Morgunblaðið - 28.08.1966, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. agúst 1964
1 Sýning á verkum Ásgríms Jónssonar á
I vegum Kunstforeningen í Höfn í haust
Höfum kaupendur |
a5 íbúðum í smíðum, i fjöl- ;
foýlishúsum, tví- og þríbýlis- j
húsum. Tilbúnar undir tré- |
verk eða fokheldum. Einnig |
kaupendum að einbýlishús- i
um í Kópavogi, Garða- j
hreppi og SeltjarnarnesL
SNEMMA á tþessu ári barst
Ásgrímssafni boð frá Kunst-
, foreningen í Kaupmanna-
höfn um það, að félagið héldi
sýningu á verkum Asgríms
Jónssonar á komandi hausti.
í>ótti sjálfsagt að þiggja þetta
virðulega boð hins mikils-
virta listafélags.
Skipuð var sýninganefnd,
og eiga sæti í henni málar-
arnir Jón Engilberts og Hjör-
leifur Sigurðsson, ásamt for-
stöðukonu Ásgrímssafns, frú
Bjarnveigu Bjarnadóttur.
Hefur nefndin lokið störf-
ura, og verða send úr Ás-
1 grímssafni til Danmerkur 25
I olíumálverk, 40 vatnslitamynd
j ir og 20 þjóðsagnateikningar.
Er þetta í fyrsta sinni, sem
Ásgrímur Jónsson er kynntur
erlendis að ráði sem vatnslita
málari.
Formálsorð í sýningaskrá
skrifar prófessor Sigurður
Nordal. Ljósmyndir tók Skarp
héðinn Haraldsson teiknikenn
ari. Um þýðingu á mynda-
• texta sá frú Grethe Bene-
diktsson.
Mun sýningin verða opnuð
í sölum Kunstforeningen laug
ardaginn 15. október af sendi
herra íslands í Kaupmanna-
höfn, Gunnari Thoroddsen.
—★—■ ,
í tilefni af ofangreindri
fréttatilkynningu náði Morg-
unblaðið tali af frú Bjarn-
veigu, og innti hana frekari
frétta.
Já, það var mjög ánægju-
legt að fá þetta virðulega boð
frá frændþjóð okkar í Dan-
mörku, en þar hóf Ásgrímur
myndiistarnámið, sótti teikni-
skóla á kvöldin fyrsta vetur-
inn í Kaupmannahöfn, en efn
in leyfðu ekki meira þá. Varð
hann að vinna fyrir sínu dag
lega brauði á daginn með því
að mála húsgögn á verkstæði
í borginni. En síðan gekk
hann á Listaháskólann í Char
lottenborg í 3 ár. Og í Dan-
mörku seldi hann sínar fyrstu
myndir erlendis. Við í nefnd-
ÁSGRÍMUR JÓNSSON
Myndin er tekin í Kaup-
mannahöfn um 1000.
inni akváðum að velja verk
sem spanna yfir rúml. hálfrar
aldar tímabil, — eins konar
þverskurð af listþróun Ás-
gríms. elzta myndin frá 1904,
en sú yngsta frá 1957, vatns-
litamynd af Heklu, máluð í
september, en vorið eftir and-
aðist Ásgrímur.
Vatnslitamyndirnar hafa
orðið í meirihluta?
Já, sýninganefndinni þótti
mál til komið að sýnd yrði
erlendis þessi hlið á list Ás-
gríms, en yfirleitt hafa ein-
göngu verið sýnd eftir hann
olíumálverk á sýningum í út-
löndum, — aðeins fáar og litl-
ar vatnslitamyndir endrum og
eins. Og eftir því sem ég bezt
veit, þá mun það nú vera
í fyrsta sinni, sem þjóðsagna-
teikningar eftir Ásgrím verða
sýndar í Danmörku.
x Og hvernig verður sýningin
send?
Hún fer með Gullfossi til
Kaupmannahafnar. Ég sé nú,
að það er heiimikið verk að
undirbúa sýningu til útlanda,
en þetta er í fyrsta sinni sem
ég starfa við slíkt. Málararnir
Hjörleifur Sigurðsson og Jón
Engilberts hafa lagt sig fram
um að velja sem fjölbreyti-
legust verk, og fallegust, en
af nógu er að taka úr Ás-
grímssafni.
Er þá öllum undirbúningi
lokið núna?
Já, eiginlega. Það má segja,
að honum hafi verið lokið
fyrir nokkrum dögum með
innrömmun þjóðsagnateikning
anna, en þær voru í gömlum
bráðabirgðarömmum. Fengum
utan um þær nú norska grá-
svarta ramma, sem fara sér-
lega vel utan um teikningar.
Mér finnst það vera mikið at-
riði að listaverk séu í vand-
aðri og fallegri umgjörð. Ég
get aldrei gleymt þessum orð
um, sem stóðu í bréfi fyrir
nokkrum árum frá konserva-
tor Poul Lunöe hjá Statens
Museúm for Kunst í Kaup-
mannahöfn, en hann hafði þá
nýlokið viðgerð á nokkrum
gömlum myndum Ásgríms. og
voru þau spurning um ramma
utan um þessar myndir: „En
hvað með ramma? Álit mitt
er að ekki sé hægt að setja
ekta perlu í óekta umgjörð".
Þetta sagði nú hinn vísi mað-
ur, sem hefur umgengist verk
margra snillinga í um hálfa
öld.
Vönduð umgjörð kostar tölu
vert fé. En ég hefi eftir megni
reynt að útvega ramma utan-
um verkin á þessa sýningu,
sem að mínu áliti skemma
hana ekki. Annars er mér
það óskiljanlegt, þegar ein-
staklingar, eða stofnanir, sem
efni hafa á að kaupa mál-
verk sem kosta tugþúsundir
króna, — jafnvel 100 þúsund
— skuli sætta sig við að horfa
upp á dýrindis listaverk í lé-
-legum, ijótum og skökkum
römmum. Mér finnst, að fyrsta
verk þeirra, sem kaupa lista-
verk eigi að vera það, að
skifta um umgjörð ef með
þarí. Enginn getur ætlast til
þess að málararnir — ég tala
nú ekki um þá yngri — séu
að kosta til tugþúsundum
króna fyrir ramma utanum
listaverk sín. >að er þeirra að
gera það sem kaupa. Opin-
ber söfn erlendis leggja mikla
alúð við innrömmun lista-
verka, og val á umgjörð fer
eftir því hvað ’ „klæðir“ foezt
hverja mynd, því að sannar-
lega fer sama gerðin ekki
jafnvel utanum allar myndir
sama málara. Ég hefi t.d. tekið i
eftir því, að hinar litsterku I
Húsafells-skógarmýndir Ás-
gríms frá seinni árum krefjast
iþess að vera í breiðri um-
gjörð. Nokkrar þeirra voru í
mjóum, ljótum römmum, en
Ásgrímur neyddist til þess að
setja myndirnar í iþá, þar sem
ekki var annað að fá þá hér-
lendis. Það var líkast sem þær
ætluðu að sprengja þessa
mjóu ramma utanaf sér. Ás-
grímur talaði oft um það á
þeim árum, hvað hér væri
mikil rammafæð.
Meira hef ég ekki að segja
um tildrög og undirbúning að
þessari sýningu. Um pökkun
myndanna sér Ársæll Magnús
son steinsmiður, en hann hef-
ur mikla reynslu í slíku.
Vona ég að þeir sem sýn-
inguna sjá í Kaupmannahöfn
megi hafa ánægju af að skoða
hana. Má segja, að hún sé
listræn landkynning, en allar
myndirnar sýna náttúru ís-
lands í hinum margbreytilegu
lita-, ljós- og veðrabrigðum.
Sextugur d morgun:
Valdimar Björnsson
f]ármálaráðherra Minnesofa
Valdimar Björnsson, fjármála
ráðherra Minnesota, verður sex
tugur á morgun, 29. ágúst. For-
eldrar Valdimars voru merkis-
hjónin Ingibjörg og Gunnar
Björnsson, ritstjóri, sem fædd
eru hér á landi, en fluttust
vestur um haf ung að árum.
Þótt Valdimar sé fæddur vest-
an hafs, hafi alizt þar upp og
starfað mestan hluta æfinnar,
er hann tengdur íslandi traust-
um böndum. A stríðsárunum
dvaldist hann hér á landi í
nokkur ár sem starfsmaður
bandaríska sjóhersins. Xom þá
áhugi hans á landi og þjóð og
öllu því, sem íslenzkt er áþreif-
anlega í ljós. Hefur þar að
sjálfsögðu valdið mikiu um
uppeldið á hinu merka og þjóð-
lega heimili foreldra hans.
Vakti athygli, hve kjarngóða ís-
lenzku hann talaði og notaði
gjarnan orð og orðasambönd,
sem hann hafði lært í æsku, en
voru að mestu horfin úr dag-
legu máli.
Óhætt er að fullyrða, að þekk
ing Valdimars á íslenzkum þjóð
háttum, þjóðlegum fræðum og
nútima aðstæðum er víðtækari
en fjölmarga þeirra, sem átt
hafa hér heima alla ævi. Hann
er með afbrigðum ættfróður, og
oft þegar hann hefur spurt
menn um heiti og nafn íoreldra
rekur hann ættir þeirra langt
aftur í aldir, eða segir þeim frá
skyldmennum, sem viðkomandi
hafði ekki hugmynd um.
Valdimar hefur tekið mikinn
þátt í opinberu lífi vestan hafs,
og gegnt mörgum trúnaðaistörf
um, meðal annars verið fjár-
málaráðherra Minnesotaríkis í
mörg ár — stundum eini repu-
blikaninn, sem náð hefur kosn-
ingu í stjórn ríkisins. Árið 1954
var hann valinn frambjóðandi
republikana til öldungadeildar
Bandaríkjaþings, en tókst ekki
að fella Hubert Humphrey, nú-
verandi varaforseta Bandaríkj-
anna, sem skipaði það sæti þá.
Valdimar var um tíma vinsæll
útvarpsfyrirlesari og blaðamað-
ur, m.a. ritstjóri St. Paul Pi-
oneer Press í Minneapolis, sem
er útbreitt og áhrifamikið blað.
Kvæntur er Valdimar Guð-
rúnu Jónsdóttur frá ísafirði,
hinni ágætustu konu, og hefur
þeim orðið fimm barna auðið.
íslands eftir að hann hætti störf
um í hernum. Hér á hann fjöl-
marga vini, sem meta mann-
kosti hans og trygglyndi — og
ótaldir eru þeir íslendingar, sem
notið hafa aðstoðar hans á einn
eða annan hátt.
Valdimari Björnssyni berast
hlýjar kveðjur vestur yfir hafið
á þessum tímamótum ævi hans.
(Heimilisfang Valdimars er:
2914 — 46 th. Ave„ Minneapolis,
Minnesota).
(SlKlilK ÍSL. UUNMAKSSUÍN
Málflutningsskrifstofa
Lækjargötu 6 B. — II. hæð
Sparifjáreigendur
Avaxta sparifé á vinsælan og
öruggan hátt. UppL kl. 11—12
t h. og 8—9 e. h.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3 A
THRIGE
itafmagnstalíur
— fyrirliggjandi —
200 — 400 — 500
og 1000 kg.
LUDVIG
STORR
Laugavegi 15. Sími 1-33-33
o« 1-16-20.
Vagn E. Jónsson
Gunnar M. Guðmundsson
hæstaréttarlögmenn.
Austurstræti 9
Símar 21410 og 14400.
Höfom kanpendur
að 2ja, 3ja, 4ra, 5, 6 her-
'bergja íbúðum, einbýlishús-
um og raðhúsum.
2ja herb. íbúð, 2. hæð við
Kleppsveg.
7/7 sö/u
2ja herb. íbúð 2. hæð við
Kleppsveg.
2ja herb. kjallaraíbúð við
Drápuhlíð. Laus strax.
3ja herb. hæðir í Vesturbæn-
um.
3ja herb. risíbúð á góðu verði
við Njálsgötu. ,
4ra herb. góð hæð við Dun-
haga með 4 svefnherbergj-
um.
Nýleg 5 herb. 1. hæð í góðu
standi og frágenginni lóð og
bílskúrsréttindum við Háa-
leitisbraut.
5 herb. hæðir í sérhúsum í
í Grænuhlíð og Bólstaðar
hlíð.
6—7 herb. lúxusibúð með sér-
inngangi, sérhita, sérþvotta-
húsi og bílskúr nálægt Sjó-
mannaskólanum.
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir
seljast tilbúnar undir tré-
verk.
Einar Sigurðsson hdl.
Ingólfsstræti 4. Simi 16767.
Kvöldsími milli 7 og 8: 35993.
FASTEIGNASALAN OG
VERÐBRÉFAVIÐSKPTIN
Til sölu
2ja herb. íbúð við Haðarstíg.
3ja herb. íbúð við Hraunbæ,
Holtsgötu, Langholtsveg, —
Barmahlíð.
4ra herb. íbúðir við Asvalla-
götu, Shellveg.
Einbýlishús við Óðinsgötu,
Skólavörðustíg, Haðarstíg,
Kaplaskjólsveg, Framnesv.,
Skipasund, Vitastíg.
Eignarland rétt utan við bæ-
inn.
Höfum kaupendur að öllum
stærðum íbúða, háar út-
borganir.
Óðinsgata 4. Síml 15605
Kvöldsími 20806.
7/7 sölu
3ja herb. íbúð á 9. hæð við
Sólheima, vönduð íbúð.
2ja og 3ja herb. íbúðir í sama
húsi við Laugarnesveg.
4ra herb. hæð í tvíbýlishúsi,
í Austurbænum í KópavogL
4ra herb. endaíbúð í nýrri
blokk við Ásibraut.
Einbýlishús í smíðum í Kópa-
vogi.
KVOLPSIMI 40147