Morgunblaðið - 23.07.1966, Page 12

Morgunblaðið - 23.07.1966, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. júlí 1966 jWnripíjif>W^i!r Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið. ALMENNT VANDA- MÁL að er vissulega kominn tími til, að almenningur í landinu geri sér ljósa grein fyrir ákveðnum staðreyndum í sambandi við þróun ís- lenzkra stjórnmála, efnahags- mála og atvinnumála síðustu ára. Stjórnarandstöðublöðin hafa að undanförnu af full- komnu ábyrgðarleysi, lodd- arahætti og lýðskrumi þvælt um þau meginvandamál, sem J við hefur verið að etja í þeim efnum, án þess að gera sér nokkra grein fyrir kjarna málsins. í rauninni eru vandamál hins íslenzka þjóðfélags nú nákvæmlega þau sömu og flestra hinna háþróuðu iðnað- arþjóða Vestur-Evrópu. í öll- um þessum ríkjum hefur á undanförnum árum verið stefnt að því að auka hag- vöxtinn meira en nokkru sinni áður með fullkomnari framleiðsluaðferðum, sem byggjast á tæknilegum og vísindalegum rannsóknum. En öll þessi ríki eiga við sama vandamálið að etja, verðbólg- una, þótt hún hafi verið mis- munandi mikil í þessum lönd- um. Verðbólguþróunin á ís- "landi er því ekkert einsdæmi. Munurinn er aðeins sá, að hér hefur verðbólguvöxturinn ver ið talsvert hraðari en í ná- grannalöndum okkar, en þá er einnig á það að líta að hag- vöxturinn hér á landi hefur verið til muna meiri en í þeim löndum. En hver er þá skýringin á því, að keppnin að sífellt auknum hagvexti hefur stuðl að að verðbólguþróun í þess- um löndum? Hún er í stuttu máli sú, að verði veruleg framleiðniaukning í einni atvinnugrein, eins og t.d. hef- mr orðið í síldveiðum hér á landi, hljóta þeir, sem við þá atvinnugrein starfa að vilja fá sinn hluta af ávöxtum þessarar framleiðniaukning- ar. En um leið og þeir fá kjara bætur, sem því svara, fylgja aðrir starfshópar á eftir og krefjast sömu kjarabóta, þótt framleiðniaukning í þeim starfsgreinum, sem þeir starfa við, hafi e.t.v. orðið mun minni og jafnvel engin. Til þess að standa undir þeim kauphækkunum verða þær atvinnugreinar að hækka "verðlag á vöru sinni og þjón- ustu, og þetta veldur svo aft- ur stöðugum víxlhækkunum verðlags og kaupgjalds. Á það verður sjálfsagt bent, að þótt verðbólgan sé sam- eiginlegt vandamál allra Vestur-Evrópuríkja, er hún þó meiri hér en þar. — Skýringin á því er auðvitað i fyrst og fremst sú, að í at- vinnu- og efnahagslífi okkar eru miklu meiri sveiflur held- ur en hjá 4nágrannaþjóðum okkar í Vestur-Evrópu. Hinn gífurlegi síldarafli undanfar- in ár hefur óhjákvæmilega haft þau áhrif að stuðla að hækkandi kaupgjaldi og jafn- framt hækkandi verðlagi, t.d. á íbúðum, en það er alkunn staðreynd, að eftir gott síldar sumar hækka íbúðir jafnan nokkuð í verði. Verðbólgan er því ekki að- eins vandamál, sem íslend- ingar hafa átt við að stríða í tuttugu ár og tekizt erfiðlega að leysa. Verðbólgan er vandamál, allra hinna háþró- uðu iðnaðarþjóða Vestur- Evrópu. Þessum þjóðum hef- ur ekki fremur en okkur tek- izt að leysa sín vandamál, og ætti það væntaniega að sann- færa menn um, að verðbólgu- vandamálið er ekki auðvelt úrlausnar, og ekki hægt að kenna einni ríkisstjórn um, að erfiðlega gengur að finna lausn á svo almennu vanda- máli. Á hinu er nauðsynlegt að menn átti sig fyllilega, að jafnvel þótt núverandi ríkis- stjórn hafi ekki tekizt að leysa verðbólguvandamálið fremur en öðrum ríkisstjórn- um í Vestur-Evrópu, hefur hún þó komið í framkvæmd og átt frumkvæði og forustu að svo víðtækum umbótum á íslenzku þjóðfélagi, að furðu gegnir, að það skuli hafa tek- izt á þeim tiltölulega stutta tíma, sem hún hefur setið að völdum. Menn þurfa aðeins að renna huganum tíu ár aft- ur í tímann til þess að átta sig á þeim miklu breytingum sem hér hafa orðið á. — Skömmtunarvaldi stjórnar- herra hefur verið hnekkt, og í staðinn er komið frelsi fólks ins til þess að velja og hafna. Og það er gjörsamlega þýð- ingarlaust fyrir stjórnarand- stæðinga að halda því fram, að velmegun fólksins í'þessu landi hafi ekki aukizt stór- kostlega á þeim stutta tíma, sem núverandi ríkisstjórn hef ur setið að völdum. Fólkið sjálft veit, að hagur þess hef- ur batnað. Hinar miklu og glæsilegu íbúðarbyggingar bera þess glöggan vott. Tutt- ugu þúsund nýjar bifreiðar, sem fluttar hafa verið inn til landsins eru enn ein sönnun þess. Vaxandi og fjölmennar ferðir íslendinga til annarra landa eru einnig sönnun þeirrar miklu velmegunar, sem hér ríkir. En þá er á það bent, að viss ar atvinnugreinar eigi við Hótanir viö stríös- fanga fordæmdar Blöð víða um heim for- dæma einum rómi hótanir stjórnarinnar í Hanoi um að leiða ameríska flug- menn fyrir dómstóla og lífláta þá sem stríðsglæpa menn. Er það einróma álit sem fram kemur í ritstjórn argreinum, að þetta fyrir- hugaða brot á alþjóðasamn ingum um meðferð stríðs- fanga muni leiða til „hörmulega aukinnar hörku“ í stríðinu og draga úr möguleikum á að koma á friði. „Observer“ í London segir, að ef Norður-Vietnam geri alvöru úr þessari hótun sinni, „fremji það ekki aðeins ó- mannúðlega athöfn, 'heldur geri sig sekt um stjórnmála- lega heimsku, er vinni gegn hagsmunum þess. Ekkert er vísara til að æsa almennings álitið í Bandaríkjunum og svipta Hanoistjórnina samúð í mörgum hlutum heim. Ekk- ert gæti eins ,,....ýtt undir að hert verði á styrjaldar- rekstrinum.“ Annað Lundúnablað, „Daily Telegraph“, segir að ef Norður-Vietnam refsi hand teknum amerískum flugmönn um sem stríðsglæpamönnum, sé það „siðferðileg smán og útreiknuð athöfn til að herða stríðið í meira lagi. Eins og Rusk hefir bent á, ógildir það ekki Genfarsamninginn um meðferð stríðsfanga, þótt ekki hafi verið lýst stríði." „Daily Telegraph“ ritar einnig um það, hvernig Banda ríkjamenn reyna að forðast að varpa sprengjum á ó- breytta borgara, og segir: „I>að er vissulega satt, að aldrei fyrr í sögu lofthern- aðar hafa flugáhafnir gætt þess eins vandlega, og stofn- að sér með því í eins mikla hættu, til að draga úr mann- tjóni almennra borgara, og Bandaríkjamenn í árásum sínum á hernaðarlega mikil- væga staði.“ Kvöldblaðið „Sun“ í London segir: „Ef Norður-Víetnam- menn lífláta fanga'ða banda- ríska flugmenn, er þar um að ræða yfirvegaða og ögrandi villimensku“. Blaðið „Colombo Sun“ á Ceylon segir: Ríkisstjórn okkar verður að segja Norð- ur-Vietnammönnum að þeir ættu að hugsa sig um tvisvar varðandi þá hótun sína að leiða handsamaða Banda- ríkjamenn fyrir dómstóla sem stríðsglæpamenn og taka þá af lífi, ef þeir verða sekir fundnir. Við ættum að láta stjórnina í Hanoi vita fyrir- fram, að yfirlýst ætlun manna þar hefir vakið öldu viðbjóðs hér í landi.“ ‘ Indverska blaðið „Jungant ar“, sem gefið er út í Kal- kútta segir, án þess að fara langt út í að lýsa alþjóðalög- um, sem fjalla um meðferð á stríðsföngum: „Hægt er að segja hiklaust, að ef yfirvöld í Hanoi dæma hina handsöm uðu amerísku flugmenn +il dauða, munu allar tilraunir til að binda enda á stríðið í Vietnam verða algerlega til- gangslausar...... Við þær krngumstæður mun Norður- Vietnam glata stuðningi al- menningsálitsins í heimin- um.“ „De Volkskrant" í Amster- dam varar vð hinum hættu- legu afleiðingum af „hefni- girni stjórnarinnar í Hanoi'. Blaðið segir: „Norður-Vietnam er frá- brugðið Bandaríkjunum að því leyti, að það neitar að hlíta Genfarsamkomulaginu. Ef Hanoi byrjar að beita eig- in reglum gagnvart varaar- lausum Bandaríkjamönnum, mun sannkölluð keðjuverkun af hljótast.....þetta hlýtur k allt að leiða til ástands, sem í mun gera........ ókleift að ljúka styrjöldinni um langan 1 aldur.“ f „II Tempo“ í Róm segir meðal annars, að Bandaríkin séu „einhuga um að verja fangana, sem eru í höndum vietnamskra kommúnista, i einhuga eins og alltaf á af- drifastundum." Blaðið heldur áfram: „Þótt Bandaríkin séu stað- I ráðin í að láta kommúnista , ekki færa út kvíarnar í Asíu, 1 hafa þau gert allt, sem þau hafa getað til að sannfæra j fjandmennina um nauðsyn , þess að grípa ekki til athafna 1 eða úrræða, sem ekki verður i' komizt hjá að refsa fyrir.“ íi Af þeirri ástæðu, segir „II \ Tempo“, „hefir Washington j gefið hina alvarlegustu aðvör í un frá upphafi vopnavið- ó skipta í Asíu“, skömmu áður j en réttarhöld yfir bandarísitu flugmönnunum eiga að nefj- | ast. | Þar til nú, segir að endingu I í forustugreininni, „hefir ekki \ ekki ríkt klofningur í al- menningsáliti Bandaríkj- ! anna varðandi stríðið í Viet- i nam, heldur óvissa. Aftaka ( fanganna, sem nú er hótað, hefir í einu vetfangi ger- 1 breytt afstöðu manna, svo að 1 Bandaríkin eru nú órofa j heild“. 1 „Corriere della Sera“ í Mil- ' ano segir, að réttarhöld og af- 1 taka amerískra flugmanna i „mundu vera ægilegt at'hæfi, j sem af gæti hlotizt hroðaleg- ustu afleiðingar. Bandaríkin 1 mundu öll loga af reiði og i heimta hefndir". , „II Resto de Carlino" í Bol- ogna segir: „Það er ljóst, að 1 ákvörðun Hanoistjórnar or- l sakast af örvæntingu. Hún | réttlætir ekki stjórn Hos og 1 Framhald á bls. 7 | erfiðleika að etja. Það er alveg rétt, en þeir erfiðleikar eru fyrst og fremst vegna verðbólgunnar og verðbólgan skapar ekki aðeins atvinnu- vegunum á íslandi erfiðleika, hún skapar atvinnuvegum í allri Vestur-Evrópu mikla erfiðleika. En samt sem áður verður ekki framhjá þeirri staðreynd gengið, að núver- andi .ríkisstjórn hefur gert stórátak til þess að bæta af- komu atvinnuveganna. í fyrsta lagi það almenna at- hafnafrelsi, sem nú ríkir í landinu og hefur auðvitað orð ið atvinnuvegunum mikil hagsbót. í öðru lagi mjög víð- tækar ráðstafanir ríkisstjórn- ar og Alþingis til þess að skapa atvinnuvegunum betri fjárhagsgrundvöll en áður með stórkostlegri eflingu stofnlánasjóða þeirra. Þegar allt þetta er haft í huga er gjörsamlega þýðing- arlaust fyrir stjórnarandstæð inga nú að tala sem hér sé allt í kalda koli, fólkið í land- inu veit að svo er ekki. Það veit að velmegun og gróska í hinu íslenzka þjóðfélagi hef- ur aldrei verið meiri en nú, og það veit líka, að sú stefnu- breyting sem gerð var 1960 og haldið hefur verið síðan á drjúgan þátt í því grósku- mikla og vaxandi efnahags- og atvinnulífi, sem hér ríkir nú. PÓLLAND í TÍU ALDIR T gær voru þúsund ár liðin frá því að pólska ríkið var sett á stofn. Saga Pólverja í tíu aldir er örlagarík saga, saga stoltrar þjóðar, sem hvað eftir annað hefur orðið að þola erlenda áþján, skipt- ingu landsins og eyðilegg- ingu, en jafnan risið upp á ný. Pólverjar hafa um aldir átt í verulegum erfiðleikum með að verjast ásælni öflugri ríkja að vestan og austan, og harmasaga þeirra í síðari heimsstyrjöldinni og eftir hana er öllum kunn. En þrátt fyrir það hafa Pólverjar hald- ið sjálfstæðri menningu sinni og tungu, og sjálfstæðishvöt þeirra er jafn sterk nú sem fyrr. Þeir hafa nú í um 2 ára- tugi lifað undir hrammi hins sovézka stórveldis í austri, og þar hefur setið að völdum ríkisstjórn, sem án nokkurs vafa nýtur stuðning aðeins minnihluta landsmanna. Við og við á þessum árum hafa Pólverjar sýnt í verki hug sinn til hinna kommúnísku ráðamanna þar í landi, og er skemmzt að minnast upp- reisnar verkamanna í Poznan 1956. Kaþólska kirkjan hefur í Póllandi skapað sterkara mót vægi gegn kommúnismanum en annars staðar í Austur- Evrópu, og þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir kommúnista- stjórnarinnar í Póllandi til þess að hnekkja áhrifum hennar, hefur það ekki tek- izt fram á þennan dag. Á þessum merku tímamót- um í sögu hinnar pólsku þjóð- ar streyma til hennar hlýjar hugsanir frá frjálsum mönn- um um heim allan, sem eru sannfærðir um að fyrr en síð- ar muni pólska þjóðin endur- heimta fullt sjálfstæði sitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.