Morgunblaðið - 28.08.1966, Page 16

Morgunblaðið - 28.08.1966, Page 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28 ágúst 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið. HVAÐ VILL FRAM- SÓKNARFL OKKUR- INN? T andsmenn hafa að vonum hent mjög gaman að skrif um Framsöknarforingjanna um „hina leiðina". Þeir hafa verið beðnir að útskýra í hverju þessi „hin leið“ þeirra væri fólgin, en vafizt tunga um tönn. Hinsvegar hæla þeir mjög efnahagsástandinu á ís- landi á tímum vinstri stjórn- arinnar og segja, að allt hafi horft til hins verra, eftir að Viðreisnarstjórnin tók við. Af þessu ætti að mega draga þá ályktun, að „hin leiðin“ — andstaðan við stefnu Viðreisn arstjórnarinnar — sé það þjóðfélgsástand, sem hér ríkti á mesta haftatímanum, þegar allt viðskipta- og efnahagslíf var háð geðþótta stjórnar- valda, sem úthlutuðu leyfum, bönnuðu mönnum fram- kvæmdir og svo framvegis. En þótt Framsóknarforingj- arnir séu óþreytandi í því að lofa vinstri stjórnina, vilja þeir þó helzt ekki viðurkenna að „hin leiðin“ sé sama stefna og þá var fylgt. Þess vegna er eðlilegt að spurt sé, hvað í rauninni vairi fyrir foringjum Framsóknar- flokksins, hvað það sé, sem þeir mundu breyta, ef þeir hefðu völd til, einkum í þeim tilgangi að stöðva verðbólg- una, sem þeir nú segjast vera mjög andvígir. Skulu að sinni aðeins bornar fram fáar fyr- irspurnir, sem unnt ætti að vera að svara með jái eða neii. — Vitlja foringjar Framsókn arflókksins hækka vexti, og telja þeir, að slík ráðstöfun rhundi draga úr verðbólg- unni?. Og hve mikið vilja þeir lækka vextina, t.d. í 1%? Vilja þeir auka útlán banka og sparisjóða og prenta seðla eins og hver vill hafa. Telja þeir að slíkt mundi draga úr verðbólgu? — Vilja foringjar Fram- sóknarflokksins hækka toll- inn og þar með vöruverð, t.d. til að auka tollvernd íslenzks iðnaðar? Telja þeir að slíkt mundi draga úr verðbólgu? Þessar spurningar skulu látnar nægja að sinni. Þær ættu að vera nógu einfaldar til þess að unnt væri að svara þeim undanbragðalaust. og þegar þeim hefur verið svar- að, ættu menn að geta áttað sig á hagvísindum Framsókn- arforingjanna. Á AÐ BYGGJA ATVINNUHÚS- NÆÐI? l?ramsóknarmenn og komm- únistar klifa sýknt og heilagt á því, að fjármunum sé sóað, þegar atvinnufyrir- tæki byggja yfir rekstur sinn. Er mjög fjargviðrast yfir því, að nokkur iðnaðar- og verzl- unarfyrirtæki í Reykjavík hafa skapað sér sæmilega starfsaðstöðu með nýbygg- ingu, eftir að bygging at- vinnuhúsnæðis mátti heita bönnuð um langt skeið í höf- uðborginni. Sannleikur þessa máls er sá, að fyrirtækin hafa brotizt í því að koma sér upp hús- næði af brýnni þörf. Þar hafa framsýnir athafnamenn skil- ið, að ógjörlegt var að bæta og efla reksturinn, nema að koma við betri vinnutilhög- un, hafa fullkomið húsnæði og góða aðstöðu fyrir starfs- fólkið. Hér er því um að ræða eðlilega og sjálfsagða framþró un, þar sem ný vinnu'brögð eru tekin upp, framleiðslan aukin og bætt og þar með verð- mætasköpunin, sem ekki ein- ungis skilar fyrirtækjunum nýjum og betri hag, heldur þjóðinni allri. En stjórnarandstæðingum er sérstakur þyrnir í augum þau hús, sem byggð hafa ver- ið við Suðurlandsbraut i Reykjavík. Þar er að vísu um allmörg hús að ræða og sum allstór, þótt hús Sambands- ins sé einna glæsilegast. Áreið anlega hefur SÍS byggt þetta af brýnni þörf, og reynir að hagnýta það eins og bezt verð ur á kosið, og svo er einnig um aðra þá, sem atvinnu- húsnæði hafa byggt í borg- inni. Rétt er það, að í mörgum þessara húsa er rekin verzlun, en þó einna helzt verzlun með bifreiðavarahluti, svd og viðgerðarþjónusta. Vera má að stjórnarandstæðingar telji þetta óþarfan rekstur, en það er nú einu sinni svo, sem betur fer, að fleiri og fleiri eignast eigin bifreiðir og fram að þessu hefur vara- hlutaþjónustan þótt of léleg en ekki of góð hér á landi. Raunar eru aðeins fá ár síðan bæði kommúnistar og Framsóknarmenn hneyksluð- ust mikið yfir því, að bifreið- ar voru fluttar til landsins, og það var talin hin mesta blaðið, er undanfari blaða- daúða venjulega sjúkdómur, sem heltekur alla starfsemi þess. Fyrst missir það hæfan og lifandi ritstjóra, síðan fara beztu fréttamenirnir að tínast burtu og þar með missir það möguleika á að laða að sér unga og eínilega menn. Og eftir því, sem lognmollan læð ist yfir blaðið fækkar auglýs- ingum og tekjurnar rýrna. Loks getur svo farið, að hvert minnsta áfall ríði blaðinu að fullu — kaupkröfur, sem blað ið hvorki megnar að uppfylla né standa gegn með hörku — o. s. frv., þar tiJ aðstandendur blaðsins eiga ekki annars úr- kosta en viðurkenna fyrir sjálfum sér eg öðrum að bar- áttan sé gersamlega vonlaus og leggja beri blaðið niður. Sjúkd jmurinn, sem leiddi til dauða „New York Herald Trtbune'*, hafði verið í tvo áratugi að búa um sig og það, sem gerði út um örlög blaðs- ins, voru samtals 114 daga verkföll á þremur árum. Fyr- irsjáanlegt var, að útbreiðsla blaðsins, sem verið hefur að undanförnu um 300.000 ein- tök, mundi enn fara minnk- andi og auglýsingatekjur jafn framt. Beztu starfskraftar blaðsins voru löngu farnir að leita á önnur mið og lítið eftir sem fengur var í utan hin forna frægð blaðsins. „New York Rerald Tribune" á sér langa og merkilega sögu, sem segja má, að hafi hafizt árið 19?5 með stofnun blaðs- ins „New York Herald“ en stofnandi þess vai hinn víð- frægi útgefandi James Gord- on Bennet. Nokkrum árum síðar, 1841. stofnaði Horace Greeley blaðið „New York Tribune*’. Blað Bennets var fjörlegt blað og frá upphafi var lögð mikil áherzla á nýjar og ferskar fréttir bæði af heimavettvangi og erlendum. Þegar skipin voru að koma til New York frá Evrópu voru blaðamennirnir sendir á bát- um á móti þeim til þess að tala við áh3Ínir og farþega og ÞKIR ERTJ óefað margir, sem liugsa t'l þess með mikilli eftirsjá að hið inæta banda- ríska dagblað „New York Herald Tribune" skuli hafa hætt göngu sinni. Blað þetta hefur áratugum saman verið eitt af stórveldunum í blaða- heiminuin og merkisberi góðr ar blaðamennsku í hvívetna. Við sögu þess hafa komið margir kunnir menn, enda blaðið eitt hið þekktasta og virtasta í heiminum og hverj um einum talinn sómi að vinna þar. „New York Herald Tribune" dó engum skyndidauða, frem ur en blöð yíirleitt gera, því að eins og bandaríska viku- ritið TIME segir 1 grein um Whitelaw Reid, eldri John Whitney Stanley Walker fá hjá þeim nýjustu fréttir af : atburðum og ástandi í Evrópu • — og um það bil sem skipin : lögðu að bryggju voru frétt- ; irnar komnar í blaðið. Það : var Bennet sem sendi blaða- ; manninn Stanley til að leita : landkönnuðarins dr. Living- ; stone í myrkviðum Afríku. Z „New York Tribune“ var með ; nokkru öðru marki. Það var Z ágætt blað, en fyrst og ; fremst blað borgarbúa og lét I stjórnmál mikið til sín taka. ; Varð það áhrifamikið mál- .•> gagn republikanaflokksins, • sem þá var á gelgjuskeiði — ; en þó ekki hægri sinnaðra en • svo að það hafði á árunum : 1851-—61 fyrir fréttamann i • Lundúnum mann að nafni ; Karl Marx. • Þegar Greeley, stofnandi ; Framhald á bls. 31 : Lessing Engelking Almenn eftirsjá að N.Y. Herald Tribune sóun á gjaldeyri. Lengur þora þeir ekki að fjargviðrast yfir bílaeign landsmanna, en grípa þá til þess ráðs að út- mála, að þjónusta við bif- reiðaeigendur sé óþarfur at- vinnurekstur. í húsunum við Suðurlands- braut eru auk þess vöru- geymslur, og er í því sam- bandi athyglisvert, að skipu- lagssérfræðingar þeir, sem unnið hafa að skipulagi Reykjavíkur, telja að mjög þurfi að auka byggingu geymsluhúsnæðis, en ekki að þar sé um óþarfa húsnæði að ræða. Loks eru svo skrifstofurn- ar; en aldrei má byggja skrif- stofuhúsnæði án þess að kommúnistar fjargviðrist vf- ir sóuninni — og raunæ sóknarmenn líka, þe< ’ bandið á ekki í hlui. tímaþjóðfélag er einu sinni með þeim hætti, að marghátt- uð störf fara fram á skrifstof- um, og það fólk, sem skrif- stofuvinnu hefur gert að at- vinnu, á fullan rétt á því að starfa í heilsusamlegu hús- næði. En hvernig var það annars? Greiddu ekki Framsóknar- menn og kommúnistar at- kvæði með því, að nýr mið- bæjarkjarrí! yrði í heildar- skipulagi Reykjavíkur, og hafa þeir ekki stundum talað um, að skömm væri að því hve illa gamli Miðbærinn væri uppbyggður? Ætla þess- ir menn e.t.v. að byggja ein- tómt íbúðarhúsnæði í gamla Miðbænum og hinum nýja, eða hafa þeir, þrátt fyrir allt kilning á því, að skrifstofur j verzlanir og sú starfræksla .em þar fer fram, sé ekki síð- ur nauðsynleg en aðrar grein- ar atvinnulífsins. Og hvernig er það, sitja þeir ekki einmitt á skrifstofum, þegar þeir tata um fánýti þeirra? Annars er sú árátta, að geta aldrei metið störf verzi- unarstéttarinnar réttilega og hina geysimiklu þýðingu henn ar svo barnaleg, að naumast ætti að þurfa eyða að því orðum. Og að því er iðnfyrirtækin varðar, þá er það augljóst, að íslenzkur iðnaður fær ekki staðist og þróast, nema hon- um sé gert kleift að starfa í viðunandi húsnæði. Þótt mik- ið hafi áunnizt í því efni a undangegngnum árum, er sízt ástæða til að öfundast yfir því, eins og bæði kommúnist- ar og Framsóknarmenn þó á- fellt gera

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.