olíu- félaganna um þetta mál bauð Olíuverzlun íslands h.f., að því ©r vér tejum að tilhlutan Við- skiptaráðuneytisins, hinum tveimur olíufélögunum að ger ast meðeigendur að geyminum. Þessu var hafnað af eftirgreind um ástæðum: 1. Oliuhreinsunarstöð verð- tOT vafalaust byggð við Faxa- flóa innan fárra ára. Ef fram- * ILeiðsla þeirrar stöðvar ful'l- nægir gasolíuþörf landsins, og raunar þótt svo væri ekki, myndu innflutningsstöðvar úti um landið koma að litlum not- um sem slíkar. 2. Hin mikla oliusala á Aust fjörðum byggist, að stórum hluta, á hverfulum síldarafla. 3. 11 þús. tonna olíuskip eru nær ófáanleg á frjálsum mark aði. Rússnesku skipin af þeirri stærð eru öll gömul. Geyma- rými á Seyðisfirði yrði því fljótlega að auka um ca. 10.000 m*, ef taka ætti á móti heilum förmum. 4. Hagkvæmni stöðvarinnar, án tillits til framahgreindra •triða (1—3), var véfengd í greinargerð til Viðskiptaráðu- neytisins dags. 19. marz 1965. 5. Undirrituð olíufélög gátu •ngu ráðið um stærð eða stað- aetningu geymisins. Stærð geymis var mjög illa valin. Hægt er að leggja fram verk- •amninga um byggingu geyma á árinu 1964 og á þessu sumri, lem sýna, að hægt er að byggja •ama geymarými og byggt var á Seyðisfirði verulega ódýrar •n raun varð á þar, ef valin væri heppilegri geymastærð. Upphafleg lóð fyrir geyminn var svo lítil, að ekki var hægt •ð fullnægja öryggisreglum brunavarnaeftirlitsins, enda því haldið fram, að öryggisráðstaf- anir væru óþarfar. Gagnstætt því, sem aðrir gera, var geymir inn byggður án þess að leyfi væru fengin frá skipulags- og brunavarnayfirvöldum. Eftir að geymirinn var byggður og ljóst var, að ekki yrði leyft að setja á hann olíu nema sam- þykki brunavarnaeftirlits kæmi til, var keypt næsta lóð ásamt gömlu fyrstihúsi, er þar stóð, og frystihúsið jafnað við jörðu. Þá loks hafði fengist nægilegt landrými fyrir olíu- stöðina til þess að fullnægt væri lágmarkskröfum um öryggi. Með hliðsjón af framan- greindu telja undirrituð olíu- félög umræddan olíugeymi á Seyðisfirði þeim algerlega óviðkomandi og notkun geym- isins sérmál Olíuverziunar íslands h.f. Varðandi greiðslu á „geyma- leigu“ úr Verðjöfnunarsjóði til Olíuverzlunar íslands h.f. er rétt að benda á, að olíufélögin hafa á undanförnum árum byggt birgðageyma við hafnír^ landsins fyrir tugi milljóna Við hverja nýja birgðastöð hef ur sparast flutningskostnaður. Olíufélögin hafa þó aldrei fyrr farið fram á ,að Verðjöfnunar- sjóður. greiddi þessar fram- kvæmdir. Rétt er að gera nokkra frek- ari grein fyrir framangreind- um staðreyhdum og þá sérstak lega hagkvæmni stöðvarinnar, sem Önundur Ásgeirsson nefn- ir „hagræðingapfjárfestingu". í bréfi til viðskiptamálaráð- herra dags. 8. marz 1965 áætí- aði Olíuverzlun íslands h.f. kostnað við byggingu olíu- stöðvarinnar kr. 10.000.000.90. Nú mun hins vegar stofnkostn aður orðinn hátt á 14. milljón króna. Er þá eftir að byggja bryggju, afgreiðsluhús og varn argarða. Ekki er því ólíktegt að stöðin komi til með að kosta um kr. 16.000.000.00, þegar öll um framkvæmdum er lokið. Með hliðsjón af reynzlu olíu- félaganna af rekstri olíustöðva, ætti að vera hægt að áætla ár- legan kostnað vegna nýrrar innflutningshafnar á Seyðis- firði svo ekki skakki veruleg- um fjárhæðum: Hér frá dregst ennfremur flutningskostnaður frá hinni nýju olíustöð á afgreiðslu- 'birgðageyma félaganna á Seyð isfirði, en því flutningsgjaidi hefur Önundur Ásgeirsson sleppt í grein sinni í Morgún- blaðinu, þó hann hafi sjálfur gert kröfu til verðlagsstjóra í greinargerð 7. júní sl., um þessi flutningskostnaður yrði ákveðinn kr. 38.000 pr. tonn. Af 10.000 tonna notkun 4 Seyð isfirði verður sú upphæð kr. 380.000.00. Kemur þá fram sparnaður á flutningsgjöldum vegna hinnar nýju stöðvar kr. 5.060.000-00 til að standa undir rekstrarkostnaði. er nemur kr. 5-500-000.00. Hreint tap af þessari . „hágræðingu ‘ er því kr. 440.000.00 á ári, þótt miðað sé við flutnings- gjöld frá Seyðisfirði, sem eru til mikilla muna of lág. Verð- lagsnefnd hefur verið send greinargerð, þar sem rökstutt er, að flutningsgjöld frá Seyð- isfirði til Austfjarðahafna megi ekki vera lægri en kr. 120.00 pr. tonn. Ef miðað er við þá upphæð eykst „hagræð- ingar" tapið í kr. 1.640.000.00 á ári. Hitt er svo annað mál, að Verðjöfnunarsjóður getur grætt samkvæmt áætlun Ön- undar Ásgeirssonar, en sá gróði yrði borinn uppi af aukn um rekstrargjöldum olíufélag- anna. Að öllu þessu atíhuguðu virð- ist í fljótu bragði erfitt að sjá hvað fyrir Önundi Ásgeirssyni vakir með framkvæmd þess- ari, Ef málið er skoðað ofan í kjölinn og grein Önundar Ás- geirssonar lesin rækilega kem- ur þó hin upphaflega áætlun í ljós. Verðjöfnunarsjóður á að greiða fyrir Olíuverzlun ís- lands h.f. stofnkostnað geym- isins á 5—j6 árum og „verður að telja að það sé um sann- gjarna tímalengd að ræða‘, segir Önundur Ásgeirsson. Hin tvö olíufélögin eiga að fá að „nota olíustöðina á Seyðisfirði til jafns við Olíuverzlun ís- lands h.f. og með sama til - kostnaði“. Þetta þýðir, að bau eiga að standa undir og greiða rúm 70% af rekstrarkostnaði. þar sem sala Olíuverzlunar íslands h.f. nemur tæpum 30% af heildarsölu á Austfjarða- svæðinu. Olíufélagiff Skeljungu- h.f. Olíufélagið h.f. Gullbrúffkaup eiga í dag Þorbjörg Halldórsdóttir og Jón Sölva- son frá Réttarholti á Skagaströnd. Tillaga forsœtisráðherra Indlands: um Genfarráðstefnan Indókína kölluð saman? Wilson til Moskvu eftir 10 daga til viðræðna Nýju Delhi, 7. júlí. NTB - AP. FORSÆTISRÁÖHERRA Ind- lands, frú Indira Gandhi bar í dag fram eindregna áskorun viff Bretland og Sovétríkin um aff kalla þegar í staff saman Genfar- ráffstefnuna frá 1954 um Indó- kína í því skyni aff fá bundiff enda á styrjöldina í Vietnam. Stewart, utanríkisráffherra Bret- lands, lýsti þvi yfir í dag, er stríffiff í Vietnam var til umræffu í brezka þinginu, aff brezka stjórnin fagnaffi þessari tiilögu og vonaffi, aff hún myndi bera árangur. Indverski forsætisráðherrann 1. Vextir af stofnfé Kr. 1.600.000,— 2. 10% afskrift — 1.600.000,— 3. Laun — 600.000.— 4. Ýmis rekstrargjöld og viðhald — 500.000 — 5. Upp- og útskipun kr. 10.00 pr. tn. — 400.000.— 6. Aukin vaxta'byrði vegna birgða — 800.000.— Kr. 5.500.009.— Hér er miðað við vexti a[4> stofnfé fyrsta ár, en á móti lækkun á vöxtum kemur hækk un á launum, viðhaldi og ýms- um resktrargjöldum, sem auð- vitað hækka ár frá ári. Fyrn- ing er reiknuð 10% eins og Olíuverzlun íslands h.f. gerði i bréfi til viðskiptamálaráð- herra 8. marz 1965, þó fyrning birgðageyma sé almennt reikn uð aðeins 4%. Til þess að hægt sé að kalla framkvæmd þessa „hagræðingarfjárfestingu" verð ur árlegur sparnaður á flutn- ingsgjöldum að nema til nokk- urra muna hærri upphæð en ofangreindri fjárhæð. Ef miðað er við tölur Önundar Ásgeirs- sonar kemur upphæðin þannig fram: Núverandi flutningsgjöld: 40.000 tonn á kr. 196.00 Kr. 7.840.000,— Flutt frá Seyðisfirði: 30.000 tónn á kr. 80.000 Kr. 2.400.000 — Kr. 5.440.000.- Umferð Framh. af bls. 13 víkur er hægt að finna mjög skýr ákvæði í 29. gr. 4. máls- greinar um akstur við gang- brautir en þar segir svo m. a.: „Við gangbrautir skulu bif- reiðastjórar, hjólreiðamenn og aðrir ökumenn gæta sérstakr- ar varkárni og nærgætni. Skulu þeir nema staðar við gangbrautir ef vegfarandi er þar á ferð framundan öku- tækinu eða á leið í veg fyrir það. Ennfremur skulu öku- menn nema staðar við gang- brautir, ef vegfarandi bíður sýnilega færis að komast yfir götu, eða er í þann veginn að fara út á gangbraut. Þegar ökumenn af þessum ástæðum hafa numið staðar, skulu þeir bíða unz hinir fótgangandi vegfarendur eru komnir leið- ar sinnar“. bar tillögu sína fram í ræðu, sem hún hélt í útvarp í dag. Þar sagði hún ennfremur, að stöðva yrði þegar loftárásir á Norður- Vietnam og síðan yrðu báðir að- ilar að hætta hernaðaraðgerðum. Flytja yrði allan erlendan her burt úr landinu og vernda yrði landið fyrir hvers konar afskipt- um erlendra aðila. Það kynni að verða æskilegt, að Genfarráð- stefnan ábyrgðist sjálfstæði hlut- lauss Vietnams og sömuleiðis Laos og Kambodsja. Bretland og Sovétríkin fóru saman með formennsku Vietnam ráðstefnu þeirrar, sem batt enda á átta ára styrjöld í Vietnam á milli Frakka og svokallaðra Vietnam-herja. Frú Indira Gandhi hélt í dag til Arabíska sambandslýðveldis- ins og mun siðan fara til Júgó- slavíu og Rússlands. Er hafit eftir heimildum í Nýju Delhi, að á þessu ferðalagi muni hún leggja fram áætlanir sínar um hlutleysi Indókína. í dag fóru fram umræður í Neðri málstofu brezka þingsins um styrjöldina í Vietnam. Þar sagði Stewart, utanríkisiáðherra, að Indira Gandhi hefði með til- lögu sinni komið fram með nýtt frumkvæði í því skyni að finna lausn á styrjöldinni í Vietnam og að brezka srtjórnin vonaði, að þessi tilraun hennár myndi bera árangur. Stewart talaði fyrstur í iþessum umræðum, sem brezka stjórnin lét fara fram, eftir að Banda- ríkjamenn hófu í fyrri viku að gera sprengjuárásir á olíubirgða- stöðvar við Hanoi og Haiphong í Norður-Vietnam. Aðeins fáein- um klukkustundum áður en um- ræðurnar áttu að hefjast, var það gert kunnugt, að brezki for- sætisráðherrann, Harold Wilson myndi eftir 10 daga fara til Moskvu í því skyni að reyna að fá ráðamenn þar til þess að fall- ast á að kalla saman Genfarráð- stefnuna. Stewart sagði um hið fyrirhug- aða ferðalag Wilsons, að forsætis- ráðherrann myndi gera grein fyrir þeirri skoðun brezku stjóm arinnar, að nauðsyn bæri til að hefja viðræður þegar í stað, og að hinir tveir formenn Genfar- ráðstefnunnar, þeir Gromyko og Stewart sjálfur bæru mikla ábyrgð gagnvart Suðaustur-Asíu og heiminum öllum þegar um það væri að ræða, að koma af stað viðræðum. Foringi íhaldsmanna, Edward Heath gagnrýndi ákvörðun Wi.1- sons um að fara til Sovétríkj- anna. Hann lýsti því yfir, að hann áliti ekki, að ferðalag sem Iþetta yrði til þess að finna lausn á vandamáli af því tagi, sem hér væri um að ræða. Það gæti verið skaðlegt og hættulegt að vekja von og að vekja þá skoðun hjá þeim aðila, sem ræða ætti við, að verið væri að gera ráðstaf- anir, sem byggðust á eigin veik- leika en ekki styrkleika. Vinstri armurinn í þingflokki Verkamannaflokksins hafði ráð- gert að ráðast harkalega að stórninni fyrir að styðja stefnu Bandaríkjanna í Vietnam, en styrkur þessa arms flokksins hafði þegar orðið fyrir hnekki, áður en umræðurnar hófust, er kunngjört hafði verið, að Wilson myndi fara til Moskvu. Auk þess hafði forseti málstofunnar tekið þá ákvörðun, að ályktun vinstri armsins um, að hægt yrði al- gjörlega að styðja stefnu Banda- ríkjanna, yrði ekki lögð fram til atkvæðagreiðslu. London, 6. júlí (NTB) BRETLAND, Frakkland og Vestur-Þýzkaland hafa kom izt að samkomulagi um ytri skilyrði þess að koma á svo- kölluðum evrópskum „flug- strætisvagni". þ.e. áætlunar- flugi með mikilli flutninga- getu, sem notfæra á á styttri leiðum innan Evrópu, að því er brezki flugmálaráðhe^r- ann, Frederik Mulley sagði í Neðri málstofunni í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.