Morgunblaðið - 26.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.08.1966, Blaðsíða 24
24 MORCU NBLAÐID Fosludagur 26. ágúst 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER Vitið, hverskonar menn þið er- uð. Týndir og yfirgefnir. Fyrir- litnir og útskúfaðir. Reknir út á guð og gaddinn af aðstandend- um og öðrum, sem gerðu það sem þeir voru neyddir til að gera, en lítið þar út yfir. Ég drekk minni ykkar. Hann lyfti glasinu og skálaði við alla tólf og síðast við mig, og tæmdi glasið. — Og nú skulum við fara eitthvað að gera, sagði hann og setti frá sér glasið. Pilturinn, sem næstur honum stóð, Giorgio — kom með kort, sem Aldo breiddi út á borðið fyrir framan sig. Þetta var kort í stórum mælikvarða af Ruff- ano. Ég nálgaðist, ásamt hinum. Þessar kynningar hans, sem komu algjörlega óvænt og voru svo furðulegar, gerðu það að verkum að ég hafði alveg glatað persónu minni. Ég var ekki leng ur Armino fararstjóri, mark- miðslaus og tilgangslaus, ef til vill eltur af lögreglunni, heldur var ég orðinn maður eins og Giorgio eða Lorenzo. — Leiðin liggur eins og þið vitið, frá Carlotorgi til Meira- torgs, sagði Aido. — Með öðrum orðum frá Norðurhæðinni niður í miðbæinn við Lífstorgið, og svo upp brekkuna eftir Rossini- götu og upp að hertogahöllinni. Þetta verður greitt alla leið til Lífstorgsins, en þá byrjar gam- anið. Borgaramir, sem leiknir eru af V og H-stúdentum, koma þá úr öllum áttum inn á torgið, eftir öllum götum nema Rossini- götu, sem hirðmennirnir munu hafa á sínu valdi, eða Lista- og Kennaranemarnir. Bardaginn hefst jafnskjótt sem fylgdarlið Fálkans er komið yfir Lífstorgið og áleiðis upp brekkuna. Þið og hirðmennirnir, sem eru á verði við höllina, haldið aftur af borg urunum þangað til Fálkinn er kominn óhultur gegn um raðir ykkar, og er kominn yfir húsa- garðinn og upp í hertogasalina. Eruð þið með? Fullkomlega, svaraði Giorgio, sem virtist vera fyrirliði hinna. — Gott, sagði Aldo. — Þá er ekki annað eftir en að ákveða hverjum ykkar vissan kafla af Rossinigötu, og svo segið þið sjálfboðaliðunum til og afhent- ið foringjum V og H kortið yfir hliðargöturnar. Við fáum þre- faldan okkar mannfjölda að fást við, en það er nú einmitt það dásamlega af þessu öllu saman. Hann braut saman kortið. Ég hi'kaði dálítið áður en ég tók til máls. Spurningin lá svo beint við, að hún gat sýnzt kjánaleg. — En hvað um alla áhorfend- urna? spurði ég. Hver á að ryðja göturnar fyrir ykkur? — Lögreglan, sagði Aldo. — Hún gerir það á hverju ári. En nú fær hún ákveðnari fyrirmæli en venjulega. Engir nema þátt- takendur fá að koma inn á svæð ið eftir tiltekinn tíma. — Og hvaðan getur þá al- menningur horft á? spurði ég. — Úr öllum fáanlegum glugg- um, sagði Aldo og brosti, — fyrst og fremst við Carlotorgið og svo niður eftir alla leið til Lífstorgs- ins og síðan upp eftir Rossini- götu, alla leið til hallarinnar. Ég leit í þumalnöglina á mér, en það var barnsvani, sem ég hafði löngu lagt niður. Aldo seildist i áttina til mín og hönd- in féll niður, ósjálfrátt. Ég hef heyrt, sagði ég — að í fyrra hafi kennaralið háskól- ans tekið þátt í leiknum og mik- ill áhorfendahópur hafi horft á hann úr höllinni. — í ár, svaraði Aldo, —verða ekki nema fáir útvaldið inm í höllinni og fá sæti þar. Flestir starfsmenn háskólans verða á Mercatotorgi. — En það er fyrir neðan höll- ina, sagði ég. — Hvernig eiga þeir að geta séð nokkuð það- an? — Þeir geta heyrt það, sem þeim nægir, sagði Aldo. — og svo verið tilbúnir í lokaþáttinn, sem verður nú aðalþátt.urinn. Einhver barði að dyrunum, sem lágu úr áheyrnarsalnum út í ganginn fyrir utan. — Aðgætið þið, hver þetta er, sagði Aldo. Einn stúdentinn — líklega Sergio — gekk til dyra og tal- aði fáein orð við hirðsveininn, sem hafði fylgt mér inn. Hann kom aftur eftir andartak. — Verðirnir eru komnir hing- að með náunga, sem var eitt- hvað að snuðra við vesturhliðið, sagði hann. — Hann hefur eng- an útgöngumiða og þegar hann var spurður, svaraði hann illu til- Þeir vilja vita, hvort þeir eiga að sleppa honum. — Er það bæjarmaður eða stúdent? spurði Aldo. — Stúdent. V og H. Stór dólgur og vildi fara í áflog. — Ef hann langar í áflog, er hægt að bæta úr því, sagði bróð- ir minn. Hann skipaði Sergio að koma inn með aðskotadýrið. — Það gæti vel verið dólgur- inn minn, sagði ég, — náungi, sem vildi kaffæra mig í gos- brunnsskálinni, eftir uppþotið á mánudaginn. Ég sá hann í mat- stofunni í kvöld, og þar var hann að grobba af því, að hann hefði engan útgöngumiða og sér væri sama. Aldo hló. — Bara betra. Hann gæti skemmt okkur. Setjið þið allir upp grímuna og fáið hon- um Armino eina. Giorgio gekk til mín og fékk mér litla, svarta grímu með rif- um á fyrir augun, samskonar og þær, sem einvígismennirnir höfðu verið með síðastliðinn laugardag. Ég setti hana upp, hálffeiminn, og eins gerðu Aldo og allir hinir. Þegar við vorum allir komnir með grímurnar leit ég kringum mig og sá, að þarna var ekki ljós nema frá kyndlun- um, en salurinn að öðru leyti í skugga. Og mér varð Ijóst, að aðvífandi manni myndi þykja salurinn langt frá því aðlaðandi og beinlínis óhugnanlegur. Verðirnir, sem einnig voru með grímur, komu nú inn og báru fangann á milli sín. Þeir höfðu bundið fyrir augun á hon- um, en ég þekkti samstundis dólginn úr matstofunni. Aldo leit til mín og ég kinkaði kolli. — Leysið hann, sagði bróðir minn. Verðirnir rifu af honum augna bindið. Stúdentinn tinaði með augunum, leit kring um sig og neri á sér handleggina. Hann gat ekki séð annað en hálfdimman sal, upplýstan af kyndlum og fjórtán dularbúna og grímu- klædda menn. — Hefurðu útgöngumiða? spffrði Aldo hóglega. Dólgurinn glápti. Það var vel til, hugsaði ég, að hann hefði aldrei áður komið inn í hertoga- höllina. Og væri svo, þá var ekki von, að honum litist á umhverf- ið. — Hvað kemur það þér við? svaraði hann. — Ef þetta er eitt sprellið enn hjá Listastúdentun- um, þá er rétt að benda þér á, að ykkur getur komið til að iðr- ast þess. — Það er ekkert sprell, sagði Aldo. — Ég hef öll völd hérna. Enginn hreyfði sig. Stúdent- inn tvísteig. Hann lagaði á sér flibbann og bindið, sem hafði farið úr lagi, þegar hann var að verjast handtöku. — Hvaða vald ætli þú svo hafir? spurði hann hrottalega. Heldurðu, að ef þú ferð í ein- hvern grímubúning, þá getirðu hrætt mig? Ég hehi MareKi, Stefano Marelli ,og faðir mmn á heila röð af veitingahúsum við ströndina. — Við höfum engan áhuga á föður þínum, svaraði Aldo. — Segðu okkur heldur eitthvað am sjálfan þig. Spurningin kom svo lævíslega að dólgurinn gerðist öruggari um sjálfan sig. Hann leit á okk- ur hina með verndarsvip. — Ég er á þriðja ári í V og H, sagði hann, — og mér væri ná- kvæmlega sama þó ég yrði rek- inn. Ég þarf ekkert próf til að fá atvinnu — því að ég tek bara við einhverju veitingahúsinu hans föður míns. Það vill líka svo til, að hann er í félaginu, sem á Panorama, og hver, sem beitir sér fyrir því að reka mig, mun komast að raun um, að hann verður ekkert vinsæll hjá stór- um hópi áhrifamanna. — Það var leiðinlegt, tautaði Aldo. Hann sneri sér að Giorg- io. — Viltu gá, hvort hann er á sjálfboðaskránni? sagði hann. Giorgio hafði verið að athuga skrána, meðan á þessum spurn- ingum stóð, hristi höfuðið. □----------------□ 51 □----------------□ Marelli stúdent hló. — Ef þið eigið við þennan kommafund í leikhúsinu á mánudagskvöld, þá var ég þar ekki, sagði hann. — Ég_ hafði annað betra að sýsla. Ég á vinkonu í Rimini og ég á líka hraðskreiðan bíl. Svo getið þið sjálfir reiknað út fram haldið. Þrátt fyrir óbeit mína á mann inum og svo það, að hann hafði kaffært mig fyrir skömmu, var ekkt trútt um, að ég vorkenndi honum. Hvert orð sem hann sagði ákvað enn betur örlög hans. — Ef svo er þá tekur þú ekki þátt í hátíðinni, sagði Aldo. — Hátíðinni? át stúdentinn eftir. — Því grímuballi? Ekki andskoti! Ég ætla að skreppa heim yfir helgina. Pabbi ætlar að halda heljarmikla veizlu fyr- ir mig. — Það var leiðinlegt, sagði Aldo. — Við, sem hefðum getað útvegað þér svo góða skemmt- un hérna. En það hindrar ekki, að þú getir fengið ofurlítinn for- smekk af henni hérna í kvöld. Federico! Einn lífsvörðurinn hljóp til. Með grímurnar voru þeir allir eins útlits, en liðlega vaxtarlag- ið á þessum og svo ljósa hárið gaf mér til kynna, að þarna færi annar einvígismaðurinn frá laug ardagskvöldinu. — Höfum við nokkuð í bók- inni, sem gæti hæft honum Stef- ano? spurði Aldo. Federico leit á mig. — Við ætt um að spyrja hann Armino, svaraði hann. — Hann er kunn- áttumaðurinn. — Federico er þýðandinn minn, sagði Aldo. — Hann merkti við staðinn í þýzku bók- inni fyrir okkur. — Hann fædd- ist í fangabúðum og fékk þann- ig tækifæri til að læra tungu- mál. Vanlíðanin, sem hafði komið yfir mig, síðan fanginn kom inn, færðist í aiikana. Ég hrissti höf- uðið. -— Ég man ekkert, sagði ég. Aldo sneri sér enn að Feder- ico, sem dró skjal undan klæð- um sínum og rýndi í það. Hann las það þegjandi meðan ég beið. — Það er hirðsveinn, sagði hann. — Það sem kom fyrir hirð sveininn gæti hæft Stefano vel. — Já, einmitt .... hirðsveinn inn, tautaði Aldo. — Hann sem gleymdi ljósunum. Að safna glóðum elds yfir höfuð þess,. sem ætlar að kaffæra sér minni mann, gæti verið hæfilegur er.d- ir á ferli eins grobbara. Viljið þið sjá um það? Marelli stúdent hörfaði aftur á bak, þegar stúdentarnir tveir og Federico nálguðust. — Sjáið þið til, sagði hann, — ef þið ætl- ið að gera einhverjar hunda- kúnstir við mig, þá aðvara ég ykkur .... En þar var þaggað niður í honum. Verðirnir gripu sinn í hvorn handlegg á honum. Fed- erico neri hökuna og var á svip- inn eins og hann væri í djúpum þönkum. — Gamla glóðarkerið, sem er hjá hinu járnaruslinu uppi á lofti, gæti farið honum eins vel og kóróna. En fyrst ætla ég að lesa yfir honum kafla úr bókinni. Hann dró aftur upp skjalið. Það var afrit af minnis- greinunum, sem ég hefði skrifað upp fyrir Aldo á sunnudaginn. Hann las: — „Einusinni hafði einn hirðsveinninn vanrækt að bera inn ljósin handa herra sín- um á kvöldverðarborðið, og hann var gripinn af lífvörðum Fálkans. Þeir vöfðu veslings piltinn í striga, sem var vættur í eldfimum vökva, kveiktu síð- an í öllu saman og ráku hann gegn um salina í hertogahöll- inni, þar til hann dó á hinn aumkunarverðasta hátt .... “ Hann stakk skjalinu á sinn stað aftur og gaf lífvörðunum merki. Við skulum ljúka því af, sagði hann. Marelli stúdent, sem fyrir tveim mínútum hafði verið að grobba af ríkidæmi sínu og valdi, féll saman milli lífvarð- anna tveggja. Andlitið á hon- um varð grátt og hann tók að æpa. Ópin heyrðust áfram, er hann var dreginn út í ganginn og upp stigann upp á hæðina fyrir ofan. Enginn sagði orð, — Aldo .... sagði ég. — Aldo .... Bróðir minn leit á mig. Ópin þögnuðu og allt varð kyrrt. — Endurreisnarmennirnir svndu enea múskunn. aa til hvers ættum við þá að vera að þvit sagði hann. Ég var _ snögglega gripinn skelfingu. Ég varð alveg þurr 1 munninum og gat ekki kingt. Aldo tók af sér grímuna og hin- ir fóru að dæmi hans. Þungur alvörusvipur var á öllum ungu andlitunum. — Endurreisnarmaðurinn pynt- aði menn og drap, án þess að blikna, hélt Aldo áfram, — en venjulega hafði hann einhvern tilgang með því. Einhver hafði gert honum rangt til og þá varð hann að hefna sín. Ef til vill hefur tilgangurinn verið mis- skilinn, _en um það má alltaf deila. Á okkar dögum hafa menn pyntað og drepið menn sér til skemmtunar eða í til- raunaskyni. Þessi öskur, sem við heyrðum áðan stöfuðu af hug- leysi en ekki af sársauka, en slík óp heyrðust og með fullum rökum í Auschwitz, dag eftir dag og mánuð eftir mánuð. Og víðar en þar. Til dæmis í fanga- búðunum þar sem Federico og Sergio fæddust. Romano heyrði þau uppi í fjöllunum, þegar óvinirnir gripu og pyntuðu skæruliðana hans, — sama gerðu Antonio og Roberto. Ef þú hefðir verið yfirgefinn, Beo, þá hefðirðu líka heyrt þau. En þú varst heppinn. Þú varst verndaður af sigurvegurunum, og lifðir í skjóli annarra. Ég reif af mér grímuna. Ég horfði á öll alvarlegu, broslausu andlitin, en hlustaði um leið eft- ir einhverjum hljóðum ofan af efri hæðinni, en heyrði engin. — Það þýðir nú ekki að tala um það, sem ég. — Þú getur ekki pyntað þennan stúdent fyr- ir það, sem skeði endur fyri* löngu. — Hann verður ekki pyntaður, sagði Aldo. — í hæsta lagi, að Federico setji púðurkellinga á hausinn á honum og reki hann svo út. Það er ekkert þægilegt fyrir hann, en gæti verið hollt. Marelli lærir af reynslunni og hugsar sig um tvisvar framvegis áður en hann kaffærir sér minni menn í gosbrunsskálinni. Hann benti Giorgio að koma til sín. — Segðu honum Beo sannleikann um árásina á ungfrú Rizzio, sagði hann. Giorgio var einn lífvarðanna, sem ég kannaðist við frá laugar- deginum. Það var hann, sem var fæddur í nágrenni Cassino- fjalls og foreldrar hans höfðu verið drepin í sprengjuárás. Hann var stór og herðabreiður með mikið hár og úfið, og áðan þegar hann var með grímu var hann alveg sérstaklega ógn- vekjandi. — Innbrotið var nú auðvelt, sagði hann, — og stelpurnar voru læstar inni í herbergjun- um sínum, og urðu fyrir von- brigðum, að ég held, þegar víð gerðum þeim ekkert. Fimm okk: ar gengu til herbergis ungfrú Rizzio og börðu þar að dyrum. Hún kom í náttslopp og opnaði, — hélt víst að einhver stelpn- anna væri að berja. En svo sá hún okkur — alla með grímur og sjálfsagt stórhættulega, og flýtti sér að segja okkur, að hún ætti enga dýrgripi, þar eð hún nv CD 3. sem Þe rl arið i/hv enærsem þér fa rið hv err lig sei m| )éi rfer ðisl \ AIMENNAR (% L TRYGGINGAR " ^pösm gysiMii I0SSTI 17700 RÆTI9 ferðaslysatryggina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.