Morgunblaðið - 26.08.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.08.1966, Blaðsíða 17
Fðstudagur 26. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 fyrir flesta aldursflokka. Mjög vandaðar TÖSKUR framleiddar úr þrælsterku efni. Miklatorgi — Lækjargötu 4 — Akureyri. Stúlka óskast nú þegar á auglýsingaskrifstofu í Reykjavík. Eiginhandarumsókn með uppl. um aldur, menntun og fvrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Stundvís — 4712“. Hver maður ætti að lesa Fust og Njálssögu einu sinni á ári — segir bandariskur prófessor frá Nebraska, sem dvalizt hefur hérlendis vegna k>ýöinga, sem hann vinnur að Philosophical Society (Phila- delphia), Words Foundaition (Chicago) og Research Coun- cil Nebraskaháskóla. — Örfá atriði úr ævi yðar, lesendum blaðsins til skýr- ingar? — Ég hafði á yngri árum ákaflega gaman af glímum, veiðum, var hestama'ður tölu- verður og klifraði í fjöllum, vann við landibúnaðarstörf og var bifreiðastjóri. Á stríðsár- unum var ég þýðandi fyrir sjó her Bandaríkjanna. Nám stundaði ég í Pennsylvaníu- háskóla og varð dr. phil. það- an árið 1949. Aðalkennari minn var Otto Springer pró- fessor, sem er sérfræðingur í þýzku, en hann er líka ís- lenzkumaður. — Hvað er af kennslu yðar að segja? — Ég hef kennt við Nebr- aska-háskóla í 15 ár, ég hef veri'ð gistiprófessor við CoL- orado-háskóla og við Penn- sylvaníuháskóla. Fomíslenzku hef ég kennt í 10 ár og haft á hverju ári 6—12 nemendur. — Hafið þér unnið að þýð- ingum fyrr en nú? — Já, ég hef þýtt smásögu Agnars Þórðarsonar „Þjófur- inn“ (sem birtist fyrst í „Prairie Schooner“, en síðan í „Best Articles and Stories"), bók Peters Hallbergs um ís- lendingasögur, og loks þýddi ég Eyrbyggju. — Svo hefur hann frumrit- að eitt og annað, bætir pró- / fessor Einar við, — svo sem „An introduction to the Study of Old.Norse", eitthvað fimm- tíu greinar í amerískum, ensk um og þýzkum tímaritum og hefur fiutt eitthvað fimmtíu erindi í vísindafélögum. Hann er líka forseti fyrir Delta Phi Alpha, hvað sem það kann nú að vera, formaður þýzkudeild ar Modern Language Associ- ation og fyrsti varaforseti Association of American Teachers of German, og margt, margt fleira. — Hagið þér komið áður til Islands en í þetta sinn? — Ég kom hingáð áður 1955, regnsumarið mikla. Ég var þá að vinna að þýðingu Eyrbyggju og fékk til þess styrk frá American Philosopi- cal Society. Það sá varla til sólar það sumar, en nú hef ég séð, að líka getur verið sól- skin hér. Annars verð ég að segja yður sögu um það, þeg- ar ég kom aftur að Helgafelli í sumar. Það vildi svo til, að rigning var. Ég heimsótti Hin- rik bónda Jóhannesson á Helgafelli. Þegar ég kom leit hann á mig og sagði síðan: „Sæll og blessaður, Páll. Ertu þá kominn aftur me'ð rigning- una?“ Hann var ekki gleym- inn. — Er ekki mikils virði að koma til íslands og sjá stað- hætti sagnanna? — Jú, mjög mikils virði. Það á ekki sízt við um Eyr- byggju. Hún er einhver hin nákvæmasta saga um kenm- leiti og staðhætti, enda vart nokkur vafi á, að höfundur, hver sem það hefur nú verið, hefur verið innanhéraðsmað- ur. Höfundur Njálu er ekki nærri eins kunnugur á sum- um sögustöðum sínum. Þá hefur það og orðið mér mjög mikils virði að geta rætt vfð prófessor Einar Ól. Sveins son um þýðingu bókar hans og einnig Agnar < Þórðarson, en ég hef hitt þá að máli ið meðaltali einu sinni í vik u, svo að samræma mætti sjón- armið þýðanda og höfundar. Mig langar að gera þessar bækur aðgengilegar öllum þeim fjölda fólks, sem hefði áhuga á að lesa þær, en getur það ekki vegna þess að það kann ekki íslenzku. — í sambandi við þýðingu mína á Tristrams sögu er ef til vill gaman að geta þess, að árið 1964 reit Einar Ól. Sveins son greinarkorn í Skírni, þar sem hann minntist á skinn- brot, sem kennt er við Reeves. Finnur Jónsson hafði séð brot þetta og merkti í eintak sitt af Tristrams sögu, hvar það byrjaði og hvar það endaði Einar setur þar í greinina ör- stutta athugasemd um brot Reeves’ og endar á þessum orðum: „Meira veit ég ekki af þessu broti Reeves’ að segja". en skömmu síðar kom brotið fram vestur í Bandaríkjunum, og var þá brátt ljóst, að það er miklu upprunalegra og réttara en þau handrit, sem áður voru þekkt. — Hafið þér verið hér óslit- fð frá því í janúar? — í apríl fór ég til Evrópu í fyrirlestrarferð. Mér var boðið að halda fyrirlestra í Liittich, Ghent, Giessen, Mar- burg og Saarbrúcken og fór ég utan til þess. Hins vegar hafði ég ekki tækifæri að þiggja boð um fyrirlestrahald í Múnchen, London og Oxford. — Vilduð þér segja eitt- hvað að lokum? — Ég er að vona, að ég komi hingað aftur eftir svo sem tvö ár og síðan eins oft og hægt er. Ég hef notið ein- staklega mikið þessara tveggja dvala hinna hér, einkum góð- vildar og gestrisni fólksins, hins milda loftslags og fjall- anna, sem eru ekki alls ólík Klettafjöllunum, þegar komið er upp þanga’ð, sem ekki vaxi tré. Einkum hafa þeir prófess- or Einar Ól. Sveinsson og Agn Framhald á bls. 12 Skólatöskur Mikið úrval af ódýrum SKÓLATÖSKUM Nýfung Blöndunarfœki fyrir eldhús með uppþvottakústi og innbyggðum geymi fyrir þvottalög. Handhægt tæki við uppbvotta. Hagstætt verð. H, Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4. Hinir vönduðu og fallegu Skozku eldhús- stálvcskar fást nú aftur hjá okkur. Ein- og tvíhólfa með og án borðs. ★ BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN NYBORG HVERFiSGÖTU 76 s F SlMi 12817 FRÁ því í janúar hefur dval- izt hér á landi bandarískur prófessor frá háskólanum í Nebraska, Paul Schacli að nafni. Prófessor Schach er kennari í þýzku og hagnýtri málfræði, en hefur og um langt skeið kennt þar fornís- lenzkt mál og bókmenntir. — Við hittum prófessor Schach á heimili prófessors Einars Ól. Sveinssonar; sátu þeir úti í garði og nutu veðurblíðunnar. Fyrst spyrjum við prófessor- inn, hvers vegna hann hafi komið til íslands að þessu sinni. — Ég er hinga'ð kominn í þetta sinn til þess að þýða bó t Einars Ól. Sveinssonar „Á Njálsbúð" og skáldsögu Agn- ars Þórðarsonar „Ef sverð þi'.t er stutt“. Þá hef ég með hönd- um bók um íslenzkar fornsög- ur, sem á að ná yfir tímann frá 1100 til yngstu sagna og á að koma út hjá Twayne Publ- ishers. Þá hef ég um tíu ára skeið rannsakað Trístrams sögu, sem ég er að gefa út og þýða. Til þessarar ferðar hef ég fengið styrk frá American Prófessorarnir Einar Ól. Sveinsson og Paul Schach. (Ljósm.: Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.