Morgunblaðið - 23.07.1966, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23, júlí 1968
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
hafði verið hjá þeim I nokkra
mánuði. Hún drakk talsvert og
nú er lögreglan og fólkið hérna
í nágrenninu að láta sér detta í
hug, hvort þetta gæti verið hún
Marta Zampini, veslingurinn.
Hún var enn að tala og krakk-
inn að gráta, er ég sneri mér frá
og gekk til baka eftir strætinu,
með ákafan hjartslátt.
8. kafU.
Ég keypti mér blað á Lífstorg-
inu og stóð stundarkorn undir
súlnagöngunum, og leitaði í því.
Þar var ekkl minnzt á morðið.
Lögreglan hafði sýnilega farið
eftir skýrslum um fólk, sem væri
saknað úti í sveitunum, og nú
var verið að fara með Gighi-
systkinin til Rómar, til þess að
láta þau þekkja líkið. Eða ef til
vill ekki einu sinni það. Kannski
hafði lögreglan í Róm, sent föt,
handa þeim að þekkja — sjölin,
körfurnar. Það mundi sennilega
nægja.
Og hvað svo? Ekki yrði hún
neitt nær því að upplýsa morð-
ið. Hún mundi aldiei komast að
því, að skömmu eftir miðnætti
hafði maður stungið peninga-
seðli 1 höndina á konunni. Nú
væri búið að eyða honum, því
að nú væri hann búinn að fara
frá hinni myrtu til þjófsins og
þaðan gegn um margar hendur.
Þjófurinn og morðinginn yrðu
aldrei gripnir. Og heldur ekki
sá, sem stakk seðlinum. Báðir
voru sekir. Báðir yrðu að burð-
ast með þá sektarbyrði.
Þegar ég kom í bókasafnið,
voru allir þar löngu komnir úr
mat. Það var komið fram á
miðjan eftirmiddag. Allir gláptu
á mig. Það var alveg eins og þau
vissu, að ég hefði farið til kap-
ellunnar og svo erindi mitt þang
að.
Ég lét eins og ég sæi þau ekki
en fór á minn stað og hélt
áfram að greina þýzku bækurn-
ar, sem eftir voru, en nú alveg
áhugalaust. Andlitið á Mörtu
framliðinni, sem hafði látið mig
í friði síðustu daga, kom nú
fram aftur. Ég gat ekki afneitað
því lengur. Marta frá gamalli
tíð mundi aldrei kvelja mig, en
það mundi samanhnipraða
drukkna konan á tröppunum
gera. Og hvers vegna þessi súri
þefur? Hún, sem hafði verið svo
hreinleg og snyrtileg, alltaf að
þvo og pressa, brjóta saman
hreinan þvott og koma honusn
fyrir í skápnum. Aðeins tvær
manneskjur gátu svarað þessu
— skóarinn og systir hans —
eldabuskan okkar fyrrverandi.
Þau mundu vita það. Þau gætu
lýst fyrir mér í öl'lum smáatrið-
um, hvernig hún fór smámsam-
an í hundana, eftir því sem árin
liðu.
Auðvitað var það allt okkur
að kenna. Fyrst og fremst
mömmu en svo mér. Þar sem ég
átti heima í Torino, hafði ég
getað skrifað henni. Og við hefð
um getað spurzt fyrir. Eða síðar,
frá skrifstofunni í Genúa, hefði
ég getað náð símasambandi við
Ruffano, og beðið um upplýsing
ar. En það gerði ég ekki. Og svo
liðu tuttugu ár. Marta var tutt-
ugu ár í sífelldri afturför.
Seinna um daginn hringdi sím-
inn og ungfrú Catti svaraðL
Hún talaði í hann nokkra stund
með mestu hunangsröddinni
sinni, og lagði svo frá sér sím-
ann.
— Hr. Fossi er enn lasinn,
sagði hún snöggt við okkur. —
Hann kemur ekki í dag. Hann
biður okkur að halda áfram til
klukkan sjö.
Toni hreyfði þegar andmæl-
um. — Það er iaugardagur, mót-
mælti hann. — Hann sleppir okk
ur alltaf klukkan sex á laugar-
dögum.
— Kannski, sagði hún, — en
það er bara þegar hann er hérna
sjálfur. En í dag er öðru máli
að gegna. Hr. Fossi er rúmliggj-
andi.
Hún sneri aftur að skránni
sinni, en Toni greip höndum um
magann og gerði sér upp maga-
verk. — Þegar maður er kominn
yfir fertugt, sagði hann, — ætti
hann að hafa hemil á líkamleg-
um girndum sínum.
□---------------n
23
□---------------□
— Þegar maður er innan við
tuttugu og þriggja ára, svaraði
ungfrúin, — ætti hann að bera
virðingu fyrir yfirboðurum sín-
um.
Hún heyrði þá betur en hafði
haldið, og kannski var hún líka
fyndnari. Við vorum aftur að
verki okkar, en ég held, að við
höfum öll orðið hissa þegar sjúk
dómsorsök Fossis kom inn um
dyrnar, skömmu fyrir klukkan
sjö. Hún var í rauðri dragt, sem
fór henni vel. Litlir gullhringir
voru í eyrunum, og svört kápa
hékk á öxlum hennar. Carla
Raspa kinkaði kolli kæruleysis-
lega til skrifarans, lét sem hún
sæi ekki ungu mennina, en tók
strikið beint til min.
— HaHó, sagði hún.
— Halló, svaraði ég.
— Hvernig gengur hjá þér?
— Það er allt í lagi
— Kanntu vel við vinnuna?
— Það er tilbreyting frá túrist
unum.
— Það datt mér einmitt I hug.
Það verður aldrei allt fengið.
Hún leit upp eftir bókahillun-
um og raulaði eitthvað við sjálfa
sig. Ungfrúin, sem laut fram yf-
ir bókina sína, hefði getað verið
úr steini. — Hvað ætlarðu að
gera í kvöld? sagði Carla Raspa.
— Hvað ég ætla að gera?
— Já, það var það, sem ég
sagði.
Augu hennar, sem voru eins
og beizkar möndlur, mældu mig
allan. Ég reyndi að muna, hvort
það var einhver fugl eða skrið-
dýr, þar sem ástarbrögðin end-
uðu alltaf á því, að kvendýrið át
karldýrið. Nei, það var víst skor-
dýr.
— Ég er sammældur við tvo
stúdenta, sem búa á sama stað
og ég, var ég fljótur að ljúga
upp. — Við förum öll á bió
eftir mat.
— Hvar býrðu? spurði hún.
— Hjá henni frú SilvanL sagði
ég eftir nokkurt hik.
— í Mikjálsgötu 24? Nú, þá
erum við bara nágrannar!
— Já, það erum við víst.
Hún brosti og brosið gaf ta
kynna, að við værum bæði aðiil-
ar að einhverju samsæri. — Fer
vel um þig þar? spurði hún?
— Já, ágætlega. Stúdentarnir
eru fjörugur hópur. Þetta er allt
V og H.
— V og H? Þá vorkenni ég
þér. Þá geturðu ekki mikið sof-
ið fyrir hávaðanum. Þetta eru
svoddan óhemjur.
— Þeir gerðu engan hávaða 1
nótt sem leið, sagði ég.
íSLENDINGAR, sem ferðast til FÆREYJA, athugið:
Farið til B R O N X til þess að kaupa fatnað.
TINGANES
NOTIÐ LYFTUNA
Símar: 1200 1204
1201
1202
1203
1205
1206
TELEX: 37
SÍMNEFNI: GUNSTCKK,
THORSHAVN
Yið bjóðum yður í mörgum tilfellum lægsta verð,
sem um getur á heimsmarkaðnum á nýtízku dömu-
og herrafatnaði og það í næsta nágrenni við íslands-
strendur. — Þetta getið þér kynnt yður af eigin raun,
hjá verzluninni
KUUR - TAILORING
í ÞÓRSHÖFN í FÆREYJUM.
Notið tækifærið þegar þér komið næst til Tórshavn
og lítið inn í verzlun vora, rétt ofan við höfnina, í
Jonas Broncksgötu 27, á 3. hæð.
Þér gangið tvo stiga upp og verðið fer tvö stig niður.
Verðinu hér er ekki íþyngt með stórum gluggaauglýs
ingum, en stórborgarúrval munuð þér finna.
Við hlökkum til að s|á yðttr í Torshavn h]á
KIJLR - TAILORING í TÓR8HAVN
OLAFSVOKUFARAR!