Morgunblaðið - 23.12.1966, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLADÍÐ
Fðsfuðagu? 23. des. 1969 ^
Ráðherranefnd Evrópu-
ráðsins ræðir efnahagsmál
RÁÐHEIRiRANEFN D Evrópu-
ráðsins hélt fundi í París 12. og
13. desémber. Fundarstjóri var
Lujo Toncic-Sorinj, utanrfikis-
ráðherra Austuríkis. Fulltrúar
íslands á fundinum voru Henrik
Sv. Björnsson ambassador og
Sigurður Hafstað sendiráðunaut
ur.
Samskiptin við ríki ntan
Evrópuráðsins voru ýtarlega
raedd, og tóku 15 ráðherrar til
máls um tengsl ríkjanna í Vest-
ur og Austur-Evrópu. Var það
álit allra ráðherranna, að þau
hefðu aukizt, og bentu þeir því
til sönnunar á, að á þessu ári haf a
verið gerðir fleiri samningar en
áður um menningarmál, taekni
og viðskipti milli ríkja, sem eru
hvort í sínum hluta álfunnar.
Ráðherrarnir töldu, að hér væri
um að ræða mikilsvert framlag
Evrópu til að bæta alþjóðlegt
samstarf.
Framkvæmdastjóri Evrópuráðs
ins, Peter Smithers, gaf ráðherra
nefndinni skýrslu um þátttöku
nikja utan ráðsinis í vissum störf-
um þess. Féllust ráðherrarnir í,
að heimila mætti siíka þátttöku
í samvinnu, sem Evrópuráðið
stendur að og varðar tiltekin
menningar-, laga- og tæknimál-
efni.
Pólitísk atriði varðandi efna-
hagssamvinnu Evrópurikja var
næsti málaflokkur, sem um var
fjalla'ð. Dr. Josepih Luns, utan-
ríkisráðherra Hollands og for-
maður ráðherranefndar Efna-
hagabandalagsins, skýrði frá
starfsemi þess að undanförnu.
Gunnar Lange, viðskiptamála-
ráðherra Svtíþjóðar, og varafor-
maður ráðherranefndar EFTA,
sagði frá þróun mála innan þess
bandalags. Báðir þessir ráðherr-
ar töldu þann árangur, sem náðst
hefur, fu'linægjandi, en jafn-
framt lögðu þeir áherzlu á, að
'þess yrði að gæta, að tengsl ríkj-
anna í bandalögunum tveimur
rofnúðu ekki Þeir lýstu ánægju
með nýlegar gerðir Breta varð-
andi Efnalhagábandalagið og
töidu, að unnt væri að binda von
ir við, að þær myndu flýta fyrir
samræmingu á sviði efnahags-
mála í álfunni
Brezki ráðherrann George
Thomson, sem fjallar um Evr-
ópumál, lét svo um mælt, að
ibrezka stjórnin teldi tímalbært,
að fram kæmi, hvort unnt væri
að fá fleiri aðildarríki tekin í
Efnahagsbandalagið. — Hann
minnti á, að í janiúar eiga að
hefjast heimsóknir forsætis- og
utanríkisráðlherra Bretíands til
Iþjóðhöfðingja og rákisstjórna í
þeim sex ríkjum, sem eru í
Efnahagsbandalaginu. Þess er
vænzt, að í marz hafi þeir lokið
viðræðum þessum. Thiamson
sagði, að brezka stjómin myndi
skýra ríkisstjórnum annarra
EiFTA-landa frá árangri við-
ræðnanna.
Á ráðberrafundmium lýstu ýms
ir fundarmanna skoðunum sán-
um á því, hvernig æskilegt væri
að vinna að nánara samstarfi
Bvróipuríkja.
Nokkrir ráðherranna lýstu á-
hyggjum af tæknimálum í Evr-
ópu. Kom fram, að Bandaríkin
og Sovétríkin hefðu æ meiri yfir
Iburði á þessu sviðL Ástæðan var
ekki talin vera sú, áð vtísindaleg
þekking í þessum stóru ríkjum
væri meiri en í Vestur-Evrópu,
heldur hin, að hin einstöku rfki
þar væru ekki nægHega stórar
efnahagslegar einingar til að
unnt væri að nýta þá visinda-
þekkingu, sem fyrir hendi 'er.
Fram kom sú skoðun, að úr
iþessu mætti foæta með mun nán-
ari samstarfi ríkjanna í Evrópu-
ráðinu.
Framkvæmdastjóri Evrópuráðs
ins skýrði frá samvinnu ráðsins
og Sameinuðu þjóðanna. Þessi
samvinna hefur farið vaxandi,
einkum eftir heimsókn U Thants
til Strasslborgar í maí sl.
Aðgerðir vegna náttúruham-
fara voru ræddar að frumkvæði
utanríkisráðherra Austurríkis. —
Ráðherrarnir fóru vi'ðurkenning-
arorðum um starf Rauða kross-
ins, Rauða hálfmánans og fleiri
al'þjóðlegra samtaka á þessu
sviði, og voru þeirrar skoðunar,
að til viðbótar þeim væru fram-
lög frá einstiökum ríkjum æski-
iegri en sameiginlegar hjálpar-
ráðstafanir margra ríkja. Fram-
kvæmdastjóri ráðsins taldi þó
tilefni til að kanna, hivort sam-
ræma mætti lög og venjur um
framlög af þessu tagi til að
■tryggja skjótari hjálp, þegar
hennar verður skyndilega þörf.
Sem kunnugt er varð nýlega
gífurlegt tjón af völdum flóða á
ítaiM'U, og þökkuðu ítölsku fulltrú
arnir á ráðherrafundinum hjálp,
sem borizt hafði eftir þær nátt-
úruhamfarir. — (Frétt frá upp-
lýsingadeild Evrópuráðsins, 19.
desember 1ÖÖ6). — Þ. V.
1ÓLAGJAFIR!
SPEGLAR
eru kœrkomnar og
nytsamar fólagjafir
Vér bjóðum yður mesta
SPEGLA-ÚRVAL, sem
sézt hefir hérlendis.
SPEGLAR og verð
við allra hæfi.
SPEGLABÚÐIN
Sími 1-9635.
Uinrik Sv. Björnsson, sendiherra, og Sigurður Hafstað, sendi-
ráðunautur, á fundi ráðherran efndar Evrópuráðsins í Parfis
12. desember sl.
Einkaritari
Óskum eftir að ráða einkaritara til starfa hálfan
eða allan daginn. Stúdentspróf eða önnur hlið-
stæð menntun nauðsynleg. Eiginhandarumsóknir
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, svo
og meðmæli ef fyrir hendi eru sendist skrifstofu
okkar fyrir 31. desember 1966.
Hagtrygglng hf.
Eiriksgötu 5, Reykjavík.
n -í /j L—í
FRYSTIKISTUR
frá hinu heimsþekkta BELL TELEPHONE
Mfg. Co.
200 lítra
330 lítra
400 lítra
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
ELDHÚSIÐ sf
Laugaveg 133. — Sími 11785.