Alþýðublaðið - 20.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreidsla blaðsias er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. ara einstæðinga og heit tárin streyma úr augum móðurinnar niður á höfuð sonarins. Hann er öruggur í kjöltu móð- ur sinnar, og hún syngur vesalings sjúka heilann í svefn. Ekkert heyrist, nema suðan í flugunum. Sólin sendir kvöldgeisl- ana inn í kofann. Ferðamaður nemur staðar og heilsar: Gott kvöldið, kona góð. Er sonur þinn veikur? — Veikur, segir gamla konan og stendur hréykin á fætur. Hann hefir verið á vígvellinuml Við lifum í heimi sem stynur af þjáningum, meðal manna sem gráta, og sjúkdómar og allskonar neyð er allstaðar umhverfis okk- ur; en samt sem áður fara menn „skemtiferðir" til þess staðar, er flest hermdarverk og stærst hafa unnin verið á jörðu hér. Til þess staðar, sem þau fólskuverk voru unnin á, er vitskertir og sjúkir heilar fundu upp, til þess að breiða sorg og neyð um heim allan, frá landi til lands. Villiæði stríðsins skilur ætíð eftir sig djúp, spor og út úr menn- ingu Evrópumanna ganga villi- greinar til allra hliða: Gerið svo vel, herrar mínirl Næsta skemti- ferð til vígvallarins! Þýtt úr sKl. J.c Nýja bíó. Hið nýja kvikmyndahús við Austurstræti var vígt í fyrra dag með sýningu, er haldin var kl. 6 síðdegis, og höfðu eigendur húss- ins boðið þangað ýmsum borgur- um bæarins, svo húsið var fram- undir það fult. Byrjaði athöfnin á því að hljómleikaflokkur lék nokk- ur lög, en síðan klifraði Matthías Þórðarson, * fornmenjavörður af mikilli fótvissu upp á ræðupall og bauð gestina velkomna, en síðan þakkaði hann fyrir boðið og þótti það einnig fimlega Ieikið. Hjelthann nuallanga ræðu, en ekki tiltakanlega leiðinlega og var henni tekið mótmælalaust. En er ræðumaður klifraði niður af ræðustólnum þótti mönnum honum takast það svo fimlega að menn klöppuðu ákaft, en sumir klöppuðu af ánægju yfir því að nú væri ræðan búin og nú byrjaði myndin. Myndin sem sýnd var »Sigrún á Sunnu- hvolic var hin ágætasta í alla staði, og vafalaust með berstu myndum sem sýndar hafa verið hér. Hið nyja kvikmyndahús er hið prýðilegasta f alla staði, og ólíkt því sem venja er til um það sem ætlað er almenningi hér á Iandi voru. Xol. — Steinolia. Skipsbáknið „Aquitania“. Vegna hinnar sívaxandi kola- eklu í heiminum, hafa verkfræð- ingar nú undanfarið verið að brjóta heilann um það, hvað komið gæti í staðinn á sjónum, því á landi er vandinn yfirleitt minni, því þar er rafmagnið. , Þeir hafa reynt ýmsar aðferðir og meðal annars þá, að brenna olíu í stað kola. Er henni ýrt inn í eldinn með þar til gerðum á- höldum, sjálfverkandi auðvitað; og gefur það jafnan og stöðugan eld og meiri kraft en kolin. Og vinnukraft sparar þessi aðferð stór- kostlega. Norðmenn hafa látið breyta mörgum skipum sínum og ýmsar aðrar þjóðir, meðal annars hafa Englendingar breytt mörg- um sínum skipum og þar á með- al „Aquitania". Þetta geysistóra skip „Cunard- Iínunnar„ ensku hefir um alllangt skeið verið í aðgerð hjá »Arm- strong Whitewort Co. “ viðt Tynefljót í Englandi. Hefir vélum þess ver- lð breytt þannig, að þær brenna nú olíu í stað kola. Aquitania er 45 þúsund 647 br. smálestir og var hleypt af stokkunum í apríl árið 1914 á skipasmíðastöð John Brown & Co. við Clyde á Skot- landi. Skipið fór áætlunerferðir nokkra mánuði fyrir stríðið. En á stríðsárunum var það notað tií hergagna- og herflutninga og síð- ar sem spítalaskip. Meðan kolum var brent, gekk skipið ca. 24 sjó« mílur, en nú er það brennir stein- olíu, gengur það nokkuru hraðar. Það eyðir 7,600 smálestnm af olíu í eina ferð fram og aftur yfir At- lantshafið; er hægt að koma þvf á skipsfjöl á 6 klst., og sparast þar við eigi alllítill framskipunar- kostnaður. Til samanburðar um olíueyðslu þessa trölls má geta þess, að ca. 3 5 þús. tunnur af steinolíu flytj- ast hingað til Iands árlega, en reikni maður, að 6^/2 tunna fari í eina smálest olíu (en það er lágt reiknað), verður það sem. skipið notar í eina ferð 49 þús- und og 400 steinolíuföt, eða um ca. 14^/2 þúsund tunnum meira en notað er alls á íslandi yfir heilt ár. Auðvitað vérður olían ekki afl- gjafi lengi, því hún mun ekki óþrjótandi. En með því að spara hana á landi, þannig að nota raf- magn, þá getur hún auðvitað ensfc enn um nokkurt skeið. Og líklega eyða dísilvélar minni olíu en gufu- vélar, enda eykst mjög notkun þeirra. s Um daginn og repo. Botnía fór í gær kl. 6 til Kaup - mannahafnar. Fátt farþega fór á skipinu meðal þeirra, Konráð Kristjánsson kennari, Þorstein® Jónsson, kaupmaður og fl. Ingolf tók enskan togara í Iandhelgi, er hann kom að austan, og var hann sektaður um 1200 kr. og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Aflan mun eiga að selja á uppboði. Skjöldnr var í gær veðurteptur í< Borgarnesi og mun sumum þeim£ er brugðu sér á íþróttamótið upp- frá þykja veðráttan dutlungasöm og kunna Ægi litla þökk fyrir „sumarfríið". Pétur A Jónsson, söngvarit, söng í gærkvöldi í Nýja bíó, og;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.