Morgunblaðið - 23.12.1966, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÖID
Föstudagur 23. des. 1966
Guðm. G. Hagalín
skrifar um
BÓKMENNTIR
„Þegar ég tók í hrundar hönd.
hins mikla manns, nýtur hún
sín með ágætum. En hins veg-
ar er síður en svo, að hann
varpi með þessu skugga á mik-
illleik séra Jóns á hans stóru
stitndum. Hann verður aðeins
í þættinum mannlegri, drætt-
u irnir í skapgerð hans dýpri en
þeir hefðu ella orðið og persón-
an öll tilkomumeiri og eftir-
Sverrir Kristjánsson og Tóm
as Guðmundsson: 1 veraldar-
volki. islenzkir örlagaþættir.
Forni. Reykjavík 1966.
Enn er komin bók, sem þeir
eru báðir höfundar að, Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur og
Tómas Guðmundsson. Og það
eru svo sem engir ómerkingar,
sem þeir fjalla um, þar eð Sverr
ir segir frá Sigurði Breiðfjörð
og Tómas frá hinum fræga eld-
klerki, séra Jóni Steingrímssyni i
Sverrir skrifaði fyrir nokkr- {
um árum um Bólu-Hjálmar, og
þótti ýmsum þar ekki vera nógu
vandlega greindar sannaðar
staðreyndir frá þjóðsögnum um
skáldið. En víst er um það, að
í almælti var, að aldrei hefði
verið svo skemmtilega ritað um
þennan mann, sem var jafn-
stórbrotinn að allri gerð og
hann var magnað og myndauð-
ugt skáld, og enginn vafi mundi
leika á því, að þáttur Sverris
um Hjálmar vakti áhuga fjöl-
margra af yngri kynslóðinni á
örlögum og skáldskap Hjálmars.
Hann og Sigurður Breiðfjörð
voru um flest ólíkir, en ekki er
saga Breiðfjörðs síður harmræn
og í fljótu bragði séð minna
furðuleg en saga skáldsins, sem
kennt er við Bólu. Breiðfjörð
var — allt frá því að hann var
wm
Sverrir Kristjánsson.
rúmlega þritugur — mest metna
og vinsælasta skáld alls þorra
manna á íslandi, og honum var
fagnað eins og konungi á síð-
ustu ferð sinni út um byggð-
ir landsins, þegar hann hafði
ekki aðeins verið dæmdur fyr-
ir tvíkvæni, heldur líka beið
dóms og öruggrar tugthúsvist-
ar fyrir ávísanafals og rangan
framburð fyrir rétti. I>að var
og hans skáldskapur, sem mesti
ljóðsnillingur þjóðarinnar, Jón-
as Hallgrímsson, valdi þá er
hann vildi klekkja á rímnaskáld
unum yfirleitt og ryðja braut
nýrri skáldskaparstefnu, — >að
var Sigurður Breiðfjörð, sem
brimalda nýs tíma í bókmennt-
um og að nokkru lífsskoðun ís-
lendinga skall á — þessi af öll-
um rétt og vel hugsandi Reyk-
víkingum fyrirlitni brotamaður,
drykkjubolti og veraldarlegur
ómerkingur. Og á tindi skáld-
frægðar sinnar ósigraður af boð-
berum hins nýja tíma, lézt hann,
þessi Óskmögur Iðunnar og vín-
skútinn við rekkjustokkinn og
Ijóðstafi á sprungnum vörum.
Svo ömurlegt — já, átakan-
leg, sém sú mynd er, sem Sverr
ir dregur upp í fyrsta kafla
þáttarins af skáldinu á dánar-
beði — og síðan hverfur að á
ný í síðasta kaflanum, er hún
eigi að síður skáldlega glæsi-
leg, og svo er um margt í þess-
um þætti, enda er hann skrúf-
aður af mikilli formgáfu, skörp-
um skilningi á eðli Sigurðar og
djúpri innsýn í aldarhátt og
menningarlíf þjóðarinnar —
innan þess sviðs, sem höfund-
ur hefur markað sér og þætt-
inum. Ég er og ekki í neinum
vafa um, að þó að sitthvað hafi
verið vel ritað um ævi og ör-
lög Breiðfjörðs, verði þessi þátt-
ur það, sem jafnan þyki geyma
gleggri mynd af honum sem
manni en annað, sem um hann
hefur verið skráð til þessa.
Sverrir kemur að því aftur og
aftur, hve aðstæður og aldar-
háttur hafi valdið miklu um
örlög Sigurðar, en hann dregur
mun síður en flestir aðrir, sem
um hann hafa skrifað eða ort,
fjöður yfir það, hve miklu eðli
hans og skapgerð hefur valdið
um lífskjör hans og ævilok. Mér
virðist og, að skapveilur hans
Tómas Guðmundsson.
hafi verið hans mesti og versti
örlögvaldur. Islenzk alþýða dáði
hann og virti og var honum
vel, eftir því sem efni stóðu til,
og margur höfðinginn mat hann
og skáldskap hans. Þá virðist
mér einnig, að réttarins þjónar
á harðri öld hafi ekki tekið á
honum miklum mun ómildari
höndum en efni stóðu til. „Þeg-
ar ég tók í hrundar með hægu
glingri, fannst mér, þegar ég
var yngri, eldur loga á hverjum
fingri“, kvað hann, og víst
mundi hann hafa sagt það með
sanni. Ókærni hans í kvenna-
málum og veikleiki hans gagn-
vart Bakkusi mundu hafa reynzt
ærið örlögþrungar veilur,
hvernig sem lífið hefði annars
við hann leikið.
Þáttur Tómasar skálds Guð-
mundssonar í þessari bók fjall-
ar um mann, sem er engu síð-
ur þjóðkunnur en Sigurður
Breiðfjörð, þar sem er einn af
þeim fáu íslenzku klerkum, sem
öll alþýða manna á íslandi hef-
ur talið hafa unnið kraftaverk,
sem vart mundi eiga sinn líka
og hvað sem því líður, er hitt
víst, að séra Jón gerðist slíkur
bjargvættur hrjáðra sóknar-
barna sinna í sárum nauðum
þeirra, að dæmi slíks munu ekki
mörg í sögu íslenzkra afreks-
manna. Þá hefur hann og rit-
að ævisögu sína af slíkri snilli,
að hún er sérstæð í íslenzkum
bókmenntum og skipar honum
á bekk með mestu merkisrit-
höfundum okkar á síðari öld-
um. Loks hefur Jón Trausti
frægt séra Jón í Sögum frá
Skaftáreldi, sem unnu sér mikla
og almenna hylli þegar þær
komu fyrst út, þær hafa þús-
undir manna um allt ísland lesið
og lesa enn, þar eð Ritsafn Jóns
Trausta mundi til á fleiri ís-
lenzkum heimilum en nokkur
önnur rit að íslendingasögun-
um undanteknum.
Það er því ærinn vandi, sem
Tómas skáld Guðmundsson
tekst á hendur, þegar hann
ræðst í að rita þáttinn Guðs-
maður í veraldarvolki, enda fór
mér svo, að ég las þann þátt á
undan hinum, sem þó er hinn
minnilegri. En vandgert hefði
þetta verið, ef þarna hefðu átt
að koma til bersöglir dómar í
stað kímninnar.
Að minni hyggju er þetta
bezta bók þeirra þriggja, sem
komið hafa frá henni þessaia
„samvinnumanna.“
Guðm. Gíslason Hagalín. '
fyrri í bókinni. Mætti í fljótu
bragði ætla, að Tómasi hefði
ekki orðið annað meira úr efn-
inu en að rita skilmerkilegan
og læsilegan útdrátt úr sögu
hins sérstæða og merkilega
klerks. En Tómasi tekst að fjalla
þannig um efnið, að fyrir mörg-
um, sem lesið hefur um séra
Jón, mundi hann standa í enn
skýrara Ijósi en áður, að lokn-
um lestri þáttarins, auk þess
sem glöggum lesanda á fram-
setningu, sem er ærið persónu-
leg, en lætur þó lítið yfir sér,
munu verða tök Tómasar á efn-
inu alleftirminnileg.
Séra Sigurjón varð bæði fyrr
og síðar á ævinni að þola ill-
mælgi, róg og lygar misjafnra
manna, jafnvel eiár að hann
stóð frammi fyrir þjóð sinni í
þeirri birtu, sem eldmessan og
fórnarstarf hans í þágu bág-
staddra sóknarbarna sinna,
vörpuðu yfir hann, voru of-
sóknirar á hendur honum hvað
mestar. Hann skrifar og sögu
sína, sem varnarrit, sakir eftir-
komenda sinna, en ýmsum
mundi dyljast, að hann ritar
hana einnig til að verjast áleit-
inni samvizku sinni, þá er hann
hugsar til þess, hvað honum
hefur veitzt á ævinni og hvað
hann hefur orðið að þola. Hann
var sem sé eins og flestir menn
mikillar gerðar og þá ekki sízt
þeir, sem hafa unnið slík and-
leg afrek, að þeir hafa staðið
eftir dauða sinn í dýrðarljóma,
hafa verið allmiklir heimsmenn
og átt í stríði við fýsnir og ver-
aldarhyggju. Og það leynir sér
lítt, að tvennt hefur það verið,
sem sérlega hefur sótt á séra
Jón Steingrímsson, allmikil
auðshyggja og blátt áfram fá-
gætlega þrásækin og endingar-
góð kvensemi. Hann hefði sann-
arlega getað tekið undir með
Sigurði Breiðfjörð; „Þegar ég
tók í hrundar hönd með hægu
glingri", — en fella hefði hann
mátt niður orðin: „fannst mér,
þegar ég var yngri“. En yfir
bæði gröðahyggjuna og kven-
semina varnar hann í sögu sinni
því skini, að þar hafi forsjón
guðs verið með í verki — bæði
í vörn og sókn.
Tómas er aikunnur að hóf-
samri, en eigi að síður ærið
virkri kímni, og þar sem hann
rekur þræði brestanna í fari
Vörubíll
Höfum verið beðnir að selja Ford Trader vörubíl
7 tonna árg. 1964. Góð grexðslukjör.
FORD umboðið
Sveinn Egilsson lif.
ANGLI-SKYRTUR
COTTON-X og RESPI SUPER NÆLON.
ALLAR STÆRÐIR og MARGAR GERÐIR.
GEYSIR H. F.
URVAL JOLAGJAFA
ALLT TIL LJÓSMYNDUNAR
VERZLIÐ T SIÆRSJÖ
LJÓSMYNDAVÖRUVERZLUN
BORGARINNAR . .
GEVAFOTO h.f.
AUSTURSTRÆTI 6 - SÍMI 22955