Morgunblaðið - 23.07.1966, Page 24

Morgunblaðið - 23.07.1966, Page 24
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins 165. tbl. — Laugardagur 23. júlí 1966 Þeir hér voru allir KEFLi A VÍKURFLU G V ÖIXUR lokaðist vegna þoku og rigning- ar aðfaranótt fimmtudags, og olli það því meðal annars, að allar Rolls Royce 400 flugvélar Loft- leiða voru samtímis á vellinum á fimmtudagsmorgun. Samkvæmt áætlun áttu tvær Rolls Royce 400 vélar (frá Lux-4> emiborg) og ein DC-6 B vél (frá Helsingfors og Osló) að lenda þá um nóttina, en aðeins fyrri Rollsinn gat lent, áður en völlur- inn lokaðist. Hinn Rollsinn varð að lenda í Prestwick ásamt DC- 6 B vélinni. Fimmtudagsmorgun komu tveir Rollsar að vestan, og gátu Iþeir lent og haldið áætlun. En um sama leyti kom Rollsinn, sem orðið hafði að lenda í Prestwick nóttina áður. Þá var enn ófarinn fyrsti Rollsinn, sem lokazt hafði inni nóttina áður, en hann hélt vestur um haf um hádegi þennan dag. Voru þá allar Rolls Royce 400 vélar Loftleiða samtímis á Keflavíkurflugvelli, og auik þeirra tvær DC-6 B vélar, sem fóru til Norðurlanda og Hol- lands. Fimmtudagsmorgunin var því einhver mesti annadagur í sögu Loftleiða á Keflavíkurflug- velli. Auk Loftleiðavélanna voru fyrir á Keflavíkurflugvelli tvær litlár tíu manna þotur (í einka- eign) og ein DC-3 vél frá KLM. „RolLsar" Loftleiða á Keflavíkur flugvelli fimmtudagsmorg un. (Ljósm.: Heimir Stígsson). Samið við mat reiðslu menn SAMNINGAR voru undirritaðir á fimmtudag milli Sam'bands veitinga og gistihúsaeigenda ann ars vegar og Félags matreiðslu- manna hins vegar. Þeir eru gerð- ir með þeim fyrirvara, að félags fundir í báðum félögum sam- þykki þá. Fundirnir verða lík- lega haldnir upp úr helginni. Samningarnir gilda ekki lengur en til 1. október næstkomandi. Guðjón Teitsson fótbrotnar KL. 21:45 í gærkveldi vildi það slys til á nýja Golfvallarvegin- um við Orafarholt, að Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, fq!1 af hestbaki og fót- brotnaði á hægra fæti. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja berst fyrir sjónvarpinu AUKAFUNDUR var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í gær vegna kröfu Landssímans um, að lokað verði fyrir straum til þeirra tækja, sem sett hafa verið upp á Klifinu í Heimaey i sambandi við tilraunir manna til þess að ná myndvarpinu frá Keflavíkurflugvelli á sjónvarps- tæki sín í Vestmannaeyjum. — Landssíminn lagði hinn 220 volta rafstreng upp að Klifi á sínum tíma. Bæjarstjórn samþykkti að fela rafveitustjóra að taka umrædd- an streng í umsjá og vörzlu Raf- veitunnar í Vestmannaeyjum og I eigu hennar sem hluta af dreifi kerfinu. Telur hæjarstjórn sig hafa heimild til þess skv. reglu- gerð rafveitunnar og gjaldskrá. Þá samþykkti bæjarstjórn enn fremur að „mótmæla tilkynningu útvarpsstjcra og menntamála- ráðherra um bann við ráðstöf- unum Vestmannaeyinga til að geta horft á sjónvarp", þar eð bæjarstjórn telur vafasamt, að í lögum um Ríkisútvarp sé nokk urt ákvæði, sem slíkt bann geti byggzt á. Þessar tillögur voru samþykkt ar einróma af öllum níu bæjar- fulltrúunum í Vestmannaeyjum. Á fundinum var mættur for- maður Sjónvarpsnotendafélags- ins í Vestmannaeyjum, Bragi Björnsson, lögfræðingur, og lýsti hann því yfir, að félagið mundi krefjast úrskurðar dóm- stólanna um „bonn útvarpsstjóra og menntamálaráðherra“, ef þeir héldu fast. við bann sitt. Einnig samþykkti bæjarstjórn að heimila rafveitustjóra, þegar strengurinn væri kominn í vörzlu Rafveitunnar í Vestmannaeyjum að leyfa Sjónvarpsnotendafélag- inu í Vestmannaeyjum afnot af fyrrnefndum rafstreng í sam- bandi við tilraunir þess til að skapa Vestmannaeyingum að- stöðu til að hcrfa á sjónvarp. Gerðardómur skipaður SAMKVÆMT bráðalbirgðalögun- um, sem sett voru 16. júlí s.l. vegna deilu Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og Félags framreiðslumanna, skyldi Hæsti- réttur íslands skipa 3ja manna gerðardóm til þess að ákveða 'kaup og kjör faglærðra fram- reiðslumanna og banþjóna í veitingahúsum. S.l. þriðjudag skipaði Hæsti- réttur íslands Svavar Pálsson, löggildan endurskoðanda, Emil Ágústsson, borgardómara, og Halldór Þorbjörnsson, sakadóm- ara, í dóminn, og er Halldór Þorbjörnsson formaður hans. Reynt að selja ms. Skjaldbreið og Esju og afia nýs skipakosts fyrir haust Nýtt hverasvæði að myndast e5a gos í aðsigi á Þeistareykjum? Húsavík, 22. júlí. BREYTING og stækkun virð- ist vera að gerast á hvera- svæðinu að Þeistareykjum á Reykjaheiði austan Húsavík- ur. — Undanfarið hefur Eysteinn Tryggvason, jarðfræðingur, ver- ið að sprungumælingum í Þeista- reykjalandi. Fyrir nokkrum dög- um fór bróðir hans, Hjörtur, bæjargjaldkeri á Húsavík, þang- að upp eftir að gamni sínu, en Hjörtur hefur undanfarin ár gert jarðhitamælingar á þessu svæ'ði sem áhugamaður eingöngu. Hann ætlaði í gufubað ásamt bróður sínum, Eysteini, í helli, sem hann hefur oft komið í sl. fimmtán ár. Þegar að hellinum kom, var svo mikill hiti þar inni, að ekki var farandi þangað inn, svo að þeir bræður sáu, að þarna mundi um einhverjar breytingar að ræða. Hins vegar tóku þeir sér gufubað utan hellisins. Athug'Uðu þeir siðan hvera- svæðið nánar og komust að raun um, að gró'ður frá því í vor hef- ur visnað á nokkuð stóru svæði. Var hann sums staðar alveg dauður. Hjörtur segir, að sér virðist blóðberg þola hitann einna bezt af þeim jurtum, sem þarna eru. Svæði þetta er nokkur hundruð fermetra að stærð, og er það fyrir norðan aðalhita- svæðið, en það er jafnheitt enn og það var. Virðist því ekki vera um tilfærslu hvera að ræða enn sem komið er að minnsta kosti. — Fréttaritari. » Dr. Sigurður Þórarinsson: Tilfærsla líkleg Mbl. hafði samiband við dr. Sig- urð Þórarinsson, jarðfræðing, um þetta mál. Hann kvaðst telja Mklegt, að um tilfærslu á hvera- svæði sé áð ræða, þar sem hið umrædda svæði er svo nálægt hverum, en þetta þyrfti að at- huga nánar. Hann sagðist hafa reynt að ná sambandi við dr. Guð mund Sigvaldason, jarðefnafræð- ing, sem er við störf í Öskju, svo að hann gæti athugað svæðið og tekið þar sýnishorn til efnagrein- ingar. Sigurður sagði, að auðvitáð væri ekki enn hægt að segja neitt ákveðið um það, hvað þarna kynna að vera á ferðinni. Þetta væri á sprungusvæðinu norður af Mývatni og á móbergssvæði, þar sem alltaf gæti gosið. Engin gos hefðu orðið þarna áður, *vo áð sögur fari af MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning frá Stjórnarnefnd Skipaútgerðar ríkisins: Svo sem kunnugt er, eru strand ferðaskip Skipaútgerðar ríkisins allgömul orðin og eigi lengur hentug miðáð við ríkjandi að sitæður. Þar við bætist, að stór- au'knir fanþegaflutningar í lofti og bætt og lengt vegakerfi mynda miklar árstíðasveiflur í rekstrinum og gera hann sífellt kostnaðarsamari. Er því endur- nýjun skipastólsins orðin mjög aðkallandi, ef unnt á að reynast að halda uppi viðunandi þjón- ustu við landsbyggðina með við- ráðanlegum tilkostnaði. í samræmi við þetta hefur stjórnarnefnd Skipaútgerðar- innar ákveðið að segja upp með samningsbundnum fyrir- vara, skipverjum á tveimur skip um útgerðarinnar, og hafa þær þegar komið til framkivæmda gagnvart yfirmönnum samsvar- andi tölu yfirmanna á m.s. Skjaldbreið” ag m.s. „Esju” og gagnvart undirmönnum á m.s. „Skjaldibreið”, enda hafa þeir skemmri uppsagnarfrest. Hofðu skip þessi áður verið sett á sölu- lista hjá erlendu skipasölufyrir- tæki, en aðgengileg tilboð hafa eigi borizt enn sem komið er. Með hliðsjón af mjög óhagkvæm- um rekstursgrundvelli m.s. Skjaldbreiðar, sem að undan- förnu hefur fyrst og fremst verið notuð til flutninga til Vestur- og Norðurlandshafna, en þangáð eru vegir nú færir, hefur verið ákveðið að leggja skipinu. Hafa að undanförnu verið gerðar athuganir á því, að afla hentugs skipakosts til leigu eða kaups, sem koma skyldi i stað þeirra þeirra tveggja skipa, sem áður eru nefnd, og að því er stefnt, að hann verði til reiðu, áður en flutningaþörf fer aftur vax- andi me'ð haust og vetrar mánuðum Hefur stjórnarnefnd aflað tilboða í þessu skyni og skoðað skip, sem tilboð hefur borist um, siðastliðinn fimtu- dag. Mun stjórnarnefnd útgerð- arinnar væntanlega taka ákvörð- un um það innan skamms, hvort leita skuli samþykkis ríkisstjórn- arinnar fyrir því að taka hinu umrædda tilboði, eða vinna áfram að öflun annars, sem hag- stæðara þætti, meðan einnig er unnið að nánari athugun á hentugu framtíðarskipulagi strandferðanna. Reykjavik, 22. júlí 1966 Stjórnarnefnd Skipaútgerðar ríldsins. ^ ■ Gku á stolnum bíl til logreglunnar 1 . Akureyri, 22. júlí. TVEIR góðglaðir aðkomu- menn gerðust fulldjaxftækir til vöru'bíls, sem stóð við Sól- velli hér í bæ í fyrrinótt. Óku þeir sem leið Mggur suður Glerárgötu, en þegar komið var á móts við útidyrnar á lögreglustöðinni, vildi svo hastarlega til, að annað aftur- hjól bílsins lenti uppi á ný- steyptri steinbrún við göt- una. Sundraðist hjóllbarðinn þar með háum hvelli, og lauk þar með ökuferðinni. Vakthaf andi lögreglumenn spruttu upp hart og títt er 'þeir heyrðu harkið, þustu út og fengu handsamað annan öku- þórinn þá þegar, er hann valt ærið óstyrkur út úr bílnum. Hinn var á bak og burt, eii náðist þó fljótlega. Sjaldgæft er, að lögreglunni séu borin viðfangsefni á silfurba'kka heim að dyrum. — Sv. P. Malbikun Hafnarf jarðar- vegar lýkur á miðnætti VEGNA malbikunarfram- kvæma á Hafnarfjarðarvegi má búast við þrengslum við Kópa- vogsbrú fram að hádegi í dag. Fram að hádegi er vegurinn því ekki opinn til yfirferðar litlum bílum, en umferð þeirra beint á meðan um Elliðavatnsveg, Breiðholtsveg og Vífilsstaðaveg. í gær var eystri akrein Hafn- arfjarðarvegar malbikuð á Arn- arneshálsi að Fífuhvammsvegi. í gærkveldi var sú eystri mal- bikuð að Kópavogslæk. Þá var og malbikað frá Engidal að Fífu hvammsvegi í Kópavogi, eja á þeirri malbikun var byrjað á föstudaginn í fyrri viku. Alls verða malbikaðar í þess- ari lotu um 3,4 km, og er kostn- ur áætlaður um 5,5 millj. kr. Upp úr hádegi í dag verður öll umferð, stórra bifreiða og lítilla, leyfð um veginn, en taf- ir geta orðið fram eftir degi við Kópavogsbrú. Um miðnætti í nótt á öllum framkvæmdum að verða lokið á veginum, ef ekkert óvænt kem ur fyrir, og á umferð þá að vera orðin hincLrunarlaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.