Morgunblaðið - 26.11.1966, Blaðsíða 15
1 Laugardagur 26. nðv. 1966
MORG U N BLAÐIÐ
15
Oæsnarsks'á 63 rithoffirBfla eff ©pið bréf fII Sbele-
Ecevs sýna aé þisaigf er s sevézk&im rifhöfundtiBH
vegna démansia yfir PanleB og Sinyavsky
LEIÐTOGARNIR í Kreml
hafa verið varaðir við því
af hópi sovézkra rithöfunda
að réttarhöldin yfir rithöf-
undunum Juli Daniel og
Andrei Sinyavsky, sem fyrr
á þessu ári voru dæmdir til
þrælkunarvinnu fyrir að
hafa gagnrýnt Sovétstjórn-
ina, „sé gífurlega hættulegt
fordæmi“. Jí bænarskrá, sem
samin var í marzmánuði sl.,
og fyrir nokkrum dögum
kom fyrir sjónir almenn-
ings á Vesturlöndum, buðu
63 sovézkir rithöfundar,
þeirra á meðal IIja Ehren-
burg, sig fram sem trygg-
ingu“ fyrir þá Daniel og
Sinyavsky Enda þótt, að í
bænarskránni sjálfri sé
„trygging“ þessi ekki nán-
ar skilgreind, er talið að
með þessu sé átt við að
þeir, sem undir skjalið
skrifa, hafi haft í hyggju að
tryggja framkomu rithöf-
undanna tveggja.
Bænarskráin var stíluð tii
flokksþings kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, sem þá sat á
fundi í Mosfevu, og ýmissa
annarra háttsettra stofnana,
en henni var gjörsamlega stung
ið undir stól og enginn gaum-
ur gefinn.
Bænarskrá þessi, svo og ým-
is skjöl önnur hafa borizt til
V esturlanda ef tir leynilegum
leiðum, en enginn vafi leikur
á, að gögn þessi eru ófölsuð.
Meðal skjalanna er opið bréf,
sem bókmenntagagnrýnandinn
Lidiya K. Chukovskaya skrif-
aði til rithöfundarins Mikhail
Sholokovs, þar sem hún ræðst
harðlega að honum fyrir af-
«töðu hans til málanna. Sholo-
kov sagði í ræðu á 23. flokks-
þingi Kommúnistaflokks Sovét
ríkjanna, að dómurinn yfir
Sinyavsky og Daniel hefði
yerið of vægur.
| Ungfrú Chukovskaya er dóttir
Mikhail Sholokov — tekinn til
bæna.
rithöfundarins Kornei I. Chuk
ovsky, sem nú er 84 ára gam-
all, kunns barnabókahöfundur
gagnrýnanda og þýðanda.
Chukovsky er einn virtasti
rithöfundur og gagnrýnandi
Sovétríkjanna, og er nafn hans
efst þeirra, sem rita undir
bænarskrána.
Sl. laugardag birtist bænar-
skráin, svo og hið opna bréf
ungfrú Chugovskaya í hinu
virta stórblaði New York Tim
es, og birtist hvorttveggja hér.
New York Times getur þess,
að bænarskráin, opna bréfið,
svo og margvísleg skjöl önn-
ur um mál rithöfundanna
tveggja, verði bráðlega gefin
út af bókaforlögunum Harper
& Row í New York og Harvill
Press í London.
Bænarskráin
Til forsætisnefndar 23. flokks
þings Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna.
Til forsætisnefndar Æðsta
ráðs Sovétríkj anna
Til forsætisnefndar Æðsta
ráðs rússneska Sovétlýðveldis-
ins. Félagar:
Við undirritaðir rithöfund-
ar í Moskvu förum þess á leit,
að okkur verði veitt heimld til
þess að setja okkur sem trygg-
ingu fyrir rithöfundana And-
rei Sinyavsky og Juli Daniel,
sem nýverið voru dæmdir. Við
teljum, að slíkt mundi skyn-
samlegt og mannúðlegt.
Enda þótt við mælum ekki
með þeim aðferðum, sem þess-
ir rithöfundar beittu til þess
að gefa verk sín út erlendis,
getum við ekki fallist á af
tilgangur þeirra hafi verið
I. A. Akhmadulina skrifaði
and-sovézkur, en slíkt hefði
eitt get.að réttlætt svo þungan
dóm. Ákæruvaldinu tókst ekki
að sanna að slíkur hafi verið
tilgangur þeirra.
Jafnframt skapar fordæming
rithöfunda fyrir að skrifa á-
deilurit, ákaflega alvarlegt for
dæmi og slíkt ógnar framför-
um í sovézku menningarlífi.
Hvorki lærdómur né list geta
þrifist ef ekki er hægt að láta
1 ljós þverstæðar hugmyndir
eða beita ýktum táknúm sem
listbragði. Á þessum flóknu
tímum þurfum við meira frelsi
til listrænna tilrauna en alls
ekki fordæmingu slíks. Séð
frá þessum sjónarhóli hafa rétt
arhöldin yfir Daniel og Siny-
aVsky valdið meira tjóni en
nokkur mistök, sem þeim
kunna að hafa orðið á.
Sinyavsky og Daniel eru
hæfileikamenn og gefa ætti
þeim kost á að bæta fyrir
skort þeirra á pólitískri skyn-
semi og háttvísi. Væru þeir
látnir lausir gegn tryggingu
okkar og yrðu áfram í sam-
bandi við sovézkt þjóðfélag,
myndu þeir þrátt gera sér
grein fyrir mistökum sínum
og bæta fyrir þau með bók-
mennta- og hugmyndafræði-
legu gildi ritverka þeirra, sem
þeir myndu skapa.
Við biðjum ykkur því að
láta Andrei Sinyavsky og Juli
Daniel lausa gegn tryggingu
okkar.
Slíkt mundi vera í þágu
lands okkar í þágu heimsins
og í þágu kommúnismans.
Juli Daniel í fangabúðunum.
Opna bréfið
Til stjórnar Rostov-við-Don
deildar Rithöfundasamtakanna.
Til stjórnar rithöfundasam-
taka Rússneska Sovétlýðveldis
ins.
Til ritstjóra Pravda.
Til ritstjóra Literaturnaya
Gazeta.
Til ritstjóra Literaturnaya
Rossiya.
Til ritstjóra Molot. (dag-
blaðs).
Til Mikhail Sholkovs, höfund
ar „Lygn streymir Don.“
Þegar þú, Mikhail Alexand
rovich, talaðir á 23. flokks-
þinginu steigst þú ekki í ræðu
stólinn sem einstaklingur held
ur sem „talsmaður sovézkra
bókmennta.
Þess vegna getur sérhver rit
höfundur, þar á meðal ég, fellt
Ilya Ehrenburg — skrifaði
dóm um það, sem þú segir í
nafni allra okkar. Ræða þín á
þinginu getur vissulega kall-
ast „söguleg". f allri sögu rúss
neskrar menningar er mér
ekki kunnugt um dæmi þess,
að rithöfundur hafi opinber-
lega harmað, líkt og þú hefur
gert, að dómur væri of mildur
fremur en að hann væri of
Andrei Sinyavsky og Juli Daniel í réttarsalnum,
harður. með meðferð málsins í réttar-
Og þér var ekki nóg að vera Daniel og Sinyavsky. Þér fund
óánægður með dóminn — held ust þau of smásmuguleg, o£
ur varstu einnig óánægður Framhald á bls. 16
Þau skrifuðu undir
HÉR fer á eftir listi yfir
nöfn þeirra 63 rithöfunda
í Moskvu, sem rituðu undir
hænarskrána, þar sem farið
er fram á að Daniel og
Sinyavsky verði látnir laus
ir. Nöfnin eru í þeirri röð,
sem var á bænarskránni.
Fyrstir koma sjö mjög
kunnir rithöfundar, síðan
hinir eftir rússneskri staf
rófsröð. Á upprunalega
listanum eru aðeins upp-
hafstafir og síðasta nafns
hvers rithöfundar, en skírn
arnafninu hefur verið bætt
við víðast hér, ef vitað var
með fullri vissu um við-
komandi rithöfund.
Kornei I. Chukovsky, rit-
höfundur og þýðandi.
Ilya G. Ehrenburg, rithöf.
Viktor B. Shklivsky, rit-
höf. og gagnrýnandi
Pavel G. Antoklsky, skáld
og þýðandi.
Lev I. Slavin, rithöfundur.
Veniamin A. Kaverin, rit-
höfundur.
Yefin Y. Dorosh, rithöf.
Arkadi N. Anastasyev, leik
ritagagnrýnandi.
Alexander A. Anikst, bó(k-
menntafræðingur.
L.A. Anninsky.
I. A. (Bella) Akhmadulina
skáldlkona.
Serra E. Babenysheva,
gagnrýnandi.
Valentin D. Berestov,
skáld.
Pyotr G. Bogatyrev,
gagnrýnandi.
Zoya B. Boguslavskaya,
gagnrýnandi.
Yuri B. Borev, gagnrýn-
andi.
Vladimir N. Voinovieh,
rithöf. og skáld.
Yuri O. Dombrovsky,
rithöfundur.
Anatoli V. Zhigulin, skáld.
Avraam G. Zak, leikrita-
Skáld.
L. A. Zania.
Leonid G. Zorin, leikrita-
skáld.
N. M. Zorkaa.
Tamara V. Ivanova, þýð-
andi.
Kamill A. Ikramov, rit-
höfundur.
Lyubov R. Kabo, rithöf.
T. I. Kim.
Lev Z. Kopelev, gagnrýn-
andi og þýðandi.
V. N. Kornilov.
Ilya N. Krupnik, rithöf.
Isai K. Kuznetsoiv, leik-
ritaskáld.
Yuri D. Levitansky, skáld.
L. A. Levitsky.
L. Z. Lungina.
Semyon L. Lungin, leik-
ritaskáld.
S. P. Markish.
Vladimir Z. Mass, leikrita
höfundur og skáld.
Oleg N. Mikhailov, gagn-
rýnandi.
Yunna P. Moritz, skáld.
Yuri M. Nagibin, rithöf.
Ilya I. Nusinov, leikrita-
skáld.
Vladimir F. Ognev, gagn-
rýnandi.
Bulat S. Okudzhava, sfcáld
og rithöfundur.
Raisa D. Oriova, gagnrýn-
andi.
Lev S. Ospovat, gagn-
rýnandi.
Nikolai V. Panchenko,
skáld.
Mark' A. Popovsky, rithöf.
D. Y. Pinsky.
Stanislav B. Rassadin,
gagnrýnandi.
Nadezhda V. Reformat-
skaya, bókmenntafræð-
ingur.
Vladimir M. Rossels,
þýðandi.
David S. Samilov, skáld
og þýðandi.
Benedikt M. Sarnov, gagn
rýnandi.
Feliks G. Svetov, gagn-
rýnandi.
A. Y. Sergeyev.
R. S. Sef.
Inna N. Solovyeva, gagn-
rýnandi.
Arseni A. Tarkovsky, skáld
og þýðandi.
Andrei M. Turkov, gagn-
rýnandi.
Lidiya N. Tynyaneva, rit-
höfundur.
Radi G. Fish, gagn-
rýnandi og þýðandi.
Lidiya K. Chukovskaya,
gagnrýnandi.
Mikhail F. Shatrov, leik-
ritaskáld.