Morgunblaðið - 28.08.1966, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.08.1966, Qupperneq 7
■ SunnuSágtaT ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 7 Lampar og strokkur „Sáiin fleyg- og höndin hög, hlýða sama dómi. Eilíf ráða listar lög, litum, svip og hljómi“. Jafnt í hnífs og meitils mynd, máli, söng og kvæði: ívaf stíls á efnis grind, yfir hugar þræði“. Einar Benediksson. Hér birtist mynd af tveimur „Lömpum“, og á milli borð- lampanna er strokkur. — Eru þetta alít handunnir munir, og á stétt lampanna eru Kýrhorn, undir lampaskermunum. — Völ- undarsmíði þessa gerði hagleiks- maðurinn Tryggvi Samúelsson trésmiðameistari, er hann ætt- aður úr Strandasýslu, og var til búsetu á Hólmavík, og síðar á ísafirði, áður en hann fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann er starfsmaður í Þjóðminjasafni. — Er Tryggva margt til lista lagt, en hann er hógvær og yfir- lætislaus að eðlisfari, og þess- vegna er ekki mörgum kunnugt um leikni hans í smíði ýmsra kjörgripa, sem hann hefir lagt hönd að. — Þessvegna finnst mér orðið tímabært að eitthvert sýnishorn af hans fallegu smíðis- gripum komi fyrir almennings- sjónir, því að hér kló sá, er kunni. — Ingibjörg Guðjónsdóttir. 80 ára er Kristín Þorsteins- dóttir, Barónsstíg 12. t>5 ára verður á morgun, mánu daginn 29. ágúst, Jakob Sigurðs- son, kaupmaður, Smáratúni 28, Keflavík. Hann verður að heim- an á afmælisdaginn. 60 ára er í dag Einar Hansen, Hólmavík. Hann dvelst á af- mælisdaginn í Noregi. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þorbergi Krist jánssyni, ungfrú Anna Þorgils- dóttir, Hofsósi og Halldór Kjart- an Kjartansson, Skólastíg 6, Bol- ungavík. — (Ljósm. Hallur Sig- urbjöirnsson). M inningarspjöld Minningarspjöld Dómkirkjunn ar fást á eftirtöldum stöðum í Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli verzlunin Emma, Skólavörðustíg 5, Ágústu Snæland, Túngötu 38, Dagný Auðuns, Garðastræti 42, Elisabet Arnadóttir, Aragötu 15. Minningarspjöld Kvenfélags Hall- grímskirkju fást í verzluninni Grettis götiu 26, bókaverzlun Braga Brynjólfs- sonar, Hafnarstræti og verzlun Björns Jónssonar, Vesturgötu 28. Minningarspjöld ekknasjóðs Klæðskerameistarafélags Reykja víkur eru afgreidd hjá Vigfúsi Guðbrandssyni og Co., Vestur- götu 4 og Ólafi H. Árnasyni, Laugavegi 42. Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá Ágústu Jóhanns dóttur, Flókagötu 35, sími 11813, Áslaugu Sveinsdóttur, Barmahlíð 28, Gróu Guðjónsdóttur, Háaleit isbraut 47, Guðrúnu Karlsdóttur, Stigahlíð 4, Guðrúnu Þorsteins- dóttur, S'tangarholti 32, Sigriði Benónýsdóttur, Stigahlíð 49, enn- fremur í bókabúðinni Hliðar á Miklubraut 68. Minningarsþjöld minningar- sjóðs Maríu Jónsdóttur flug- freyju fást í snyrtivöruverzlun- inni Oculus, Austurstræti, Lýs- ing, h/f Hverfisgötu og snyrti- stofunni Valhöll, Laugaveg 25, og Mariu Ólafsdóttur, Dverga- steini, Reyðarfirði. Minningarspjöld Heilsuhælis- sjóðs Náttúrulækningafélags Is- lands fást í Hafnarfirði hjá Jóni Sigurgeirssyni sími 50433, og í Garðahreppi hjá Erlu Jónsdóttur, Smáraflöt 37, sími 51637. í ‘ . : ’ Minninsarspjöld F.kknasjóðs Reykja víkur eru til sölu á eftirtöldum stöð- Bræðraborgáfstíg 1. Geirs Zöega, Vest- urgötu 7. Guðmundar Guðjónssonar, Skólavörðustig 21 A. Búrið, Hjaiiaveg Minningarspjöld Ekknasjóðs lækna fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofum læknafélags Reykja- víkur, Domus Medica, Egilsgötu, skrifstofu borgarlæknis, Heilsu- verndarstöðinni, Reykjavíkurapó teki, Sjúkrasamlagi Kópavogs og Hafnarf j arðarapóteki. F. I. B. Vegaþjónusta Félags íslenzkra bifreiðaeigenda helgina 27. og 28. ágúst 1966. FÍB 1 Þingvellir, Laugarvatn. FÍB 2 Borgarfjörður. FÍB 3 Hellisheiði, Ölfus. FÍB 4 Hvalfjörður. FÍB 5 Kranabfreið, Hvaífjörð- ur. FÍB 6 Kranabifreið, Hellisheiði Sími Gufunessradíós er 22384. I Stokkönd á Tjörninni ‘ Kt Þetta er nokkuð aigeng sjón á tjörninni í Reykjavík. Þarna er Stokkönd í fæðuleit og hálf í kafi, enda eru stokkendur liálfkafarar. Fuglalíf við Tjörnina býöur borgar- búum upp á kynni við fjölmargar fuglategundir, og það þarf að hlúa að því, fjölga tegundum og búa þeim betri skilyrði. Fuglaskoð.in er ódýr skemmtun og unaðslegt og hana geta allir stundað, ungir sem gamlir. VEL MÆLT! Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi, en svar tungunnar kemur frá Drottni Manninum þykja allir sínir vegir hreinir, en Drottinn prófar hugarþelið. Fel þú drottni verk þín þá mun áformum þínum framgengt verða Allt hefur Drottinn skapað til sins ákveðna marks, svo og guðleysingjanna til óheilladagsins. Sérhver hrokafullur maður er Drottni andstyggð hér er höndin upp á það: hann sleppur ekki óhengdur. Frá Valhusgögn Falleg og vönduð sófasett, svefnbekkir og svefnstólar. Traustir og vandaðir svefnstólar koma í þessari viku. 5 ára ábyrgðarskírteini fylgir bólstruðum húsgögnum frá okkur. V&lhúsgögn Skóíavörðustíg 23. — Sími 23375. 75 tonna vélbátur til sölu Höfum verið beðnir að selja 75 tonna vélbát í góðu standi. Hagstæð lán áhvílandi. Lítil útborgun. Jónsson & Júlíusson Hamarshúsinu — vesturenda. — Sími 15430. Hárgreiðslustofan HÖRIM Frá og með þriðjudeginum 30. ágúst verður síma- númer okkar: 21132. •— Fljót og góð afgreiðsla. Reynið viðskiptin. , Hárgreiðslustofan HÖRN Mávahlíð 30. Gjaldkerastarf ■ 4 Okkur vantar stúlku til gjaldkerastarfa f strax. Ford-umboðið Sveinn Egilsson hf Ymsnr vélor til sölu | Rennibekkur, startaraprufuvél, dynamoprufuvél og fleiri smávélar til sölu nú þegar. — | Hagstætt verð. — Upplýsingar í síma 20940 á mánu dag og þriðjudag. Hárgreiðslustofa í fullum gangi nálægt miðbænum til sölu. Mjög sanngjarnt verð og góðir greiðsluskilmálai ef sam- ið er strax. — Ódýrt leiguhúsnæði fylgir. — Upplýsingar á Grundarstíg 2A, 2. hæð frá kl. 2—4 e.h. í dag, en ekki í síma. Bílskur óskast Bílskúr óskast til leigu í Norðurmýri eða annars staðar í Austui-bæ. Þarf að vera raflýstur, en upp- > hitun ekki nauðsynleg. Ætlað fyrir vörugeymslu. Vinsamlegast hringið í síma 14245 á verzlunartíma. hoireí/ SúlnasaEurinn Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Dansað til kl. 1. Borðpantanir eftir kl. 4. Sími 20221.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.