Morgunblaðið - 26.11.1966, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. nðv. 1965
MORGU N BLAÐÍÐ
3
„Varlega skyldu menn
trúa erium ludáúnanna
Alda Snæhólm Einarsson opnar mólverkasýningu
1 Templarahöllinni
„Indíánarnir í Perú eru
mjög listfengir, og reyna hvað
þeir geta að varðveita hina
gömlu listmenningu Inkanna
í handiðn sinni. Þeir eru líka
hið bezta fólk í allri viðkynn-
ingu, með einni undantekn-
ingu þó, að varlega skyldu
menn trúa orðum þeirra, því
að þeir eru manna óorðheldn-
astir. Hjá þeim er það ókurt-
eisi að segja nei við beiðni
manna, og þegar það kemur á
daginn, að þeir hafa ekki mætt
til verks eða lokið við hluta
sinn, tekur enginn það illa
upp, allir vita, að loforð þeirra
var einungis mælt fram í
kurteisisskyni", sagði Alda
Snæhólm Einarsson, þegar við
hittum hana að máli uppi í
Templarahöll við Eiríksgötu,
en þar byrjar hún málverka
sýningu í dag, laugardag. Sýn-
ingin verður opin kl. 2-4 fyrir
boðsgesti, en eftir það til kl 10
fyrir almenning, og siðan dag
lega frá kl. 2-10 til sunnudags-
ins 4. desember.
Á sýningunni eru 40 mál-
verk, flest olíumálverk, en
nokknar vatnslitamyndir, einn-
ig tei-kningar og klippimyndir.
Þá eru þarna myndir gerðar
með „Egg-tempera“-aðferð-
inni.
Ekki skyldi gleyma því að
á sýningunni eru fjölmargir
vasar og krukkur frá Inka-
tímabilinu í Peru, sem örugg-
lega eru ekki undir 500 ára
gamlir, en fróðir menn telja,
að aldur þeirra geti skipt þús-
undum ára. Einnig eru þarna
ýmsir aðrir mundir gerðir af
Indíánum í Perú, svo sem stól-
ar og borð, og gullfallegar gólf
ábreiður. Eftirlíking af skipi
úr balsavið, sem frú Alda
sagði, að væru alveg eins og
fiskimennirnir á Titicacavatn-
inu nota enn í dag. Þannig
stendur á öllum þessum mun-
um frá Perú, að frú Alda er
gift dr. 'Hermanni Einarssyni,
fiskifræðing, en hann hefur
sem kunnugt er dvalizt i
Perú og víðar um heim á veg-
um Sameinuðu þjóðanna. Eins
og stendur er hann í Aden í
Arabíu.
„Leirkerin hafa varðveizt
mjög vel í sendnum jarðvegi,
því að Perú er rík af eyðimörk
um. Jafnvel litirnir eru eins og
þeir væru gerðir í gær. Kerín
voru ýmist notuð við ýmsar
helgiatihafnir þeirra, eða blátt
áfram til matvælageymsiu. Þau
eru fislétt og skemmtilega
gerð.
Ég hef eiginlega málað síð-
an ég var barn, en ég gekk í
amerískan listaskóla í Lima,
höfuðborg Perú. Við áttum
heima í Perú í 5 ár, og megnið
af þeim tíma var ég við skól-
ann. Sl. ár var ég svo við nám
í Róm, m.a. 1 tréskurði. Þess-
ar eggtempera myndir eru
unnar með ákaflega seinunn-
inni aðferð. Fyrst ber maður
sérstaka gibsblöndu á tré, og
sú blanda er gerð eftir upp-
skrift eins og fínustu kökur, og
þessa blöndu ber maður á tré
a.m.k. 9 sinnum. Litina fær
maður í klumpum, sem maður
mylur sjálfur, og geymir svo
í eimuðu vatni. Síðan er hverju
sinni lítið af litnum blandað
saman við eggjarauðu, og lit-
urinn verður að fá að þorna i
heilan dag, áður en næsta lag
er borið á.
Myndirnar hér eru flestar til
sölu, og þær eru allar málaðar
á síðustu tveim árum, flestar
þó á þessu ári.
Ég vil vekja aftur athygli á
þessum Indíánateppum, sem eru
einstaklega vel gerð. Indián-
arnir vefa myndir af höfðingj-
um sínum og fyrirmönnum í
teppin, einnig kemur Hiébarð-
inn oft fyrir, en við hann eru
Framhald á bls 21
, V ,.X .»(< w
Frá Alda Snæhólm Einarsson
araliöllinni.
á málverkasýningunni í TempX-
Málverkasýning
í Listmálaranum
f DAG verður opnuð málverka-
sýning í Listmálaranum Lauga-
vegi 21. Sýnir Þorlákur R. Hald-
orsen þar 26 málverk öll máluð
á síðari árum, víðsvegar á land-
inu, allt olíumálverk.
Listamaðurinn hefur rekið mál
verkaverzlunina Listmálarinn
að Laugavegi 21 í tvö ár og er
þetta í fyrsta sinn, sem hann
sýnir þar. Hefur hann selt þar
jafnt sín eigin verk sem ann-
arra listmálara.
Flest verkin á sýningunni eru
landslagsmálverk máluð í sterk-
um og tærum litum, enda bera
nöfn málverkanna það með sér,
eins og t.d.: Tröllakirkja (Drit-
vík), Lóndrangar, Helgafell,
Haust á Þingvöllum. Undir Jökli
(Malarrif) o.fl. Nokkur málverk
anna eru af gömlum bæjum,
tvö héðan úr Reykjavík og enn-
fremur fuglamyndir.
Sýning Þorláks er opin frá
kl. 2—6 alla virka dag, nema
laugardaga þá frá kl. 2—10 og
á sama tíma á sunnudögum.
Sýningin stendur opin fram í
desember. öll málverkin eru til
sölu.
„SKAMMDEGI"
ný skáldsaga eftir Kristmann
Gubmundsson, rithöfund
IJT ER komin ný skáldsaga
eftir Kristmann Guðmundsson,
„Skammdegi".
„Ég hafði hugsað mér að
þessi saga gerðist nú í haust“,
segir höfundur um söguna. „En
tími er afstætt hugtak, og það
sem hún fjallar um tilheyrir
jafnt fortíð sem framtíð". Þá
segir hann að lifandi fyrirmynd-
ir séu ekki notaðar. „En ef ein-
hver þykist þekkja sig eða aðra
í persónunum, er honum það
velkomið", segir Kristmann
ennfremur.
Sameinuðu þjóðunum,
25. nóv. — AP.
Kamibodia ásakaði í dag Banda
ríkin og Suður-Vietnam um að
hafa rofið loft- og landhelgi
landsins 28 sinnum frá því í
ágást s.l. Hefði þessum brotum
verið mótmælt við yfirvöld þess-
ara landa.
Síðasta skáldsaga Kristmanns
á undan þessari var „Torgið“,
saga úr Reykjavíkurlífinu.
Útgefandi er Bókfellsútgáfan.
Kristmann Guðmundsson
STAKSTIINAR
Stöðvun verðlags
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræðir verð-
stöðvunarstefnu ríkisstjórnar-
innar í forystugrein í gær og
segir: „Undanfarnar vikur hefur
ríkisstjórnin gert hverja ráð-
stöfunina á fætur annarri til að
stöðva verðlag í landinu. í ýms-
um atvikum hafa niðurgreiðslur
verið teknar upp eða auknar er
til voru áður. í öðrum atvikum
hefur ríkisstjórnin beitt valdi
sínu til þess beinlínis að hindra
hækkanir á ýmsum gjöldum og
þjónustu. Hagur ríkissjóðs hefur
batnað verulega í hinni miklu
veltu síðustu missera, þar sem
innflutningur hefur verið mikill,
og tekjur einstaklinga og jafnvel
fyrirtækja með mesta móti.
Ríkisstjórnin hefur sýnt þá fyrir
hyggju að safna tekjuafgangi
frekar en auka umsvif ríkisins,
þótt víða sé þörf. Þess vegna er
unnt að beita styrk ríkissjóðs til
að spyrna við fæti og koma á
stöðvun verðlags eins og raun
ber vitni. Er þó rétt að minnast
þess, að geta ríkissjóðs í þessum
efnum er ekki takmarkalaus.
Traustur grunnur
Ríkisstjórnin hefur þannig
skapað grunn undir stöðvunar-
stefnu fyrir næsta ár — til
haustsins 1967 — og virðist sjálf-
sagt að byggja nú að þeim
grunni og fullkomna verkið.
Augljóst er, að yfirgnæfandi
meirihluti landsmanna muni
styðja þessa stefnu og raunar
fagna henni, þar sem áfram-
haldandi verðskrúfa mundi án
efa leiða þjóðina út í stórfellda
erfiðleika. Þróun efnahagsmála
hefur í stórum dráttum verið
augljós, afli hefur verið mikill
og verðlag á afurðunum erlendis
farið hækkandi. Nú hefur hvort
tveggja gerst í senn, að þorsk-
afli hefur minnkað og verðlag
erlendis, ekki sízt á frystum
flökum og síldarlýsi hefur lækk
að verulega, engum hugsandí
manni getur komið til hugar að
þessi þróun hafi ekki alvarleg
áhrif á hag íslendinga.
Fei'ar kýr
og magrar
Ein af elztu kenningum í hag-
fræði er sagan um feitu kýrnar
og mögru. Enn má gera ráð fyrir
að efnahagur þjóða gangi í
sveiflum og er fátt eins þýðing-
armikið í hagvísindum og að
skilja þær sveiflur og orsakir
þeirra og afleiðingar. íslending-
ar geta jafnan búizt við mis-
jöfnu árferði, þar sem óvissa um
aflamagn bætist ofan á annað,
sem sveiflum veldur. í haust
hefur hallað undan fæti, efna-
hagsþróunin er komin yfir einn
toppinn, þá reynir ríkisstjórnín
eðlilega að draga úr sveiflunni
og nota til þess tekjuafgang frá
betra árferði. Með hagstjórnar-
tækjum nútímans má gera mikið
til þess að koma í veg fyrir að
á eftir feitum árum komi mögur
ár. Við ættum að geta tryggt að
þjóðin búi aðeins við mismun-
andi feit ár“.