Morgunblaðið - 23.07.1966, Page 7
Laugardagur 23. jölí ÍWW
MORGUNBLAÐIÐ
BÁRÐALAUG
Margir furðustaðir eru á
Snæfellsnesi. Einn af þeim er
Bárðarlaug og er hún kennd
við Bárð Snaefellsás. Segir
sagan að hann hafi laugað sig
þar þegar hann kom til ís-
lands.
Frá Arnarstapa liggur ak-
vegurinn vestur með Stapa-
felli og síðan upp með því
að vestan og yfir hraunkvísl,
sem nefnd er Hellnahraun.
Er þá komið að norðurendan-
um á holti nokkru eða ás, sem
kallast Laugarholt. Þar skipt-
ast leiðir og liggur önnur fyr
ir Jökul, en hin til vinstri
handar niður að Hellnum.
Nær holtið langleiðis að
þorpinu, en fer þó altaf
lækkandi. Hæst er holtið
nyrad og kallast þar Laugar-
höfuð og er þverhnýpt mót
norðri. Þarna uppi er Bárðar
laug, djúpt ker eða gosgígur
með djúpu vatni í botni. Er
vatn þetta líklega um löO
metra langt og sporöskjulag-
að, en um 80-100 metrar á
breidd. Er skemmst að ganga
að því upp grasi gróna brekku
skammt fyrir neðan vegamót-
in.
í sólskini og sumarblíðu
höfum vér ekið um úfin hraun
og nemum nú staðar hjá Laug
arholti. Brekkan upp á holt-
ið er hvorki há né brött, en
þegar upp á brún kemur, þá
blasir kerið og laugin við
nyrzt á holtinu og virðast
brúnirnar allar vera nokkurn
veginn jafnháar og jafn þykk
ar. Minnir holtið því á gríð-
armikla skeið, þar sem Laug-
arhöfuð er blaðið, en hinn
hallandi rani suðureftir er þá
skaftið. Þaraa hefir verið heit
laug þegar landnámsmenn
komu, og af henni eru dregin
nöfnin Laugarbrekka, Laug-
arvatn, Laugarhöfuð og Laug
arholt. En hún hefir kólnað
síðan, eins og laugin hjá Lýsu
hóli í Staðarsveit.
Hliðar gígsins niður að
lauginni eru háar, en allar
sléttar og grónar grasi og
lyngi og einkar fagrar á að
sjá. í björtu veðri seinni
hluta dags líkist það mest
draumsýn að horfa yfir laug-
ina. Hún sýnist eins og hvítt
»-'!»' M" mi.
, . JI<<M<<IMI
Þarna eru 3 frændur að spóka sig við Bárðarlaug á Snæfellsnesi.
perlukögur umhverfis hana.
Þetta heiðbiáa auga, sem horf
ir á oss neðan úr gígnum, hef
ir einhvern heillandi kraft,
því fylgir eitthvert óskiljan-
legt seiðmagn, ljúft og lað-
andi og stingur þannig í stúf
við hrikaleik náttúrunnar
allt um kring.
Skammt frá gnæfir Snæ-
fellsjökull upp í heiðið blátt,
nýsnævi snifinn og töfrafag-
ur. Það er líka eins og hann
viti af því og sé upp með sér
af fegurð sinni, því að líkt og
hégómleg hispursmey gæg-
ist hann niður í Bárðarlaug
til þess að spegla sig i henni.
Eða er það á hinn veginn, að
sjálfur Snæfellsás sé svo
hrifinn af fegurð laugarinnar,
að harrn leitist við að horfast í
augu við hana?
Vér horfum einnig í þetta
bláa auga og undrumst. En af
Laugarhöfðinu er líka víð út-
sýn og þaðan má lita marga
merka staði. Þar sér niður á
grænar tóftir og gamalt tún.
Þama var landnámsbærinn
Laugarbrekka og mun ein-
hvern tíma verða frægasti
sögustaður á fslandi. Þarna
var fædd Guðríður Þorbjarn-
ardóttir, sem giftist Þorfinni
karlsefni í Grænlandi og fór
með honum að nema land í
Vínlandi. Hún varð því fyrsta
hvíta landnámskonan 1 þeirri
heimsálfu og ól þar fyrsta
hvíta barnið, sem fæddist í
Ameríku. En íslenzkt landnám
þar var þá enn eigi tímabært,
og hurfu þau Karlsefni heim
til fslands. Frá þeim Guðríði
er margt stórmenni komið, en
merkust allra er Guðríður
sjálf. Hún mun einhvem tíma
verða frægust allra islenzkra
kvenna, og þá verður fæðing-
arstaður hennar, Laugar-
brekka einnig frægur, þótt nú
sjái þar ekki annað en tófta-
brot.
Vér sitjum í sóiskini og
blíðviðri uppi á Laugarhöfði
og virðum fyrir oss útsýnið,
sem er ólikt útsýni frá öllum
stöðum. En starsýnast verð-
ur oss þó á Bárðarlaug, djásn
ið, sem stingur í stúf við allt
annað, er við augum blasir.
Hér er friður og helgiblær á
öllu. Mjúklega seitlast áhrif-
in inn í sálir vorar og færa
með sér vellíðan, eins og góð
öfl gera alls staðar, ef menn
eru sem kunna að veita þeim
viðtöku. — Árni Óla.
ÞEKKIRÐIJ
LANDIÐ
ÞITT?
AkranesferStr með áætlunarbilum
1*ÞÞ frá Akranesi kl. 12. alla daga
nema laugardaga kl. S að morgnl og
sunnuðaga kl. 17:30. Frá Rvik (llm-
ferðamiðstöðin) kl. 6 alla daga nema
laugardaga kl. 2 og sunnudaga kl.
*1 og 23:30.
Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka-
foss fer frá Antwerpen 25. til Rvikur.
Brúarfoss fór frá Keflavik i dag til
Hanarfjarðar, Akraness og Rvíkur.
Dettifoss fer frá Rotterdam I dag 22.
til Rvíkur. Fjallfoas fór frá NY 20.‘
til Rvíkur. Goðafoss kom til Rvíkur
20. frá Kaupmannahöfn. Gullfoss fer
frá Kaupmannahöfn á morgun 23. til
Leith og Rvíkur. Lagarfoss kom tU
Rvikur 20. frá Keflavik. Mánafoss kom
tU Rvikur 20. frá Akranesi. Reykja-
foss fer frá Leningrad 26. tU Gdynia,
Kaupmannahafnar og Rvíkur. Selfoss
fór frá Rvík 16. til Gloucester, Cam-
bridge og NY. Skógafoss fer frá Seyð
isfirði í dag 22. tU Þorláksftafnar og
Rvikur. Tungufose fór frá Norðfirði
20. til Grimsby, Hi\ll, Hamborgar og
London. Askja fer frá Hamborg 23.
til Rotterdam og HuU. Rannö fór frá
Seyðisfirði í dag 22. til Raufarhafnar
og Rvíkur. Golzwardersand fer frá
Bíldudal i dag 22. tU Súgandafjarðar
og Hornafjarðar. Utan skrifstofutíma
eru skipafréttir lesnar i sjáHvirkum
íimsvara 2-14-66.
H.f. Jöklar: Drangajökuil er i New-
eastle. HofsjökuU er i Callao, Peru.
LangjökuU kemur i kvöld til Gloucest
er frá NY. VatnajökuU kom i morgun
til Rvíkur frá Hamborg, Rotterdam
og London.
Hafskip h.f.j Langá er i Gdynia
Laxá er i Cardiff. Rangá er i HtUl.
Selá er i Rík. Knud Sif er i Rvik.
Skipadeild 8.1.8.: Arnarfeli losar á
Austfjörðum. Jökuifell fór frá Camd-
en 21. þjn. tU íslands. Dísarfell er
á Þingeyri, fer þaðan tU Borgarness
og Rvíkur. Litlafell er væntanlegt tU
Rvíkur i dag. Helgafell losar. á Aust-
fjörðum. HamrafeU fór frá Hafnar-
firði 16. þ.m. áleiðis tU Vexlur-Indíu.
Stapafell er á leiðinni frá Austfjörð-
um tU Rvíkur. Mætkfell fór frá
Arkhangelsk 18. þ.m. til Antwerpen.
Flugfélag íslands h.f.: MUUlanda-
flug: Gullfaxi fer tU Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 08:00 i dag. Vél
in er væntanieg aftur tU Rvíkur kl.
21:50 í kvöld. Skýfaxi fer tU London
kl. 09:00 i dag. Vélin er væntanleg
aftur til Rvíkur kl. 21:06 í kvöld.
Flugvélin fer tU Oslo og Kaupmanna-
hafnar kl. 14:00 i fyrramálið. Sólfaxi
fer tU Kaupmannahafnar kl. K»:00 i
dag. Vélin er væntanleg aftur til Rvík
ur kl. 22:10 í kvöld Flugvélin fer til
Glasgow og Kaupmannahafnar kl.
08:00 í fyrramálið. Innanlandsf lug:
í dag er áætlað að fljúga tU Akureyrar
(4 ferðir), Vestmannaeyja (2 ferðir),
ísafjarðar, Hornafjarðar og EgUsstaða
(2 ferðir). Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar( 3 ferðar), Vest-
mannaeyja (3 ferðir), Hornafjarðar,
ísafjarðar, Kópaskers, Þórshafnar,
Egilsstaða (2 ferðir) og Sauðárkróks.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Rvík kl. 18.00 á morgun 1 Norður-
landaferð. Esja kemur til Vopnafjarð-
ar ki. 15:00 i dag á suðurleið. Her-
jólfur fer frá Hornafírði kl. 16:00 i
dag tU Vestmannaeyja. Skjaldbreið
er í Rvík. Herðubreið er á Austfjörð-
um á norðurleið.
VISIIKORN
Aö ganga lifsins gleðibraut
til góðrar fyrirmyndar,
Þar om margur þegninn hnaut
þröskuld eigin synda,
Skalli.
Breiðfjröingabúð
DANSLEIKUR
í KVÖLD KL. 9.
SIÐAST
SELDIST
UPP
á 19 mín.
30,6 sek.
Minningarspjöld
Minningarkort Sjálfsbjargar j
fást á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík: Bókabúð ísafoldar,
Austurstræti 8, bókabúðinni,
Laugarnesvegi 52, bókabúð Helga
fells, Laugaveg 100, bókabúð
Stefáns Stefánssonar, Laugavegi
8, Skóverzl. Sigurbjörns Þorgeirs
sonar, Miðbæ, Háaleitisbraut
58 — 60 Davíð Garðarson, orthp.
skósm., Bergstaðastræti 48,
Reykjavíkur Apótek, Holtsapó-
tek, Garðsapótek, Vesturbæjar-
apótek og í skrifstofu Sjálfs-
bjargar, Bræðraborgarstíg 9.
Kópavogur: Hjá Sigurjóni Björns
syni, Pósthúsi Kópavogs. Hafnar
fjörður: Hjá Valtý Sæmunds-
syni, öldugötu 9.
Bltið 09 tímarit
Tímaritið Hjartavernd, 1.
tölublað 3. árgangs hefur nýlega
borist blaðinu. Af efni þess má
nefna grein Þorkels Jóhannes-
sonar læknis um Nitróglycerín
og notkun þess við hjartaöng
(Angina pectoris.) Óskar Jóns-
son í hafnarfirði skrifar grein-
ina: Frá sjónarhóli leikmanns
séð, birtur er kafli úr ræðu
Johnsons Bandaríkja forssta
jákvæð viðhorf til heilbrigðis-
mála. Þá er skýrslur stjórnar
Hjartaverndar og reikningar fé-
lagsins. Ritstjóri blaðsins er
Snorri P. Snorrason læknir, en
útgefandi eru samtök Hjarta- og
æðavarnarfélaga.
Strengir
og
Fjarkar
sjá um fjörið.
Mætið tímanlega.
Hiiðasala frá kl
8
TJARNARBÚÐ
DAMSLEIKUR
5 pens
Aldurstakmark 18 ára.
Hirtir R. S.
Sölumennsl.a
— Skrifstofustarf
Iðnfyrirtæki úti á landi óskar að ráða til sín ungan
áhugasaman mann á aldrinum 25—35 ára, er gæti
unnið sjálfstætt að sölu á framleiðsluvörum fyrir-
tækisins. Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur,
reglusamur og hafa góða framkomu — Enskukunn-
átta. nauðsynleg. — Upplýsingar veittar á skrif-
stofu Félags íslenzkra iðnrekenda, Iðnaðarbankahús-
inu.