Alþýðublaðið - 20.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið €reíið lit af Aiþýðnílokknum. Þriðjudaginn 20. júlí 163. tölubl. €rlenð simskeyti. Khöfn, 19. júlf. Sjálfsmorð. Frá Berlín er símað, að Joa- chim prússaprins hafi framið sjálfs- ínorð. Ástæðan sinnisveiki. S'ranskur sendiherra í Munchen. Frakkland hefir útnefnt sendi- herra f Múnchen og vekur það gremju mikla í Berlín. Frakkar og Feycul. Frá París er símað, að fregnin um síðustu sáttáboð Frakklands til emir Feycul sé ekki á rokum bygð. P'eycul er iagður af stað til Englands til þess, að fá viður- kenning fyrir konungdóm í Sýr’ landi. Friðurinn. Frá London er símað, að stjórn- in í Moskva krefjist þess, að Pól- land biðji sjálft um vopnahlé. Wrangel (einn af foringjum Deni- kins, sem haldið hefir uppi ófriði á Krim) styður friðartillögur Eng- iendinga, með því skilyrði að stjórn hans verði viðurkend (á Xrim). Lðgreglustjóri myrtur. Sinn Feinar hafa myrt lögreglu- stjórann í Cork. ^otel 3$Ianð er nú komið svo langt, að öll herbergi eru tilbúin til íbúðar, þó fiitt og annað smávegis vanti enn í sum þeirra, til þess að þau séu eins vel úr garði gerð og til er ætlast. En úr því raknar mjög bráðlega. Um 60 gestir geta gist gistihúsið, sem er hið viðunanleg- asta gistihús, sem hér hefir verið í bænum það sem af er. Flest étu herbergin eins manns herbergi, en á efsta lofti verða til ódýrari rúm. Tveir salir eru á neðstu hæð. Er annar þeirra, er áður var „Nýja land“, aðallega ætlaður gestum er búa í húsinu og eru þar teppi á öllu gólfinu og salurinn hinn prýði- legasti. Hinn salurinn er þar sem »Nýja bíó« var áður, og er hann ætlaður fyrir .gesti og gangandi". Þar leikur Theódór Arnason á fiðlu á hverju kvöldi. Teppi eru í öllum göngum og stigum og er það mun betra en áður var. Yfirleitt má höfuðstað- urinn vera ánægður með það, að ráðist hefir verið á þetta fyrirtæki, enda þótt húsrúmið hrökkvi skamt þegar mikið er um ferðamenn. En eigendur hússins hafa gert það sem þeir gátu. Skemtijerðir til vígvallarins. Blóð. — Gull. Sorg. — Gleði. Hugsið ykkur, ég hefi verið á vígvellinum! — Einmitt það. Hafið þér verið í stríðinu. Það hlýtur að hafa verið ægilegt? — Nei, ekki svo að skilja, segir strfðsmiljónamæringurinn og rekur með hryllingi þá hugsun frá sér. Eg hefi farið skemtiferð til franska vígvallarins. Skemtiferð til vígvailarins! Það hljómar veí; finst ykkur það ekki? Varla hafði púðurreykur heims- styrjaldarinnar liðið frá, þegar stórhópar af stríðsmiljónamæring- um frá öllum löndum hópuðust úr norðri og suðri og streymdu til Frakklands, til þess að sjá*þá staði, þar sem miljónir ungra, hraustra drengja — kjarni þjóð- anna — hafði fallið og úthelt hjartablóði sínu í svo ríkurn mæli, að alt flaut í því. í hægindab'freiðum, ferðamanna- vögnum og aukahraðlestum komu þessar gráðugu og hreiknu stríðs- hýenur, til þess að gleypa með augunum hina blóðstoknu jörð, sem gaf peningakössum þeirra og pyngjum svo ríkulega næringu. Og þegar svo ferðin er enduð og þeir snúa heim aftur, segja þær hreyknar og drembilega: Eg hefi verið á vígvellinum! Víkjum myndinni við. í veaælu hreysi hýmir blindur maður og Ieikur við börnin sín. Blinduð augun snúa að sólarljós- inu; en hann sér ekkert, en finn- ur aðeins yl sólarinnar Seika um brá sér. Börnin horfa á föður sinn og sjá fótum hans forráð, og spyrja: Pabbi, því getur þú ekki séð okkur? Blindi maðurinn lýtur höfði og segir lágt; Eg hefi verið á víg- vellinum! Fátæk kona, er í sveita síns andlitis að þvo í garði að húsa- baki í höfuðstaðnum. Hún er mög- ur og tærð. Hún stritar daga og nætur til þess að halda líftórunni í börnunum sínum. Bóndi hennar er á sjúkrahús- inu, fótbrotinn á báðum fótum, og börnin skilja ekkert í því, hvernig stendur á að pabbi þeirra getur ekki gengið. — Hvað er að pabba, segja litlu skinnin og drepa fingri í munn sér. — Hann hefir verið á vígvell- inum, segir mamma þeirra. Höf- ug tár falla niður vanga hennar. Gömul kona býr með einka- syni sínum í sveitaþorpi. Hann er vitskertur, en ekki hættulegur. Allan daginn ráfar hann um, og heyri hann eitthvert hljóð, fleyg- ir hann sér flötum til jarðar og segir glottandi: A—ha, hún hitti mig ekki. Á kvöldin situr hann með höf- uðið í kjöltu móður sinnar, og hlýðir á söngvana, sem hún söng, þegar hann var lítill. Sveigur minninganna skreytir höfuð þess-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.