Morgunblaðið - 28.08.1966, Side 12
12
MORGUHBLAÐIÐ
SunnudagUr 28. ágúst 1966
W
I
ff.
:
i
I
1
Þ.IÐ var einn daginn, áður
en byrjaði að rigna, að blaða-
maður Morgunblaðsins átti
leið um Garðastrætið og varð
þá í forvitni litið sem snöggv
ast inn í Hallveigarstaði.
Þaðan bárust hljóð, sem vel
gátu átt heima í kjarnorku-
aldar tónverki og þar inni gat
að líta glæringar miklar. •
Kom fljótt í ljós að þar voru
ekki tónsmiðir að verki, held
ur jámsmiður og myndasmið-
ur, þau Magnús Pálsson og
Eyborg Guðmundsdóttir. Var
verið að setja upp stigahand-
rið mikið og sérkennilegt,
sem Eyborg hefur teiknað og
virtist mér, sem það mundi
verða til mikillar prýði í
þessu myndarlega húsi. Er
þetta hringstigi úr smíðajárni
Unnið að stiganum í Hallveigarstöðum.
Myndirnar mínar þurfa góða birtu
— Rabbað smástund við Eyborgu Guðmundsdóttur, listmalara
aði sterkt kaffi og horfði á
Eyborgu bjarga bókunum
sínum úr vatnselgnum, sem
streymdi inn um gluggann.
Eitthvað hlaut undan að láta
í öðru eins veðri.
Á meðan röbbuðum við um
það, hversu ágætt væri, að
listamönnum væri nú í æ
meiri mæli falið að skreyta
byggingar héi á landi — þó
því færi enn fjarri, að nóg
væri að gert í þeim efnum.
Við þyrftum að fá sett lög
eins og eru víða í Evrópu, til
dæmis Frakklandi, Þýzka-
landi, Hollandi og víðar, þar
sem skylt er að verja ákveð-
inni upphæð, c.a. 1% af
heildarkostnaði við opinber-
ar byggingar til listrænnar
skreytingar í einhverri
mynd. Eyborg sagði mér, að
hún hefði gert stigann í Hall-
veigarstöðum að tilhlutan frú
Sigríðar J. Magnússon, for-
manns byggingarnefndar. —
,,það var eftir sýninguna
mína í fyrra, að þetta kom til,
sagði Eyborg. „Ég gerði teikn
ingu og sendi frú Sigríði sem
bar hana síðan undir arki-
tektinn Skarphéðin Jó-
hannsson. Voru þau ánægð
með teikninguna og ákváðu
að taka hana. í vor var svo
byrjað að koma stiganum
upp — en eins og ég sagði
þér um daginn, á ýmislegt
eftir að gera við hann, meðal
annars mála hann svartan,
en það er ekki hægt að gera
fyrr en um leið og alveg er
gengið frá húsinu að innan.
— Mér þykir afar ánægju-
legt að hafa fengið tækifæri
til að vinna þetta verk, hélt
Eyborg áfram eftir stutta
stund, — þetta er fyrsta verk-
efni mitt hér heima, en ég
hef mikinn áhuga á því, að
vinna með arkitektum — hef
knnzt því mikið í Frakklandi
í gegnum félagsskap, sem ég
er aðili að þar og nefnist
„Groupe Mesure".
— Er það fjölmennur fé-
lagsskapur?
— Við erum nálægt þrjátíu
og höldum sýningar sameig-
inlega. Höfum við sýnt víða,
oftast þó í Þýzkalandi — átta
sinnum. Nú er fyrirhuguð
mikil sýning í París, eins
fljótt og við verður komið,
en hvenær veit ég ekki fyrir
víst.
— En slitnar ekki samband
þitt við þennan félagsskap úr
því þú ert komin heim?
— Nei, alls ekki, ég er nú
einmitt á förum til Parísar
til þess að taka þátt í þremur
sýningum með félögum mín-
um þar. Tvær þeirra verða í
listasafninu í París, nefnist
önnur „Salon des Réalites
Nouvelles“ og hin er kirkju-
listasýning, er nefnist „Sal-
on d'art Sacré“. Sú þriðja
verður rétt utan við París, í
Juvisy og nefnist „Salon
international de Juvisy".
— Þú hefur tekið þátt í
þeirri sýningu áður, er það
ekki — og það með góðum
árangri?
— Jú, jú, tvisvar áður og
haustið 1964 fékk ég þetta
viðurkenningarskjal, sem mér
þótti vænt um. Og Eyborg
sýnir mér skjalið, Diplome
d’Honeur.
— Hvað sýnirðu mörg mál-
verk núna?
— Ætli þau verði nema
þrjú að þessu sinni, eitt á
hverri sýningu, en á kirkju-
listarsýningunni í París mun
ég auk þess sýna kross, sem
ég er að láta smíða hér. Það
er, eins og þú veizt, ýmsum
vandkvæðum bundið og
dýrt að flytja listaverk milli
landa.
— Þessir listamenn, sem þú
hefur unnið með i „Groupe
Mesure“ — mig minnir þú
segðir einhvern tíma, að þeir
fengjust fyrst og fremst við
geometríska og optíska mynd
list. Er hún ekki einmitt hvað
efst á baugi um þessar mund
ir?
— Jú, en hún er umdeilt
listform — sem betur fer!
Um stund virtist hún ætla að
hverfa í skuggann fyrir ýms-
um tízkufyripbrigðum listar-
innar, — en hún hefur stað-
ið þau öll af sér. Góðkunn-
ingi minn, Le Parc, sem vinn
ur eingöngu að þessu list-
formi, fékk t.d. fyrstu verð-
laun á Biennale-sýningunni í
Feneyjum í ár, en það er sú
alþjóðasýning, sem um lang-
an aldur hefur vakið hvað
mesta athygli. — Le Parc er
frá Argentínu, liðlega þrítug
ur og tilheyrir listamanna-
hópi, sem kallar sig „Groupe
de recherohe d’art Visuel".
Þessir listamenn, sem eru
fimm talsins, hafa unnið í
París síðustu árin. Ég kynnt-
ist þeim strax og ég kom
þangað. Meðal þeirra er son-
ur Vasarelys, míns góða
kennara, sem fékk Guggen-
heim-verðlaunin fyrir nokkr-
um árum.
— Það kom jafnvel til tals,
að ég slægist í þennan hóp,
þeir buðu mér það, en af því
varð ekki, vegna þess, að
mér fannst ekki eiga beint
við mig að vinna ásamt öðr-
um að sama verkinu, eins og
þeir gjarna gera. En þetta er
mjög skemmtilegur hópur
og hefur vakið mikla at-
hygli, bæði í Evrópu og
Ameríku.
Frarmhald á bls. 23.
Eyborg að starfi.
þar sem saman leika línur
og ferhyrndir fletir mismun-
andi stórir. Eyborg sagði mér,
að stiginn yrði málaður svart
ur, en ekki væri hægt að
ganga frá honum endanlega
fyrr en innrétting hússins
væri betur á veg komin —
málning og annað þess hátt-
ar.
Svo talaðist til með okkur
Eyborgu, að við hittúmst
heima hjá henni og röbbuð-
um saman smástund —
„komdu og fáðu þér kaffi-
sopa“, sagði hún og lofaði að
eiga með því kex og ost — og
þar sem þá stundina virtist
svo stutt að skreppa í Mjó-
strætið frá Morgunblaðshús-
inu, tók ég hana á orðinu og
sagði „takk, ég kem á morg-
un".
En dagarnir liðu hver af
öðrum og það var ekki fyrr
en nú í vikunni, að úr samtali
okkar varð. Þá var komin
grenjandi úrhellisrigning og
rok. Sjónvarpsstengurnar og
símalínurnar dönsuðu yfir
gömlu húsunum, sem blasa
við úr ritstjórnarskrifstofun-
um okkar og þó aðeins væri
miður dagur, var þegar búið
að kveikja á rafljósum. Brátt
mundi haustdrunginn leggjast
yfir eins og hetta.
— Því ekki að bregða sér
til Eyborgar í kaffi í áag,
hugsaði ég, það hristir
kannski af mér drungann —
og skömmu síðar sat ég í
rauðum stól, sem helzt ekki er
hægt að standa upp úr, þamo
Tvö af verkum Eyborgar.