Morgunblaðið - 23.07.1966, Side 23

Morgunblaðið - 23.07.1966, Side 23
Laugardagur 23. júlí 1966 MORGU N B LAÐIÐ 23 * Jeppi veltur ofan í gilskorning UM kl. tvö á mánudag varð um- ferðaróhapp nálægt Valseyri í Dýrafirði. Jeppi var þar á ferð og í honum tveir karlmenn og tvær konur. í krappri beygju rann jeppinn til í lausamöl. Öku maðurinn hemlaði, en jeppinn valt út af veginum og ofan í gil- skorning. í>akið beyglaðist, en fólkið komst óslasað út um glugga. Talið er, að stýrið hafi ekki verið í fullkomnu lagi, þar eð boltinn á stýrisendanum var ekki fastskrúfaður (vantaði tvo snúinga upp á). BERLÍN — Willy Brandt, borgarstjóri V-Berlínar, heldur til Noregs með fjölskyldu sinni í tæplega mánaðar sumarleyfi, á seskuslóðir eiginkonu sinnar, sem ættuð er frá Hamar. SJúkrabifreið í V-Húna- votnssýslu Staðarbakka, 21. júlí. UNDANFARNA daga hafa ver- ið hér hlýindi og þurrkar, en í dag er stórrigning. Heyskapur hefur gengið vel, þar sem tún eru óskenund, en allvíða ber á kali og grasleysi. Kvennaband V-Húnavatnssýslu beitir sér fyrir að keyptur verði sjúkrabíll í héraðið, sem er mikið nauðsynjamál og hefur ákveðið að verja öllum ágóða af hirini venjulegu árshátíð, sem haldin verður um næstu helgi í Ásbyrgi. Verður þar kvikmynda sýning og hlutavelta góðra muna. Almennur dansleikur verður á laugardag og fy-rir unglinga á sunnudag. — Benedikt. — Golfið Framhald af bls. 22. 233 högg, 6 höggum á eftir Magnúsi. Vann sig upp um sex sæti Þeir tveir skera sig úr. Næst- ur kemur Óttar Yngvason, Rvík, sem vann sig upp um 6 sæti, fór völlinn í 36 höggum og 40 högg um og er með 245 högg saman- lagt. í sama sæti er Þorbjörn Kjærbo, sem í dag lék í 44 og 38 höggum og er með 245. 5. er Sævar Gunnarsson með 246, Páll Halldórsson með 247, Gunnar Sól nes 248 og Hermann Ingimarsson með 252 högg. 1 1. flokki hefur Haraldur Júl íusson, Vestm.eyjum tekið for- ystu, lék í gær í 42 og 38 högg- um oghefur 264 högg, 2. er Þór- ir Sæmundsson, Suðurnesjum með 269 högg, 3. Hörður Stein- bergsson, Ak. og Ársæll Lárus- son, Vestm.eyium, báðir með 272 högg. í 2. flokki er Kolbeinn Péturs son, Akurevri með öruggt for- skot og viss um sigur. Hann lék í 40 og 43 og er með 261 högg. Hannes Hall, Rvík er með 279 högg, Sveinn Eiríksson, Suður- nesjum með 285 og Adolf Ingi- marsson með 288. í unglingaflokki er keppnin mjög hörð. Þar heíur Hans Ise barn forystu með 139 högg, Jón H. Guðlaugsson Ve. er með 140 högg. Jónatan Ólafsson, Rvík og Björgvin Þorsteir.sson, Ak. með 143 högg. Mótinu lýkur í dag í öllum fiokkum og í kvöld er mikið hóf í Sjálístæðish'isinu þat scrr verð ■aun ver.‘ t afr.?nL og mof:nu slit ið Kynþáftciéeirðir i Cleveland og New York Fá háf ©g hákarl, en lítinn silung Þorlákshöfn, 22. júlí. Menn, sem lagt hafa silunga- net nálægt Norðurvararbryggju, hafa fengið sáralítinn silungs- afla, en hins vegar hafa þeirí> fengið nokkuð mikið af háfi undanfarið. Á miðvikudag flæktist beinhákarl í netinu og eyðilagði það. Mennirnir hirtu lifrina úr honum, en fleygðu skrokknum aftur í sjóinnn. Fyr- ir nokkrum árum sást hákarl hér á sveimi dag eftir dag í námunda við höfnina. — St. E. Sig. DJAKARTA — Sukarnó Indó- nesíuforseti mun halda fund með helztu ráðamönnum öðrum á morgun, laugardag, að ræða skip un nýs ráðuneytis. Fregnir herma að Suharto hershöfðingi hafi þegar lagt ráðherralista sinn fyrir Sukarnó og muni togstreit- an standa um það helzt, hver veita eigi ráðuneytinu forscöðu. New York og Cleveland, — 22. júlí — AP-NTB: — AFTUR brutuít út óeirðir í Cleveland í Ohio í dag og var þar blökkumaður skotinn til bana, þrið'ja fórnarlamb óeirð- anna, sem þar hafa nú staðið í fjóra daga. Fjöldi raanna eða nokkuð á fjórða tug hafa særzt í átökum þessum og mikið tjón hefur orð ið á eignum. Hundruð manna úr þjóðvarnarliðinu hafa verið send á vettvang lögreglu og slökkvi- liði borgarinnar til aðstoðar. í Brooklyn í New York hafa einnig verið ir.iklar kynþátta- óeirðir og þar beið 11 ára dreng ur bana 5 gær, féll fyrir skoti leyniskyttu. Ekki er vitað, hver þar var að verki, en sjónarvottar segja skotíð hafa komið frá bif reið sem síðan hafi horfið hið bráðasta. Mikil ólga er í Brook lyn vegna máls þessa og mikill viðbúnaður lögreglu. Þá hafa einnig orðið kynþátta óeirðir í Jacksonville í Florida en ekki eins alvarlegar og í Cleveland og Brooklyn. Karl Hermannsson skorar annað mark Keflvíkinganna með skalla eftir góða sendingu fra Sigurði Alhertssyni. — Leikurinn Framhald af bls. 22 var fallegur. Hermann lék upp að vítateig, gaf til baka til Berg- steins, sem lagði knöttinn fyrir fætur Ingvars inn á teig ÍBK og Ingvar gat ekki annað en skorað. Á 18. mín. skora Valsmenn annað fallegt mark. Reynir lék upp hægri kant, gaf vel fyrir. Vörn Keflavíkur blinduð af sól Frá kynþáttaóeirðunum í Clev eland sá ekki hvað var að gerast og Ingvar stendur óvaldaður með knöttinn fáa metra frá marki og átti auðvelt með að skora. Á 28. mín. kom vítaspyrna, sem vægast sagt var harður dómur eða að minnsta kosti heppni fyr- ir Val að fá. Reynir skoraði með þrumuskoti. Á 41. mín. kemur 4. markið. Leikið var upp miðjuna og Reyn- ir sendir út á vinstri kant til Hermanns, sem leikur að og skor ar af stuttu en þröngu færi fal- legt mark. 4-0 í hálfleik og þó hafði leikurinn alls ekki verið svo ójafn, en sóknarleikur Vals- manna þó alltaf svo beittur að ógn stafaði af í hverju upp- hlaupi. Fyrir utan mörkin áttu Vals- menn fleiri færi og eitt skiptið bjargaði Sig. Albertsson á mark- línu. Keflvíkngar áttu einnig upp- hlaup, en í þau vantaði festu og ákveðni við markið. ★ Við Valsmarkið En er frá hléi kom var annar svipur á Keflavíkurliðinu. Það tók völdin í sínar hendur, leik- menn höfðu hrist af sér slenið og komu nú baráttuglaðir og ákveðnir til leiks. Og nu tóku hlutirnir að gerast við Vals- markið. Það byrjaði með fallegu skoti Magnúsar Torfasonar af 25 m færi sem Sig. Dagssyni tókst meistaralega að lyfta yfir. Upp úr hornspyrnu bjargaði Þor- steinn bakvörður á marklínu. Litlu síðar óð Jón Ólafur gegn- um Valsvörnina en átti skot í hliðarnet. Það var eins og ekkart ætlaði að takast. En svo opnuðust flóðgáttirnar Á 9. mín sækir Karl Hermanns son upp h. kantinn og gefur fyr- ir. Jón Ólafur er vel staðsettur — og reyndar fleiri ÍBK menn — og Jón Ólafur skorar með skalla. , Á 16, min framkv. Jón Jó- hannsson aukaspyrnu út undir miðju, sendir upp að marki og þar breytir Karl Hermansson stefnu knattarins með skalla og í netinu lá knötturinn. Og svo misstu Keflvíkingar af upplögðum tækifærum. Jón komst í gott færi en var stöðv- aður og Magnús Torfason átti gott skot rétt utan stangar. A 27. mín. skorar Magnús Torfason með skalla eftir þunga sókn á miðjunni og út á vinstri kant og þaðan fyrir markið. Fall- egur aðdragandi. Það var fyrst á 31. mín. að Kjartan markvörður ÍBK fékk knöttinn frá Valsmanni, því Vals menn höfðu aldrei megnað að brjóta sóknarpressu Keflvík- inga á bak aftur. En síðasta stundarfjórðunginn var leikur- inn jafnari með tækifæri á báða bóga og þó opnari fyrir Kefla- vík. Valsmenn máttu því bakka fyr ir bæði stigin í þessum skemmti lega og baráttumikla leik. Framherjar Vals áttu mjög góðan leik í fyrri hálfleik og þá var sem Valsmenn væru helmingi fleiri á vellinum. Þeir höfðu tögl og hagldir, notuðu kantana í upphlaupum og ógn- uðu mjög alls staðar til taks að byggja upp sókn og áttu sem fyrr segir mörg tækifæri sem ónýttust. Bezti maður vallarins var Magnús Torfason, átti mjög góð- an leik, svo og Sigurður Al- bertsson og Jón Jóhannsson. Hjá Val voru Þorsteinn í vörninni, og framherjarnir í fyrri hálfleik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.