Morgunblaðið - 28.08.1966, Side 1

Morgunblaðið - 28.08.1966, Side 1
32 síður og Lesbólt 53. árgangur 195. tbl. — Sunnudagur 28. ágúst 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins 50.000 manns dóu úr hungri í Indónesíu Djakarta, 27. ágúst __ NTB ___ AP. KAÞÓLSKA dagblaðið „Kompásinn“ í Djakarta, skrifar í dag, að um það bil fimmtíu þúsund manns hafi farizt úr hungri á eynni Lombok austan við eyna Bali. Segir blaðið, að nefnd, sem skipuð hafði verið til að rann saka ástandið þar, hafi þegar fundir 28.467 lík. Orsök hung- ursneyðarinnar segir blaðið langvarandi þurrka, en fyrr á þessu ári höfðu farsóttir herjað á þessu svæði m.a. malaría. >á segir í AP frétt frá Dja- karta, að hin nýskipaði upplýs- ingamálaráðherra landsins, B. M. Diah, hafi lýst því yfir að ræður og yfirlýsingar Súkarnos hafi engin áhrif á stefnu stjórn- ar landsins. Sagði ráðherrann þetta, er hann var spurður álits á tveimur ræðum Súkarnos 1 síðustu viku, sem sumir telja að hafi orðið til þess að korna á óeirðum, er urðu þá skömmu _ síðar. Diah bætti því við. að Súkarno væri óumdeilanlegui^ byltingarleiðtogi landsins og hefði rétt til að segja hvað sem honum sýndist. Hinsvegai væri það þingið og ríkisstjórnin. sem tæki allar ákvarðanir. De Gaulle fölur og þreytulegur — við komuna til Addis Abeba Við sýndum þessa mynd tveimur ungum sjómö nnum á millilandaskipum okkar, og báðir ráku upp etór augu. Annar hélt að hér væri um að ræða nýtt listaverk eftir Ásgrím. Svo var þó ekki. Mynd in er listaverk Ólafs K. Magnússonar tekin upp í reiðann á þýzka skólaskipinu Gorch Fock. Addis Abeba, 27. ágúst NTB — AP. • De Gaulle, forseti Frakk- lands, kom í morgun til Addis Abeba í Eþíopiu, þar sem hann mun dveljast í þrjá daga í opin- berri heimsókn. Kom hann flug- leiðis frá Dipouti í Franska Somalilandi, þar sem til blóð- Herferð Rauðu varðliðanna í Kína: „Ofiugur straumur sem ekkert fær staöizt" — Útlendingar svivirtir, síðbuxur styttar, karlmenn snoð- l.lipptir, gömul listaverk eyðilögð og þorpið Hunan heitir nú „Austrið er rautt // // Peking, Tokíó, 27. ágúst NTB — AP. KÍNVERSKA fréttastofan Nýja-Kína segir í dag, að sú ráðstöfun Rauðu varðliðanna þ.e. meðlima æskulýðshreyf- ingar kínverska kommúnista- flokksins, að gerast sjálfskip- aðir boðberar kenninga og hugsunarháttar Muo Tze tungs og útrýma öllum göml- um siðvenjum og hugmynd- um, hafi mælzt mjög vel fyr- ir og njóti stuðnings um gervallt landið. Rauðu varðliðarnir, sem séu fyrst og fremst ungir bylting- armenn, synir verkamanna og bænda, séu nú sem öflugur straumur og ekkert fái staðið gegn honum. Þá segir fréttastofan, að menn ingarbyltingin hafi nú náð til Tíbet, þar sem öll merki um lénskipulagið gamla, kapítalisma og endurskoðunarsinnun verði þurrkuð út. Leiðtogi æskulýðs- félags í bæ einum tíbetskum, hef ur birt yfirlýsingu, þar sem hann segir, að samtök hans. muni gerast framvörður byltingarinn- ar. Muni þeir félagar ráðast á alla gamla hjátrú og gamlar sið- spillandi venjur og önnur úrelt fyrirbrigði, sem séu fordæman- leg. „Við munum gera bæinn okk ar að stórum skóla í kenning- um og hugsanagangi Mao Tse tungs“, segir í yfirlýsingunni. >á hafa Rauðliðarnir nú auk- ið herferðina gegn siðspilling- unni frá Vestrinu og ráðizt í æ meira mæli á erlenda menn. Kínverjar, sem koma frá Hong Kong hafa orðið mjög fyrir barð inu á þessum ofstopamönnum. Framhald á bls. 31 ugra óeirða kom meðan á heim- sókn forsetans stóð. Málgagn inn anríkisráðuney tisins í Franska Somalilandi staðhæfir í dag, að fyrir óeirðunum hafi staðið er- lendir menn. Heiðursvörður var á flugvell- inum í Dibouti þegar de Gaulle* fór þaðan. Nokkrir menn af Evrópskum ættum voru á flug- vellinum til að kveðja forsetann en innfæddum var ekki leyft að fara inn á völlinn. öflugur lög- regluvörður var hvarvetna og Framhald á bls. 2 New York: Somið við prent nrn N.Y.H.T. New York, 27. ágúst — NTB 1 MORGIJN var frá því skýrt, að aðstandendur blaðanna New York Herald Tribune, „World Telegram And Sun“ og „The Journal American“ hefðu í nótt komizt að samkomulagi við prentara og yrði því eftir allt ráðizt í hina nýju útgáfu blað- anna sameinaðra undir nafn- Framh. á bls. 2 8 Sovétmenn líflátnir — fyrir samvinnu við Þjóðverja DAGBLAÐIÐ „Rauða stjarn- an“ í Moskvu skýrir svo frá í dag, að nýlega hafi átta sov- ézkir borgarar verið skotn- ir fyrir að hafa samvinnu við Þjóðverja í heimsstyrjöld- inni síðari. Segir blaðið, að menn þessir hafi tekið pátt i fjöldaaftökum sovézkra borgara, sem Þjóðverj- ar skipulögðu árið 1942. Hafi þá verið drepr.ir 3.600 Rússar og ótilgreindur fjöldi manna frá öðrum ríkjum, m, a. Rúmeníu Framhald á bls. 31 Flugsýningu frestað SÖKUM slæmra veðurskilyrða verður flugsýningu á Keflavík- urflugvelli, sem verða átti sunnu daginn 28. ágúst nk. frestað um óákveðinn tíma. Vinur Mihailovs flýr — professor Nikola Cölak biðst hœlis í Ítalíu sem pólitískur flóttamaður ... Róm, 27. ágúst NTB. JÚGÓSLAVNESKUR pró- fessor, Nikola Colak, hefur beðið um hæli í Ítalíu sem pólitískur flóttamaður. Er hann vinur rithöfundarins, Mihailo Mihailovs, sem nú situr í fangelsi í heimalandi sínu — og einn þeirra sem ætluðu að stofna óháð stjórn- mála- og bókmenntatímarit í Júgóslavíu. Telur hann ólík- legt að nokkuð verði úr því. Að sögn ítalskra stjórnar- valda hafði Colak leitað til lögreglunnar í Padua 5 morg- un og óskað hælis sem póli- tískur flóttamaður. í viðtali við ítalskt dagblað, kvaðst hann hafa farið til Ítalíu þeg- ar, er sér hefði verið sagt upp ' starfi sínu sem fyrirlesarx við skóla þann í Zagreb, er fjallar sérstaklega um sögu verkalýðshreyfingarinn- ar. Var honum sagt upp af stjórnmálaástæðum. Colak er einn þeirra sex manna, sem undir forystu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.