Morgunblaðið - 26.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1966, Blaðsíða 12
MORCU NBLADIÐ Föstudagur 26. ágúst 1969 II - -----r Bjarni Jónsson forstjóri frá Galtafelli — IMinning BJARNI JÓNSSON var fæddur 3. október 1880 að Galtafelli í Hrunamannahreppi. Faðir hans Var Jón bóndi Bjarnason, Jóns- sonar í Stóru Mástungu, Einars- sonar hreppstjóra í Hvammi á Landi, Vigfússonar; en móðir hans var Gróa Einarsdóttir bónda í Bryðjuholti, Einarsson- ar, Bjarnasonar á Sóleyjabakka, Jónssonar á Fjalli á Skeiðum, Jónssonar. Foreldrar Bjarna bjuggu allan sinn búskap á Galtafelli, voru fyrst leiguliðar, því að Þorleifur ríki á Háeyri átti jörðina, en fljótlega fékk Jón þó hálfa jörðina keypta, en hinn helminginn vildi Þorleifur ekki selja. Þau hjónin eignuðust sjö börn, en þrjú þeirra dóu í æsku. Af þeim sem upp komust var Jakob elztur, þá Einar (fæddur þjóðhátíðarárið 1874), þá Guðný og Bjarni yngstur. Jakob giftist ungur og fór að búa, Einar fór utan 1893 og kom jþví í Bjarna hlut að vera fyrir- vinna heimilisins. Hrepparnir eru meðal fegurstu sveita landsins. Þar skiptast á gróðursælir dalir og brött fell. Dr. Helgi Pjeturss., sem hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð. sagði að sér yrði minnisstætt ,hið svipfagra landslag þessa skika fósturjarðarinnar hinn marg- breytti gróður þar sem líta má yndislegar blómjurtir, frá eyrar- rósunum niður við Laxá upp til gullbránna í háfjallinu, en hin ilmandi mjaðjurt prýðir víða brattann, og blágresið þrífst svo vel, að álengdar blánar fyrir um blómatímann. Eða þá hlíðarlæk- irnir, og hvammarnir, sem eru með því fegursta sem ísland á til“. Og svo bætist það við, að öll fjöll og hólar eru full af landvættum. í slíku umhverfi ólust þau upp Galtafellssystkinin. En Matthías Jochumsson sagði einu sinni: „Náttúran, umhverfið, þar sem barnið fer fyrst að skynja, er mannsins fyrsta stafrófskver". Og sannari orð hafa aldrei verið töluð. Þetta hefir sannazt á þeim Galtafellsbræðrum, Einari og Bjarna. Hið óendanlega stóra og fagra og guðlega í náttúrunni, varð Einari myndhöggvara sú opinberun, sem birtist í list hans, og Bjarna varð það örugg leið- saga á langri aevi. Þeir gátu báð- ir tekið undir það, sem Matthías skáld sagði á öðrum stað: „Ó, hvað mér hefir frá æsku verið erfitt að finna hið óendanlega stóra, guðlega, annars staðar en í guðs handaverkum". Hrepparn- ir voru starfrófskver þeirra, mót- uðu trú þeirra og lífsskoðun, og vöktu jafnframt hjá þeim órofa ást og aðdáun á fegurð, hvar sem hana er að finna, jafnt í stóru sem smáu. Bjarni vandist þó snemma vinnuhörku sinnar aldar. Þá var það talin skylda hvers manns að vera óhlífinn við sjálfan sig. Oft var þá lítið sofið, en unnið baki brotnu frá morgni til kvelds. Og ekki var Bjarni gamall er hann var vakinn klukkan fjögur um nætur til þess að fylgja kvíaán- um. Það þætti harðneskja nú, en fólk fann ekki til þess þá, því að þetta var gamall vani og talinn sjálfsagður í harðri lífsbaráttu. Þegar Bjarni tók að þroskast fór að brydda á þrá hjá honum a’ð hleypa heimdraganum, og 19 ára gamall réðist hann til hús- bygginganáms hjá Kristni Jóns- syni í Reykjavík. Var hann við þetta tvo vetur, en við heyskap heima á sumrin og að þessum tima loknum fékk hann sveins- bréf. Nú fór hann að hugsa um að ganga. menntaveginn og var stuttan tíma úr tveimur vetrum við nám hjá hinum nafnkunnu prestum, séra Magnúsi Helgasyni og séra Valdimar Briem, en stundaði annars smíðar. Lengra varð námið ekki, því að þá veikt- ist faðir hans og Bjarni varð að taka við búinu og var þar ráðs- maður um tveggja ára skeið. Þá seldi faðir hans honum sinn hlut í jörðinni og vildi að hann yrði þar bóndi eftir sig. En hugur Bjarna stóð ekki til búskapar, og haustið 1903 sigldi hann svo til Kaupmannahafnar að nema þar húsgagnasmíðar. Þar lauk hann sveinsprófi 1905 og árið eftir kom hann svo alfarinn heim til íslands. Þá skoraði faðir hans á hann að ná kaupum á hluta Þor- leifs á Háeyri í Galtafelli, því að nú var Þorleifur andaður. Bjarna tókst þetta og þá vildi faðir hans endilega að hann settist' að á Galtafelli. Því lofáði Bjarni ekki, en hinu hét hann föður sínum, að hann skyldi hlynna að jörð- inni eins og hann gæti. Og það efndi hann dyggilega. Hann gerði - HVER Framhald af bls. 17 ar Þórðarson orðið mér að liði og hinar ágætu konur þeirra og fjölskyldur. Ég vildi mega eyða þeim ár- um, sem ég á eftir, einkum við rannsókn íslenzkrar tungu og bókmennta og vinna að þekkingu manna á þeim er- lendis. Ég á þrjár dætur, og mig langar að vekja áhuga þeirra á Islandi og íslenzkum bókmenntum. Næst Faust eft- ir Goethe er Njáls saga dýpsta og merkilegasta snilldarverk í bókmenntum, sem ég hef les- ið. Það er skoðun mín, að hver sá, sem teljast vill mað- ur með mönnum, eigi að íesa Faust og Njáls sögu einu sinni á ári úr jörðinni höfuðból með miklum byggingum og stórkostlegri ný- rækt. Og þótt hann sæti aldrei jörðina sjálfur, ber hún fagran vott um drengskap hans og orð- heldni. Sumarið 1907 gékk Bjarni í fé- lag við þá húsgagnasmiðina Jón Halldórsson, Jón Ólafsson og Koi bein Þorsteinsson og keyptu þeir húsgagnavinnustofu Sigurjóns Ólafssonar & Co í Reykjavík og stofnuðu upp úr henni nýtt firma, sem þeir nefndu Jón Hall- dórsson & Co, og allir Reykvik- ingar þekkja. Þarna störfuðu þeir allir um hríð, en er fram í sótti tók Bjarni a'ð kenna ein- hvers krankleika og ráðlögðu læknar honum að breyta um at- vinnu. Gerðist hann þá fram- kvæmdastjóri Nýja bíós 1914 og keypti það 1916. Rak hann það einn fram til 1920 að hann tók Guðmund Jensson frkvstj. í fé- lag við sig og síðan hafa þeir tveir rekið það fyrirtæki fram á þennan dag. Bjarni Jónsson var tvíkvæntur. Sumarið 1907 gékk hann að eiga festarkonu sína Stefaníu Stefáns- dóttur frá Ásólfsstöðum í Þjórs- árdal. En samvistir þeirra urðu skammar, því að hún andáðist 28. des. 1908. Eignuðust þau einn son, Stefán, sem látinn er fyrir I nokkru. Árið 1910 kvæntist Bjarni öðru sinni og gekk að eiga Sess- elju Guðmundsdóttur frá Deild á Akranesi, hina glæsilegustu og ágætustu konu, sem staðið hefur við hlið manns síns í blíðu og stríðu um hálfan sjötta tug ára. Brúðkaupsdagur þeirra var 13. ágúst. Það er mælt, að fögur og mikilhæf húsmóðir skapi manni sínum og börnum fagurt heim- ili. Hér hefur það sannazt. Á heimili þeirra Galtafelli í Reýkja vík hefur jafnan ríkt gagnkvæmt traust, gagnkvæm vir'ðing og gagnkvæmur skilningur á lífinu. Óg það hygg ég að Bjarni hafi : talið mestan gæfudag í lífi- sínu, er forsjónin leiddi saman vegi þeirra. Áttu þau 5 glæsileg börn og eru 3 þeirra á lífi. Eftir hálfrar aldar kynni er mér á þessum tímamótum efst í hug tröllatryggð hins látna vin- ar og drengskapur hans í hví- vetna. Árni Óla. t 3. október 1880 — 20. ágúst 1966 FRÆNDI minn og samstarfs- bróðir um nær hálfrar aldar skeið, Bjarni Jónsson frá Galta- felli, er látinn. Hann lést á há- degi laugardaginn 20. ágúst s.l., tæpra 86 ára að aldri. Daginn áður kom ég að beði hans á Galtafelli hér í borg. Hann hvíldi meðvitundarlaus á koddan um. Ljóst var að hverju fór, en kyrrð og friður hvíldi yfir svipn um. Daginn eftir hafði engill dauðans tekið hann í faðm sinn og flutt til himinheima. Samvinna okkar Bjarna Jóns- sonar við hlutafélagið Nýja Bíó hófst strax við komu hans að félaginu árið 1914, en það var stofnað af Sveini Björnssýnj, síðar forseta íslands, og fleirum árið 1912. Þegar Bjarni tók við forstjórastarfi við félagið, var ég starfsmaður hjá húsgagnaverk stæði Jóns Halldórssonar & Co, þar sem Bjarni starfaði einnig. Hann var útlærður húsgagna- smiður, enda dverghagur að upp lagi, svo sem bróðir hans Einar Jónsson myndhöggvari. Hafði ég á hendi bókhald hjá húsgagna- verkstæðinu frá árinu 1916 til 1926, en eigi að síður tók ég boði Bjarna að gerast einnig bók haldari hjá Nýja Bíó, þegar hann tók við forstjórastarfinu 1914. Árið 1920 gerðist ég hluthafi með honum í félaginu, og frá þeim tíma urðum við sameigin- lega forstjórar þess og höfum verið það síðan, unz dauðinn hefur nú aðskilið okkur. Á tímamótum sem þessum rifjast margt upp frá samveru- dögum okkar. Samvinna okkar var alla tíð með ágætum, svo aldrei féll þar skuggi á. Hann var gæddur þeirri göfgi, samfara alúð í starfi og hógværð, sem vann hjörtu allra sem kynntust honum náið. Minningin um hann er mér dýrmæt og ógleymanleg. Við hjónin flytjum eftirlifandi ástvinum hans og skylduliði okk ar innilegustu samúðarkveðjur. Guðm. Jensson. í BJARNI frá Galtafelli, eins og hann var jafnan kallaður, var mikill gæfumaður. Hann var listfengur og list- unnandi, eins og hann átti kyn til, hann unni öllu fögru en hat- aði allan ljótleika í hvaða mynd, sem hann birtist. Hann átti forkunnar fagurt heimili, ágæta fjölskyldu og marga og mikla vini. Aldrei vissi ég til þess að hann ætti óvin. Hann studdí með ráðum og dáð hverskyns framfaramál, fyr- ir borg sína og þjóð. Honum heppnaðist flest vel, sem hann lagði hönd að, en í velgengni sinni gleymdi hann ekki þeim sjúku og þeim sem bágt eiga. Bjarni var aðal forgöngumað- urinn að stofnun Félags kvik- myndahúsaeigenda á sínum tíma og formaður þess fyrstu 10 árin. Þar sem annars staðar reyndist hann mikill mannasætt ir og kom fram til góðs á hverju máli. Bjarni flutti með sér blæ fag- urkerans og yfir svip hans var jafnan heiðríkja hins góða manns. Hýrt bros hans, hlýtt en fast handtak mun seint gleymast vinum Bjarna. Ég vil að leiðarlokum þakka Bjarna frá Galtafelli fyrir mikla tryggð og persónulega vináttu, en Félag kvikmyndahúsaeig- enda þakkar fyrsta formanni sínum mikil og góð störf í þess þágu. Nánustu ættingjum flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðj ur en þjóðinni óska ég þess að hún eignist marga syni á borð við Bjarna frá Galtafelli. Friðfinnur Ólafsson. Austurstræti 9 Stúlka ekki yngri en 18 ára óskast til starfa í verzlun vorri. IJppl. í skrifstofunni Garðastræti 35 eftir kl. 4 í dag. Gevafótó Austurstræti 6. líthoö Tilboð óskast í að steypa upp og gera fok- helda eldhúsbyggingu á Landspítalalóð- inni. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, gegn kr. 3.000,00 skila- tryggingu. Tilboðin opnuð á sama stað 20. sept n.k. Innkaupastofntin ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.