Morgunblaðið - 28.08.1966, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
I
19
"i*
Sunnudagur 28. Sgfist 1966
Bréf frá Austurríki:
Hamfarir náttúrunnar
Eftir Baidur
Verksummerki eftir eina aurskriðuna.
Tschöran við Æssiachervatn
í Kárnten, Austurríki.
20. ágúst 1966.
í Dóná falla ísar, Inn,
einnig Drava og Sava,
Lech og Theiss ég líka finn
og legg svo Pruth í endirinn.
I>ESSI gamla vísa, sem ég
laerði sem barn, mig minnir í
landafræði Karls Finnbogason-
ar, rifjaðist upp fyrir mér
þessa dagana, þegar ég komst
áþreifanlega í kynni við ána
Drava, sem hér heitir Drau.
Hún er mesta áin, sem rennur
austur gegnum Kárnten-hérað
í sunnanverðru Austurríki og
síðar inn í Júgóslavíu og fær
þá nafnið Drava.
Kárnten er eitt eftirsóttasta
ferðamannahérað, sem fólki í
sumarfríi eða vetrarfríi getur
óskað sér, fagurblá fjallavötn,
fjöll og skógar, en þó framar
öllu kyrrð og næði. Kárnten
er fyrst og fremst landbúnað-
ar- og skógræktarhérað, en auk
þess er móttaka ferðamanna
mjög mikilvæg atvinnugrein
Það er varla hægt að finna
þann bóndabæ, sem ekki hefir
til reiðu gistingu og beina, ef
ferðamann ber að garði. Þetta
bréf er skrifað úti á svölum
stórs timburhúss á bóndabæ
uppi í hlíðinni fyrir ofan
Æssiachervatn og er útsýni til
þriggja ianda, því að héðan er
steinsnar til Ítalíu og Júgó-
slavíu. Nærliggjandi fjöll eru
skógi vaxin upp á brúnir, en
fjær gnæfa naktir tindar Alpa-
fjallanna.
En lífið í Alpalöndunum er
ekki eintóm rómantík, þó að
slæpingjum hætti til að líta
svo á, því að baráttan við
náttúruna er oft hörð, eins og
sést á fréttum héðan undan-
farna viku.
Ég lagði af stað suður hing-
að þann 15. ágúst ásamt vina-
fólki mínu frá Fellbach við
Stuttgart, Dr. Siegfried Múll-
er, konu hans og syni. Gisturn
við fyrstu nóttina í litlum bæ
syðst í Bayern, sérkennilegum
að því leyti, að hann er byggð-
ur upp úr geysimikilli skot-
færabirgðastöð frá stríðsárun-
um, sem talin var inni í skógi.
Skotfærageymslurnar voru vel
byggð hús, sem standa enn og
eru notuð til ýmissa hluta.
Skógarnir standa einnig
óhreyfðir, þannig að bæjarins
gætir ekki, fyrr en komið er
inn í hann, og er íbúatalan þó
milli níu og tíu þúsund. Um
kvöldið fóru að berast fréttir
um feiknarigningar um öll
austanverð Alpafjöll og dag-
inn eftir var slík úrhellisrign-
ing, að ógerlegt var að halda
áfram. Á miðvikudag dró úr
rigningunni, svo að við ákváð-
um að aka áleiðis suður og
fara yfir Grossglocknerskarð í
Tauernfjöllum, sem er um
2500 m. hátt. Það reyndist
Ingólfsson
ófært, því að um nóttina hafði
snjóað niður í 1200 m. hæð, og
var þá ekki um annað að ræða
en setja bílinn upp á járn-
brautarlest og aka gegnum
Tauerntunnel, 8 km. löng göng
gegnum fjöllin nokkru
austar. Það þótti okkur mjög
leitt, því að þannig misstum
við af einni stórbrotnustu fjalla
leið, sem hér er til. Þegar kom
út úr göngunum, blasti við 8
til 10 km. löng bílaruna á leið
norður, og ætluðu allir að fá
flutning gegnum göngin. Það
má þvi gera ráð fyrir, að þeir
síðustu hafi orðið að bíða nllt
að 10 klst. til þess að komast
að. Þó að enn væri byrjað að
rigna, héldum við áfram suður
og komumst um kvöldið suður
í Draudal. Þar rákumst við á
þorp, sem heitir Fellbach, eins
og bærinn, sem við komum
frá, og ákváðum við vegna
nafnsins að gista þar. Það
varð ''okkur dýrt spaug, þó að
verr hefði getað farið. Morgun
inn eftir vorum við nefnilega
vakin með þeim tíðindum, að
áin Drau, sem þorpið stendur
við, hefði vaxið svo um nótt-
ina og flætt yfir bakka sína,
að allir vegir væru tepptir og
þorpið einangrað. Þó fengum
við nýbakað brauð með morg-
unkaffinu, og hafði bakarinn
úr næsta þorpi orðið að
ganga langan krók upp fjalls-
hlíðina fyrir ofan til þess að
koma brauðinu til kaupenda
auðvitað á bakinu, því engu
farartæki varð við komið. Áin
hélt áfram að vaxa allan dag-
inn og um kvöldið var byrjað
að renna inn í kjallara hús-
anna, sem lægst stóðu. Alla
nóttina yoru allir karlmenn
þorpsins á ferðinni til að
bjarga fólki, skepnum og verð-
mætum, en erfitt var um vik,
því að rafmagnsleiðslur til
þorpsins höfðu rofnað og helli-
rigning með þrumum og eld-
ingum.
Ófagurt var um að litast um
morguninn, allur Draudalur-
inn eitt kolmórautt stöðuvatn
svo langt sem augað eygði.
Upp úr því stóðu tré, gaflar
húsa og rafmagnsleiðslur járn-
brautarinnar, og undan
straumnum barst alls konar
brak, dauðar skepnur og upp-
rifin tré. Yfir flóðinu sveim-
uðu þyrlur hersins til þess að
fylgjast með flóðinu og bjarga
fólki, sem hýrðist uppi á háa-
loftum húsa eða jafnvel á
flekum. Allir fjallalækir voru
sem jökulár I leysingum og
flæddi yfir tún, engi og akra
og ruddi með sér mold og
grjóti. Fram undir hádegið
var bjartviðri, en þegar leið
að hádegi fór að dropa, og
þar eð spáð var rigningu
ákváðum við að reyna að kom
ast burt með einhverju móti.
Þá varð það okkur til happs
að við kynntumst skógarverði.
sem var reiðubúinn að hjá’pa
okkur að brjótast eftir timbur-
flutningavegi, sem hann hafði
látið leggja gegnum skógana
upp á 1600 m. háan fjallgarð,
en þaðan taldi hann vera unnt
að komast niður í næsta dal
og síðan áfram. Að vísu höfðu
fallið smáskriður á þennan
veg, en hann hafði verið með
mönnum sínum þarna uppi
um morguninn og rutt úr vegi
verstu tálmunum. Auk okkar
voru ferðamenn frá ýmsum
löndum staddir í Fellbach, og
varð úr, að franskir stúdentar
í tveim bílum og þýzkur flug-
maður með fjölskyldu sína,
slógust í för með okkur. Við
hjálpuðumst að við að ýta
bílnum og komumst upp á
fjallgarðinn við illan leik og
heldur illa til reika. Þar fund-
um við selkofa og fengum
mjólk og ost eins og við vild-
um og bragðaðist hvorttveggja
vel. Hollenzk hjón, sem voru
í Fallbach, þorðu ekki að
leggja á fjallið og ákváðu að
bíða betri tíma þar, og má bú-
ast við, að sú leið verði býsna
löng.
Við vorum nú heldur fegin
að sleppa úr prísundinni og
héldum áfram niður í næsta
dal og eftir honum. Þar voru
vegir víða stórskemmdir og
þaktir aur og grjóti og því taf-
samt að komast áfram. Undir
kvöld komum við til borgar-
innar Villach, sem er á stærð
við Reykjavik. Hún liggur við
ána Drau. Hafði áin flætt yfir
miðhluta borgarinnar, og voru
hermenn í gúmmíbátum að
férja fólk yfir og aðstoða við
björgun verðmæta úr verzlun-
arhúsum niður við ána, þar
sem vatnið náði meira en upp
á miðja glugga.
Hér við Æssiacher-vatn, að-
eins 20 km. frá Villach, er ekk
ert að sjá af ölllum þessum
ósköpum, og ferðamenn njóta
hér góðviðrisins og áhyggju-
leysisins, eins og ekkert hafi í
skorizt.
En hvernig bregðast Austur-
ríkismenn- við öllu þessu, sem
nú dynur yfir landið, annað
árið í röð? Austurríkismenn
eru glaðlynt og góðlynt fólk að
eðlisfari og hafa margt reynt.
Einkennandi fyrir afstöðu
þeirra er ef til vill svar konu
sem við áttum tal við, þar sem
hún var að tína kartöflur upp
úr aurskriðu, sem hafði um-
turnað og stórspillt landareign
þeirra hjóna. Hún sagði á sinni
skemmtilegu bændamállýzku:
„Við erum öll lifandi, og það
er ekki um annað að gera en
að byrja upp á nýtt. Það er
ekki mikið, sem á okkur hefir
dunið borið saman við það,
sem Tyrkir verða nú að þola
í jarðskjálftunum." Þó heyr-
ast allháværar raddir, sem
álasa stjórnarvöldunum fyrir
að aðhafast ekki nóg -til þess
að koma í veg fyrir flóðin, sem
sífelld hætta er á, ef langvar-
andi stórrigningar ganga yfir.
Hér er ekki um neitt smámál
að ræða, því að það þarf að
byggja í hverjum lækjar- og
árfarvegi varnargarða, sem
■safna vatninu í uppistöður,
sem ekki hleypa nema tak-
mörkuðu vatnsmagni í gegn í
éinu. Með því að líta á kort af
Austurríki má gera sér í hug-
arlund, hvílíkt Grettistak er
um að ræða og hve gífurlegur
kostnaður hlýtur að vera sam-
fara slíkum framkvæmdum.
Þó er það ódýrara til lengdar
en að bæta stórtjón, sem verð-
ur stundum með fárra ára milli
bili. Austurríki er ekki auð-
ugt land, svo að þessi mann-
virkjagerð hlýtur að taka lang
an tíma, en allir eru sammála
um, að hún sé óhjákvæmileg.
í dag, laugardaginn 20.
ágúst, er unnt að gera sér grein
fyrir afleiðingum flóðanna, en
þær eru í fáum orðum þessar:
Ringulreið í samgöngum, eink
um járnbrautasamgöngum, á
stórum landsvæðum, einkum í
Týról og Kárnten og umhverfis
Vínarborg. Símalínur og raf-
magnsleiðslur rofnar, póstsam-
göngur truflaðar, stórskemmd-
ir á brúm, vegum og fram til
þessa er vitað um 18 manns,
sem hafa farizt. Af þeim fór-
ust 9 samstundis, er hús grófst
undir aurskriðu. Þar var um
ræða húsmóðurina og tvær
dætur hennar og sex manna
fjölskyldu frá Berlín. Stórtjón
á ökrum og ræktuðu landi og
mikil eyðilegging kornupp-
skeru. — Sem betur fer hefir
rigningunum slotað, en það
líður alllangur tími, þar til
vatnið hefir sjatnað verulega,
svo að hægt verði að taka til
við að bæta tjón það, sem hef-
ir orðið.
Móttaka ferðamarina er mik-
ilvæg atvinnugrein í Austur-
ríki, og óttast margir, að hún
kunni að bíða hnekkhvið þess-
ar hamfarir. Ég er þó þeirrar
skoðunar, að svo muni ekki
verða, því að það er svo margt,
sem laðar menn að þessu landi,
bæði hin dæmafáa náttúru-
fegurð og ekki sízt gestrisni og
vingjarnleiki fólksins, sem öll-
um hlýtur að verða hlýtt tii,
sem kynnast því.
Gólfklæðning frá OLW
er heimskunn gæðavarsu
GÓLFDÚKAR
GÓLFFLÍSAR
GÓLFTEPPI
við allra hæfi.
Munið
merkið
r trygging yðar fyrir beztu
-aanlegri gólfklæðningu.
Deutsche Linoleum Werke AG
Þannig var ferðast um götur bæjarins Villach.