Morgunblaðið - 22.12.1966, Side 2

Morgunblaðið - 22.12.1966, Side 2
2 MORCU N BLAÐtÐ Fimmtudagur 22. des. 1966 Dæmdur fyrir brot á loftferöaiögum Kortið var jólalegt yfir Is- landi í gser, snjóstjörnur dreifðar uim allt landið. I>á var ekki úrkomulaust nema á þretmur af 37 veðuretöðvum, er skeyti sendu um hádegið. — Lægðin yfir landinu var á hreyfingu suðaustur og geklk vindur þá nökkuð til norð- austurs. Etoki var að sjá veru- lega hreyfingu á lofthafinu mikla og hlýja suður í (hafi og þótti því etoki ástæða að spá veðurbreytingu að ráði í dag. En ekki er löng leið frá 23 gr. frosti fyrir norðan í 9 gr. hita fyrir sunnan land. Skiptir því ekki litllu, á hvern veginn veltur. Tilboð opnuð í járnþil í Sundahöf n Tilboðsverðmæfi Jbess lægsta 7 millj. kr. t FYRRADAG voru opnuð til- boð í járnþil í sambandi við gerð Sundahafnar. Svo var mál með vexti að verktakar í Sundahöfn höfðu boðið ákveðið verð í þessi járnþil, en íslenzku hafnaryfir- völdin áskildu sér rétt til þess að leita til íslenzkra umboðs- aðila á þessu sviði, ef þeir gætu boðið lægra verð. Stálþilin sjálf munu vera um 1200 tonn, en auk þess ýmiss konar annar tilheyr- andi útbúnaður upp á nokkur hundruð tonn, að því er Gunnar Guðmundsson, hafnarstjóri, tjáði Mbl. Að því er Mbl. hefur fregnað til viðbótar þessu, má geta þess að sex tilboð bárust frá öðrum aðilum, og voru þrjú þeirra frá döniskum aðilum, tvö frá brezk- um fyrirtækjum, og hið sjötta frá Sindra fyrir hönd Rheinstahl í Essen, en framleiðandi Hesch- verksmiðjan í Dortmund. Mun tilboð þess hafa verið lægst, til- boðsverðmæti um 7 milljónir kr. fob. Gera þarf nákvæman saman- burð á öllum tilboðunum svo og tilboði verktakanna sjálfra, áður en tekin verður ákvörðun um hvaða tilboði verði tekið. ráð yfir um Skeið 1965 en sent úr landi 12. júní og látið afskrá í júlímánuði. í>á var Björgvin ákærður fyrir að hafa dregið að láta flugvélar skólans sæta fyrirskipuðum skoð- unum, og þannig látið fljúga flugvélunum án þess þær væru lofthaafar. Fram hafði komið, að nokkrum sinnum hafði flug- vélum verið flogið þótt komið væri fram yfir þann flugtíma, sem handbækur flugvélanna ætlast til að líði milli skoðana. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að ekki væri fyrir hendi réttarregla um það, hve langur flugtími mætti líða milil þess að loftfar væri tekið til skoðupar. Væri því ekki hægt að slá því föstu að flugvélar Þyta hefðu í áðurnefndum tilvikum verið ólofthæfar. Leiddi þetta til þess að Björgvin var sýkn- aður af þessum ákærulið. Björgvin var dæmdur í 10 þús. kr. sekt til ríkissjóðs og til greiðslu málskostnaðar þar á meðal greiðslu þóknunar til verj anda síns Páls S. Pálssonar hrL Dómari í málinu var Halldór Þorbjörnsson. Minni háttar slys og árekstrar í umferðinni FRAMTJNDAN eru fjórir erfið- ustu og hættulegustu dagar árs- ins í umferðinni og vill því lög- reglan í Reykjavík enn einu sinni brýna fyrir vegfarendum, jafnt akandi sem gangandi, að Grikklandi forsætisráðherra, afhenti Kon- stantin Grikkjakonungi í dag lausnarbeiðni sína og ráðuneytis síns. Eftir að hafa rætt við leið- toga stjórnmálaflokkanna, fól konungur Johannis Paraskevo- poulos ,forstjóra gríska Þjóðbank ans, að mynda bráðabirgða- stjóm, óháða þingflokkunum, og undirbúa nýjar þingkosningar á næsta ári. sýna fyllstu aðgæzlu. Al'lmikið hefur verið um minni háttar árekstra í umferðinni, sem margir hverjir hafa stafað af þvi, að bifreiðir hafa runnið til í hjólfýrum, einkum þó í úthverf unum, þar sem klakahryggir eru á götum. I>á hafa ennfremur orð- ið alvarleg slys eins og t.d. á merktum gangjbrautum. Undanfarna daga hefur lögregl an þurft a'ð hafa allmikil af- skipti af ökunDönnum, sem lagt hafa bifreiðum sínum á staði, þar sem bifreiðastöður eru bann aðar og vill því lögreglan hvetja ökumenn til að leggja bifreiðum sinum eingöngu á þá staði, þar sem bifreiðastöður eru leyfðar og gæta þess að trufla ekki eða tefja aðra umferð. En ef svo er ekki, getur ökumaður átt von á því að lögreglan verði a'ð fjar- lægja bifreiðina. Á þremur almenninigs bifreiða. stæðum starfa gæzlumenn. Verk efni þeirra er að sjá um að bif- reiðum sé lagt rétt og skipulega og stöðutími hverrar bifreiðar sé ekki lengri en ein klukkustund. Er þeim tilmælum beint til öku- manna að ,'hlýða fyrirmælum. gæzlumannanna. Frá 1.—20. desemlber hafa ver- ið bókaðir 180 áirekstrar og slys, þar sem níu manns hafa slasazt. í þessum níu tilfellum var um. að ræða 6 fótgangandi karimenn og 2 bifreiðastjóra og 1 farþega. Enginn fótgangandi kona og ekk ert barn hafa slasazt það sem af er desembermánúði. f fyrra voru bókaðir alls í desemhermánuði 288 árekstrar og slys, þar sem 23 manneskjur slösuðust. Lögreglan vill að lokum vekja athygli almennings á hinum mörgu slysum sem orðið hiafa á fótgangandi fólki í umferðinni og liítur lögreglan sérstaklega á það alvarlegum augum, þegar ekið er á fólk á merktum gang- brautum. Paraskevoipoulos hefur áður myndað bráðalbirgðastjórn í Grikklandi. Var það hinn 31. des. 19)93 ,og fór sú stjórn með völd þar til kosningar höfðu farið fram i landinu og Giorgios Pap- andreou myndaði ríkisstgórn sína 18. febrúar 1964. Stephanopouilos var aðstóðar forsætisráðherra þeirrar stjórnar en myndaði frá- farandi samsteypustjórii 17. sept. 1965. Starfslið póststofuunar ónnum kafið að sundurgreininku jólapóstsins. Paraskevopoulos sagði í dag að hann mundi leggja fram ráð- herralista sinn á morgun, og er búizt við að hann geti svarið embættiseið sinn samdægurs. Her a arum aður voru nokkrar helztu götur Miðborgarinnar skreyttar í þessum dúr, sem myndin hér að ofan sýnir. í dag er slík jóiaskreyting aðeins neðst á Skólavörðustígnum — og setur mik- inn hátíðarblæ á næsta nágrenni. f GÆR var í sakadómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur í máli' sem höfðað var af ákæruvalds- ins hálfu 21. sept. sl. gegn Björg- vin Hermannssyni forstjóra Flug skólans Þyts, fyrir ioftferðalaga- brot. Björgvin var sakfelldur fyrir að hafa lelgt flugvél til flugs 19. april 1965, þótt gildistími loft- hæfnisskírteinis hefði runnið út fyrir 3 dögum, fyrir að hafa numið brott af slysstað flugvél sem brotnaði í lendingu á Akra- nesi 18. sept. 1965, án þess að loft ferðaeftirlit hefði rannsakað vett vang eða veitt leyfi tH brott- námsins og loks fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að skila skrásetningarskírteini flug- vélar, sem hann hafði haft um- 120 unglingar hera jólapóstinn 1 GÆR var byrjað á að bera út jólapóstinn, og hefur Póststofan ráðið um 120 ungHnga til útburð arins, að því er Matthías Guð- mundsson, póstmeistari, tjáði Mbl. Matthías kvaðst búast við að hægt yrði að koma öllum jólapóstinum út, sem hefði bor- izt til bæjarins, en bætti því við að lítið yrði hægt að fást við þann póst, sem borizt hefði með síðustu skipaferðunum, vegna þess magns sem hlóðst upp. Hann sagði að nú væri unnið hvern dag frá kL 8—12 á mið- nætti og að fleira aukafólki hefði verið bætt við á póststofuna en nokkru sinni fyrr, eða um 30 manns. INIý stjórn í Aþenu, 21. des. — (NTB) — STEPHANOS Stephanopoulos, Brunaskemmdir á húsi á Akureyri Akureyri, 21. desember. ELDSVCHH varð í gærkvöldi uin ki. 21.15 á rishæð hússins Brekkugötu 27A, en á tveimur efstu hæðum þess húss býr Kristján P. Guðmundsson, for- stjóri, ásamt íjölskyldu sinni. Vérið var að leggja síðustu hönd á viðgerð á hæðinni eftir vatns- skaða er þar urðu fyrir fáum vikum. Kristján var einn heima þegar eldurinn kviknaði, og var þá staddur í svefnherbergi hjón- anrla. Hæðin varð að mestu al- «lda á svipstundu, en þó komst Kristján út óskaddaður, lokaði vandlega á eftir sér, og hringdi í slökkviliðið, sem kom á svip- stundu. Á hæðinni eru fimm herbergi aHs, og brunnu fjögur þeirra mjög að innan, svefnherbergíð •þó mest Þakið skemmdist ekki, og engar skemmdir urðu á tveim ur neðri hæðum hússins, enda var notaður háþrýstipúði ein- göngu við slökkvistarfið, sem tók um eina klukkustund. Um elds- upptök er ekki að fullu kunn- ugt, en á það má benda, að ný- foúið var að mála og lakka hurð- ir, og mikið af málingavörum var iþarna geymL — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.