Morgunblaðið - 22.12.1966, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.12.1966, Qupperneq 28
28 MORGU NBLAÐIO des. 1966 Lydia \ Eftir . V. Cunningham |>vl, að ég tali við aðilana i mál- ártu? ' — >ér éruð alveg sjálfráður, Harvey. Talið þér bara við hvern |>eirra, sem er — við höfum eng- an grunaðan, það er að segja of- marga grunaða, eftir því hvernig á þáð er litið. Að minnsta kosti ætlum við ekki að fara að taka neinn fastan, fyrr en eittíhvað meira kemur í ljós. Talið þér bara við þau öll saman — það er að segja, að David Gorman undanteknum. — Hversvegna ekki við hann? — Ai því að það gæti orðið erf itt. Hann er dáinn, — Hvað? — Dáinn. — Hvernig gekk það til? — Það skeði snemma í morg- un, sagði Rotschild. Hann kom út úr húsinu sínu og ætlaði yfir götuna, og þá kom bíll á fleygi- ferð og ók á hann. — Náðuð þið í bílstjórann? Rotschild hristi höfuðið. — Hvað haldið þið um þetta? Var það morð? — Spyrjizt þér fyrir um það og komið svo og segið mér það, Harvey. 4. kafli. Þegar ég kom aftur i skrif- atofuna, fór ég tii Nazie Gilman, vinkonu minnar og bað hana um skrám fyxir Davíð Gonman. Hún játaði því, með því skilyrði, að greiði kæmi gegn greiða, og ég spurði hana, hver sá greiði værL — Þegar þú nærð í hálsmen- ið, Harvey, vil ég, að þú skjót- ist hingað inn, og lofir mér að setja það upp einu sinni, áður en þú skilar því tii Hunters. — Já, ef ég næ í það. — Það gerirðu áreiðanlega, sagði hún og kinkaði kolli með spekingssvip. — Og ef þú ert með það á þér í þrjár mínútur, Mazie, hvaða táknræna þýðingu hefur það? — Táknræna þýðingu? — Ég á við, hvaða gagn hefur þú af þvt Hún hristi höfuðið og sagði, að það þýddi ekkert að fara að útskýra það, vegna þess, að ég mundi ekki skilja það hvort sem væri, en hún sagðist skyldi hafa skrána tilbúna handa mér ein- . : -V; "■ - hverntíma fyrir lokun. Svo fór ég í mína skrifstofu, kallaði til Hopkins, sem var að íara út í hádegisverð, og bað svo um lang línusamtal við lögreglustjórann í Huntingdom, Texas. Fyrsta vandamál mitt var við Upplýs- ingaskrifstofuna í Galveston, og þegar mér varð etokert ágengt þar, fékk ég samtoand við deild- arstjórann. Ég sagði honum, hvað ég þyrfti að £á að vita, og hún iofaði að hringja mig upp eftir fáar mínrútur. Ég beið þang að til hringingin kom, en þá sagði deildarstjórinn — sem var auðvitað kvenmaður — með sinni sætiustu atvinnu-símarödd: 10 — Þvi miður getum við ekki náð sambandi fyrir yður, hr. Krim. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess, að lögreglan í Huntingdon hefur ekkert skrá- sett númer. — Útvegið mér þá borgarstjóra skrifstofuna, eða borgarritar- ann, eða borgarráðið. - Ég er hrædd um, að þetta sé ómögulegt. Hutingdon er smá- þorp, með innan við tvö hundr- uð manns og það hefur orðið illi- lega fyrir fellibyl. Eiginlega hrundi allt þorpið, og síðan er eina símasamtoandið þar við hjálparstöðina svo og bráða- birgðaskólann og einu bensín- og viðgerðastöðina. Ég þakkaði henni og svo hugs- aði ég málið um stund, og virð- ing mán fyrir Lydíu Anderson fór hraðvaxandi. Það var eftir- tektarvert, að bæði Homer Clapp, dyravörðurinn, og Rotschild lautinant, skyldu báðir hafa tal- ið hana svona heimska. Svo hringdi ég í frænku mína, hana Evelyn Bodin, ekkju sem á heima í New Hope í Fennsyl vaníu, og er einasta skyldmenn* ið, sem ég hef nokkurt samband við, og hún er með leikihúsdeilu. Hún var í einskonar sambandi við leikhúsið í New Hope og hafði sett peninga í nokkur leik- rit á Broadway. í þeirri trú, að eitthvent samband væri milli allra, sem væri svo vitlausir að festa fé í leikstarfsemi, spurði ég hana, hvað hún vissi um Mark Sarbine. — Ertu enn að eyða þínu dýr- mæta lífi á þetta hlægilega háls- men, Harvey? spurði hún. — Hversvegna er það svo hlægilegt? — Allt, sem er svo dýrt er 'hlægilegt. Jú, ég veit dálítið um Mark Sarbine. Hann er bölvað- ur drullusokkur. — Það er nú nokkuð almennur og víðtækur dómur. — Vissulega, en ég/;gæti tekið nánar til. Hversvegna kemurðu ekki í bæinn á morgun og færð þér kvöldverð, þá gæti ég komið og verið þér til afþreyingar. Maður sér þig aldrei nú orðið. Ég er orðin einmana og yfirgef- in gamaljómfrú. — O, fjandinn hafi það!! En ef ég nú kæmi í bæinn á morg- un, gæti ég þá tekið annan með mér. — Er það kvenmaður? — Já ....... einskonar.... — Það er nýstárleg mannlýs- ing — einskonar kvenmaður. En komdu bara samt, og komdu með hvern, sem þú vilt með þér. Ég býst við þér um klukkan sex. Síðan gekk ég eftir Parlt Avenue, og á göngunni velti ég fjrrir mér öllum atvikum, að dauða og sorgaratburðum sem voru kring um þetta Sarbine háls men. Richard Cotter sjálfsmorð- ingi, dóttir hans stingur sér á kaf í botnlausa tjörn, í ein- hverju vitleysiskasti, Davíð Gor- man, gamall maður sjötíu og eins árs, gengur út á gangstéttina og er yfirkeyrður af bíl og bíður þannig bana — ekkert af þessu kannski bein afleiðing af háls- meninu, en þó engan veginn sambandslaust við það. Bölvun slíkra skartgripa — og slík hjá- Karlmanna-leður KULDASKÓR SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 * STYRMIR HF, PÓSTHÚLF 335* ■■BHMBHI ^CIILDR ^ 798 DE LUXR FRANSKA RAFRAKVÉUN LOKSINS FÁANLEG Sk. Fjórar stillantegar kambaraðir ór demanlsUpuÓM ^ sæn&ku stáB. 110 og 220 voka stfawmstito. Jjs. Sjálfvirkur rofi, aem stðövar véfina þegar þðr léggið þanafráyðMC. Kaupiö CALOR oedöCAbOA CALO R RAKVÉLIN ER GJÖF FYRIR KARLMENN KOSTÚR AF»F|MS I' F.111F..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.