Morgunblaðið - 23.07.1966, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. júlí 1966
Djúpvegurinn hef ur verið ákvæðinn
Hálendisvegur um Glámu væri
óskynsamlegur, segir Sigurlur
Jéhannsson, vegamálastjóri
ÞAÐ virðist mjög óskynsam-
legt að hefjast nú handa um
lagningu hálendisvegar um
Glámu sunnan ísafjarðar-
djúps, sem sneiðir hjá allri
byggð og yrði að líkindum
aðeins fær örfáa mánuði árs-
ins.
Þannig komst Sigurður
Jóhannsson, vegamálastjóri,
m.a. að orði er Morgunblaðið
átti stutt samtal við hann í
gær í tilefni af frétt þeirri
sem birtist hér í blaðinu um
váðagerðir einkaaðila um
vegalagningu um Glámuhá-
lendið, úr Mjóafirði yfir í
Hattardal í Álftafirði.
f 500—600 metra hæð
„Hefur vegarstæði um Glámu-
'hálendi verið athugað?“
„Það hefur ekki verið gert“,
segir vegamálastjóri. „Vitað er
að slíkur vegur yrði að mestu
í 500—600 metra hæð, eða svip-
aðri hæð og vegur er hæstur á
Breiðadalsheiði. Yrði ákaflega
Slys á
Sóleyjargötu
Á I>RIÐJA tímanum í gærdag
varð harður árekstur á Sóleyjar
götu. Við húsið nr. 19 við Sól-
eyjargötu stóð bifreið að nokkru
leyti uppi á gangstétt. Kom þá
bifreið að, og hugðist bílstjóri
hennar leggja henni fyrir aftan
fyrrnefnda bílinn. Talið er, að
han hafi stigið á benzíngjöfina
í stað hemlana, svo að bíllinn
skall af miklu afli aftan á kyrr
stæða bílinn. Köstuðust þeir
áfram um tvær bíllengdir. 1
bílnum, sem árekstrinum olli,
voru tvær konur. Sú þeirra,
sem ók, hlaut taugaáfall og slas-
aðist eitthvað. Hún var flutt í
Slysavarðstofuna.
erfið vegagerð þarna um Glámu-
hálendið. Fara yrði fyrir alla
fjarða- og dalbotna. Áuk þess
yrði slíkur vegur aldrei fær
nema um hásumarið, eða álika
tíma og nú á sér stað um Breiða-
dalsheiðL
Ég teldi slfka vegager'ð ekki
hyggilega á þessu stigi málsins.
Hvað gerist í framtíðinni, er
ekki hægt að fullyrða um“.
50 km kafli ólagður
„Hvað er eftir að leggja mikið
af Djúpveginum, sem liggur um
firðina við sunnanvert ísafjarðar
djúp?“
„Það er eftir að leggja kaflann
frá Skarði í Skötufirði að Eyri í
Sig. Jóhannsson.
Seyðisfirði, en það er um 50 kíló-
metra leíð. Þessi vegarkafli, spm
eftir er að leggja liggur í kring-
um Skötufjörð og Hestfjörð, og
botn Seyðisfjarðar. Það eru því
raunverulega tveir firðir, sem
eftir er að leggja veg í kringum.
Vegur á þeirri leið yrði rétt yfir
sjávarmáli þ.e. með sjónum alla
leið, og því væntanlega mjög snjó
léttur. Hinsvegar er það nokkuð
erfið vegagerð, sérstaklega um
Fossahlíð í Skötufirði“.
„Hvað er gert í Djúpveginum
í ár?“
„Þáð er verið að leggja veg um
Skarð áleiðis að Hjöllum í Skötu-
firði að innanverðu og að utan-
verðu er unnið að því að mal-
bera veginn frá Hattardal í Álfta
firði út fyrir Kambsnes að Eyri
í Seyðisfirði. En undirbyggingu
þess vegar var lokið á sl. ári“.
5,6 millj. kr. til Djúpvegarins
„Er ekki búið að ákveða áð
þessum vegi skuli lokið á næst-
unni?“
„Jú, þegar vegaáætlun var sam
þykkt á Alþingi árið 1965 og
Vestfjarðaráætlun í samgöngu-
málum gerð, var sú stefna mörk-
uð að leggja fyrst áherzlu á að
tengja sem bezt þéttbýlið á Vest-
fjörðum með góðum og öruggum
vetrarvegum. Er þá annars vegar
um að ræða að skapa sem bezt
samband milli ísafjarðarkaup-
staðar og bygg’ðarlaganna við
utanvert ísafjarðardjúp og þorp-
anna í Vestur-ísafjarðarsýslu, og
hinsvegar að tengja saman
byggðarlögin við Arnarfjörð,
Tálknafjörð og Patreksfjörð.
Þessu verki á að verða lokið í
árslok 1968.
í vegaáætlun eru þó einnig á
sama tímabili veittar 5,6 milljón-
ir króna til lagningar Djúpvegar-
ins meðfram sunnanverðu ísa-
fjarðardjúpi. Með því hefur Al-
þingi ákveðið að þessi leið skuli
farin. Það veltur svo á fjárveit-
ingarvaldinu, hve hratt verður
unnið að þessari framkvæmd.
Þegar á allt er litið virðist það
því mjög óskynsamlégt og hæpið
að hefjast nú handa um lagningu
hálendisvegar sunnan Djúpsins,
sem sneiðir hjá allri byggð og
yrði að líkindum aðeins fær ör-
fáa mánuði ársins“, segir Sigurð-
ur Jóhannsson, vegamálastjóri,
áð lokum.
Heimdallarferð að
Hvítcarvatni í dag
1 DAG efnir Heimdallur FUS til
ferðar að Hvítárvatni. Lagt verð
ur af stað kl. 3 í dag frá Val-
LÆGÐIN, sem sést á kortinu hvass A til, en hægari V til.
fyrir norðaustan land, á sér Rigning á laugardag.
ekki langan aldur. Loftvogin NA-land og miðin: NV átt.
byrjaði að falla milli Græn- Allhvasst á nnðunum og an-
Iands og Vestfjarða aðfaranótt nesjum.
fimmtudags, og á hádegi í gær Austf. og miðin: N og NV
mátti segja, að hún réði veðri stinningskaldi. Dálítil rigning
innan 1000 km. geisla frá lægð norðan' til.
armiðju, eða á svæði, sem er s.A-land og miðin: NV
um 30 sinnum stærra en Is- BjartviðrL
land.
Furðulega hlýtt var í Ang-
magsalik, 20 stiga hiti, og þó
var þar ekki sólskin.
Veðurspá fvrir laugardag kl.
22 á föstudagskvöld:
SV-land, Faxaflói og miðin:
NV og síðan NA kaldi. Létt-
skýjað
Breiðafj., Vestf. og miðin:
NA gola og síðan stinnings-
kaldi. Þykknar upp.
N-land og miðin: N átt. All
NA-djúp: AUhvass og síðar
hvass norðan. Kalsarigning.
Austurdjúp og Færeyja-
djúp: NV stinningkaldi eða
allhvasst. Skúrir.
Horfur á sunnudag:
Norðiæg átt. Rigning og
kalsaveður á Norðaustur-
landi, en þurrt á Vesturlandi
og sólskin sunnanlands.
höll v/Suðurgötu, en komið til
baka á sunnudagskvöld. Þátttak
endur þurfa að hafa með sér við
leguútbúnað. Þátttaka tilkynnist
í síma 17100.
Þetta er fyrsta ferð Heimdall-
ar á þessu sumri og eru Heim-
dallarfélagar eindregið hvattir til
að fjölmenna og taka með sér
vini sína og kunningja.
Enn læknislaust
á Patreksfirði
Læknislaust er ennþá á
Patreksfirði. Horfir til vand-
ræða vegna þessa ástands. í
fyrrinótt veiktist kona í
Tálknafirði og var þá það
ráð tekið að hafa samband við
lækni á Siglufirði, sem fólkið
þekkti. Var sjúkdóminum
lýst fyrir honum og síðan
fengin meðul frá lækninum á
Bíldudal. En Bíldudalslæknir
hefur öðru hverju verið sótt-
ur til Patreksfjarðar. Enn-
fremur hefur læknir frá
Þingeyri komið til Patreks-
fjarðar í sjúkravitjanir.
Heildbrigðisstjórnin vinnur
nú að því eftir fremsta megni
að fá lækni til Patreksfjarð-
ar. En þess má geta að sjúkra
hús hefur um alllangt skeið
verið rekið þar í byggðarlag-
inu með myndarbraf
Nýr Sandgerðisbátur
í GÆR kom til Sandgerðis nýtt
og glæsilegt fiskiskip, Kristján
Valgeir, eign hins kunna útgerð-
armanns Guðmundar Jónssonar
frá Rafnkelsstöðum. Kristján
Valgeir er 356 rúmlestir að stærð
og mun í dag vera stærsta fiski-
skip í eigu fslendinga. Talið er
að skipið geti tekið ca. 3300
tunnur af síld i lest og 700 tunn-
ur á dekk. Þetta skip er af sömu
stærð og m/b Gísli Árni, en
fyrir cokkru kom hann
með 4000 tunnur af síld af mið-
unum við Jan Mayen. Skipstjóri
á Kristjáni Valgeir er Hafsteinn
Guðnason.
Skipið er búið öllum helztu
skipstjórnar- og fiskileitartækj-
um og var hraði þess 11,7 mílur
í reynsluferð. Aðalvél skipsins er
Wichman 6ACAT 900/960 hest-
afla. í því eru einnig tvær Volvo
Penta hjálparvélar. Togspilið er
af nýrri gerð frá Norwinch, um
það bil 18 tonn og auk þess all-
ur venjulegur spilútbúnaður. Þá
er í skipinu síldardæla og
stærsta gerð af Hov nó-tavindu,
fullkomnustu gerðir af Simrad
fiskiieitartækjum, radar og radíó
útbúnaði og má segja í heild að
allur útbúnaður skipsins er eins
fullkominn og frekast er unnt.
M/b Kristján Valgeir er byggð
ur hjá Kaarbös Mek. Verksted
Vistarverur eru fyrir 18 manns.
A/S og er þetta áttunda skipið,
sem skipasmíðastöðin hefur selt
hingað til lands á tiltölulega stutt
um tíma, en hún afhenti fyrir
Glímusýning í
Arbæ í dag
FÆREYJAFARAR og fiokkur
drengja úr glímudeild Ármanns
halda sýningu að Árbæ í dag,
laugardag, kl. 4 e h.
Tíðir árekstrar á mótum
Háaleitisbr. og Miklubr.
Á HÁDEGI í gær varð harður þar úr hraða. Stöðvunarskylda
hvílir á þeim, sem koma eftir
Háaleitisbraut, en margir sinna
henni ekki, og er það ein orsök
árekstra þarna. Þá ber það líka
við, að menn taka of sriemma
af stað, af því að þeir vanmeta
hraða og ofmeta fjarlægð þeirra
bíla, sem eftir Miklubrautinni
koma. Oft þarf ekki annað til
að valda árekstri en að bíll, sem
numið hefur staðar við gatna-
mótin, hikstar eða drepur á sér,
þegar honum er ekið aftur af
stað. Þá kemur bíll e.t.v. á svif-
hraða ofan af hæðinni á Miklu-
braut, bílstjórinn sér Háaleitis-
brautarbílinn standa þversum á
Miklubraut og snarhemlar, en
vegna hraða eða hálku af völd-
um rigningar tekst honum ekki
að koma í veg fyrir árekstur.
Þrátt fyrir þessi tiltölulega
„auðveldu“ gatnamót, er brýnt
fyrir bílstjórum að aka um þau
méð fullri gát og sérstakri að-
gæzlu. Hinir tíðu árekstrar þar
sýna, að þess er full þörf.
áxekstur tveggja fólksbifreiða á
gatnamótum Háaleitisbrautar og
Miklubrautar, en árekstrar ger-
ast þar nú alltíðir. Annar bíll-
inn var að koma inn Miklubraut
og beygði til hægri norður á
Háaleitisbraut. f sömu svifum
bar hina bifreiðina að, en hún
var á leið austur Miklubraut.
Skullu þær saman og skemmd-
ust töluvert.
Geysimikil umferð er um þessi
gatnamót’ oft tvö- eða þrefaldar
bílaraðir þar mikinn hluta dags,
og vegna þess aðallega, hve
greitt er ekið, verða þar oft á-
rekstrar. Báðar göturnar eru
mjög greiðfærar hraðbrautir, og
aka bílstjórar yfirleitt allt of
hratt yfir gatnamótin. 60 km. há-
markshraði á kls. er á Miklu-
braut, og aka fæstir undir þeim
hraða á henni. Margir virðast
halda, að þeir megi halda fullum
hraða, þegar farið er yfir gatna-
mótin, en skv. lögum ber bíl-
stjórum skylda til þess að draga
rúmu ári m/b Jón Garðar, en
hann er einnig í eigu Guðmundar
á Rafnkelsstöðum og hefur
reynst mikið aflaskip.
Umboðsmaður Kaarbös Mek.
Verksted á íslandi er Eggert
Kristjánsson og Co. Reykjavík.
Er blaðamaður Mbl. kom til
Sandgerðis í gær var mikið fjöl-
menni á hafnanbakkanum til að
fagna hinu nýja skipi. Binda
Sandgerðingar mi'klar atvinnu-
vonir við skipið, en ætlunin er
síðar í sumar, að það sigli með
síld af Austfjarðamiðum til
vinnslu í Sandgerði, en sem kunn
ugt er fluttu Jón Garðar og Sigur
páll þannig samtals um 28000
tunnur af síld til Sandgerðis í
fyrra og varð af því mikil at-
vinnubót.
Skipið fer til síldveiða fyrir
Austurlandi næstu daga.
g*r-
varð
Bílslys á
Laufásvegi
Á TÍUNDA tímanum í
kvöldi (föstudagskvöld)
bílslys við Laufásveg 41. Bifreiða
var að koma niður Baldursgötu-
brekkuna, en vegna bilaðra
hemla, að því er talið er, lenti
bíllinn á húsveggi. Kristveig
Þórhallsdóttir, Háaleitisbraut
30, hlaut höfuðhögg og var flutt
í Landsspítalann, en telpa, sem
með henni var í bílnum, Ágústa
Málfríður Pálsdóttir, mun lítið
sem ekkert hafa slasazt.
Árekstur í
Rjúpnadalshlíð
KL. RÚMLEGA fjögur í gær-
dag varð árekstur milli tveggja
fólksbifreiða á Vatnsendavegi í
Rjúpnadalshlíð. Þriðji bíllinn
skall á bílunum rétt á eftir, og
skemmdust þeir allir mikið.
Gömul kona, sem var farþegi
í einum bílanna, slasaðist og var
ekið í Slysavarðstofuna. Einn
ökumannanna meiddist eitthvað.
Drengur verður
fyrlr bíl
RÉTT fyrir klukkan eitt í gær-
dag varð þriggja ára gamall
drengur fyrir bíl á Hrísateigi.
Drengurinn, Friðrik Jósafatsson.
til heimilis á Hrísateigi 29, kom
fram undan bíl ,sem stóð við
gangstétt fyrir framan heimili
drengsins. Lenti hann framan á
bíl, sem kom eftir götunni, barst
með honum rúmlega bíllengd og
féll síðan aftur yfir sig í götuna.
Hann slasaðist eitthvað á höfðL
en að öllum líkindum ekki al-
varlega.
Á NÍUNDA tímanum á föstu-
dagskvöld rákust tvær fólks'bif-
reiðar á við Vífilstaðavatn.
Nokkrar skemmdir urðu á bíl-
unum, en ekki slys á fólkL