Morgunblaðið - 13.01.1967, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1967.
3
LEIKFÉLAG Reykjavíkur
efndi til hátiðarsýningu á
Fjalla-Ey vindi eftir Jóhann
Sigurjónsson í fyrrakvóld í
tilefni af því að þann dag
átti félagið 70 ára afmæli. —
Leikstjóri er Gísli Halldórs-
son, en Helgi Skúlason og
Helga Bachman fóru með
aðalhlutverkin tvö, og leik-
myndir hefur Steinþór Sig-
urðsson gert. Húsið var full-
skipað áhorfendum, og var
leiknum fagnað ákaflega, svo
og leikurum.
Að lokinni leikibúsingu um
kl. 11.30 voru leikféla.g.inu
fluttar heiiliaóskir og gjafir
frá mörgum aðillum. Brynijóif
ur Jóhannesson áivarpaði
fyrst félagið fyrir hönd Fé-
lags í®L ieikara og aifhenti
þvi gjöf frá félagi sínu. I»á
tók tii máls Guðlaugur Rósin
Iðnó var þéttsetið áhorfendum á frumsýningunni.
Afmælissýning Leikfélags R.víkur
krans, Þjóðde i khlússt jóri, og
flutti Leiikfélaginu heillaósk-
ir frá í>j óðle iik hús inu og af-
henti gjöf. Þorkell Sigur-
björnsson áivar.paði Leikfétla.g
ið fyrir hönd Bandalags ísL
listamanna og færði fél aginu
blómakörflu. Loks stóð upp
Hannes Lorsiteinsson, stór-
kaupmaður, og færði féilag-
iniu heillaóskir úr áfhorfenda-
hópi. Hvatti hann |þá er efla
vi'ldiu félagið að storiía nöfn
sín í félagalbók þá er gerð var
til styrktar fyrir væntanlega
hiúsfhyggingu félagsins.
Steindiór Hjörleifsson, for-
maður Leikféilags Reykjavík-
ur, þakkaði hlýleg orð og góð
ar gjafir. Því naest heiðraði
félagið tvo aldna samstarfs-
menn, Guðrúnu Indriðadótt-
ur, sem er elzti félagi LR og
flék fyrstu Höliuna, og Hafliða
Bjamason, dyravörð, sem er
elati starfsmaður félagsins,
Ihefur unnið hjá félaginu 1
sam fleytt 42 ár, ag hefur að-
eins sjö sinnum á öllum þess-
um tlíma misst úr sýningar.
Leiikfélagið mun nú næstu
daga efna til sýninga á göml-
um munum, sem notaðir hafa
verið við fýrri leiksýningar.
í>ess má að encLingu geta að
uppeelt er á þrjár næstu sýn-
ingar á Fja'lla-Eyvindi.
Guðlaugnr Róslnkrans, PJóðl eikhússtjórl, afhendir Steindóri
gjöf frá Þjóðleikhúsinu.
Steindór Hjörleifsson, form. LR, heiðrar Hafliða Bjamason,
dyravörð, fyrir störf hans í þágu félagsins.
— Ávísanafals
Framhald af bls. 26.
íyrst kynnzt Bonnie Parker er
hún var við skólanám. Síðan
hefði hann ekki séð hana í mörg
ár fyrr en í haust, að hann hitti
hana að tilviljun. Hafi hún þá
spurt hann hvort hann vildi ekki
verða forstjóri fyrir fyrirtækjum,
sem hún ætlaði að fara að setja
á stofn, og gat þess að hún ætti
nóg af peningum, m. a. 360 þús.
dollara í Kaupmannahöfn og
Mílanó.
Rollman kvaðst hafa þegið boð
ungfrú Parker, þar eð svo hafi
Staðið á fyrir sér að hann var at-
vinnulaus. Fóru þau síðan saman
til New York, þar sem þau fengu
eér vegabréf, og fiugu sáðan til
lslands, eins og fyrr segir. Þegar
hingað kom vildi Bonnie Parker
óð og uppvæg setja hér á stofn
fyrirtæki, m. a. koma upp móteli,
og sagði að enda þótt þjóðin
væri ung, væri landið gamalt,
og þvi hlyti að vera góður grund-
völlur fyrir viðskiptum hér.
Rollman sagði ennfremur við
yfirheyrslurnar að hann hefði
ekki haft hugmynd um að ekki
væri allt í lagi með bankainni-
stæðuna, fyrr en hann heyrði
það á Skotspónum hjá einhverj-
um sem hafði aflað sér upplýs-
inga um að rei'kningnum hefði
verið lokað. Kvaðst hann þá
hafa sagt við Bonnie Parker að
hún yrði strax að fara út og
má í peninga ellegar yrðu þau
bæði imnilyksa hér. Fór hún þá
t41 Kaupmannahafnar, sem fyrr
segir, og kvaðst ekki verða leng-
ur en í fimm daga.
Meðan Rolland' var í yfir-
heyrslu hjá rannsóknarlögregl-
unni um kl. 7 í fyrrakvöld
hringdi svo ungfrú Parker frá
SAS-hótelinu í Kaupmannalhöfn,
og fékk að tala við hann. Sagði
hann henni hvernig komið væri
fyrir sér, og lofaði hún þá að
senda peninga strax morguninn
eftir, en þeir voru ókomnir um
kvöldverðarleytið í gær. Rann-
sóknarlögreglan hafði síðan
spurnir af því að ungfrú Parker
hefði hringt á lögreglustöðina frá
Royal-hótelinu í Höfn til þess að
spyrjast fyrir um hvort vinur
hennar sæti inni.
— Færbin
Framhald af bls. 28.
fjörðum eru allar aðalleiðir ófær-
ar, en eitthvað fært innan sveita.
Þá er fært allt norður í Skaga-
fjörð fyrir alla bíla, en fjallvegir
varasamir vegna hálku. Öxna-
dalsiheiði lokaðist litlum þílum í
morgun vegna skafrennings, en
fært er frá Akureyri til Húsa-
vikur um Dalsminni.
Á Austfjörðunum er fært um
Fljótsdalshérað, Fagradal, Odds-
skarð og Staðarskarð, en alls
staðar mikil hálka. Vegurinn
milli Stöðvarfjarðar og Breið-
dalsvíkur er þó lokaður vegna
hálku.
STAKSTEINAR
Friðaihorfur
Óumdeilanlega eru að ýrnsa
leyti betri friðarhorfur í heim-
inum en á fyrstu árunum eftir
heimsstyrjöldina síðari. A8
styrjöldinni lokinni afvopnuðust
vestrænar þjóðir og hermenn
þeirra sneru heim til sinna fyrri
starfa, en Sovétrikin höfðu ann-
an hátt á. Þau héldu áfram að
efla herstyrk sinn eftir stríðið
og lögðu undir sig hvert landið
á fætur öðru í Evrópu í kraftí
Rauða hersins, eins og „Þjóð-
viljinn“ hefur nýlega viður-
kennt í fyrsta sinn.
Þessari ískyggilegru þróun
mættu Vestur-Evrópuþjóðir og
Bandarikin með stofnun Atlants-
hafsbandalagsins og eru nú bráð
um liðnir tveir áratugir frá
stofnun þess. Á þessum tíma hef
ur orðið mikil breyting í Evrópu,
framsókn kommúnismans i
krafti Rauða hersins hefur ver-
ið stöðvuð og allir eru sammála
um, að friðvænlegra er í Evr-
ópu nú en nokkru sinni áður frá
stríðslokum. Samvinna ríikjanna
austan og vestan járntjaldsins
verður sífellt meiri og nánari í
viðskiptalegum og menningar-
Iegum efnum og vafalaust
mun nánari stjórnmálasamvinna
fylgja í kjölfarið. Bæði austan
og vestan járntjalds eru ýmis
breytingaöfl að verki og menn
gera sér vonir um, að þess verði
ekki allt of langt að bíða, að
hin óleystu vandamál í Evrópu,
sem styrjöldin skapaði, muni
verða leyst, enda ný viðhorf
komin upp hjá báðum aðiium.
Það er því alveg ljóst, að í Evr-
ópu, sem verið hefur aðalvíg-
völlur tveggja heimsstyrjalda á
þessari öld, horfir nú mun frið-
vænlegar en áður.
En um það bil sem kommún-
istar sáu fram á, að landvinn-
ingar þeirra höfðu verið stöðv-
aðir í Evrópu, hófu þeir árásar-
styrjöld í Kóreu, sem mætt var
af herjum, sem börðust undir
fána hinna Sameinuðu þjóða og
einnig þar var framsókn hinna
kommúnísku herja stöðvuð. En
þrátt fyrir það, að kommúnistar
hefðu verið stöðvaðir í framsókn
sinni bæði í Evrópu og Asíu
hafa þeir haldið árásarstefnu
sinni áfram og nú er röðin kom-
in að Víetnam. Sú saga er öilluni
kunn og óþarft að rekja hana.
— Bandaríki Norður-Ameríku
komu Suður-Víetnam til aðstoð-
ar og hafa snúið hernaðartafl-
inu við í þessu hrjáða Asíulandi,
en þrátt fyrir ítrekaðar tílraun-
ir Bandarikjanna og Suður-Viet-
nam til þess að koma á samn-
ingaviðræðum við kommúnista í
Norður-Víetnam hefur það ekki
tekizt, og eru áframhaldandi
hörmungar af styrjöldinni þess
vegna algjörlega á ábyrgð komm
únista í Norður-Vietnann, og
þeirra sem þá styðja.
Breytt viðhorf
En þrátt fyrir Víetnamstyrj-
öldina er það vissulega rétt, sem
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, sagði í áramótaræðú
sinni til þjóðarinnar á gamlárs-
kvöld, að nú horfir að ýmsu
friðvænlegar í heiminum en áð-
ur og í framhaldi af þeim um-
mælum sagði forsætisráðherraj
„Þess vegna hlýtur sú spurn-
^ing að- vakna nú og á næsiu ár-
um, ekki sízt þegar kveðið verð-
ur á um áframhald Atlantshafs-
bandalagsins, hvort við eigum
að halda áfram veru okkar í þvi
og þá hvert tillag okkar tH
bandalagsins eigi að vera. Okk-
ur sem teljum, að styrkleiki
Atlantshafsbandaiagsins eigi
verulegan þátt í því, að nú horf-
ir friðsamlegar en fyrr, virðist
einsætt að íslendingar eigi a8
halda áfram að vera í bandalag-
inu. Engu að síður játum við að
sjálfsagt sé að skoða málið í ljósi
ástandsins eins og það verður á
árinu 1969 og næstu ár þar á
eKir“