Morgunblaðið - 23.07.1966, Blaðsíða 10
10
MORGU NBLAÐIÐ
Laugardagur 23 júlí 1966
« I
Leandbúnaður — Sveitirnar — Landbúnaður
.. .. J........._..._ „ .., ... . . ... . .J
l^æturklúbbar fyrir börn
SKEMMTANALÍF ungilnganna hefur víst löngum verið
áhyggjuefni hinna fullor'ðnu. Aður fyrr var þetta þó aðal-
lega í kaupstöðum, þar sem freistingarnar bíða á hverju
götuhorni, en nú eru sveitirnar með sama marki brenndar.
I>að gera breyttir þjóðlífshættir, svo sem alkunna er. En
æskan fer sér ekki að voða nema af því að voðinn er til og
hann er búinn til af þeim fullorðnu. Hann myndast m.a.
með þessum hætti: Byggð hafa verið stór og dýr samkomu-
hús, sem verða að afla sér tekna með því að hafa skemmti-
hneigð unglinagnna að féþúfu. — Þetta er undirrót og upp-
spretta raunalegrar spillingar og skammarlegra skrílsláta,
sem gerð eru að umræðuefni í meðfylgjandi grein Trú-
manns Kristiansens, skólastjóra á Stórólfshvoli. — Hún
birtist í Suðurlandi 2. júlí sl. Er þar rætt af raunsæi og
alvöru um þetta leiða fyrirbrigði í skemmtanalífi sveit-
anna. Er skylt að þakka höfundi, að hann hefur leyft birt-
ingu greinarinnar hér á sveitasíðu Morgunblaðsins.
Þess ber að geta að nokkur viðleitni er þegar sýnd til
að hamla gegn þeim ósóma, sem greinir fjalla um. Fyrir
forgöngu Ásgeirs Péturssonar sýslumanns er nú markvíst
unni'ð að því að halda uppi heilbrigðum skemmtunum fyrir
unglinga um Borgarfjörð. — Hefur það haft áhrif víðar.
Þá hafa forráðamenn nokkurra samkomuhúsa í Þing-
eyjarþingi haft með sér fund til að reyna að samræma viss-
ar aðgerðir, sem stuðlað gætu að þvi að dansleikir í hérað-
inu geti orðið með sem mestum menningarbrag. UMFÍ
sýndi það með landsmótinu á Laugarvatni í fyrrasumar,
hvers æska landsins er megnug þegar kraftar hennar eru
samstilltir til hollra samtaka. En það er ekki nóg að vera
stór og sterk við einstaka hátíðleg tækifæri, þegar þjóðin
öll horfir á. Það þarf líka að sýna manndóm þegar eyði-
leggingaröfl niðurdrepandi nautna ætla að eyða hollri lífs-
nautn úr samlífi fólksins. — Hér er til mikils að vinna í
félagslífi sveitanna og vonandi sameinast allir góðir kraft-
G. Br.
um, en kornbörn sofandi í köld-
um bakherbergjum bíðandi eft-
ir þvi að komast í ból sín, þeg-
ar þeim fullorðnu þóknast að
slíta gleðinni. Séð hef ég á jóla-
dansleik, sem haldinn var í
beinu framhaldi af jólatrés-
skemmtun barna, stúlkubarn
dansa við drukkinn föður sinn.
Hrygg’ðarsvipurinn og blikandi
tárin, sem hrundu niður kinnar
barnsins, líða mér aldrei úr
minnL (
Breytt viðhorf
í fámennum byggðarlögum
mátti afsaka þetta að nokkru
með því, að þarna komu aðeins
saman nokkrar fjölskyldur, og
allir þekktust náið, og þeir, sem
allsgáðir voru, sinntu börnum
þeirra, sem miður voru til þess
færir. Nú eru viðhorfin hins
vegar breytt. Stór samkomu-
hús hafa risið upp um allt
land, og fólk flykkist á skemmt
anir í þeim langar leiðir að, og
þar verða börn oft eins og rek-
öld, sem hrekjast fram og aft-
úr í hringiðu sterkra tilfinn-
inga, og ástrfðna, sem magnað-
ar eru af múgæsingu og ölvun.
Slíkt er ekki heppílegt fyrir
auðmótaðan og viðkvæman
barnshugann, sem bezt lætur
létt glaðværð, sem og er honum
tömust.
Sætaferðirnar
Stóru húsin í sveitunum fá
ekki nægilega aðsókn úr næsta
nágrenni að dansleikjum sín-
um til þess að geta staðið undir
þeim gífurlega kostnaði, sem nú
er orðinn við þess háttar sam-
komur, og aukizt hefur svo
vegna harðrar samkeppni milli
húsanna innbyrðis. Þess vegna
hafa þeir, sem reka þessi hús,
einstaklingar, menningarfélög
og sveitarstjórnir gripið til þess
ráðs að auglýsa svokallaðar
sætaferðir úr kaupstöðunum á
dansleiki sína. Þetta fyrirbæri,
sætaferðirnar, er þannig: Inn
í stórar bifreiðar er safnað sam
an ungu fólki og afvegaleidd-
um unglingum, sem alltaf eru
vel birgir af áfengi, og svo er
ekið með þennan lýð upp í
börn húkandi á stólum og bekkj sveit, þar sem glæsileg salar-
ar um til að leiða það til sigurs.
Trúmann Kristiansen
Gömul siðvenja
ÞAÐ hefur löngum verið venja
á íslandi, að fullorðnir hafa
haft börn sín með sér við öll
störf og gert þau þátttakendur
í flestum atburðum daglegs lífs.
Um þessa venju er hægt að
segja bæði til lofs og lasts, en
ég mun í þessari grein aðeins
minnast á einn þátt hennar, þ.e.
samkvæmislífið.
Snemma sáu greindir menn
að börn og fullorðnir eiga ekki
samleið í félags- og samkvæmis-
lífi. Höfundur Egilssögu málar
þetta sterkum litum, þegar
hann lætur Skalla-Grím siða
brekóttan þriggja ára son sinn
með þeim orðum, að hann sé
nógu ódæll þótt ódrukkinn sé,
og fái hann því ekki að fara til
veizlu með fullorðnum.
En þótt einstaka mönnum
hafi ávallt verið þetta Ijóst, er
lendis, að fólk hefur með sér
kennd sannindi með almenn-
ings og stjórnarvalda í dag.
Þáð tíðkast enn víða hér-
lendis, a ðfólk hefur með sér
börn sín, allt niður í kornbörn
á þannig skemmtisamkomur, að
slíkt þekkist ekki meðal þeirra
þjóða, sem siðaðar vilja kallast.
Meira að segja á þorrablótum
og áramótaskemmtunum, þar
sem Bakkus er blótaður ósleiti-
lega, má sjá föl og illa haldin
kynni og vinsælasta unglinga-
hljómsveitin bíður þeirra, og
lítil takmörk eru sett um hátt-
vísi og almennt velsæmi, því
ekki má styggja háttvirta við-
skiptavini, sem þá gætu átt það
til að leita næst þangað sem
meira frjálsræði ríkti. Þegar
samkomunni svo lýkur, kl. 2
eftir miðnætti, er ’naldið til
baka með samkvæmisfólkið, og
er þá margur orðinn óburðugur,
þegar heim er komið, kannske
ekki fyrr en um kl. 5 eða að
ganga sex að morgni. Það hef-
ur sagt mér bílstjóri, sem haft
hefur með höndum þess háttar
flutninga, að þar hafi hann séð
niðurlægingu hins vitiborna
manns mesta.
Almennir dansleikir í sveitum
Vegna hins mikla tilkostnað-
ar, skorts á reglugjörðum um
samkomuhald og slælegs eftir-
lits eru húsin troðfyllt svo að
oft er selt inn tvöfalt eða jafn-
vel þrefalt fleirum en húsið er
ætlað að rúma. Stundum er
gerð leit að áfengi á þeim, sem
inn fara, en það sér enginn á
samkomugestum. Inni er óþol-
andi þrensgli og hræðilegt and-
rúmsloft, og þess vegna eru hús
in gjarnan látin standa opin svo
að fólk geti farið út til þess að
anda — eða er það til þess að
fólk geti farið út til þess að
drekka, því félagsheimilin geta
ekki lögum samkvæmt fengið
vínveitingaleyfi. — Uppi á
leiksviðinu er svo „hljómsveit-
in“, sem bætir upp tónlistar-
hæfileika sína með því að stilla
hljómmögnunartæki sín til hins
ýtrasta. Á dansgólfinu iðar í
hálfrökkrinu stynjandi kös,
sem vei'ður að gera sér ýmis-
legt til skemmtunar annað en
að dansa, því að það leyfi
þrengslin ekki. Við borðin í öll-
um skotum og á salernunum
skemmtir fólk sér við samræð-
ur á þeim tónstyrkleika, sem
öskur nefnist við önnur tæki-
færi, eða við að brjóta glös,
flöskur eða húsbúnað, enda trú-
ir enginn, sem ekki hefur séð,
hvernig salarkynnin líta út, þeg
ar æskan yfirgefur þau. Vegna
þeirra, sem viðkvæmir eru, vil
ég ekki lýsa hér hvernig sam-
kvæmisfólkið fullnægir gjarn-
an þörfum sínum. Lögregla er
gjarna höfð á þessum samkom-
um og sjálfsagt á kostnað hús-
anna, en lítil viLðast í fljótu
bragði afköst hennar, en hún er
þó auðvitað stimpillinn undir
samþykki yfirvaldanna á fyrir-
tækinu.
Niðurrifsstarf
Af framangreindu má sjá, að
hér eru unnin skemmdarverk í
uppeldismálum þjóðarinnar á
tvennan hátt. í fyrsta lagi er
hér gerð ónýt að verulegu leyti
viðleitni barnaverndarnefnda
kaupstaðanna, sem eiga þó í
nógum erfiðleikum með afvega
leidd, foreldralaus og verra en
foreldralaus börn í sínum um-
dæmum. Barnaverndarnefndir
og æskulýðsráð bæjanna standa
í ströngu við að forða ungu
fólki frá því að lenda í óreglu,
lögbrotum og saurlifnaði, og
einnig vi'ð að reyna að hjálpa
þeim unglingum, sem þegar
hafa lent á glapstigum: Eitt af
sterkustu vopnum barnavernd-
arnefndanna til að forða ung-
lingum frá slæmum félagsskap,
er útivista- og samkomubann
fyrir börn og unglinga eftir
aldri þeirra og þroska. Þessu er
beitt í öllum stærri bæjum en
óvíða í sveitum. í öðru lagi er
svo verið að afsiða sveitaæsk-
una með fljótvirkasta hætti sem
hugsast getur. Stórir hópar úr
bæjunum, sem hálffylla húsin
í sveitunum, setja auðvitað sinn
svip á dansleikina — og hvílík-
an svip. Þetta er svo það eina
samkvæmislíf, sem margt ungt
fólk í sveitum landsins kynnist
og tileinkar sér. Svo er komið,
að margir foreldrar kysu frem-
ur að flýja sveitirnar en hafa
þar unglinga sína hjá sér, því
að það er ekki víst, hvort þeim
Framh. á bls. 15
ILJÁFAHU
EKKERT fer eins herfilega i
taugarnar á sönnum sveita-
manni og rosinn — óþurkur-
inn. Hvað er átakanlegra held-
ur en sjá grasið vaxa úr sér,
eða töðuna gulna og grotna
niður í sífelldri súld og rign-
ingum. Það er búið að rækta
landið ■— stækka túnið, svo að
kominn er það stór töðuvöilur,
að hægt er að fá nóg af góðu
fóðri handa öllum búpeningu
Það er hægt að hætta öllum
heyskap á blautum mýrum og
snöggum útengjum. Það er bú-
ið að eyða tugum þúsunda i
áburðarkaup. Það er búið að
leggja fram mikið erfiði og
dýra vinnu við að koma áburð-
inum ofaní fiagið eða út á tún-
ið. Og grasið er komið, svo mik
ið, að það verður að slá það
hvernig sem viðrar. Annars
sprettur það úr sér og eyði-
legst. Það er enga stund verið
að losa af hverri dagsláttunni.
Og nú liggur grasið fagurgrænt
í breiðum múgum, sem biða
eftir þvi að sólin skini á þá,
vermi þá og þurrki.
En sólin nær ekki að skina,
jafnvel á ársins lengstu dögum
getur hún verið falin bak við
grá, og þokumikil ský, sem
lauga nýslegna teigana í þung-
um, þéttum dropum sínum. —
Þá eru erfiðir dagar fyrir bónd-
ann, sem allt sitt á undir sól
og regni.
En nú er svo komið að'hann
þarf ekki að eiga aílt sitt und-
ir þessu tvennu. Rosanum get-
ur hann boðið byrginn og unn-
ið nokkurskonar „varnasigur"
ef hann er vel væddur. Til þess
þarf hann tvennt: Súgþurrkun
og súrhcysturn.
Mikið hefur á unnizt á þessn
sviði hin síðari ár. Skuiu
nefndar nokkrar tölur í því
sambandi um súgþurrkunar-
kerfin, sem smíðuð hafa verið
undanfarin ár, sem hér segir:
Ár 1955 17600 m1
— 1960 21200 m’2
— 1962 28180 m'2
— 1964 32160 m2
Sýna þessar tölur hve mikla
áherzlu bændur hafa lagt á
það að koma sér upp súgþurrk-
unarkerfum þrátt fyrir stór-
aukinn stofnkostnað. í jarð-
ræktarlögunum frá sl. ári er
ákvæði um það, að á árunum
1965—1969, að báðum meðtöld-
um, skuli ríkissjóður greiða
framlag til súþurrkunarkerfa
er nemi, að viðbættum jarð-
ræktarstyrknum, þriðjung aí
Framhald á bls. 15
Sveitin og kirkjan:
Höskuldsstaöir á Skagaströnd
HÖSKULSSTAÐIR eru æva-
forn kirkjunstaður og prests-
setur. Hafa verið þar ýmsir
merkisklerkar, s. s. eru Stefán
Ólafsson, faðir Ólafs stiptamt-
manns og ættfaðir Stefánunga,
sem var þar allan sinn prests-
skap (1722—1748). Eftir hann
kom annálsritarinn sr. Magnús
Pétursson, mágur Bjarna land-
læknis. Hann var talinn „bú-
sýslumaður góður, en þó jafn-
an fátækur og að lokum öreigi.
Bar margt til þess: mikil ó-
megð, stórkostleg hallæri og
fjárkláðinn".
Sr. Magnús var „talinn ágæt-
lega vel lærður“. Hann skildi
vel latínska og danska tungu,
samt grísku sæmilega. Hann
var ágætur ritari og mesti iðju-
maður við skriftir og lesning-
ar, svo vel sem venjulegt, nauð-
synlegt búskapaferfiði og varði
allri sinni tíð til nokkurrar upp
byggingar“. Annáli hans er af
fræðimönnum talinn „ailmerk-
ur, þótt efnið sé eigi allt stór-
brotið".
Sr. Magnús var langafi Jóns
skálds Thoroddsens.
Einn þekktasti Höskuldssta’ða
prestur á síðari árum var gáfu-
og fræðimaðurinn sr. Eggert Ó.
Briem, „manna bezt að sér í
fornu máli og fornum íslenzk-
um kveðskap .... Hann sökkti
sér niður í íslendingasögur og
þó Sturlungu ekki sízt og allt
las hann sem til náði á þeim
árum um íslenzk fræði, fornt
og nýtt“, segir Magnús á
Syðra-Hóli í sinni ágætu rit-
gerð um sr. Eggert 1 Manna-
ferðir og fornar slóðir.
Um búskapinn a Höskulds-
stöðum í tíð sr. Eggerts, farast
Magnúsi þannig orð: Vorið 1882
taldi hann fram 5 kýr, 210
kindur og 17 hross. Það var þá
eitt stærsta bú í hreppnum og
talið að jöi'ðin bæri ekki öllu
meira. Höskuldsstaðaprestakall
var í gamla daga lítið kall og
fámennt. Samt var það metið
þriðja tekjumesta brauð í
Húnaþingi.
Reisulegar byggingar eru nú
á Höskuldsstöðum. Kirkjan er
ný, vígð 31. marz 1963. Hún
tekur um 100 manns í sæti og
kostaði um M* millj. kr.
Útkirkjur frá Höskuldsstöð-
um eru á Hólanesi (Skaga-
strönd) og Hofi