Morgunblaðið - 28.08.1966, Side 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
195. tbl. — Sunnudagur 28. ágúst 1966
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
málsins á Seyðisfirði
MÁLFLUTNINGI um lög-
bann gegn lokun bæjarstjóm-
ar fyrir vatn til síldarverk-
smiðja og þriggja söltunar-
stöðva á Seyðisfirði hefur
verið frestað til kl. 1 á mánu-
dag, svo sem kom fram í Mbl.
í gær. Lét bæjarráð opna
fyrir vatnið til síldarverk-
smiðjanna, og ábyrgðist bæj-
arstjórn að ekki yrði lokað
fyrir vatnið á meðan aðilar
reyndu sættir.
Talsverðar æsingar eru
vegna máls þessa á Seyðis-
firði nú, að sögn fréttaritara
Mbl. á staðnum. Var jafnvel
rætt um misþyrmingar á
gagnaðilum og að vinna spell-
virki á vatnsveitunni, en til
þess hefur að sjálfsögðu ekki
komið.
HÉR á myndinni sjást,
Jskemmdir, sem urðu á brúnni'
iyfir Kaldaklifsá undir Eyja-1
Lfjöllum í stórrigningunni sl. |
í fimmtudag. Samkvæmt upp- (
Jlýsingum Helga Hallgrims-
Isonar, verkfræðings hjá vega I
| gerðinni, hófst viðgerð
[ föstudagsmorguninn og stóð ,
' enn yfir í gær. Búizt er við,
| að viðgerð ljúki í dag. Helgi'
| kvað erfitt að athafna sig við |
, brúna, vegna vatnagangs, en i
nauðsynlegt var að setja ]
stöpla undir brúna. Eins og'
sjá má af efri myndinni, hef-1
ur mið-stöpull brúarinnar i
horfið í vatnsflauminn. í gær .
var nokkuð mikið vatn enn í'
| ánni, en stórir bílar gátu far-1
l ið yfir á vaði rétt fyrir ofan (
brúna, en vaðið er bæði vand (
1 ratað og erfitt yfirferðar.
Samstilling og kunnátta
bjargaði litla drengnum
Geir litli Sigurðsson með björgunarmönnum sínum. Asgrím-
ur Björnsson heldur í hönd hans, en t.v. stendur Erlingur
Jóhannsson forstjóri Sundlaugar Vesturbæjar og t.h. Maríus
Sigurbjörnsson sundlaugarvör ður. Ljósm. Sv. Þorm.
EINS og frá var skýrt
í frétt blaðsins í gær var
fjögurra ára dreng Geir
Sigurðssyni, Ásvallagötu
46 (ekki þirggja ára eins
og sagt var) bjargað í
Sundlaug Vesturbæjar og
varð hin svonefnda blást-
ursaðferð honum til lífs.
Við brugðum okkur í gær
vestur á Ásvallagötu 46 þar
sem þau hjónin frú Ásta
Erlingsdóttir og Sigurður
Geirss. fulltrúi búa með tveim
ur börnum sínum, dóttur
Sigríði tveggja ára og dreng
fjögurra ára. Þangað komu
með okkur þeir menn, sem
heiðurinn eiga af bjórgun
drengsins litla, þeir Asgrím-
ur Björnsson stýrimaður.
Erlingur Jóhannsson for-
stjóri sundlaugarinnar og
Marius Sigurbjörnsson sund-
laugarvörður. Fengum við að
taka mynd af Geir litla og
björgunarmönnum hans.
Er slysið bar að höndum
hafði frú Ásta verið með
börn sín í baði í heitu ker-
um sundlaugarinnar og hafði
Geir litli verið úti í lauginni
með stelpu, sem gætti hans.
Hafði hún látið hann upp á
laugarbakkann og sagt hon-
um að hlaupa til mömmu
sinnar, en hann ekki hlýtt.
Skömmu síðar kom teipan til
frú Ástu og spurði um dreng
inn og fór hún þá að kalla
á hann og sá hann fljóta í
lauginni, hentist út í og náði
honum. í sama mund bar þar
að Ásgrím Björnsson, stýri-
mann og hóf hann lífgunartil
raunir á drengnum með blást
ursaðferðinni á sundlaugar-
bakkanum. Um leið kom einn
ig að Maríus Sigurbjörnsson
og hélt áfram blástursaðferð
inni, en Ásgrímur hof lijarta-
hnoð. Drengurin var orðinn
blár í framan. Forstjóri sund
laugarinnar kom siðan á vett
vang með öndunarbelg og var
hann síðan notaður við lífgun
ína.
Frú Ásta kraup niður á
sundlaugarbakkann og bað
Drottin að gefa sér dreng-
inn sinn aftur, fór síðan inn í
sundlaugarhúsið og íékk Ján
aðan síma og hringdi til Guð
rúnar Jónsdóttur bænakonu
í Hafnarfirði, sem sagði
henni að vera rólegri. Diott
inn myndi gefa drengnum
líf aftur. Frú Ásta bað blaðið
að færa henni þakkir sínar,
ennfremur þakkaði hún Ás-
grími og kvað drottin hafa
sent sér hann á neyðar-
stundu. Einnig þakkaði hún
starfsmönnum sundlaugar-
innar fyrir þeirra hlut.
Ásgrímur Björnsson lét
þess getið að samvinna
þeirra hans og sundlaugar-
starfsmanna, hefði verið með
slíkum ágætum, að ekki
hefði verið á betra kosið. Fyr
ir það tókst svo giftusamlega
sem raun varð á, því allir
kunnu sitt verk.
Æsingar vegna vatns
Líkamsárás
SÁ atburður gerðis aðfaranótt
laugardags 20. ágúst sl. í Hafn-
arfirði, að 17 ára gamall piltur
féll yfir handrið af völdum ann-
ars manns, og hlaut mikla á-
verka.
Kl. 4 um nóttina mun hafa
Jarðhrær
ingar í
komið til iilinda milli piltsins og
mannsins, sem er 26 ára gam-
all. Kom til handalögmála milli
þeirra, en eldri maðurinn var
drukkinn. Lauk svo að piltur-
inn hljóp að húsinu við Reykja-
víkurveg 22 og bað sér þar hjálp-
ar. Réðist þá maðurinn að hon-
um og veitti honum þvílíkt högg,
að pilturinn steyptist yfir handrið
og féll 2ja metra hæð niður á
gangstétt. Stórskaddaðis hann á
höfði og handleggsbrotnaði auk
fleiri áverka. Lögreglan var
þegar kvödd á vettvang og setti
hún árásarmanninn í sólarhrings
gæzluvarðhald. Rannsókn í mál-
inu er senn lokið,
Surtsey
Ennþá er mikið og stöðugt
hraungos í Surtsey, að því er
Árni Johnsen gæzlumaður í
eynni tjáði Mbl. í gær. Jarð-
hræringar eru miklar í eynni
og sagði Árni, að húsið þar
sem hann hefur aðsetur léki
stundum á reiðiskjálfi.
Hrauntungan nær nú 70-00
metra í sjó fram og hraunið
hefur færst lengra norður á
bóginn og hækkað. Er Árni
og hús hans óhult fyrir hraun-
inu, enn sem komið er a.m k.
Þjóöfundarskildi M.R. stolið
S.l. föstudag kærði rektor
Menntaskólans í Reykjavík, Ein-
ar Magnússon, stuld á kopar-
skildi til rannsóknarlögreglunn-
ar. Reykvíkingafélagið gaf kop-
arskjöldinn í tilefni aldarminn-
ingar Þjóðfundarins 1951 og var
skjöldurinn í tréramma, 20x25
cm., við aðaldyr Menntaskólans.
Magnús Eggertsson rannsóknar
lögreglumaður, sem fengið hefur
málið til meðferðar tjáði blað-
inu í gær að til sín hefði hringt
maður og sagt sér, að hann hefði
veitt því eftirtekt 17. ágúst s.l.
að skjöldurinn var horfinn.
Þá kom Lárus Sigurbjömsson
skjalavörður að máli við blaðið
og líkti þessum stuldi við það,
að Norðmenn stælu koparskild-
inum á Eiðsvöllum. Taldi Lárus
að hér væri líklegast um sömu
óþokka að ræða og frömdu helgi-
spjöll í Krísuvíkurkirkj'U og stálu
þaðan kirkjuklukkum og ýms-
um koparmunum á dögunum.
Lárus sagði ennfremur, að nú
í sumar hefði borið óvenju mik-
ið á smáhnupli í Árbæ, m.a.
hvarf þaðan koparlykil'l af
skrúðaskáp prestsins. Þá var í
Árbæ stolið spónalöðum Guð-
mundar Guðmundssonar smiðs,
bæði unnu og óunnu efni, en
spónaJöð eru mjög sjaldgæf. Svo
rammt hefur kveðið að þessum
smáþjófnuðum, að óútfylltu gift
ingarvottorð, sem lá frammi í
Árbæ, var stolið.
Öllum þeim, sem kynnu að
hafa orðið varir koparskjaldar
M.R., eða manna sem hafa grun-
samlega koparmuni undir hönd-
um er bent á að gera rannsókn-
arlögreglunni þegar viðvart.