Morgunblaðið - 22.12.1966, Side 17

Morgunblaðið - 22.12.1966, Side 17
Fimmtudagur 22. des. 1968 MORCUNBLADIÐ 17 Merkileg bdk um islenzka málshætti TELJA má til meirilháttar við- Iburða í íslenzíkri bókaútgáiu, að út skuli koma stórt safn íslenzkra tnálshátta í smekíklegri, hentugri útgáfu, ætlaðri alþýðu manna. Almenna bókatfélagið á þakikir ■kildar fyrir frumkivæði sitt og fcamkvæmd og ef til vill ekki arizt fyrir það að hafa valið til útgáfunnar menn, sem bæði eru fcunnir að fræðimennsku og •mekkvísi, þá Bjarna Vilihjálms- •on skjalavörð og óskar Hall- dórsson námstjóra. Formiálsorð fyrir bókinni ritar Bjarni Vilhjálmsson, og eru þau •ð ýmsu leyti gagnmerk, miklu efni komið fyrir í litlu rúmi. Mikil fræðileg not eru að þeim hluta formálsorðanna, sem fjalla «*m eldri málsháttasöfn. Munu |>eir, sem síðar fást við felenzka málshætti, óefað færa sér í nyt þann mikla fróðleik, sem þar er að finna. Hvergi er það beint tekið fram, fevert sé hlutverk málsiháttasafns ins, að öðru leyti en því, að í formála segir, að það eigi að vera „allríflegt úrval íslenzkra *nálsihátta“ oig þess getið, „að málshættir í ritinu séu um sjö þúsund talsins” (bls. XXV.). J>ó má sjá, að safninu er ætlað að vera alþýðlegt fræðslurit, þar sem segir, að heildarútgáfa fe- lenzkra málshátta „yrði margra éra verk“ og hætt væri við, „að slíkt rit yrði öllum þorra manna lítt aðgengilegt“. Samfcvæmt þessu ber ekki að dærna ritið sem vísindarit, heldur sem fræði rit ætlað aknenningi. Slík rit hafa mjög mikið — og raunar vaxandi — gildi. Og að sumu leyti er erfiðara að semja þau en hrein vísindarit. I>au leysa höf- undana engan veginn undan þeirri skyldu að standa föstum fótum í firæðunum, vita miklu meira en fram kemur 1 ritum þeirra. SMk rit verða að vera reist á fræðilegum grunni. Um rit það, sem hér er fjallað um, er það að segja, að það sýnir, að höfundarnir hafa kynnt sér eftir föngum íslenzk málshátta- »öfn, og sýnt er, að þeir hafa mjög góð tök á verkefni því, sem þeir hafa tekizt á hendur. En því ber elcki að leyna, að á því eru vissir fræðilegir gal'lar. Mun ég víkja að ýmsu af þvi læi, en ég vænti þess, að þeir, sem þetta lesa, geri sér Ijóst, að ég tel verkið að fléstu leyti mjög vandað og vel unnið. Bjarni Vilhjálmsson eyðir 1 flormálsorðum sínum allmiklu rúmi í það að skýra hugtakið málsháttur, og er það vel. Hann getur þess einniig, að í eldri máls háttasöfnium — meira að segja málsháttasafni Finns Jónssonar — séu ýmiss bonar orðasam- bönd, sem ekki heyri undir hug- talkið málsháttur. Hann segir einnig, að þeir félagar hafi vafa- laust brotið þé reglu að taka •ðeina hreina máléhætti og •tundum „af ásettu ráði“, þ.e. þegar setningar séu terngdar •iginnöfnum ('blss. XXVII). Marg ar þessar setningar, sem tengdar •ru eigi-nnöfnum, virðast að upp- runa vera hnytti'leg tilsvör, eins fconar „brandarar", sem orðið hafa fleygir og heyra þvi frem- mr undir „ fleyg orð“ en mófe- hætti. En gallinn er sá, að þessi •rðasamibönd eru möng hver óskiljanleg nútímafóiki og eiga því ekki heima i alþýðlegu riti, nema skýring fylgi. Ég sfcal ta'ka ðrfá dærni. Á bfe. 16 er orða- •ambandið Ekkl hafði Auðbjöm •Ut það hann þurfti. Hiver veit *tú, hvernig á að nota þetta orða- ■amband? Heimild þeirra Bjarna «g Óskars er mélsháttasafn Finns Jónssonar. En finna má miklu eldri daemi máltækfeins — •líkt kemur oft fyrir og verður rakið snðar — en það er máfe- háttasafn Guðmundau- Óiafsson- •r (frá 17. öld), merlkt hér eftir WÓ (einis og í folenzkum imáfe- háttum), m þar er það 1 gerv- Inu: Ekki hafði hann Auðbjörn •Ut þat, sem hann þurftt; hann vantaði homméla beizlið (GÓ, bls. 38, nr. 62il; — stafsetning samræmd — og svo verður síðar gert hér í tiivitnunum í eldri rit). Hér verður helzt ályktað, að saga liggi að baki máltæk- inu, og erfitt er að nota það án þees að þekkja þessa sögu. Fleira af sMfcu tæi mætti nefna: Atti sveik hann Börk (bls. 16, einnig hjá GÓ, bfe. 20, nr. 226), Vís er borgun hjá Brandi (bls. 39), Fieiri eru breyskir en Björn (ibfe. 42), Lengi bylur í Láka (bls. 47), >að er ekki oft að fó- getinn kemur í Tálknafjörð (tols. 90; — ég gæti ímyndað mér, að merfcingin væri svipuð og í það er ekki svo oft sem hún amma min deyr, sem birtur er Bjarni Vilhjálmsson. 1 örlítið frábrugðnu gervi á bls. 9), Einn er leppur á Sveini, annar á Steini (bls. 203), Hart lögmál, Hallur (bs. 218), Nú er Máríuveður í Kjós (tols. 223) — Stuttir eru morgnar í Möðru- dal (bls. 281), Nú er lagið á henni Sokku (Látra-Gunnu) — (bls. 304) og Rekur enn skötu á Þyrli. Hér virðist yfirleitt saga liggja til grundvallar og erfitt að nota orðasambandið án þess að þekkja þá sögu. Hver notar t.d. sambandið Kjarkmaður Kol- beinn í Dal án þess að vita að eirnbverju leyti að minnsta kosti, hvað til grundvallar liggur? Orðasambönd af þessu teei tel ég — eins og raunar höfundarn- ir líka — ekki til málslhátta. En aðalatriðið er þó, að þeir gegna engu hlutverki í alþýðlegu fræðshxriti án skýringa og leið- beininga um notkun. En ýmis- legt fleira hefur slæðzt með, sem ég tel ekki málshætti, en ég skal vera fáorður um það, nefna að- eins örfá dæmi: Það er örg vættur sem hún er nefnd (bfe. 12), Hart, hart löngustykki (bls. 218), Magurt og gagurt og mis- jafnt fagurt (bfe. 220) o.s.frv. Allt um þetta tel ég, að efnis- valið hafi yfirleitt tekizt mjög vel, sé gert af alúð og smekk- vísi. Um birtingu afbrigða ein- stakra málsihátta má deila, stund um eru þau mörg, sbr. t.d. Allt er það matur í magann kemst nema holtarætur einar (bls. 225) og hin mörgu afbrigði þess máls háttar, en annars staðar — og raunar víðast — eru þau fá. Fræðiiega geta afbrigðin haft mikið gildi, en í bók af þessu tæi tel ég réttast, að höfundar fari að smekk sinum, en vísi gjarna til, að aflbrigði megi finna í öðrum ritum. Aðeins á ein-um stað hefi ég rekizt á, að sami málsháttur sé tvítekinn með mjög óveruileg'um orðamun án mil'livísunar: Ekki bítur það í belg liggur, bls. 27 (vfeað tM GJ) og Ekki bítur það er í belg ligg- ur, bls. 31 (vfeað til FJ). (Elzta dæmi, sem ég þekki, er raunar frá 17. öld, úr safni Jóns Rúg- manns, sbr. JTt Saml., bls. 21, nr. 67: ekki bítur sá í belg ligg- ur). í flormálsorðuim er tekið fram, að merkt sé viSS Iwern máfehátt, hvaðan hann sé fenginn. Þó segir svo á bk. XXIX: „NWkíkra máls- hætti höfum við tekið etftir minni okkar sjálfra og ýmissa góðra manna. Þeir eru ekki merktir hér í útgáfunni“. Þannig er því t.d. háttað um orðasam- bandið Tönnin græðir, en tungan særir (bls. 386), sem ég lærði í eiMtið öðru gervi af móður minni í barnæsku (tönn græðir, tunga særir), en hún notaði þetta efcki sem málshátt, heldur sem Xæknisráð (húsráð) við vara- þurrk. En gott er, að þetta fcomet á prent, því að hér er um að ræða atriði, sem þjóðhátta- fræðingum kann að þykja nokk- uris vert. Segja má, að lofsvert sé af höfundum að merkja trúverðug- lega, hvaðan þeir hafa tekið málshættina. En. ég er dálítið hræddur um, að það geti villt um fyrir sumum, þ.e. að menn haldi, að hin merfcta heimild sé elzta dærnið, sem höfundar þekki um málslháttinn. í for- málsorðum er hvergi gefið i skyn, að sú sé ætlun höfunda, en þeir hefðu átt að taka fram, að svo væri ekki. Þó virðist sú ætlun hötfunda að vfea til forn- rita, ef málshátturinn á fornar rætur, en þeir hatfa hann úr yngri heimild. T.d. má benda á, að Betri er sonur, þó síðalinn sé er tekið úr Blöndalsbók, en jatfntframt vísað til Hávamála. Á sama hátt er Oft er leiðum sparað það ljúfum er hugað tek- ið úr satfni Guðmundar Jónsson- ar, en vfeað einnig til Hávamála, og fleiri dæmi mætti taka. En miiklir misbrestir eru á, að þess- ari reglu sé fylgt. Á bls. 42 er Óskar Halldórsson. orðaisambandið Allt er betra en brigðum að vera og vfeað til Blöndalsbókar. 1 Hávamálum 134. vfeu (miðað við útgáfu Bugges) stendur: allt er betra en sé brigðum at vera. Á bls. 49 stendur Böl er beggja þrá (skýr ingalaust), og vitnað til GÓ. í Lokasennu 39 (útg. Bugges) er nákvæmlega sama setning. Á bls. 201 er málshátturinn Létt er þeim sem lausir flakka (vitnað til BHar.) og Létt er þeim sem lausir fara (vitnað til FJ), en þess efcki getið, að í Sólarljóð- um, vfeu 37 (miðað við Eddu- útg. Buigges) stendur: létt er lauss at fara. Á bls. 219 stendur Maður er moldu samur og vitnað til FJ. í útgátfu Bugges atf Eddu stenduar í Sólarljóðiun 47 (tols. 364): maðr er moldar sonr, en ef lesnar eru neðanmálsathugaisemd ir sést, að mörg handrit hafa maðr er moldu samr. Á bfe. 321 stendur Sætar syndir verða að sárum bótum og vitnað til Blön- dalsbófcar. í Sólarljóðum, 68. vfeu, er nákivæmlega sama setning (sbr. útg. Bugges, bfe. 367). Ef tfl. vill má finna fleira af svip- uðu tæi, þótt ég hafi ekiki rekizt á það við fyrsta yfirlestur. Fjölmörg dæmi eru þess, að vitnað er til FJ (útg. 1920), en finna má dæmi frá 17. öld. Ég mun aðeins taka fá dærni, vegna þess að sú virðist ekki hafa verið ætlun höfunda, að merkingar um heimillir ættu jafnframit að vera álbendingar um aldur. Þetta kem ur greinilega fram í formálsorð- um, þar sem sagt er, að máife- háttasafn Finns Jónssonar hafi verið lagt tii gruindvallar (bls. XXVII) og síðar, að Arnheiður Sigufðardóttir mag. art hafi valið málshætti úr hinum elztu málSháttasöfnum (bfe. XXX). Þetta virðfet sýna, að byrjað hafi verið á yngsta safninu og síðar tekin tii meðferðar eldri söfn. Með öðrum orðum hefir sögulegt sjónarmið ekki ráðið við samn- ingu bókarinnar. Ég hefði frem- ur vaUð öfuga aðtferð, þ.e. raki'ð mig frá því eldra til hins yngra. En hér er ég kominn út á þann 'hála is að ræða fræðileg vinnu- torögð og skal ekki gera það frekara, en aðeins sýna dæmi þess, að heimi'ldatilvitnanir sýna ekki aldur mákháttanna. Fíflin eru getspökust er tekið frá FJ. Sama orðasamtoand er í GÓ, bfe. 54 (nr. 1002). Fíflinu skal yfir foraðið visa, en af- glapa á isa er haft etftir FJ. Hjá JR, bfe. 23, nr. 1:18 stendur fíflinu skal að foræði hleypa, en af- glapa á is og GÓ, bfe. 54, nr. '1004, hefir einnig afbrigði þessa málsfhéttar. Ég skal aðeins nefna eit-t dæmi í viðbót, þó að af nógu sé að taka. Á tols. 307 er tilgreint eftir FJ Gefst í gjörðar spyrður og afbrigðið Gefur guð í gerðar spyrður eftfe BHar (20. öld). GÓ, 'bfe. ©1 ,nr. 11160, hefir Gefur gnð í gjörðar spyrður og Æ gefur guð í gjörðar spyrður, bte. 177, nr. 3874. En sem sé, hér er ég kominin út fyrir þa'ð, sem höf- undar virðast hafa ætlað sér, og skal því ekski lengra farið í þær sakir. Við niðurröðun miálsháttanna er fylgt sömu meginreglu og Finnur tók upp í sínu safni (frá 1920), þ.e. farið er eftir svo- kölluðum markorðum þ.e. þeim orðum, sem að mati höfunda skipta mesta máli í málshættin- um. Þetta er góð regla. í eidri málSháttasötfnum var ekki rað- að etftir marfcorðum heldur miðað við fyrstu orð málsháttar. Höf- undar hafa einnig tekið upp þann góða sið að hætti Finns Jónssonar að hafa millivfeanir frá einu maikorði til annars, „til að auðvelda mönnum að finna efnisskylda málshætti eða svipaða að orðalagi" (bls. XXV). Þessa meginreglu tei ég mjög góða. Hins vegar virðast mér höf undar alltof sparsamir á milli- vfeanir, og skal nú reynt að finna þeim orðum mínum stað. A bls. 4 er orðasambandið nit er að egna afarmenni. Á bls. 244 er Illt er að eggja óbilgjarnan (ofstopamanninn). Engin milli- vfeun. MiMi marfcorðanna eldur, aska og járn eru engar millivís- anir, en þær hefðu verið mjög til bóta. Milli orðanna bekkur (Nú er setinn bekkurinn (Kvía- bekkur)) og Svarfaðardalur (Nú er setinn Svarfaðardalur) er ekki millivísun. Milli orðanna brúður, þar sem tilgreindur er hinn skemmtilegi málsháttur Brúður á beð að verma, og bóndi, þar sem er hið athyglisverða af- brigði Bóndi skal beð verma, en brúður fyrsta sinn, .er engin millrvísun. Ég gæti haldið lengi áfram með upptalningu af þessu tæi. En ég vil taka skýrt fram, að hvorttveggja er erfitt, val markorða og ákvörðun um, hve nær skal vera millivísun og hvenær ekki. Gott dæmi um það, hve erfitt er val markorða, er málshátturinn mjór er mik- iis vísir. Hér eru þrír fcoetir: mjór, mikill og vísir. Hötfundar hafa valið kostinn mikill en eng- in millivísun er frá mjór né vísir. Þá kiem ég að skýringum máls- háttanna. f formálsorðum sín- um segir Bjarni Villhjáknsson: „Vafalaust saknar margur fyllri skýringa, en þeim hefur orðið að stilla mjög í hóf rúmsins vegna“ (bfe. XXIX). Ég skil þessi orð svo, að höfundar hefðu gjarna viljað hafa skýringar fleiri og fyllri, en útgefandi lagzt á móti því. Ég er algerlega sammála Bjarna: Skýringar hefðu átt að vera fleiri og meiri. Ég skal rekja nokkur dæmi og hefi þá hliðsjón af því, að ís- land var bændaþjóðfélag langt fram á þessa öld og fólk var upp alið við frumstæða búskapar- hætti: Fólk, sem nú er að verða eða þegar orðið mektarfólk i íslenzku þjóðfélagi, skilur ekki ýmis orð, sem lúta að þessum hlutum og fyrir koma í máfe- háttum. Þar til vil ég nefna orð- ið ábaggi (bls. 3), sem að vísu er títt í óeiginlegri merkingu, en ég efa, að mikill hluti yngri kynslóðarinnar skilji það í eig- inlegri merkingu. Af öðrum orð um og orðmyndum, sem ég tel, að hefði átt að skýra, skal ég túl dæmfe nefna örbirgur (und- ir ágjarn, einnig sem markorð), alfarinn (undir akur), gár (und- ir L ár), álnir (undir auðugur; er skýrt undir alin), barmspar- að, þar sem vísa hefði mátt til merkrar ritgerðar Arniheiðar Sig- urðardóttur mag. art. í Skírni 1957, bfe. 99-101, bendingamaður ('bls. 27), blegða (sögn, sem ég þekki engin dæmi um nema úr málshættinum; hins vegar hefir Orðabók Háskólans dæmi um blegða, kvenkennt nafnorð),kál (í merk. „kálsúpa", undir bróð- ir, kál og smjör), ár (undir eng- ill), friar (undir fá), lygð (und- ir farandkona), bæsa (undir fé, sbr. það, sem sagt var um á- baggi), bergur ( = bjargar, und- ir feigur), skrjála (undir skinn) svinnlegur (undir svartur), drussi (undir varningur), krankur, Kolhetta (undir veður). Þótt ég hafi talið hér nokk- ur orð, sem þyrftu skýringa við og fært á reikning útgefanda, þá tel ég þó meira atriði, að ýmsa málshætti hefði þurft að skýra í heild — það er gert með suma, en alltof fáa. Ég nefni sem dæmi: Hjú sem herra, bú sem bóndi (bfe. 145) og mest vilja mannleysingjar stakka, sem skýrður er í ritgerð Arnheiðar Sigurðardóttur, Það kann að vera, að sumum þyki ég of aðfinnslusamur i dómi mínum um þessa bók. Én ég vil taka fram, að ég hefði aldrei skrifað um bókina að beiðni nemanda míns, Matthías ar Johannessens, ritstjóra Morg unblaðsins, nema mér hefði þótt mikið í hana varið. Ég tel bók- ina eiga erindi inn á hvert heim- ili í landinu og bæði höfunda og útgáfufélagið eiga virðingu skilið fyrir útgáfu hennar. Hins vegar vil ég hnýta þvl aftan í dóminn, að ég tel, að Handritastofnun íslands, sem ég ber að vísu nokkra ábyrgð á, ætti, þegar hún fær réttan mann til, að undirbúa útgáfu á öllum felenzikum málsháttasöfnum, sem til eru í handritum og láta rann- saka samband þeirra. Ég er t.d. öruggur um, að eitthvert sam- band er milli safna Guðmundar Jónssonar og Guðmundar Ólafs- sonar, en ég veit ekki, hvernig því er háttað. Þegar slík rann- sókn — og slík útgáfa — hefir verið gerð, verða íslenzkir máls- hættir þeirra Bjarna Vil'hjálms- sonar og Óskars Halldórssonar enn betri. Halldór Halldórsson. GYÐINGAMORHINGJAR DÆMDIR Hagen, Vestur-Þýzkalandi, 20. des. (NTB) Þrír fyrverandi SS-menn voru í dag dæmdir í Hagen fyrir aðild að Gyðingamorð- um á Hitlerstímunum í Þýzka landi. Einn þeirra, Karl Frenzel fyrrum. liðþjálfi, hlaut ævilanga fangelsisvist, en hinir dæmdir til 3—8 ára fangelsis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.